Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1994, Side 9
EOSTODAGUR 7. ’ JANÚA'R 1994 9 Stuttarfréttir Utlönd BaristíTogo Stjómvöld íTogosögöuaðskot- ið heföi veríð á hermenn yflr landamærin frá Gliana. Tiiræðismanna leitað Öryggissveitir í Togo leita íjölda manna sem reyndu að myrða Eyadema forseta. SÞstöðviárásir Izetbegovic, forseti Bosníu, fór fram á þaö við Öryggisráð S.Þ. að það stöðvaði árásir Scrba á Sarajevo þar sem átta manns féllu og sex tugir særðust í gær. Loftárásir hugsaniegar Clinton Bandaríkjaforseti úti- lokar ekM loftárásir á Bosníu af hálfu NATO. HungiiríBosníu S.Þ. segjast hafa sannanir fyrir þ\d að margir borgarar svelti á átakasvæðum Bosníu. Föngumsleppt ísraelsmenn sleppa 101 palest- ínskum fanga í tileftii áframhald- andi viðræðna við PLO. Áhyggjurafaftökum Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af fréttum um aftökur án dóms og laga í bændaupp- reisninni í Mexíkó. Mannrání Jemen Breta og Kanadamanni hefur verið rænt í Jemen. Mercourígegn Hoily- wood Melina Mercouri, menningarráó- herra Grikk- lands og fyrr- um kvik- myndastjarna, sagði í gær að hun mundi berjast gegn yfirráðum Holly- wood á kvikmyndamarkaði Evr- ópu. Strætóverkfalli lokið Sættir hafa tekist i strætóverk- fallinu í Þrándheimi. Höeg fær verðlaun Danski höfundurinn Peter Hö- eg fékk verðlaun danskra bóksala fyrir bókina De máske Egnede. Dæmtfyrírofveiði Norskt útgerðarfyrirtæki hefur veriö dæmt í 7 milljón króna sekt fyrir ofveiðar á þorski. Sendihenratekinn Þýskur sendiherra hefur verið handtekinn, grunaður um njósn- ir fyrir Austur-Þjóðverja. Stuðningítrén Nefnd á veg- um Björns Wesths, land- búnaðarráð- herra Dan- merkur, vill að trjáiönaður landsins fái 200 milljarða ísl- enskra króna ríkisstyrk til vöru- þróunar. Baristvíðskógarelda Rúmlega sjö þúsund slökkvi- liðsmenn berjast við 120 skógar- elda nærri Sydney í Ástralíu, þá verstu á svæðinu i 50 ár. Þeir sem ganga með plastúr eiga á hættu að verða fyrir geisla- mengun umfram meöallag. Keuter, NTB, Ritzau Bandarísk hjón urðu alvarlega ósátt efir 17 ára hjónaband: Gelti mann sinn eftir samkvæmi - hjónin hafa náð sáttum og tekið upp sambúð á ný eftir skllnað „Þetta er auðvitað atvik sem hefur gríðarlgg áhrif á líf þeirra beggja en samt eru þau ásátt um að hefja sam- búð á ný og gleyma því liðna,“ segir lögmaður bandarískrar konu sem seint á síðasta ári reiddist manni sín- um illa eftir samkvæmi og gelti hann þegar heim var komið. Þau hjón heita James og Aureha Macias og búa í Los Angeles. Aurelía taldi að maður hennar sýndi annarri konu óþarfa athygh í samkvæminu og ákvað að leita hefnda. James var mjög drukkinn og sofnaði þegar heim var komið. Þá skar Aurelía undan honum punginn. James sleit sambúðinni jafnskjótt og hann vaknaði úr drykkjurotinu og kærði konu sína fyrir líkamsmeið- ingar. Lengi vel stefndi í réttarhöld sem jafnast hefðu á við klögumáhn miili Bobbitt-hjónanna í Virginíu. Það er frægasta mál af þessu tagi á síðari tímum. í gær tók mál hjónanna í Los Ange- les hins vegar aðra stefnu þegar til- kynnt var að þau heföu sæst og ætl- uðu að hefja sambúð að nýju þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Réttarhöld yfir Aurelíu áttu að hefjast í gær en þegar í réttinn kom settust þau hjón saman og var sýni- lega mjög kært með þeim. Lögmaður hennar las þá upp yfir- lýsingu um að ekkert yrði úr réttar- höldum því sættir hefðu tekist. Dóm- arinn féllst á þessi málalok. Aurelía átti yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi. Hún er 35 ára gömul og haföi verið gift James í 17 ára þegar hún brá hnífnum. Þau eiga einn son. Bömin verða ekki fLeiri því læknar sögöu James strax að tilgangslaust væri að reyna að græða það á sem af var skorið. Þar skilur á milh ör- laga hans og Johns Wayne Bobbitt sem fékk hm sinn ágræddan, með vafasömum árangri þó. Reuter Japanskir sundfataframleiðendur eru farnir að kynna hugmyndir sínar um tískuna á sólarströndum i sumar. Sýningar sem þessar ylja mönnum í svartasta skammdeginu þegar óralangt virðist til vors. Simamynd Reuter Þýskaland: Faðir stakk f imm börn sín til bana Helga M. Óttaisdóttir, DV, Þýskalandi: Fjölskyldufaðir stakk fimm börn sín til bana meö eldhúshníf á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins. Eft- ir það kveikti hann í íbúðinni og svipti sig lífi með hnífnum. Bömin fimm voru á aldrinum 4 til 13 ára. Nágranni varð var við reyk frá íbúðinni og gerði slökkviliði viðvart. Fyrr um nóttina haíði hann heyrt mikil hróp og köll frá börnunum. Harmleikurinn varð á heimili fjöl- skyldunnar í Osnabruck í Þýska- landi þar sem íjölskyldan hafði búið í um töv ár. Maðurinn var Rússi af þýskum uppruna. Deginum áður haföi konan yfirgefið heimilið vegna misþyrminga mannsins. Talið er að ástæður fyrir verknaði mannsins hafi verið hjónabands- og fjárhagsvandi en hann hafði verið atvinnulaus að undaníornu. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir hvað inn- flytjendum í Þýskalandi getur gengiö illa að aðlagast samfélaginu og hefja nýtt líf í nýju landi. Alls em nú 3,7 milljónir manna án atvinnu í Þýskalandi. í vesturhlutan- um er 8,1% vinnufærra manna at- vinnulaust en yfir 14% í austurhlut- anum. Atvinnuieysið hefur aukist frá árinu áður en atvinnuleysi hefur ekki mælst meira frá stríðslokum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni á árinu 1994. AIGoresegir huggunarorðvið Austur-Evrópu A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, reyndi í gær að full- vissa þjóðir Austur-Evrópu um að áætlun Ciintons for- seta um nýja friöarsamvinnu markaði upphafið að mun nánari tengslum þeirra við NATO. „Hið nýja NATO verður að snúa sér að áhyggjum þessara þjóða sem liggja milli Rússlands og Vestur-Evrópu þar sem öryggis- hagsmunir þessara rikja hafa áhrif á öryggishagsmuni Banda- ríkjanna," sagði Gore. Chnton er á leið til Evrópu þar sem hann mun m.a. sitja leiðtoga- fund NATO í Brussel. Danirfá 65 þús- und krónurfyrir ónýtu bflana Dönsk stjórnvöld bjóða nú hverjum þeim sem losar sig við gamla bílinn sinn í brotajárn sem svarar 65 þúsund íslenskum krónum fyrir vikið í eins konar umhverfisbónus. Reglur þar að lútandi gengu í gildi á mánudag og hefur ekki linnt látunum hjá þeim sem taka við gömlum bílum til niðurrifs. Búist er við að 100 þusund hif- reiðaeigendur muni notfæra sér tilboðiö og að 75 prósent þeirra láti peningana ganga upp í nýjan eða nýlegan bíl. Eina skilyrðið sem þarf að upp- fylla til að fá bónusinn er að bill- mn sé eldrí en tíu ára og að hon- um sé komið til viðurkennds brotajárnssala. Zhírínovskí sagðurhafa fengið KGB-fé Rússneski þjóðernisöfga- maðurinn Vladimír Zhír- ínovsld og hreyfing Iians fengu hugsan- lega fjármuni frá sovésku leyniþjónustunni KGB sem aust- ur-þýskir kommúnistar sáu um að fela i útlöndum. Þetta sagði Dietmar Bartsch, gjaldkeri flokksins sem tók við af kommúnistaílokki Austur- Þýskalands, 1 gær. Var þaö i ann- að sinn á tveimur sólarhringum sem látiö er liggja að því að tengsl hafi verið milli KGB og flokks Zhirinovskís. Reuter, Ritzau 102 myrtir í borg á stærð við Reykjavík „Við hijótum að viðurkenna að lítið ber á virðingu fyrir mannslíf- um hér í borginni, Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Thomas Branson hjá morðdeild lögreglunnar í Gary í Indiana í Bandaríkjunum. Engin ástæða er til að saka hann um ýkjur því á síðasta ári voru framin 102 morð í Gary. íbúar þessa staðar náðu þar með metinu af höfuðborginni Washington í fjölria morða miðað við fólksfiölda. í Gary eru 120 þúsund ibúar og er borgin því litlu stærri en Reykja- vík. i Gary voru framin 85,6 morö á hverja 100 þúsund íbúa. Hliðstæð tala fyrir ísland er ríflega eitt morö ef miöað er við síðustu fimm ár. Baráttan um titilinn „hættuieg- asta borg Bandaríkjanna" var hörð og í 24 borgum tókst morðingjum að bæta við afrek sin frá árinu á undan. í Bandarikjunum ofbýður mönnum aö sjá þessar tölur og verða æ fleiri til að taka undir kröf- ur um aðgerðir til að takmarka vqpnaeign almennings. I Gary segjast heiðvirðirborgarar ekki lengur þora út fyrir hússins dyr eftir að skyggja tekur. Ástandið hefur snarversnað á síðustu þrern- ur til fiórum árum og kenna yfir- völd vaxandi atvínnuleysi og eitur- lyfianeyslu um. „Hér er að vaxa úr grasi kynslóð sem þekkir ekki annað en hörku í mannlegum samskiptum. Hér eru of margar byssur, of mikið af eitur- lyfium og of fá störf. Fólkinu líður Ula," segir Thomas Bames, borgar- stjóri í Gary. Lögreglumenn í Gary viður- kenna að þeir hafi beðið ósigur í baráttunni við glæpamennina. Nú þurfi að endurskipuleggja allt starf lögreglunnar. í þeim efnum hugsa menn gott til ráðanna sem gripið var til í Washington á síðasta ári. Þar var mikil vinna lögð í að auka samvinnu við borgainna með þeim árangri að höfuðborgin er ekki lengur einn hættulegasti staður á jarðríki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.