Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994 Fréttir Stuttarfréttir Rikisstjómin vill takmarka innílutning á landbúnaðarvörum: DeiH um vaMsvið HalMórs Blöndals drög að lagafrumvarpi til umræðu á þingflokksfundum stjómarliða í dag „Lagatæknilega verður að tryggja óbreytta skipan í innflutningi land- búnaðarvara. Sá vilji Alþingis kom ótvírætt fram þegar búvörulögunum var breytt 21. desember síðastliöinn. Þingiö sættir sig ekki við annað en að eyða þeirri óvissu sem hæstarétt- ardómurinn skapaði að sumra mati. Því hefur ríkisstjómin ákveðið að leggja fram fnnnvarp sem tryggi að vilji þingsins nái fram að ganga,“ segir HaUdór Blöndal landbúnaðar- ráðherra. Samkvæmt dómi Hæstaréttar í skinkumálinu svokallaða er inn- flutningur á flestum landbúnaöar- vörum frjáls, þó ekki á hráu kjöti, nýmjólk og hráum eggjum. Ljóst er því að lagalegan grundvöll skortir fyrir reglugerð landbúnaðarráð- herra frá því í vor sem takmarkar innflutning á unnum landbúnaðaraf- urðum og ýmsum iðnvörum sem unnar eru úr landbúnaðarhráefnum, svo sem pastaréttum og rjómais. í reglugerðinni er mælt fyrir um að leitað skuli umsagnar framleiðslu- ráðs áður en innflutningsheimild er veitt, og skal þá tekið tillit til þess hvort skortur sé á viðkomandi vöru innanlands. Á fundi ríkisstjómarinnar fyrir helgi var ákveðið að breyta búvöru- lögunum á þann veg aö landbúnaðar- ráðherra geti takmarkað innflutn- ing. Þar með yrði um sinn lokað fyr- ir möguleika Hagkaups og Bónuss fyrir innflutningi á soðnum kalkúna- lærum og skinku. Fulitrúar landbúnaðarráðuneytis, íj ármálaráðueytis og utanríkisráöu- neytis unnu að gerð frumvarpsins um helgina. TU stóð að leggja fhim- varpiö fram á Alþingi þegar í dag en óvíst er hvort af því geti orðið vegna ágreinings milli stjómarflokkanna. Samkvæmt heinúldum DV vUja kratar að heinúldin takmarkist við þá vöruflokka sem reglugerðin frá því í sumar tilgreinir. Landbúnaðar- ráðherra viU hins vegar fá rýmri heimild tU að geta komið í veg fyrir annan innflutning. MáUð verður tek- ið fyrir á þingflokksfundum stjómar- flokkanna eftir hádegi í dag. „Menn geta náttúrlega reynt aö halda uppi einhveijum deUum, deU- unnar vegna. En það Uggur alveg ljóst fyrir hvaö er flokkað sem land- búnaðarvörur í miUiríkjasamning- um. Það er engin ástæða tU að deUa um keisarans skegg. Ég er að vinna að fijálsræði í viðskiptum með land- búnaöarvörur og vinna á móti þeim mönnum sem aUtaf em að reyna að sá tortryggni í sambandi við þær miklu breytingar sem em framund- an með gUdistöku GATT,“ segir land- búnaðarráðherra. -kaa Jóhannes Gunnarsson: Óttasthramminní óþörfumlögum „Það er ljóst að það á að skerða verulega möguleikana tU að flytja inn landbúnaöarvörur. Ég óttast það mjög að hrammurinn verði teygöur nokkuð langt,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, um þann ásetning rík- isstjómarinnar að takmarka með lagasetningu innflutning á landbún- aðarvörum. Að sögn Jóhannesar er lagasetning algjörlega óþörf því í íslenskum lög- um séu mjög ríkar heimUdir fyrir álagningu jöfnunargjalda. Þess vegna beri að líta á væntanlega laga- setningu sem einhliða aðgerð tíl að vemda íslenska framleiðendur. „Viö það set ég mikla fyrirvara,“ segir Jóhannes. -kaa JóhannesíBónus: Forkastanleg lagasetning „Áformuð lagasetning ríkisstjóm- arinnar er forkastanleg og maður spyr sig hvert viðskiptasiðferðið sé. Okkur veröur væntanlega svarað í sömu mynt hjá viðskiptaþjóðum okkar. Ég óttast að það fari iUa fyrir okkur sem þjóð ef við neitum að taka þátt í viðskiptafrelsinu sem tíðkast í kringum okkur," segjr Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss. -kaa Óskar Magnússon: Framgangsmátinn vekurspurningar „Hlutverk stjórnmálamanna er að setja lög í landinu og þeir geta gert það sem þeim sýnist. Þeir hafa þessi völd. Það er hins vegar spuming hvort það geti talist eðlUegur fram- gangsmáti að setja lög á lög ofan í hvert sinn sem tílefni gefst,“ segir Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, um væntanlega lagasetningu gegn innflutningi landbúnaðarvara. Oskar segir að fyrr en seinna neyð- ist stjómvöld tU að opna fyrir inn- flutning landbúnaðarvara. TU að tryggja hag neytenda, ekki síst bænda, ætti að aö heimUa aukinn innflutning. Innflutningsbann sé ekki líklegt tfl að hjálpa þeim tfl að standa á eigin fótum þegar til óheftr- arsamkeppnikemur. -kaa Stefán með börn sin þrjú, Unni Ósk, Tryggva og Rósu. í baksýn sést í tölvuna sem þeir félagar tippa á. DV-mynd GVA Unnu 11 miUjónir í tölvutippi: Býð konunni út að borða - segir Stefán Hjálmarsson vinningshafi „Líðanin er ágæt, maður er að komast niður á jörðina. Fyrstu við- brögðin vom auðvitað rosaleg gleði en við trúðum þessu varla," sagði Stefán Hjálmarsson sem vann ásamt tveimur félögum sínum 11,2 miUjónir í getraunum á laugardag en það er hæsti vinningur á einn vinningshafa í sögu íslenskra getrauna. Þess má geta aö vinningshlutfallið er 220% hérlendis. Strákamir kalla sig Flipphópinn en þeir hafa tippað saman meira og minna í 15 ár. Þeir náðu öllum 13 leikjunum réttum í þetta sinn. Stefán hefur sjálfur hannað forritið á Basic forritunarmáh sem hann lærði í skóla. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvemig Stefán hygðist verja sínum hluta: „Ég mUlstilli mig og býð kannski konunni út að borða. Við bíðum eftir peningunum og sjáum svo til, eyðum þeim ekki fyrirfram." „Við höfum tippað með löngum hléum og höfum áður fengið tíu og ellefu rétta en aldrei 12 eða 13. Aðal- atriðið er að tippa lítið en vera með og gefast ekki upp. Þetta kemur ein- hvem tíma. Það borgar sig að vera með smáar skrár og blanda þessu saman eins og blandi í poka. Hagnaðarvonin er ekki ástæðan heldur félagsskapurinn. Það er spennandi að fylgjast meö þessu í sameiningu. Við vorum hæstánægð- ir með að vera með 12 rétta eins og við héldum fyrst. Liverpool-leikur- inn var síðan leiðréttur og við upp- götvuðunrað við höfðum 13 rétta um leið og þeir hringdu frá íslenskum getraunum,“segirStefán. -em Togari til Hornafjarðar Fjórir einstaklingar á Homa- flrði eru að senxia um kaup á norskum togara til úthafsveiða. Að sögn RUV ræðst þaö í dag hvort af kaupum veröur. r.;ii «-e—=— rrlu Tynr DOnlin Umferðarsamtök almennings hafa sent frá sér áskorun vegna komandi sveitarstjómarkosn- inga. Bent er á leiðir til bæta al- menningssamgöngur og meðal annars lagt til að böm fái frítt í strætó. Tíminn greindi frá þessu. Rauði krossinn telur aö Happ- drætti Háskólans bijótí. sam- komulag sem gert var til aö leysa spilakassadeiluna ákveði það ein- hliða að tvöfalda fjölda happ- drættisvéla á næstu ívoimur ámm. RÚV greindi frá þessu. Afskíptuflihótað Forystumenn heildarsam- taka sjómanna útiloka ekki af- skiptí af deilu sjómanna á skipurn Samherja viö útgerðina. Sjón- varpiö greindi frá þessu. Laun verkamanna í Reykjavík eru cinungis 800 krónum hærri en þau vom áriö 1966. Laun verkakvenna og iðanaðarmanna hafa hins vegar hækkað um 20 og 30 þúsund á sama tímabilí. Mbl. greinir frá þessum útreikn- ingum Kjararannsóknamefndar. Umhverfisráðherra segir engin lög hafa verið brotín með ákvörð- un sinni um aö flytja veiðistjóra til Akureyrar. Sjónvarpið greindi frá þessu viöhorfi ráðherrans. Rekstrarkostnaður Islands- banka í fyrra lækkaöi um 250 milljónir miðað við árið á undan. Á síðustu 2 ámm hefur kostnað- urinn iækkað um 480 mifljónir. Samkvæmt Mbl. er gert ráð fyrir meiri hagræðingu í ár og á stöðu- gfldum, t.d. að fækka um 60. Mokveiði fyrir norðan Mokveiði hefur verið aö undan- fórnu verið á rækju á Skjálfanda- flóa. Þrír þilfarsbátar frá Húsavík hafa stundað þar veiði. Skv. Stöð tvö er áætlað aflaverðmæti bát- anna um 50 milljónir í ár. Álveríðréttírúrkútnum Rekstrarhaili álversins í Strarunsvík minnkar um allt aö hálfan milljarð króna á þessu ári. Álverið verður rekið með fullum afköstum. RÚV greindi frá þessu. Tóniist i stað bailetts Tónskóli Sigursveins hefur fest kaup á húseigninni Engjateigi 1 í Reykjavík. Húsið, sem var í eigu Sláturfélags Suðurlands, er sam- tals 1.592 fermetrar. Listdans- skóli íslands og íslenski dans- flokkurinn hafa haft þar aðstöðu. -kaa Tveir bæjarf ulltrúar „út í kuldann“ á Akureyri Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: Miðað við úrslit síðustu bæjar- stjómarkosninga á Akureyri og nið- urstöðu prófkjörs Sjálfstaeðisflokks- ins um helgina em tveir núverandi bæjarfulltrúar flokksins „úti í kuld- anum“. Þetta em Jón Kr. Sólnes, sem hafnaði í 5. sæti í prófkjörinu, og Birna Sigurbjömsdóttir, sem hafnaði enn neðar, en aðeins var gefin upp röð fimm efstu en þeir era í bindandi sætum við uppröðun listans. Flokk- urinn hefur nú fjóra bæjarfulltrúa. Sigurður J. Sigurðsson heldur 1. sætinu og Bjöm Jósef Amviðarson 2. sæti eins og í síðustu kosningum. Sigurvegari prófkjörsins er án efa Þórarinn B. Jónsson, sem hafnaði í 3. sæti sem Bima skipaði síðast, en hann var nú í fyrsta skipti í fram- boði. Valgerður Hrólfsdóttir vara- bæjarfulltrúi hafnaði í 4. sæti en var í 5. sæti síðast og Jón Kr. Sólnes hafn- aði nú í 5. sæti sem fyrr sagði en skipaði 4. sætið í síðustu kosningum eftír að hafa fengið 3. sætíð í próf- kjöri og skipt þá um sæti við Bimu. „Kosningabandalag“ Jóns Kr. Sól- nes og Þórarins, sem miðaði aö því að fella Bjöm úr 2. sætinu, gekk þ ekki upp og útkoman varð sú aö Þó arinn, sem er nýr í bæjarpólitíkinr mun að öllum líkindum taka sæ Jóns í bæjarstjóminni. Alls tóku 6 þátt í prófkjörinu en það var op flokksmönnum og þeim er skrifuf undir stuðningsyfirlýsingu við flokl inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.