Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993
25
pv___________________________Meiming
Samtöl í
Gerðubergi
í Geröubergi stendur nú yfir og fram til sunnudagsins athyglisverð til-
raun á vettvangi myndlistarsýninga. Þar er um aö ræða myndbönd meö
hálftíma eintah sex listamanna, þeirra Ástu Ólafsdóttur, Haralds Jónsson-
ar, Helga Þorgils Friöjónssonar, Kristins E. Hrafnssonar, Rúríar og Þor-
valds Þorsteinssonar. Uppsetningu sýningarinnar annaðist listakonan
Harpa Björnsdóttir. Þremur myndbandstækjum og skjám hefur veriö
komið fyrir í „EíTmu“, sýningarrýminu á neðri hæö Gerðubergs. Þar er
gestum frjálst að setja spólur í tækin og láta listamennina þannig tala
hvem í kapp við annan.
Sex eintöl
Hér ræðir Ásta Ólafsdóttir m.a. um það að hún vilji gjaman að fólki
fmnist aö það hafl nú ekki verið mikill vandi að búa til verkin hennar.
Helgi Þorgils talar um flöskuskeyti sem hann sendi frá Flatey á Breiða-
firði fyrir tuttugu árum og hann lítur á sem skriffæri sem dragi tilviljunar-
kennda línu um hafílötinn. Kristinn jafnar íslenskri náttúru við gígan-
tíska vinnustofu og Rúrí segir okkur alltaf vinna út frá sömu grunnfor-
sendunum; tilveru mannsins á jörðinni og jarðarinnar í alheiminum.
Haraldur fjallar um það hvernig fljótandi útlínulaust eðli tekur á sig vits-
munalegt form og Þorvaldur um það að listamaðurinn árið 1993 sé ekk-
ert öðmvísi staddur en listamenn á öðrum tímum.
Eftirbreytniverð tilraun
Hugmyndin að sýningunni mun hafa kviknað út frá þeim nýupptekna
sið Gerðubergs að hafa viðtöl við listamenn sem þar sýna og taka þau upp
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
á myndband. Undirritaður gat því miður ekki sannreynt þá staðhæfmgu
í sýningarskrá að óskilgreinanlegur glymjandi skapaðist í rýminu miðju
þegar kveikt væri á öllum tækjum. Það orsakaðist af því aö eitt tækið
var bilað er mig bar að garði og enginn var nálægur til að bæta úr því og
er ábendingunni hér með komið á framfæri. Forvitnilegra hefði þó verið
að hafa sex tæki þar sem allir listamennirnir hefðu getað lagt sitt til
málanna á sama tíma og enn betra hefði verið að tímasetja upptökurnar
þannig að raunverulegt, en þó fjarstæðukennt samtal hefði átt sér stað.
Að öðrum kosti tel ég að heppilegra hefði verið að hafa heyrnartól. Allt
um það er tilraunin eftirbreytniverð og Gerðubergi til sóma. Hér er í
raun um kjörið sjónvarpsefni að ræða því það mætti hugsa sér að klippa
þetta þriggja klukkustunda efni miskunnarlaust niður í ótölulegan fjölda
nokkurra sekúndna búta. Er vonandi að framhald verði á slíkum samtals-
sýningum í Gerðubergi og að aðrir sýningarsalir í samvinnu við fjölm-
iðla taki sér þessa tilraun til fyrirmyndar.
Sinnhoffer kvartettinn
Tónleikar voru á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju síð-
asfliðið laugardagskvöld. Sinnhoffer strengjakvartettinn frá Múnchen
lék. Á efnisskráni voru Strengjakvartett í D dúr, K 499, eftir Wolfgang
Amadeus Mozart og Strengjakvartett í cis moll, op. 131, eftir Ludwig van
Beethoven.
Þetta voru þriðju tónleikar kvartettsins í íslandsferð hans í þetta skipt-
iö. Áður hefur í pistlum þessum veriö rætt uni flutning hans á Fúguhst
Jóhanns Sebastian Bach. Þá mun kvartettinn hafa haldið tónleika í Hafn-
arborg á dögunum. Efnisvahð á þessum tónleikum má segja að hafi ver-
ið eins konar rúsína í pylsuendanum. Strengjakvartett Mozarts, K 499,
var saminn fyrir og theinkaður Franz Anton Hoffmeister, útgefanda og
tónskáldi í Vínarborg. Andblær verksins er hógværlega lýrískur, ekki
ósvipað og seinna varð hjá Schubert. Stíhinn er galant og að mestu hómó-
fónískur nema í hæga kaflanum þar sem er eins og tónskáldinu verði
meira niðri fyrir. Sá kafh er djúpur og örlar á sársauka sem þó fær aldr-
ei að brjótast upp á yfirborðið. Strengjakvartettinn í cís moll eftir Beetho-
ven er eitthvert magnaðasta verk sem samið hefur verið fyrir strengja-
kvartett. Er sama hvar gripið er niður og hvort litið er á umfang verks-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
ins, andagift eða hreint tæknilega snhld. Form verksins er mjög athyglis-
vert en það er í sjö þáttum sem leiknir eru í striklotu eins og verkið
væri einn þáttur. Fyrsti þátturinn er hægur inngangur og saminn sem
fúga. Annar þátturinn er hinn eiginlegi hraði sónötuþáttur. Þriðji þáttur-
inn, sem er einnig hraður, er eins konar inngangur að fjórða þætti sem
er Ihnn hægi þáttur, sem sónötuformið gerir ráð fyrir, og er í stórt teikn-
uðu tilbrigðaformi. Fimmti kaflinn, Presto, kemur fyrir Scherzokafla.
Lokakafhnn er hraður, svo sem vera ber, en á undan honum kemur
hægur inngangur og skapar það samsvörun við upphaf verksins. Því
hefur stundum verið haldið fram að þessi kvartett hafi stefrænan skyld-
leika við tvo aðra af síðustu kvartettum Beethovens, op 130-132. Þessi
verk eiga það einnig sameiginlegt að hljómfræðin byggist á þríundar-
tengslum og tóntegundir þeirra samanlagðar ná yfir allt tónsviðið.
Flutningur Sinnhoffer kvartettsins var ekki lakari í þessum verkum
en hann var í Fúgulistinni á dögunum. Eins og þá mátti finna að smáatr-
iðum á stöku stað en aht slíkt varð aukaatriði við hliðina á því sem vel
var gert sem var miklu meira. Þeir Sinnhofermenn eru góðir gestir og
vonandi á Kammermúsíkklúbburinn eftir að fá þá í heimsókn aftur.
Tilkyimingar
Emotions Anonymous
Eru tilfinningar þínar í flækju? Mættu
þá á sjálfshjálparfund EA að Öldugötu
15 mánudaga kl. 19.30, þriðjudaga og mið-
vikudaga kl. 20.00.
Gjábakki
Gjábakki, félag eldri borgara í Kópavogi.
í dag, þriðjudag, spilum við lander kl.
13.00. kaffi með vöfflum og rjóma kl. 15.00.
Samverustund með Sigurbirni Einars-
syni biskupi hefst kl. 15.30. Á morgun
verður opið hús frá kl. 13.00, dregið í
spumingaleiknum.
Silfurlínan
Silfurlínan, sími 616262. Síma- og viðtals-
þjónusta alla virka daga frá kl. 16.00-
18.00.
Köttur tapaðist
Köttur tapaðist frá heimih sínu Rofaba
43 á laugardaginn. Þeir sem gætu gefií
upplýsingar hringi í síma 671958.
Tónleikar í Áskirkju
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og
Jónas Ingimundarson píanóleikari halds
tónleika í Áskirkju í kvöld, þriðjudagirm
28. september, kl. 20.30 til styrktar orgel-
kaupum. Miðar seldir við innganginn.
Félag eldri borgara
Þriðjudagshópurinn kemur saman kl
20.00 í kvöld í Risinu.
Veski tapaðist
Brúnt kvenseðlaveski tapaðist föstudag-
inn 27. ágúst í Rósenbergkjallaranum. í
því var ökuskírteini og ýmsir persónuleg-
ir munir. Finnandi hafi samband viö Ingu
í s. 669807.
Starfaldraðra
Bústaðasókn: Fótsnyrting fimmtudag.
Upplýsingar í síma 38189.
Dómkirkjusókn: Fótsnyrting í safnaðar-
heimilinu kl. 13.30. Tímapantanir hjá
Ástdísi í síma 13667.
Safnaðarstarf
Árbæjarkirkja: Biblíulestur í dag kl.
18-19. Farið verður í valda kafla úr guð-
spjöllunum. Umsjón hefur dr. Sigurður
Ami Eyjólfsson héraðsprestur.
Breiðholtskirkj a: Starf fyrir 10-12 ára
böm (TTT) hefst í dag kl. 16.30. Bæna-
guðsþjónusta í dag kl. 18.30. Fyrirbæna-
efnum má koma til sóknarprests í viðtals-
tímum hans.
Fyrirlestur
Heimsfriðarsamband kvenna
hefur fengið Rósu Steinsdóttur mynd
therapist til að tala um:
„Hvemig á að fylgjast með þroska bams-
ins í gegnum teikningar" og „Sköpunar-
hæfileikar og vinna meö tilfmningar
bama.“
Fyrirlesturinn veröur haldinn mið-
vikudagirm 29. sept kl. 20.30 í íþróttamið-
stöðinni í Laugardal, kaffiteríunni. Að-
gangseyrir 300 krónur.
Leikhús
ÞJÓÐLEMÓSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið
ÞRETTÁNDA
KROSSFERÐIN
eftir Odd Björnsson
Frumsýning föstud. 1. okt. kl. 20.00.
2. sýn. sun. 3/10,3. sýn miðv. 6/10.
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
Lau. 2/10, iau. 9/10, lau. 16/10.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI
eftir Thorbjörn Egner
Sun. 10/10 kl. 14.00, spn. 17/10 kl. 14.00,
sun. 17/10 kl. 17.00.
Ath. Aðeins örfáar sýningar.
Smíðaverkstæðið
FERÐALOK
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
Sun. 3/10 kl. 16.00, flm. 7/10 kl. 8.30, fös.
8/10 kl. 8.30.
Litla sviðið
ÁSTARBRÉF
eftir A.R. Gurney
Frumsýning 3. okt. kl. 20.30.
2. sýn. fös. 8/10,3. sýn. lau. 9/10.
Þýðlng: Úlfur Hjörvar.
Útlit: Þórunn S. Þorgrimsdóttir.
Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson.
Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir og
Gunnar Eyjólfsson.
Sölu aögangskorta á 4. og 5. sýn-
ingu lýkur flmmtud. 30. sept.
Verðkr. 6.560 sætið.
Elli- og örorkulífeyrisþegar,
kr. 5.200 sætið.
Frumsýningarkort,
kr. 13.100 sætið.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram aö sýningu sýningardaga. Tekið á
móti pöntunum i sima 11200 frá kl. 10
virka daga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Græna línan 996160-
Leikhúslinan 991015
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
8. sýn. miðv. 29/9. örfá sæti laus.
Brún kortgilda.
Sýn. fös. 1/10. Örfá sæti laus.
Lau.2/10. Uppselt.
Fim. 7/10. Fáein sæti laus.
Fös. 8/10 fáein sæti laus.
Litla sviðkl. 20.00.
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
Frumsýning miðv. 6. okt. Uppselt.
Sýn. fim. 7/10. Uppselt.
Fös.8/10. Uppselt.
Lau. 9/10. Uppselt.
Sun. 10/10. Uppselt.
Mið. 13/10.
Fim. 14/10.
ÁRÍÐANDI!
Kortagestir með aðgöngumiða dag-
setta 2. okt., 3. okt. og 6. okt. á litla
sviðið, vinsamlegast hafið samband
við miðasölu sem fyrst.
Stóra sviðið kl. 14.00.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren.
Sýn. sun. 10. okt., lau. 16. okt.,
sun. 17. okt.
ATH. Aöeins 10 sýningar!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á
móti miðapöntunum i síma 680680
kl. 10—12 alla virkadaga. Bréfasími
680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar, tilvalin tæki-
færisgjöf.
Leikféiag Reykjavikur-
Borgarleikhús.
Leikfélag Akureyrar
Sala aðgangskorta
stenduryfir!
Aðgangskort LA tryggir þér sæti
með verulegum afslætti á eftirfar-
andi sýningar:
AFTURGÖNGUR
eftir Henrik Ibsen
Sígild perla sem snertir nútímafólk!
EKKERTSEM HEITIR
-Átakasaga
eftir „Heiðursfélaga".
Nýr hláturvænn gleðileikur með
söngvum - fyrir alla fjöiskylduna!
BAR-PAR
Ótrúlegt sjónarspil eftir Jim Cart-
wright, höfund „Strætis".
ÓPERUDRAUGURINN
eftir Ken Hill
Óperuskaup ársins!
Með mörgum frægustu söngperium
óperanna eftir Offenbach, Verdi,
Gounod, Weber, Donizetti og Moz-
art.
Verö aðgangskorta kr. 5.500 sætið.
Elli- og örorkulífeyrisþegar kr. 4.500
sætið.
Frumsýningarkort kr. 10.500 sætið.
Miðasalan er opin alla virka daga kl.
14.00-18.00 meðan á kortasölu stend-
ur. Auk þess er tekið á móti pöntunum
virka daga kl. 10.00-12.00 í síma
(96)-24073. Greiðslukortaþjónusta.
FERÐIN TIL PANAMA
Á leikferð:
Raufarhöfn þriðjud. 28. sept. kl. 13.00.
Húsavík miðvikud. 29. sept. kl. 11.00,
14.00 og 16.00.
Stórutjarnaskóla föstud. 1. okt. kl. 9.30.
Skjólbrekka föstud. 1. okt. kl. 13.00.
FRIÁLSI
LEIKHOPURINN
Tjarnarbíói
Tjarnargötu 12
STANDANDI PÍNA
„Stand-up tragedy"
eftir Bill Cain
Næstu sýningar:
26. sept. kl. 20.00.
29. sept. kl. 20.00. Uppselt.
30. sept. kl. 20.00. Örfá sæti laus.
2. okt.kl. 15.00 ogkl. 20.00.
Örfá sæti laus.
3. okt. kl. 15.00 og kl. 20.00.
Örfá sæti laus.
Miðasala opin alla daga frá kl.
17-19. Sími 610280
eftir Áma Ibsen.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Fö. 1. okt. kl. 20:30
Lau. 2. okt. kl. 20:30
§ýntl
Operu
iperunni
íslensku
Miðasalan er opin daglega frá kl. 17 - 19 og
sýningardaga 17 - 20:30. Miðapantanir í símum
11475 og 650190.
Il£'
LE1KHOPUR4NN