Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 7 Fréttir Sérstæðu meiðyrðamáli í ísaflarðarsýslu lokið: Ummæli um frænku dauð og ómerk - sveitungar í tveimur hreppum fengu bréf um fólkið að Laugalandi Mikill snjór hefur fallið á Austurlandi siðustu vikurnar, alhvít jörð var um jól og áramót, og síðustu daga hefur snjó hlaðið niður. Ófærð er viða og ekki hefur hvassviðri bætt úr skák. Myndin var tekin á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir Tíu ára drengur á Eskifirði: Sendur einn heim úr skóla í óveðrinu Héraðsdómur Vestíjarða hefur dæmt dauð og ómerk samtals 23 ummæli Indriða Aðalsteinssonar, bónda að Skjaldfonn í Nauteyrar- hreppi í N-ísafjarðarsýslu, sem hann lét falla í opnu bréfi til náfrænku sinnar að Laugalandi um hana, bónda hennar og son. Bæimir standa sinn hvorum megin Selár í Skjald- fannardal og eru um 2 km á milli. í nóvember 1990 sendi bóndinn að Skjaldfónn opið bréf til frænku sinn- ar - afrit var sent á þrjú heimili í Snæfjallahreppi, níu heimih í Naut- eyrarhreppi og til fjögurra annarra utan svæðisins. Upphaf bréfsins er á þessa leið: „Komdu sæl frænka og þakka þér fyrir síðast sem var eins og þú eflaust mannst, frammi í dal 23. október á vettvangi nýjasta ofbeldis og yfir- gangs míns gagnvart ykkur á Lauga- landi. Margt skýrðist þama undir handarjaðri Jónasar yfirlögreglu- þjóns og þá ekki síður hér heima er hann kynnti mér kæru Jóhanns Þórðarsonar, runna undan þínum rifjum hafandi það göfuga markmið að koma mér sem fyrst á bak við lás og slá. Þó að ég kunni nú að reynast ykkur sýnd veiði en ekki gefin er mál til komið að upplýsa sveitunga okkar og aðra þá er ekki skilja hót í þessari óöld í Skjaldfannardal, hvaða saga býr að baki þessu nýjasta tóm- stundagamni ykkar Laugalands- fólks." Indriði reifaði síðan nokkur atriði sem hann taldi að hefðu spillt áður ágætum samskiptum fjölskyldnanna tveggja. Orsakir ósamkomulags og ósættis rakti hann til slælegra bú- skaparhátta þeirra síðustu árin á undan og fór einnig þungum orðum um trúnaðarstörf bóndans að Lauga- landi í kjörstjórn og búnaðarfélagi staðarins. Húsfreyjuna sakaði hann um fáfræði og illvilja í sinn garð og annarra sveitunga og vændi bónd- ann um seinlæti við grenjaleit og að ganga á bak orða sinna sem starf- andi grenjaskytta á vegum hrepps- ins. í niðurlagj bréfs Indriða sem sveit- ungarnir fengu var sagt að hætt væri við því að ærið margir yrðu til þess að taka undir eftirfarandi erindi ef húsfreyjan á Laugalandi tæki ekki undir áskorun sína um að svara bréf- inu. „Ég veit ekki af hvers konar völdum um vitund fer grunur sá að frænka mín góða hafi fallið í gildru þá að artast sem umskiptingur er undan dagsbirtu fer laumast í svarta bergið og lokar á eftir sér“ Lögmaður Laugalandsfólksins sendi síðan bréf þar sem Indriða var m.a. sagt að fólkið væri reiðubúið að sættast ef hann drægi ummælin öll til baka og hann bæðist afsökunar og sendi sveitungum sínum yfirlýs- ingu þess efnis. Indriði kvaöst reiðu- búinn til þess ef Laugalandsfólkið svaraði opna bréfinu. Hann taldi að kæra fólksins á hendur sér haustið 1990 hefði verið til þess fallin að spilla fyrir stöðu hans og högum, t.d. vegna ummæla þar sem látið var að því leggja að hann hefði unnið náttúru- spjöll við ána. Vestfirska fréttablaðið fjallaði um þetta leyti um málið þar sem ásakanir gengu á báða bóga. Eftir þetta var Indriða stefnt og þess krafist að ummæli hans sem skráð voru í 23 liðum yrðu dæmd ómerk og bóndanum gert að greiða bætur og þess krafist að hann bæri kostnað af opinberri birtingu fyrir forsendum dómsins. Eins og áður segir voru ummælin dæmd ómerk en Indriði var sýknaður af öðrum kröfum. Jónas Jóhannsson, héraðs- dómari á Vestfjörðum, kvað upp dóminn. -Ott „Þetta er náttúrlegatiugsunarleysi en svona lagaö á alls ekki að geta komið fyrir,“ segir Rósamunda Karlsdóttir, móðir tíu ára drengs sem sendur var einn heim úr gnmnskól- anum á Eskifirði þar sem skólahald féll niður vegna óveðurs í gær. Rósa- munda, sem býr í eins og hálfs kíló- metra íjarlægð frá skólanum, hafði ekki heyrt útvarpsfréttir um að skóla væri aflýst og fékk sonur hennar far í skólann með nágranna sem á jeppa. „Við hefðum ekki getað keyrt hann á okkar bU því það er kolófært. Aðal- gatan er til dæmis bara fær jeppum. Það var bylur og hávaðarok. Við búum í nýju hverfi innst í dalnum og það er yfir bersvæði að fara. Sem betur fer fór sonur okkar á vinnustað nágrannans sem ók honum heim,“ greinir Rósamunda frá. Hún segir foreldra í hverfinu hafa beðið um það fyrir nokkrum árum að fá skólabU en vegna peningaleysis fékkst hann bara í þijá mánuði á ári, janúar, febrúar og mars. „En hann ekur bömunum bara heim eft- ir skóla síðdegis. Það er enginn skólabUl á morgnana." -IBS VEGNA ALRANGRA UPPLYSINGA LAÐAAUGLYSINGUM l*t HAPPDRÆTTIS HASKOLANS SKAL UPPLÝST AÐ: Happdrætti SÍBS greiddi viöskiptavinum 60% í vinnlnga af veltu 1993 en ekki 50% eins og fullyrt er í auglýsingu HHÍ. Heildarvelta ársins 1993 var 208.6 milljónir og 124.7 milljónir voru greiddar í vinninga til heppinna miöaeigenda en ekki aðeins 100 milljónir eins og stendur í auglýsingu HHI. Ur Hæstu vinningar Happdrættis SÍBS falla alltaf í hlut viöskiptavina - og jafnvel margfaldir. CDI Verð miða er aðeins 600 kr. Dregið 12. jatlúar. Upplýsingar um næsta umboðsmann í síma 91-22150 og 23230 ... fyrír lífið sjálft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.