Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Side 11
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 11 Ef ég vil hafa bæði Stöð 2 og Fjölvarp Aðrar almennar upplýsingar 0 Þótt Fjölvarp sé farið í loftið verður Stöð 2 send út á sama hátt og áður. Þeir sem EKKI kaupa áskrift að Fjölvarpi þurfa ENGU að breyta hjá sér núna, hvorki myndlykli né loftneti. Þeir einfaldlega halda áfram að njóta dagskrár Stöðvar 2 eins og ekkert hafi í skorist. ^ Fjölvarp er sent út á örbylgju og þess vegna er nýtt loftnet nauósynlegt. Mikilvægt er að þeir sem ætla aó gerast áskrifendur að Fjölvarpi láti mæla útsendingarstyrk á móttökustað. Upplýsingar um viðurkennda þjónustuaðila, sem sinna þessum mælingum, fást hjá íslenska útvarpsfélaginu hf. í síma 91-688100. Það er mjög hentugt fyrir íbúa í fjölbýlis- og raðhúsum að sameinast um loftnet. ® Myndlyklaskiptin, eða hin svokölluðu „Stóru myndlyklaskipti", koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Þau tengjast Fjölvarpinu ekki neitt og verður áskrifendum Stöðvar 2 kynnt málið ítarlega þegar þar að kemur. Þegar „stóru myndlyklaskiptin" fara fram þurfa þeir, sem eru og verða eingöngu áskrifendur Stöðvar 2, EKKI að skipta um loftnet. £ Einungis þeir sem kaupa áskrift að Fjölvarpi þurfa nýja myndlykla. Þeir sem eru áskrifendur að Stöð 2 eingöngu þurfa því hvorki að skipta um myndlykil né loftnet þótt Fjölvarpið sé farið í loftið. Hægt er að nota gamla lyktlinn sem greiðslu fyrir þriggja mánaóa áskrift að Fjölvarpi. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu átt myndlyklana sína áfram en útsendingar Fjölvarps nást ekki í gegnum þá. Nýju myndlyklarnir eru tæknilega mun fullkomnari en gömlu lyklarnir og koma í veg fyrir þjófnaði í kerfinu, sem bitna á heiðarlegum áskrifendum. Auk þess hefur verið mikið um kostnaðarsamar bilanir í gömlu lyklunum, sem áskrifendur hafa þurft að bera sjálfir, en meö nýju myndlyklunum er það einnig úr sögunni, áskrifendum til góða. íslenska útvarpsfélagið hf. sér um viðhald og viðgerðir á öllum myndlyklum í eigu félagsins. ^ íslenska útvarpsfélagið hf. kappkostar að veita viðskiptavinum sínum ávallt góða og fjölbreytta þjónustu. Markmió félagsins er að vera vakandi yfir nýjungum á sviði sjónvarps og sjónvarpstækni þannig að viðskiptavinirnir njóti þess besta sem völ er á hverju sinni. Ef þú viltfá nánari upplýsingar um Stöð 2 og Fjölvarp skaltu hringja í síma 91-688100 milli kl. 09 og 17 alla virka daga. ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGIÐ HF. GOTT FÓLK / S (A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.