Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Blaðsíða 4
Fréttir
KÖSTUDAGUK. 26.. NÓVEMBEK 1993
DV
Skoðanakönnun DV um vinsælasta borgarstjóraefnið:
Ingibjörg Sólrún skákar
starf andi borgarstjóra
Tæpleglega helmingur kjósenda í
Reykjavík vill að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir alþingismaður verði
næsti borgarstjóri í Reykjavík. Sam-
kvæmt skoðanakönnun DV nýtur
hún trausts 47,4 prósenta kjósenda.
Á hæla henni kemur starfandi borg-
arstjóri, Markús Öm Antonsson,
með 43,3 prósent. Ýmsir sem nefndir
hafa verið sem vænleg borgarstjóra-
efni að undanfomu koma langt á eft-
ir þeim í vinsældum, þar á meðal Jón
Magnússon hæstaréttarlögmaður.
í skoðanakönnun DV, sem fram fór
í vikunni, var spurt: „Hvern viltu
helst sem borgarstjóra íReykjavík?"
og „Hvem myndir þú velja sem borg-
arstjóra, ef valið stæði á milli Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, Jóns
Magnússonar og Markúsar Amar
Antonssonar?" Úrtakið í könnun-
inni, þeir sem svöruðu, vora 600 kjós-
endur í Reykjavík. Jafnt var skipt á
milli kynja. Skekkjumörk í könnun
sem þessari eru 2 til 3 prósentustig.
Markús oftast tilnefndur
Þegar þátttakendur í könnuninni
voru spurðir um hvem þeir vildu
helst sem borgarstjóra tilnefndu
flestir Markús Órn, eða alls 30 pró-
sent. Næstflestar tilnefningar hiaut
Ingibjörg Sólrún, eða alls 10,2 pró-
sent. Þriðji í röðinni var Davíð Odds-
Om
Antonsson
DV
Fylgi við borgar-
stjóraefni
- skipting stuöningsmanna
borgarstjóraefna eftir
afstööu tii stjórnmálafl.
Ingibjörg
Sólrún
Gísladóttir
vilja ekki svara
meirMuti sjálfstæðismanna vill Markús Öm í stól borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fær mik-
ió fylgi sem borgarstjóri i skoðana-
könnun DV.
son með 6,5 prósent tilnefninga og
sá flórði var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son með 1 prósent. Jón Magnússon
og Jóhanna Sigurðardóttir voru með
0,8 prósent hvort.
Alls 23 aðrir einstaklingar vora til-
nefndir í könnuninni. Þeir sem fengu
2 til 3 tilefningar voru Ámi Sigfús-
son, Ellert B. Schram, Katrín
Fjeldsted, Ólína Þorvarðardóttir,
Sigrún Magnúsdóttir, Sigmjón Pét-
ursson og Stefán Jón Hafstein. Af-
stöðu til spurningarinnar tóku 329,
eða 54,8 prósent úrtaksins. Þeir sem
vora óákveðnir eða neituðu aö svara
voru 45,2 prósent.
Þegar þátttakendur í könnuninni
vora spurðir um afstööu til þriggja
einstaklinga, sem orðaðir hafa verið
sem borgarstjóraefni í umræðunni
að undanfómu, hrapaði hlutfall óá-
kveðinna og þeirra sem neita að
svara niður í 11 prósent.
Ingibjörg besti kosturinn
Alls 42,2 prósent aðspurðra sögðust
vilja Ingibjörgu Sólrúnu sem borgar-
stjóra, 8,3 prósent nefndu Jón Magn-
Markús örn Antonsson, borgar-
stjóri: meirihluti sjálfstæöismanna
vill hann áfram, samkvæmt skoð-
anakönnun DV.
ússon og 38,5 prósent nefndu Markús
Örn. Sé einungis tekið mið af svörum
þeirra sem tóku afstöðu nefndu 47,4
prósent Ingibjörgu, 9,4 prósent Jón
og 43,3 prósent Markús.
Þegar fylgið við Ingibjörgu Sólrúnu
er greint eftir flokkspóhtískri afstööu
þátttakenda í könnuninni kemur í
ljós að hún á sér stuðningsmenn í
öllum flokkum. Um helmingur
stuðningsmanna Alþýðuflokksins
vill hana sem borgarstjóra, ríflega
55 prósent stuðningsmanna Fram-
sóknarflokksins, tæplega 15 prósent
stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks-
ins, tæplega 80 prósent Alþýðu-
bandalagsins og ríflega 86 prósent
stuðningsmanna Kvennalistans.
Rúmlega 43 prósent þeirra sem era
óákveðnir í stuðningi við stjórnmála-
flokka, eða gefa ekki stuðning sinn
upp, vilja Ingibjörgu sem næsta borg-
arstjóra.
Jón Magnússon á sér einnig stuön-
ingsmenn í öllum flokkum en mestur
er stuðningurinn þó innan Alþýðu-
flokksins, eða um 25%. Um 10 pró-
sent fylgismanna Sjálfstæðisflokks-
ins vilja hann sem borgarstjóra.
Minnstu fylgi á Jón hins vegar að
fagna meðal stuðningsmanna
Kvennalistans en einungis um 3,4
prósent þeirra segjast vilja Jón sem
borgarstjóra.
Samkvæmt könnuninni sækir
Markús Öm fylgi sitt fyrst og fremst
til stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins. Meðal þeirra segjast tæp-
lega 72 prósent vilja Markús sem
borgarstjóra. Um íjóröungur stuön-
ingsmanna Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins vilja Markús
sem borgarstjóra en meðal stuðn-
ingsmanna Álþýðubandalagsins og
Kvennalistans bentu innan við 10
prósent á hann. Tæplega 30 prósent
þeirra sem eru óákveðnir í stuðningi
við ákveðna stjómmálaflokka eða
neituðu að gefa stuðning sinn upp
vilja Markús sem borgarstjóra.
-kaa
Tilnefningar í embætti borgarstjóra
Hlutfallsleg skipting hjá þeim sem tóku afstööu í skoðanakönnun DV.
Spurt var: „Hvern viltu helst hafa sem borgarstjóra í Reykjavík?"
Hlutfallaf Hlutfall
úrtakinuöllu þeirrasem
tóku afstöðu
Markús Örn Antonsson 30% 54,7%
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 10,2% 18,5%
Davíð Oddsson 6,5% 11,9%
VilhjálmurVilhjálmsson 1,0% 1,8%
Jón Magnússon 0,8% 1,5%
Jóhanna Sigurðardóttir 0,8% 1,5%
Aðrir,alls23einstakl. 5,5% 10,1%
Óákv./svara ekki 45.2%
Ummæii fólks í könnumnni
„Ég kýs ekki Markús Öm, hann borgarstjóra, takk fyrir ,“ sagði
er aiveg litlaus," sagði kona. „Ég karl meðan kona sagði; „Ingibjörg
mundi kjósa Jón Magnússon og Sólritn er eina stjarnan á þingi,
lofa honum aö sanna sig svolítið," málefnaleg, skýr og heiðarleg.“
sagði karl. „Mér er alveg sama „Ingibjörg Sólrún er hörkukona,"
hver er borgarstjóri svo íramarlega sagði kona meðan önnur sagði: „Er
sem þaö er ekki kona:“ sagðí eldri hann ekki ágætur sem er, hvaö
karl „Ætli Markús Örn sé ekki hann nú heitlr?“ „íngibjörg Sólrún
bara skástur," sagði annar. yrði góður horgarstjórí en ég vil
„Hvernig komst þessi Jón Magnús- helst hafa hana á þingi,“ sagði karl.
son inn í umræðurnar?“ spuröi -hlh
eldrí maður. „Engar konur í stól
Fylgi við borgarstjóraefni
Hlutfallsleg skipting hjá þeim sem tóku afstöðu I skoðanakönnun DV. Spurt
var: „Hvern myndir þú velja sem borgarstjóra ef valið stæði milli Ingibjargar
Sólrúnar Gisladóttur, Jóns Magnússonar og Markúsar Arnar Antonssonar?"
Hlutfallaf Hlutfall
úrtakinuöllu þeirrasem
tóku afstöðu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 42,2% 47,4%
Jón Magnússon 8,3% 9,4%
Markús Örn Ántonsson 38,5% 43,3%
Óákv./neita að svara 11,0%
Skoðanaköimun DV um hug kjósenda:
Hvert stefna óákveðnir?
Rúmlega helmingur þeirra sem
myndu kjósa sameiginlegan fram-
boðshsta allra annarra flokka en
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm-
arkosningum er óákveðinn í afstöðu
sinni til stjómmálaílokkanna eða
neitar að gefa afstöðu sína til ein-
stakra flokka upp. Þetta kemur fram
í skoðanakönnun sem DV fram-
kvæmdi í vikunni.
Samkvæmt könnun DV mundi
sameiginlegt framboð núverandi
minnihlutaflokka fella meirihluta
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn-
arkosningum. Af þeim sem afstöðu
tóku sögðust 54,5 prósent mundu
kjósa sameiginlegan lista en 45,5 pró-
sent Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt
þessu myndi sameiginlegi listinn fá
8 borgarfulltrúa kjörna en Sjálfstæð-
isflokkurinn einungis 7.
í könnun DV á fylgi einstakra
stjómmálaflokka kom í ljós að 45
prósent kjósenda í Reykjavík hafa
ekki gert upp hug sinn eða neita að
gefa afstöðu sína upp. Þegar þessi
sami hópur var spurður um afstöðu
til sameiginlegs framboðslista allra
annarra flokka en Sjálfstæðisflokks
kom í ljós að meirihluti hans, eða
51,1 prósent, sagðist mundu kjósa
sameiningarhstann. Einungis 8,9
prósent hópsins sögðust mundu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 40 pró-
sent vora enn óákveðin eða neituðu
aðsvara. -kaa
Sameiginlegt framhoð
- skipting stuðningsmanna
þess með tílliti til
fiokkspólitískrar afstööu