Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.04.1967, Blaðsíða 8
.TæpitunguEausi viStal við frönsku skáld ksnuna Francoise Sagan. Francoise Sagan ávann sér hcimsfrægð með fyrstu bóg sinni, „Bonjo ur Tristesse“ sem hún sendi frá sér nítján ára að aldri. Hún hefur skrifað af sálfræðilegum skilningi um ástir karla og kvenna, og í þessu viðtali lætur hún hispurslaust í ljós skoðanir sínar á karl- mönnum sem eiginmönnum og elskhugum. Spurning: Hvernig hugsið þér yður góðan elskhuga? Svar: Það er góður eiginmaður sem gerir sér ekki grein fyrir að hann er það. Sy. Og góðan eiginmann? Sr, Það er góður elskhugi sem veit, að hann er það. Ég gæti líka sagt, að góður eiginmaður væri góður elskhugi sem konan er lagalega bundin. Munurinn á eig- inmanni og elskhuga er að mín- um dómi aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur. Sf*. Hvort er þá betra að eiga góðan elskhuga eða góðan eigin- »aann? Sv. í háði gæti ég sagt, að kon- an ætti að eiga hvort tveggja. En í alvöru talað álít ég, að hún þurfi að eiga ástríkan eiginmann sem jafnframt er góður vinur henn- ar — og góður elskhujgi. Já, iblanda af þessu þrennu er það .sem konan þarfnast. Sp: Ef munurinn er ekki meiri en þetta, hvernig stendur þá á því, að konur halda lengur í eig- inmenn sína en elskhuga? Sv, Vegna þess að elskhugar eru miklu stoltari, miklu afbrýðisam- ari og bundnari venjum en eig- inmenn. Kona verður t.d. ástfang in af manni sem er góðlátlegur og vingjarnlegur, en brátt upp- götvar húri, að undir niðri er hann grimmur í lund. Það er þá ólíkt hægara að losa sig við clsk- huga en eiginmann. Elskhugi hefur miklu minni öryggiskennd en eiginmaður. Ef kona verður leið á elskhuga sínum-eða lendir í rifrildi við hann getur hún bara sagt honum að hypja sig. En eig- inmaðurinn hefur sitt eigið rúm og þarf ekki annað en snúa baki í konuna sína. Sp. Hvernig á konan að koma fram gagnvart eiginmanni sínum? Sv. Eins og öllum öðrum. Lyk- Úlorðið er óvissa. Hún á ekki að særa hann, en halda honum þó stöðugt í óvissu. Sp. En gagnvart elskhuganum? Sv. Sama aðferð. Sp. Hvers vegna hafið þér gert eiginmann yðar að elskhuga yð- ar, fyrst munurinn er svona litill? Sv. Vegna þess að dag nokkurn lentum við í rifrildi sem varaði í þrjá mánuði. Ég var orðin bál- vond út í hann og heimtaði skiln- að — og við skildum að lögum. Seinna sættumst við, en þá var það of seint. Og mig hryllti við tilbugsuninni að giftast aftur. Sp. Af tiíviljun hefur yðar ást- ríki eiginmaður gerzt elskhugi yðar. Hverjir eru kostir þeirrar breytingar? Sv. Nei, frekar myndi ég orða það svo, að það hafi verið elsk- hugi minn sem af tilviljun gerð- ist eiginmaður minn. Kona sem býr með manni, elskar hann og er honum háð og hann henni, hef- ur sömu skyldur við hann og þau væru hjón. Sp. Er auðveldara að blekkja eiginmann en elskhuga? Sv. Það er alltaf hægt að blekkja hvern sem er hvenær sem er. Sp. Er óþægilegra að 'hitta fyrr- verandi eiginmann en fyrrverandi elskhuga? Sv. Ég lít svo á, að unnt sé að halda góðum kunningsskap við fyrrverandi elskhuga sína. Að minnsta kosti er það min reynsla. Ég hef haldið prýðisgóðum kunn- ingsskap við þrjá fjórðu minr.a fyrrverandi elskhuga. Það er miklu erfiðara þegar fyrrverandi eiginmaður á hlut að máli. Hjón- in hafa verið í of nánu sainbandi hvort við annað, þau hafa verið of lengi saman, þau hefur of oft dreymt um ævilangan félagsskap. Sp. En rétt áðan sögðuð þér, að óvissan væri mikilvægust — að eiginmaðurinn eða elskhuginn mætti aldrei verða of öruggur um konuna? -nwn Sv. Já, það er satt. Konan verð ur að halda þeim í óvissu, en í hjarta sínu verður hún að hugsa og trúa því, að sambandið muni vara til dauðadags. Sp. Hafa þeir þá lfka rétt til að halda konunni í óvissu? Sv. Því miður eru þeir alveg eins leiknir í því að sínu leyti. Þótt karlmenn séu vanafastir virðist mér þeir ekki hrifnir af of mikilli vissu. Þeim finnst á- igætt að fara heim á kvöldin, en ekki ef þeir vita fyrir, að konan muni sitja geispandi af leiðind- um. Sp. En álítið þér ekki, að fast- ur elskhugi sem.fer heim til ást- meyjar sinnar hafi sömu tilfinn- inguna og eiginmaður sem fer heim til konu sinnar? Sv. í svokölluðum „frjálsum ástum“ er alltaf um vissan ótta að ræða hjá annað hvort mann- inum eða konunni — að hinn að- ilinn elski minna, hætti að eiska, komi ekki á stefnumótið, o.sfrv. Sp. Getur þessi ótti <:kki líka verið fyrir hendi í hjónabandinu? Stundum hafa kvæntir menn skroppið út að kaupa sígarettur og aldrei látið sjá sig framar. Sv. Þeir eru sjaldgæfar undan- tekningar frá reglunni. Það er alvarlegt mál ef eiginmaður kem- ur ekki heim heila nótt. Ef hann kemur morguninn eftir verður hann að gefa góða skýringu á þessu háttalagi sínu. Ef elskhugi mætiir ekki á stefnumót getur hann haft fimmtán afsakanir —- sannar eða lognar. Saina er að segja um konuna. Ef hún geiur ekki hitt elskhuga sinn er ekkert auðveldara fyrir hana en að hringja í ihann og segja: „Ég kemst ekki — ég lenti í klúðri.‘“ En ef hún hringir heim og segir við eiginmann sinn= „Ég kem ekki í mat“ eða „Ég kem ekkert heim í nótt“, þá fer að kárna gamamð. Sp. Hvernig breytir kona eig- inmanni sínum í elskhuga sinn? Sv. Til þess er aðeins ein leið — hjónaskilnaður. Meðan lrún er gift er ekkert hægt að gera. Fólk lítur á hjónin sem hlekkjuð saman upp á lífstíð. Ef kona vill um- breyta manni sínum og gera hann aftur ungan, frjálsan og óháðan, þá er ekki til nema ein lausn — hjónaskilnaður. Sp. Samt hafið þér gifzt tvisv- ar . . .? Sv. í fyrra skiptið trúði ég á hjónabandið. Ég áteit að mér bæri að giftast manninum sem ég elsk- aði og ætlaði að búa með til ævi- PÁF MIKIL GLEÐI hlýtur það aí vera góðum mönnum að sjálf ur páfinn hefur gengið fran fyrir skjöldu og lýst yfir stríð: á hendur hungri í heiminum Þetta er nákvæmlega verkefni og skylda trúarleiðtoga og unt arlegt að ekki skyldi einhvei slíkur fyrir löngu hafa tekið þennan streng. Það má endi margt gott um þennan páft segja. Hann hefur lagt niðui fordæmingu kaþólskra raann; á annarrar trúar mönnum, er það skilur hvert barn að þai er með hvers konar girðingai milli manna eins og hungrit að þær gera allar tilraunir ti að koma á friði á þessari jörí ómerkar og þýðingarlausar M<-nnirnir verða að mætast ; jafnréttisgrundvelli. Engim má teljast öðrum æðri (sem e: alit annað en verkaskiptingi þjóðfélögum), enginn má standí á réttindum sem öðrum eri fyrirmunuð. Annars verðu: ekkert samkomulag, engini friður. Og ef ekki friður þ; virðist ætla að verða háifge eða alger útrýming, af þvi a< jörðin er orðin lítil og meiui irnir standa þétt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.