Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Stuttarfréttir Utlönd Vopnahlé í Bosníu Leiðtogar Króata og Bosniu- manna hafi samið um vopnahlé. Einn markaður Forseti Króatíu hefur boðið Bosníu í efnahagsbandalag. Lok breskra yftrráða Albert Reyn- olds, forsætis- ráðherra ír- lands, segir að friðaráætlunin fyrir Norður- írland marki endalok ný- lendustjórnar Breta þar. Hann vill friða andstæðinga samninga. Vantrú hjá ÍRA Leiötogar ÍRA er enn vantrúað- ir á samkomulag við Breta. EfasemdiriÚkrainu Efasemdir hafa komið fram í Úkraínu um eyöingu kjarna- vopna landsins. Þrjú ríki í bandalag Þrjú af Asíulýöveldum fyrrum Sovétríkjanna hafa myndað meö sér efnahagsbandalag. Strandiísrael Ekkert miöar nú í átt til sam- komulags milli ísraels og PLO. Þingmaður í braski Verið er að rannsaka svarta- markaösbrask norsks þing- matms meö miöa á ólympíuleik- ana. Örlög Holstskelfa Norskir fréttaskýrend- ur segja að ör- Iög Holst utan- ríkisráðherra haíi öðru frem- ur valdið þvi að Kaci Kullmann Five ákvað aö láta af flokksformennsku. SkoríðhjáSAS í næstu viku hefst mikill niður- skurður útgjalda hjá SAS. Ráðherrar samþykktir Lennart Meri, forseti Eistlands, hefur skipað nýja ráðherra. Framleiðsla tvöf aldast Landbúnaðarframleiðsla Eista tvöfaldaðist á síöasta ári. RæðahvaliWashington Norskur sendimaður er á leið til Washington að ræða hvaiamál. Norðmenn f á skötusel Norðmenn fá að veiða 100 tonn af skötusel í færeyskri landhelgi. Sexteknirfyrirrán Óslóarlögreglan hefur handtek- ið sex manns fyrir rán í pósthúsi. Milljarðar í stuðning Norsk stjórnvöld studdu tlótta- menn og fórnarlömb styijalda með um tíu milljörðum króna. Mannskætt biislys Átján manns fórust þegar rúta ók út af brú í Suöur-Áfríku. Clinton í gönguferð Clfnton Bandaríkjafor- setifórígöngu- ferð um Bruss- el undir mið- nætti í nótt eft- ir vinnufund hjá NATO og kíkti m.a. í glugga fommunaverslunar. Gamsakhúrdía, fyrrum Georg- iuforseti, verður jarðsettur í Tsjetsjeniu þar sem hann bjó. Reutcr, NTB og ETA Austur-Evrópu boðin samvinna við NATO og Ukraína kastar kjamavopnum: Tvö risastór skref í átt til meira öryggis - segir BiH Clinton Bandaríkjaforseti á leiðtogafundinum í Bmssel Bill Clinton Bandaríkjaforseti fékk stuðning bandamanna sinna í gær fyrir nýrri stefnu Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, í öryggismálum Evr- ópu og þá skýrði hann jafnframt frá því að Úkraínumenn ætluðu að láta kjarnavopn sín af hendi. Þriðja stærsta kjarnorkuvopnabúr heims- ins hefur verið í Úkraínu. „Við höfum í dag tekið tvö risastór skref í átt til aukins öryggis Banda- ríkjanna, Evrópu og heimsins," sagði CUnton á fundi með fréttamönnum í Brussel í gær. Clinton er í fyrstu Evrópuferð sinni frá því hann tók við forsetaembætt- inu og situr leiðtogafund NATO. Hann og hinir leiðtogamir fimmtán buðu öllum löndum fyrrum Sovét- blokkarinnar svo og öðrum Evrópu- ríkjum sem ekki era í NATO til sam- starfs um hernaðarrnál undir kjör- orðinu „samvinna um frið“. Samvinnu þessari er ætlað að búa lönd Austur-Evrópu undir hugsan- lega aðild að bandalaginu en henni er líka ætlað að forðast að einangra Rússa og vekja andúð þeirra. Leiötogar Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands hafa allir gert fyrirvara við áætlun NATO en Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagöist vona að þeir myndu allir undirrita hana þegar Clinton hittir þá í Prag síðar í vikunni. Christopher sagði aö leiðtogafund- urinn sýndi að Bandaríkin væru aft- ur orðin forystuland og að þetta væri „leiðtogafundur Clintons forseta". Reuter Leitað skjóls hjá NATO Sjö fyrrum kommúnistaríki sækjast eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu. Löndin sjö, sem mörg hver voru í Varsjárbandalaginu, vilja sömu vernd gegn Rússlandi og leiddi til stofnunar NATO eftir heimsstyrjöldina síðari. NATO virðist reiðubúið að styðja „friðarsamvinnu" Clintons forseta sem býður upp á takmarkaða aðild en enga tryggingu fyrir öryggi. í NATO eru 16 þjóðir. POLLAND, TÉKKLAND OG SLÓVAKÍA Öll þrjú líta á NATO sem stöðugleikaafl sókn sinni til lýðræðis. LITHAEN Óttast „öryggistómarúm" ef rússnesk þjóöernisstefna kemst aftur á kreik og reynir að endurheimta þett§ fyrrum lýðveldi. UKRAINA Tilbúin aö láta kjarnorkuvopn af hendi en óttast að Rússland kunpúa&gera kröfur um eimta stórt únaöarhérað. RUSSLAND Evrópulönd. í NATO Fyrrum Varsjár- bandalags- ríki sem vilja í NATO UNGVERJALAND OG ALBANÍA Bæði sækjast eftir vernd gegn útbreiðslu borgarastríðsi Júgóslavíu. Heimild: The MiHtary Balance 1993-94, USA TODAY Eldamir í Ástralíu í rénun: Loksins úði úr lofti Slökkviliðsmenn í Sydney í Ástral- íu fengu óvænt aðstoð frá almættinu í baráttunni við skógareldana miklu í gær. Skyndilega kom demba og í sama mund lægði vind. Þar með sló nokkuö á bálið sem ógnað hefur lífi, limum og eignum manna í suðaust- anverðri Ástralíu síðustu daga. Enn logar þó víöa í skógum nærri Sydney og því fer fjarri að hættan sé liðin hjá. Herði vind að nýju bloss- ar bálið væntanlega upp og þá verður aftur að leggja í baráttuna við ofur- efli eldsins. Nú er vitaö aö 190 hús hafa brunn- ið til grunna og hundruð húsa hafa skemmst meira eða minna. Engin leið er enn að meta tjónið en þaö skiptir þó milljörðum íslenskra króna. Ef til vill hafa verðmæti upp á tiu milljarða glatast. Þá eru ótalin náttúruspjöllin sem eldurinn hefur valdið. Á þúsundum hektara lands er aðeins sviðin jörð. Veðurútlit er heldur slæmt. Spáð er nýrri hitabylgju á morgun með vindstrekkingi og ekki er að vita nema eldurinn hafi aðeins gefið grið um stundarsakir. Reuter Slökkviliðsmenn i Sydney réðu sér ekki fyrir gleöi þegar fyrstu droparn- ir féllu. Simamynd Reuter Varnarsamtök húseigenda Húseigendur í Færeyjum hafa stofnað vamarsamtök í von um aö með samstöðunni takist þeim að rétta hlut sinn í baráttunni við kreppudrauginn. Húseigendur segja að landstjórn hafi brugðist þeim og hugsi einungis um að bjarga fyrirtækjunum en láti skuldugan almenning fara á ver- gang. Nær tvö þúsund húseigendur eru í samtökunum og þykir það góð þátttaka. Margir skulda Fossabankanum stórfé en hann er nú gjaldþrota og ætla kröfuhafar að innheimta úti- standandihúsnæðislán. Ritzau Bretar og Frakkar á NATO-fundi: Vilja loftárásir á Serba í Bosníu - herflugvélarNATOtilbúnaríslagiiin Bretar og Frakkar hvöttu ríki Atl- sveitum SÞ í Bosníu. antshafsbandalagsins til aö hóta Herflugvélar frá NATO fljúga Serbum í Bosníu loftárásum nema þegar eftirlitsflug yfir Bosníu og þeir leyfðu aftur flugvélum með eru reiðubúnar að hefja loftárásir hjálpargögn að lenda á flugvellin- um í Tuzla og vegurinn tii Sre- brenica yrði opnaöur fyrir her- sveitir SÞ. „Við vöram þá sem myndu vilja setja sig upp á móti þessum tveim- ur aðgerðum við því aö gripið verð- ur tO loftárása," sagði Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, í viötali við franska sjónvarpið. Breskir embættismenn sögðu að tillagan hefði hlotið góðan stuðning í kvöldverðarboði á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brassel í gærkvöldi. Þrýstingur á aðgerðir Vesturlanda í Bosníu hefur farið sívaxandi þar. Embættismennirnir bresku vora þó ekki vissir um aö allir bandalagsleiðtogarnir myndu skrifa upp á áætlunina á lokafund- inum í dag. Áætlunin gerir ekki ráð fyrir loftárásum á sveitir Serba sem sitja um Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Hér er um mikiivæga stefhu- breytingu af hálfu Breta aö ræða þar sem þeir hafa viljað fara var- lega í sakirnar til að tryggja öryggi herroanna sinna í friðargæslu- efþurfaþykir. Beuter Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.