Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Fólkífréttum________________ Símon Hallsson Símon HaUsson, löggiltur endur- skoðandi, Vogalandi 8, Reykjavík, hefur tekið við starfi borgarendur- skoðanda. Sex umsækjendur voru um starfið og fékk Símon 10 at- kvæði af 15 þegar greidd voru at- kvæði um stöðuveitinguna í borgar- stjórn. Starfsferill Símon er fæddur 2.7.1946 í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Verslunar- skóla íslands og lauk þar prófi 1967. Símon var í námi í endurskoðun hjá Þorgeiri Sigurðssyni og lauk því 1974. Símon rak eigin endurskoðunar- stofu að loknu námi og fram til síð- ustu áramóta. Hann hefur nú tekiö við starfi borgarendurskoðanda eins og fyrr greinir. Símon sat í stjóm Félags löggiltra endurskoðenda í nokkur ár. Hann söng 1. tenór með Karlakór Reykja- vikur. Símon hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir Karlakór Reykjavíkur. Fjölskylda Símon kvæntist 20.5.1967 Önnu Eyjólfsdóttur, f. 2.4.1948, mynd- höggvara. Foreldrar hennar: Eyjólf- ur Arthúrsson, f. 7.2.1926, málara- meistari, og Guðrún Ingimundar- dóttir, f. 11.4.1929, d. 6.2.1963, hús- móðir, ættuð úr Asi í Hafnarfirði. Böm Símonar og Önnu: Eyjólfur, f. 2.10.1965, nemi í arkitektúr í Bandaríkjunum, unnusta hans er Adrianna Maria Bandosz, nemi í arkitekúr í Bandaríkjunum; HaUur, f. 29.9.1967, nemi í Samvinnuháskól- anum á Bifröst, maki Anna Þóris- dóttir hárgreiðslukona, þau eiga tvær dætur, Tinnu Lind og Emblu Sigurást; Guðrún, f. 8.4.1971, banka- starfsmaður, maki Ólafur Örn Jóns- son kerfisfræðingur. Systkini Símonar: Valgarður óm- ar, f. 17.3.1948, framkvæmdastjóri í Bandaríkjunum; Hallur, f. 8.5.1951, fréttamaður hjá Stöð 2, maki Jórunn Lísa Kjartansdóttir; Ingibjörg Ásta, f. 13.1.1953, fóstra, maki Benedikt Ólafsson, gleraugnafræðingúr; Heba, f. 22.1.1958, aðalbókari hjá Hörpu, maki Jón Salomon Bjama- son fiskútflytjandi; Hulda Guðrún, f. 12.3.1960, danskennari, maki Þor- steinn Ólafur Þorsteinsson við- skiptafræðingur. Hálfsystir Símon- ar, samfeðra: Bima, f. 24.12.1966, nemi í verkfræði í Þýskalandi, maki Gunnar Sigurðsson, nemi í arkitekt- úríÞýskalandi. Foreldrar Símonar: HaUur Símon- arson, blaðamaður á DV, og Stefanía Runólfsdóttir, húsmóðir og fyrrver- andi starfsmaður Flugleiða. Ætt Hallur er sonur Símonar, skip- stjóra í Reykjavík, Sveinbjömsson- ar, formanns á Akranesi, Þorvarðs- sonar, hreppstjóra á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd, Ólafssonar. Meðal bræðra Sveinbjörs vom Þor- varður, prentsmiðjustjóri í Reykja- vík, tengdafaðir Einars Olgeirsson- ar alþingismanns, og Óli, faöir Páls Eggerts prófessors. Móðir Svein- bjöms var Margrét Sveinbjörns- dóttir, prests á Staðarhrauni, Svein- bjömssonar. Móðir Margrétar var Rannveig, systir Bjarna Thoraren- sens skálds. Föðuramma Halls var Margrét Kristjánsdóttir skipstjóra Símonarsonar, skipstjóra á Dynj- andi í Amarfirði, Sigurðssonar, sem fyrstiu- íslendinga á síðari öldum hélt uppi reglulegum siglingum á milli Islands og meginlands Evrópu- um frá 1816. Margir þjóðfrægir ís- lendingar eiga ættir sínar að rekja til Símonar á Dynjandi. Móðir Halls Símonarsonar var Ingibjörg Sigurást, systir Halls tannlæknis eldri. Hún var dóttir Halls, b. á Syðstu-Görðum í Kol- beinsstaðahreppi, Bjömssonar, bróður Jósefs, skólastj óra og alþing- ismannsáHólum. Móðir Ingibjargar var Valgerður Simon Hallsson. Konráðsdóttir frá Svarfhóli í Mið- dölum. Konráð var bróðir Gísla Konráðssonar, sagnamanns í Skagafirði, foður Konráðs Gíslason- ar Fjölnismanns og afa Indriða Ein- arssonar, fyrsta ríkisendurskoðana íslands og leikritaskálds. Stefanía er dóttir Runólfs Dags- sonar, b. á Búðum í Staðarsveit og Öxl í Breiðavíkurhreppi á SnæfeUs- nesi og síðar sjómanns á Hellis- sandi, og Guðrúnar Sigm-ðardóttur, húsfreyju frá Syðri-Tungu í Staðar- sveit. Afmæli Valdimar Aðalsteinsson Valdimar Aðalsteinsson skipstjóri, Túngötu 4, Eskifirði, er fertugur í dag. Starfsferill Valdimar er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum fyrstu fimm árin, þá á Fáskrúðsfirði í þrjú ár en frá þeim tíma hefur hann ver- ið búsettur á Eskifirði. Valdimar var þrjá vetur í Alþýðuskólanum á Eið- um og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1971 og var þar síðan í 5. bekk fram- haldsdeildar veturinnþar á eftir. Hann var einn vetur í Iþróttahá- skólanum í Ollemp á Fjóni í Dan- mörku og útskrifaðist þaðan sem sundkennari vorið 1973. Valdimar lauk 6. bekk framhaldsdeildar við Iindargötuskóla vorið 1975 en fór síðan í Stýrimannaskólann og út- skrifaðist þaðan vorið 1978. Valdimar stundaði margs konar störf á unglingsárum. Frá niu ára aldri var hann á síldarplani og eitt sumar í sveit að Hlíð í Lóni en fimmtán ára byrjaði Valdimar á sjó á m/b Sveini Sveinbjömssyni NK og var á síldveiðum í Norðursjó næstu sumur. Hann var eitt sumar á bílaverkstæði og annað við akstur langferðabíla. Eftir námið á Fjóni var Valdimar sundkennari og íþróttaþjálfari í Jelling á Jótlandi. Hann var lengi á m/b Sæbergi SU, fyrst sem háseti og síðar stýrimaður en skipstjóri frá 1981. Valdimar keypti ásamt systkinum sínum helnúngshlut í Sæbergi SU á móti foreldrum sínum 1985 og var skipið þá skírt Eskfirðingur SU. Hann var skipstjóri á því þar til það sökk 1988. Valdimar var síðan eina loðnuvertíð með m/b Hörpu RE sem útgerðin hafði keypt en eftir það á Spáni viö eftirlit fyrir útgerðina með smíði á nýju skipi, Vöku SU. Hann tók við því 1991 og var skipstjóri til 1992 er Vaka var seld. Frá þeim tíma hefúr Valdimar starfað fyrir grænlenskt útgerðarfyrirtæki og verið skip- stjóri á m/b Ammasat GR sem stundar loðnuveiðar. Fjölskylda Valdimar kvæntist 25.7.1981 Unni Eiríksdóttur, f. 27.2.1958, húsmóður. Foreldrar hennar: Eiríkur Ás- mundsson, d. 1983, og Ingveldur Stefánsdóttir húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Neskaupstað þar sem Ei- ríkur starfaði sem vélstjóri og út- gerðarmaður og siðar eigandi og framkvæmdastjóri Bifreiðaþjón- ustunnar hf. Ingveldur er nú búsett íReykjavík. Böm Valdimars og Unnar: Ríkey, f. 13.1.1982; Aðalsteinn, f. 14.5.1984; Iðunn Kara, f. 22.5.1993. Systkini Valdimars: Þorsteinn, f. 1956; Atli Rúnar, f. 1957; Áslaug Katrín, f. 1959; Aðalsteinn Helgi, f. 1965. Foreldrar Valdimars: Aðalsteinn Valdimarsson, f. 24.5.1931, skipstjóri og útgerðarmaður, og Elínborg Þor- steinsdóttir, f. 5.10.1928, húsmóðir, þau eru búsett á Eskifirði. Valdimar Aðalsteinsson. Ætt Aðalsteinn er sonur Valdimars Ásmundssonar, vélstjóra frá Fá- skrúðsfirði, og Evu Pétursdóttur frá Neskaupstað. Þau bjuggu lengst af á Eskifirði og þar býr Eva enn. Elínborg er dóttir Þorsteins Páls- sonar, kaupmanns á Reyðarfirði og í Kópavogi, og Áslaugar Katrínar Maack. Jóhanna Þóroddsdóttir. Jóhanna er að heiman á afmæhs- daginn. Jóhanna Þóroddsdóttir Jóhanna Þóroddsdóttir húsmóðir, Kleppsvegi 14, Reykjavík, er sextug ídag. Fjölskylda Jóhanna er fædd að Víkurgerði í Fáskrúðsfirði og ólst upp þar og á Búðum. Hún var í Húsmæðraskól- anum að Varmalandi veturinn 1954-55. Jóhanna hefur auk hús- móðurstarfa unnið m.a. við síldar- söltun, í frystihúsi, á sjúkrahúsi og nú hjúkrunarheimilinu Skjóli. Jóhanna giftist 15.6.1955 Helga Seljan, f. 15.1.1934, félagsmálafull- trúa og fyrrverandi alþingismanni. Þau bjuggu lengst af á Reyðarfirði en síðustu árin í Reykjavík. Börn Jóhönnu og Helga: Helga Björk, verkakona á Reyðarfirði, hennar sambýlismaður var Herbert Harðarson verkstjóri, en þau slitu samvistum, þau eiga tvo syni; Þór- oddur, skólastjóri á Reyðarfiðri, hans kona er Hildur Magnúsdóttir kennari, þau eiga tvö börn, Þórodd- ur átti fyrir eina dóttir; Jóhann Sæberg, vélvirkjameistari á Reyðar- firði, hans kona er Ingunn K. Ind- riðadóttir bankastarfsmaður, þau eiga tvo syni; Magnús Hilmar, út- gerðarstjóri á Þórshöfn, hans kona er Sólveig Baldursdóttir húsmóðir, þau eiga tvö böm; Anna Árdís, hús- móðir á Reyðarfirði, hennar maður er Indriði Indriðason bakari, þau eigafiögur börn. Systkini Jóhönnu: Málfríður, lát- in; Skafti, verkamaður á Fáskrúðs- firði; Jónína, látin; Sigfríð, starfs- stúlka í Reykjavík; Björn Kristinn, látinn. Foreldrar Jóhönnu: Þóroddur Magnússon, útvegsbóndi og verka- maður, og Anna Hildur Runólfsdótt- ir húsmóðir, þau bjuggu í Víkur- gerði og síðar á Búðum í Fáskrúðs- firði en þau em bæði látin. Ari S. Magnússon Ari Sigjón Magnússon ferðaþjón- ustubóndi, Hofi 1 Austurhús, Öræf- um, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ari er fæddur á Hofi og ólst þar upp. Hann gekk í Bama- og ungl- ingaskólann í Hofshreppi. Ari var á vertíðum í Vestmanna- eyjum 1961-64, bæði í landi og til sjós. Hann vann í Trésmiðjunni Víði í Reykjavík og viö plötusteypu hjá Jóni Loftssyni tvö haust. Ari var á vertíð í Grindavík 1971 og eitt haust á Seyðisfirði. Hann stundaði búskap á móti foreldrum sínum til 1980 og tók þá við búinu. Ari hefur verið með ferðaþjónustu frá 1984. Ari hefur setið í hreppsnefnd Hofshrepps í yfir 20 ár og var í stjóm UMFÖ til fiölda ára og síðan formaður þess. Hann var í stjóm Slysavamadeildar Öræfa og söng með Karlakómum Jökli 1973-80. Fjölskylda Arikvæntist 26.12.1981 Sigrúnu Björgu Sæmundsdóttur, f. 21.7. 1957, ferðaþjónustubónda. Foreldr- ar hennar: Sæmundur Jónsson á Siglufirði og Jónína G. Braun. Dætur Ara og Sigrúnar: Þuríður Halldóra, f. 3.6.1981; Jónína Guð- björg, f. 9.12.1982; Anna Guðrún, f. 24.3.1989. Systkini Ara: Sigrún Steinþóra, f. 15.1.1948, húsmóðir í Reykjavík, maki Hafsteinn Ó. Númason múr- ari, þau eiga þrjú böm; Þorlákur, f. 9.3.1946, bóndi Svínafelli í Öræf- um, maki Ragnheiður Magnúsdótt- ir bóndi, þau eiga eina dóttur; Jón- ína Sigurbjörg, f. 7.1.1951, húsmóð- ir í Reykjavík, maki Guðni Guð- mundsson verktaki, þau eiga tvær dætur; Sigríður, f. 19.7.1953, bóndi Stóru-Ásgeirsá, V-Hún., maki Elías Guðmundsson bóndi, þau eiga þrjú böm. Foreldrar Ara: Magnús Þor- steinsson, f. 7.12.1897, d. 31.10.1987, bóndi Hofi, og Þuríður Halldóra Sigjónsdóttir, f. 25.5.1912, d. 14.10. 1979, húsmóðir. Til hamingju með afmælið 11. janúar Lucia Þórarinsdóttir, Kirkjubraut 40, Höfti í Homa- firði. 90ára Kjartan Sigtryggsson, Hrauni, Aöaldælahreppi. 80 ára Sigurlaug Sigurðardóttir, Lyngbergi 51, Hafnarfirði. Valgerður Stefánsdóttir, Hvassaleiti 20, Reykjavík. 75 ára Helgi Sigurjónsson, Gíerárgötu 18, Akureyri. 70 ára Jón R. Haraldsson, Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhreppi. TheódórÁmason, Æsufelli 6, Reykjavík. Fjóla Gísladóttir, Skeiðarvogi 11, Reykjavík. Jónas Jónsson, Heiðarvegi 48, Vestmannaeyjum. 50 ára Sigríður Kristjánsdóttir, Vatnsendabletti 265, Kópavogi. Dagný Sigurðardóttir, Reynivöllum 11, Egilsstöðum. 40ára Margrét Ingibjörg Ríkarðsdótt- ir, Hamarsstíg 6, Akureyri. Kristján G. Jóhannsson, Haftiarstræti 7, ísafiröi. Jón Jónsson, Prestsbakka, Skaftárhreppi. Guðrún Ingibjörg Eyþórsdóttir, Vallarhúsum 8, Reykjavik. Guðbjörn S. Hjálxnarsson, Kirkjustræti 2, Reykjavik. Sólveig Alfreðsdóttir, Skarðshlíð 36e, Akureyri. Jóhannes Ottósson, Heiðarlmidi 8c, Akureyri. Ásgeir Guðmundsson, Heiðarbrún 11, Hveragerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.