Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Page 32
- Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994. Stærsti kókaín- og heróínfundur á Vellinum - Hollendlngur í haldi 38 ára gamall Hollendingur, sem tekinn var á Keflavíkurílugvelli með 94 grömm af kókaíni, tæp tvö grömm af heróíni og 20 methadon-töflur síð- astliðinn föstudag, hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 31. janúar. Eins og greint var frá í DV í gær fannst efnið við fíkniefnaleit á mann- inum á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mesta magn af kókaíni sem Tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli hefur fundið *—i einu. Sömu sögu er að segja af heró- íninu. Maðurinn hefur haldið því fram við yfirheyrslur að efnið sé til eigin nota en hann ætlaði að dvelja hér í sex daga. Að sögn Bjöms Halldórssonar, yf- irmanns fíkniefnadeildar, sagðist maðurinn við yfirheyrslur vera he- róín- og kókaínneytandi og að efnið væri ætlað til eigin nota. Methadon- töflurnar eru einmitt vinsælar meðal heróínneytenda sem nota þær til að „trappa" sig niður. Ekki hafa fengist frekari skýringar á því hvers vegna maðurinn var með svo mikið magn af kókaíni á sér en ljóst er að það er meira en einn mað- ur ætlar til neyslu á sex dögum. Á meðan ekki hafa fengist frekari upp- lýsingar er ekki talið að maðurinn séburðardýr. -pp Norðurland: Snjóflóð og vegir ófærir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Flestar helstu leiðir á Norðurlandi voru lokaðar í gær, ýmist vegna veð- urs eða mikilla snjóa, og leiðin til Grenivíkur í Eyjafirði lokaðist af snjóflóði um miðjan daginn. Ekki var fært um Fljót til Siglu- fjarðar og ófært var á Öxnadalsheiði og í Öxnadal. Leiðin frá Akureyri til Dalvíkur og Ólafsfjarðar var illfær, Víkurskarð var ófært, sömuleiðis all- ir vegir austan Húsavíkur og í Mý- vatnssveit var nánast allt ófært vegna veðurs. ____þj *Te Veðrið gekk yfirleitt niður í gær- kvöldi og í morgun var hafist handa af fullum krafti við snjómokstur iannig að reiknað er með að helstu eiðir verði orðnar færar síðdegis í dag. 22 hus skemmd eftir ofsaveður á Siqluf irði Gyifi Ktísjánsson, DV, Akureyii „Það eru hvorki meira né rainna en 22 hús skemmd eftir þennan hvell. Þökin fóru alveg af tveimur hús- anna og fólk varð að flyfja úr öðru; í þremur tilfellum fóru þökin af að stórum hluta en í hinum tilfellun- um er þetta minna,“ sagði Ólafur .Jóhannsson, lögregluvaröstjóri á Siglufirði, í samtah við DV í gær- kvöldi er mesta óveðrið var gengið yfir þar i bæ. „Það var ýmislegt lauslegt á fleygiferð um allan bæ í dag og ekkert vit í því að fólk væri utan- dyra. Þess vegna var m.a. brugðið á það ráð að keyra alla nemendur í skólanum heim fyrir hádegi,“ sagði Ólafur. Það er óhætt að segja að Siglfirð- ingar hafi öðrum fremur fengið að vita af austanáttinni í gær. Veður- hamurinn var mikill á Siglufirði og snetnma í gærmorgun tóku þök að losna á húsum og spýtnabrak og báruiám að fjúka um bæinn. Mjög fjölmennur hópur manna vann við það fram á kvöld að bjarga eignum hæjarbúa og aðstoða þá setn þurftu hjálp en veðriö fór að ganga niður um kvöldmatarleytið. Áfram var þó hvasst og t.d. voru 9 vindstig af austri á Sauðanesvita í morgun. „Það liafa verið um 50 manns sem voru að störfum þegar allt er talið, lögreglumenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn, og það er búið að vera nóg að gera. En nú er þetta gengið niður og vonandi er þetta veður búið,“ sagði Sigurð- ur Stefánsson, formaður björgun- arsveitarinnar Stráka, er DV ræddi við hatm í gærkvöldi. Það fer að styttast i þorrablótin og því ástæða til að prófa hvort bragðið af súrsaða hvalnum sé ekki orðið eins og það á að vera. Það er Finnur Pálsson, fisksali í Fiskbúðinni okkar, sem hér gæðir sér á þessum vinsæla þorra- mat. Súr hvalur hefur ekki fengist um hríð en Finnur hefur náð sér í hrefnurengi. DV-mynd BG Skipstjórinn á Goðanum: Kjarkur og æðruleysi Emil Thoiarensen, DV, Eslrifirði: Þegar brotið reið yfir Goðann snemma í gærmorgun voru ekki allir skipveijar vaknaðir, að því er Kristj- áns Sveinsson skipstjóri sagði í sam- tali við DV í morgun. Hann dvaldi á Eskifirði í nótt ásamt þremur úr áhöfninni. Skipstjórinn vill koma á framfæri þakklæti til allra sem unnu að björg- unarstörfum og ekki síður til skipsfé- laga sinna sem hann sagði hafa sýnt mikinn kjark og æðruleysi. Þetta hafi verið barátta í tíu klukkustundir frá því að brotið reiö yfir og þar til björgun átti sér stað. SVRhf.: Vagnstjórar boðaverkfall Stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar og fulltrúar starfs- manna SVR hf. samþykktu á fundi sínum í gær að boða til verkfalls vagnstjóra hjá SVR hf. sem hefst kl. 24 mánudaginn 17. janúar. í tilkynn- ingu Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar segir að verkfall sé boðað þar sem allar tilraunir til að knýja SVR hf. til samninga hafi reynst ár- angurslausar og þar sem VSÍ, fyrir hönd SVR hf., hafi í gær neitað við- ræðum með milligöngu ríkissátta- semjara. -hlh LOKI Verða grænfriðungar ekki súrirviðaðsjá þetta? Veðriðámorgun: Heldurfer að kólna Það verður hvöss norðaustan- átt og sixjókoma á Vestíjörðum en hægari austlæg átt í öðrum landshlutum. Rigning eða slydda austanlands og á stöku stað fyrir norðan, dálítil rigning eða skúrir sunnanlands er úrkomulítið við Faxaflóa og Breiöafjörð. Heldur fer að kólna en þó verður líklega frostlaust um allt land fram eftir degi. Veðrið í dag er á bls. 28 s. 814757 HRINGRÁS ENDURVINNSLA Kaupum góðmálma t.d.ál,kopar# eir, rústfr. ÞREFALDUR 1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.