Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Qupperneq 32
Tl E I T Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum ailan sólarhringinn. Auglýsingar - Áskríft - Dreifing: Símí 632700 Frjálst,6háð dagblað FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993. Rushdie boð- ið til íslands „Það er erfitt að ná sambandi við þennan fræga rithöfund, Salman —dtushdie sem fer huldu höfði eins og menn vita. Ég skrifaði því umboðs- manni hans bréf, þar sem við bjóðum Rushdie til íslands fyrri hluta des- ember í tilefni af útkomu bókar hans Harún og sagnahafið," sagði Erling Erlingsson, útgáfustjóri bókaútgáfu ísafoldar í samtali við DV. Hann sagði að umboðsmaður Rushdie hefði enn ekki svarað og meðan ekki kæmi neikvætt svar lifðu þeir í voninni um að skáldiö kæmi til íslands. „Það er eins og menn viti ekki af því að Salman Rushdie er frábær og margverölaunaður rithöfundur. Fólk þekkir hann hins vegar af bók- inni Söngvar Satans og þeim dauða- -^sfeómi sem klerkaveldið í íran kvað upp yfir honum fyrir þá bók,“ sagði Erling. Sú umdeilda bók kom út á íslensku fyrir nokkrum misserum. Sem kunn- ugt er hefur Salman Rushdie þurft að fara huldu höfði um heimsbyggð- ina síðan bókin kom fyrst út í Eng- landi. -S.dór Erlendar skuldir: 20 milljarðar um aldamót? „Ég bað Ríkisendurskoðun að reikna þetta dæmi út fyrir mig og samkvæmt þeim útreikningi stefnir í að erlendar skuldir þjóðarinnar verði komnar í 200 milljarða um næstu aldamót. Þá er miðað við sama hraða í skuldaaukningu og verið hef- ur frá 1992,“ sagði Svavar Gestsson alþingismaður. Hann skýrði frá þessu í ræðu á flokksþingi Alþýðu- bandalagsins í gær. Svavar sagði að nettó erlendar skuldir ríkisins í dag væru 120 millj- arðar króna en hefðu verið um 60 vmilljarðar árið 1991. -S.dór Rauði krossinn kærður til RLR Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur borist bréf frá Gunnari Friðjónssyni þar sem hann kærir Rauða kross ís- lands fyrir rekstur spilakassa. Gunn- ar, sem ræddi spilafíkn sína við DV á dögunum, telur rekstur spilakass- anna vera brot á hegningarlögum. • Þess -má geta að á dögunum voru menn sem ráku spilavíti í Reykjavík dæmdir fyrir brot á sömu grein hegn- ingarlaga og Gunnar kærir Rauða -krossinn fyrirað brjóta. -pp LOKI Litlu verður Markús feginn! Viðbrögð við skoðanakönnun DV: Sameigmlegt borgarstjóraefni? „Þetta er mjög uppörvandi en kemur mér um leið óneitanlega svolítið á óvart þvi að ég hefði ætl- að að Markús nyti þess forskots sem hann óneitanlega hefur sem sitjandi borgarstjóri. Þessi niður- staða sýnir kannski að hann hefur ekki náð að festa sig í sessi. Ég hef ekki velt því fyrír mér hvort ég sé tilvonandi borgarstjóraefni eða ekki þar sem ég starfa á öðrum vettvangí. Það væri bara að æra óstöðugan því að þessi umræða hefur komiö upp áður án þess að nokkuð hafi orðiö úr því. Sameigin- legt framboð minnihlutaflokkamia yrði að mínu mati að snúast um annað og meira en eina persónu," segir Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, Kvennalistanum. „Þetta er í samræmi við niður- stöður könnunarinnar frá í gær og sýnir það sem minnihlutaflokkam- ir hafa haldið fram að fólk vill breyta Lil, skipta um stjórn og skipta um æðsta stjómanda. Mér finnst koma fylhlega til greina að minnihlutaflokkarnir bjóði fram sérlista en hafi sameiginleg málefhi og sameigíniegt borgarstjóraefni," segir Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarfiokksins. ;; „Þessar niðurstöður eru ákaflega viðunandi fyrir mig. Ég var ekki í prófkjöri eða kosningunum síðast og kom inn í þetta eftlr að kjörtima- bilið var hafið. Hins vegar ætla ég iprófkjör í janúar og verðaforystu- maður Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Ég tel aö þetta sé á- gætt veganesti fyrir mig. Könnunin sýnir að störf mín síðastliðin þrjú ár hafa skilað verulegum árangri. Ég hef allt að vinna,“ sagöi Markús Örn Antonsson borgarstjóri. „Það er mjög merkilegt að lngi- björg Sólrún skuli fá betri útkomu í þessari könnun heidur en sitjandi borgarstjóri. Árangur hennai- er mjög glæsilegur, Ég hef ekki verið raunverulegur kandídat eða mikið í umræðunni heldur er það alveg nýtilkomið. Því finnst mér þaö mjög athyglisvert að þetta margir skuli lýsa yfir stuðningi við mig. Það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en til kosninga kemur og margt getur gerst þangað til segir Jón Magnússon hæstaréttar- lögmaður. -GHS/kaa Spilakassar Háskólans: Rektor vill lögfræðiálit „Lögfræðingar sem ég hef talað við telja Hæstaréttardóminn frá 1949 ekki hafa neitt fordæmisgildi. En í tilefni af þessu í gær tel ég æskilegt að Háskólaráð fái lögfræðilegt á áht um máhð. Ég mun senda Ásgeiri það áht og þá getur hann hugsað sinn gang, hvort hann taki mark á því eða þeim gögnum sem hann hefur undir höndum," sagði Sveinbjörn Björns- son, rektor Háskólans, við DV í morgun. Ásgeir Pétursson, fulltrúi stúdenta í Háskólaráði, hefur hótað aö segja sig úr Háskólaráði breyti ráðið ekki afstöðu sinni til happdrættisvéla sem verið er að setja upp á vegum Há- skólahappdrættisins þessa dagana. Ætlar hann að segja sig úr ráðinu sama dag og spilakassarnir taka til starfa. Vitnar Ásgeir til dóms Hæsta- réttar frá 1949 þar sem spilakassi er dæmdurólöglegur. -hlh Féllúrstiga Þessar föngulegu stúlkur urðu í þremur efstu sætunum i módelkeppni Wild sem haldin var í gærkvöldi á Ömmu Lú Vinnuslys varð síðdegis í gær þeg- og hljóta allar árssamning hjá fyrirtækinu að launum. Frá vinstri eru Elma Lisa Gunnarsdóttir, sem varð í þriðja ar maður féll úr stiga í Grafarvogi. sæti, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, sigurvegari keppninnar, og Elín G. Stefánsdóttir sem varð í öðru sæti. Ingibjörg Hann var buttur á Landspítalann hafði áður unnið sér það til frægðar að verða í öðru sæti Fordkeppninnar fyrir þremur árum. DV-mynd GVA meö slæmt fótbrot. Veðriö á morgun: Allhvöss sunnan-og suðvestan- Á morgun verður allhvöss sunnan- og suðvestanátt um vest- anvert landiö en hægari sunnan- og austanlands. É1 eða slydduél verða sunnan- og vestanlands en annars staðar úrkomulaust. Veðrið í dag er á bls. 36 I.WDSSAMBAND ÍSI.. UAhA KKkl AKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.