Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
Spumingin
Kaupir þú frekar íslenska
heldur en erlenda vöru?
Svava Kristjánsdóttir: Já, ég geri
þaö.
Soffia K. Kristjánsdóttir: Það fer eftir
því hvor varan er ódýrari.
Kristófer Sigurðsson: Já, ef íslenska
varan er jafngóö.
Alla Alexandersdóttir: Ég kaupi ís-
lenska vöru ef hún er hagstæðari.
Sverrir Júlíusson: Ég reyni það.
Helga Baldursdóttir: Það er svolítið
misjafnt, oft vel ég íslenskt.
Lesendur
Erlent fé til atvinnuuppbyggingar:
Skattar 09 þröng-
sýni ráða ferðinni
Halldór Sigurðsson skrifar:
Lengi hefur verið talað um nauð-
syn þess hér á landi að fá hingað til
lands erlenda fjárfesta svonefnda
sem myndu efna til fjárfestingar í
íslensku atvinnulífi. Þá riQast upp
fjöldinn allur af viðfangsefnum sem
taiin var von til að erlendir aðiiar
myndu sýna áhuga. Ekkert varð úr
þessum áformum. Nýjasta dæmið er
að sjálfsögðu hið fyrirhugaða álver á
Keihsnesi sem veröur líklega aldrei
að veruleika.
Aðeins eitt alþjóðlegt fyrirtæki, ál-
verið í Straumsvík, hefur reynst okk-
ur veruleg búbót. Þótt ekki væri fyr-
ir annað en atvinnusköpunina eina.
Hvað síðar verður er svo hægt að
láta sig dreyma um en þar er ekki
um auðugan garð að gresja og mögu-
leikamir afar takmarkaðir.
Þröskuldurinn er þó ekki áhuga-
leysi útlendinga á íslandi sem landi
möguleikanna. Það er einkum
þrennt sem ávallt hefur staðið í veg-
inum fyrir því að útlendingar hafa
orðið frá að hverfa - oft eftir tíma-
frekar og kostnaðarsamar athuganir.
Þetta eru gildandi skattalög hér á
landi, ótryggt ástand í verkalýðsmál-
„Aðeins eitt erlent fyrirtæki, álverið
i Straumsvík, hefur reynst okkur
veruleg búbót.“
um og síðast en ekki síst þröngsýni
innlendra stjómvalda og alþingis-
manna, a.m.k. til þessa dags.
Skattalögin hér eru með þeim hætti
að hvorki hvetja þau útlendinga th
að fjárfesta hér á landi né íslendinga
til þátttöku í atvinnurekstri erlendis.
Ótryggt ástand í verkalýðsmálum
hefur lýst sér í væringum og tíðum
verkfóhum eða ágreiningi sem
verkalýðsfélög hafa tíðast verið eink-
ar lagin við að búa til gegn stjómend-
um stórra fyrirtækja. Rekstur ál-
versins í Straumsvík hefur margoft
verið í hættu vegna þessa. Þröngsýni
íslendinga felst m.a. í því að telja að
verið sé að „gera upp á milh“ inn-
lendra og erlendra fjárfesta með því
t.d. að bjóða erlendum fjárfestum,
sem hingað kæmu, skattfríðindi eða
skattleysi.
Það er vitað mál að þótt ísland
kunni að vera góður kostur fyrir er-
lenda fjárfesta að leggja í atvinnu-
starfsemi hér á landi, t.d. með því
að fá ódýrara rafmagn en annars
staðar, nægir það ekki eitt sér. Land-
ið er það langt frá viðteknum mark-
aðssvæðum að meira verður að
koma th. Meira að segja þjóðir eins
og Lúxemborg og Sviss bjóða erlend-
um fyrirtækjum skattfrelsi. Þeirra
meginhugsun er að fá umsvif í þjóð-
líflð, aukna umferð viðskiptavina og
sambanda til landsins, og síðast en
ekki síst að skapa innlendu vinnuafh
trygg störf. - Að þessu leyti erum við
íslendingar frábrugðnir öðrum þjóð-
um í hugsunarhætti að hér hefur
verið lagt kapp á að úthoka þessa
þætti sem valkosti, jafnt fyrir lúna
erlendu aðila sem landsmenn sjálfa.
Nefndir á nefndir ofan hafa ekki get-
að breytt þessu mynstri sem við höf-
um fest okkur í. Við höfum ekki náð
að þroska með okkur viðskiptavit á
alþjóðamælikvarða.
Rangfæröar tölur í kjölfar kosninga:
Hagsmunir höfunda milljónaleiksins
Sigurður skrifar:
Sagt hefur verið að það sé hægt að
ljúga með tölum. Það hefur sannast
áþreifanlega' í kjölfar kosninga um
sameiningu sveitarfélaga, milljóna-
leiksins sem efnt var th á kostnað
ahra landsmanna hinn 20. nóv. sl.
Niðurstaðan var sú að tillögur um-
dæmanefndanna voru nærri undan-
tekningarlaust kolfelldar. Nei-ið var
allsráðandi.
í kjölfarið komu yfirlýsingar
þeirra, sem að baki mihjónaleiksins
stóðu, um að „mikih meirihluti
landsmanna hefðu samþykkt sam-
eininguna". Þá höfðu menn lagt sam-
an já-atkvæði og nei-atkvæði og
fundið út að samanlagt voru já-in
fleiri.
Þetta er rangsnúningur á tölum.
Mergurinn málsins var sá að meiri-
hluti landsmanna var á móti samein-
ingu. Um það verður ekki deht. Já-
atkvæðin segja ekkert um heildar-
vhja landsmanna. Það er blekking
að halda því fram. Þau segja það eitt
að í fjölmennari sveitarfélögum
þurfti fleiri atkvæði til að ná fram
því hlutfalli sem varð endanleg nið-
urstaða kosninganna. - Ef samsetn-
ing tihagnanna hefði verið önnur
hefði annað hlutfall mhh já og nei
komið þar fram.
En það þjónar líklega hagsmunum
höfunda mhljónaleiksins að
rangsnúa niðurstöðunum með þess-
um hætti.
Hvernig verða göturnar í vor ef svona heldur áfram, er spurt í bréfinu.
Gatnaviðgerðin dugar skammt
Magnús Kristinsson skrifar:
Maður tekur eftir því þessa dagana
meðan rigning og bleyta hefur verið
mikh að enn á ný eru komnar rásir
eða hjólfór í götumar eftir bhana.
Og ekkert síður á þeim götum sem
voru fræstar upp sl. sumar og mal-
Hringió í síma
63 27 OO
milti kl. 14 og 16-cðaskrifið
Niftiog síroanr. verðux að fylgja l>réfum
bikaðar að nýju. Það er hroðaleg
staðreynd sem við blasir ef árlega
þarf að fræsa gatnakerfið í Reykjavík
og malbika.
Þegar maður ekur eftir Hringbraut
eða Miklubraut sem báðar voru
fræstar upp sl. sumar, ekur maður í
vatnsflaumi eftir hjólforunum sem
hafa verið aö myndast. Hér'hlýtur
eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Þetta
sést ekki í neinu landi nema hér. Að
vísu eru margar aðalgötur erlendis
steyptar, en samt sem áður ætti sum-
arviðgerð aö endast lengur en þetta.
Þá dettur manni í hug hvort ekki
sé ódýrara th lengri tíma litið aö
steypa helstu umferðaræðamar hér
í borginni. Ekki síst eftir að komið
hefur fram, aö hér á landi má fá
steypu sem sögð er vera einhver
sterkasta steypa í Evrópu. Það kom
a.m.k. fram í frétt um byggingu við-
legukants í Hafnarfirði, sl. sumar að
mig minnir. - Ef þetta er rétt, er ekki
afsakanlegt að láta verktaka og þá
er selja malbik th gatnagerðar maka
krókinn með viðgerðum sem duga
ekki nema örfáa mánuði.
lýsti 20 galla
Óskar Magnússon skrifar f.h.
Hagkaups hf:
í lesendabréfi í DV fóstud. 19.
nóv. sl. heldur Þráinn Stefánsson
því fram að Hagkaup hafi beitt
blekkingum þegar boönir voru th
sölu samfestingar (gailar) á kr.
3.995. - Gallamir vom augiýstir
í skiáauglýsingum Stöðvai- 2 á
fóstudagskvöldi en voru til sölu á
laugardagsmorgni mhh kl. 10 og
12. Þráinn heldur því fram að
ekki hafi komiðfram í auglýsing-
um Hagkaups aö aðeins' 20 gallar
yrðu seldir á þessu verði og í þvi
hafi blekkingin falist. Þetta er
ekki rétt. Skýrt kom fram í aug-
lýsingunni hversu margir gallar
yrðu seldir. Þetta höfum viö sér-
staklega fengið staöfest hjá Stöð
2. Ekki eínungis var textinn rctt-
ur á skjánum heldur einnig þau
orð sem lesin voru.
Vildi f ullar
hendurfjár
Guðm. Sigurðsson skrifai-:
„Manni var fengið dagblað í
hendur til að reka án þess að
hafa neina aura mhli handanna,"
segir nýr ritstjóri Tímans og segir
að þegar hann kom að blaðinu
hafi engir peningar verið í sjóð-
um og þvi hafi átakið runnið út
í sandinn." Þetta var úr frétt í
DV sl. miðvikudag. - Er þetta
ekki dæmigert um þá kynslóö
sem kemur beint úr ríkisreknum
memúageiranum? Svona töluðu
ekki frumkvöðlar atvinnuhfsins
sem við byggjum mörg hver á enn
þann dag í dag.
Taugaveiklaðir
flugfarþegar?
Sigurbjörg skrifar:
Oskaplega finnst mér ósmekk-
legur sá vani sem virðist vera að
komast á um borð í islenskum
flugvélum sem koma frá Evrópu,
einkum úr verslunarferðum,
þegar farþegar taka til við að
klappa ógurlega eftir lendingu.
Ég flokka þetta þó frekar undir
taugaveiklun eða kannski bara
séríslenskan smáborgarahátt. En
kannski kviða farþegarnir toll-
skoðuninni svona óskaplega?
Landvistarleyfi:
Slæmf fordæmi
K.S. skrifár:
Mér finnst það slæmt fordæmi
að veita landvistaríeyfi ólögleg-
um innflytjendum sem Skandina-
var vilja losna við. Það getur leitt
af sér stöðuga ásókn þeirra sem
t.d. eru ólöglegir innflytjendur i
Svíþjóð. Júgóslavinn, sem hér
fékk landvistarleyfi, getur hæg-
lega haft samhand við landa sina
sem eru ólöglega komnir th
Skandinavíu og hvatt þá th að
koma hingað, En hvernig stóð á
því að manninum var hleypt inn
í landið án skilríkja? Og hvers
vegna er kirkjan að leggja bless-
un sína yfir svona thfelli? Ég veit
ekki til þess að kirkjan aðstoði
útlendinga að öðru leyti.
EitthvaðmeðHer-
Helena skrifar:
Ég er aðdáandi Bylgjunnar og
hlusta yfirleitt á þá stöð. Ég er
einnig aðdáandi Herberts Guð-
mundssonar en furða mig á að
þar er ekkert sphað af nýja geisla-
diskinum hans. Ég hef hringt th
Bylgjunnar og beðið um að fá að
heyra lag með Herbert en því er
borið við að geisladiskurinn sé
ekki th þar. Ég þarf því að skipta
um útvarpsstöð. Þetta finnst mér
óþolandi. Nú vil ég beina þvi th
Herberts Guðmundssonar að
hann drífi i aö koma nýja diskin-
um á Bylgjuna.