Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994
13
Fréttir
Þeir sem hafa átt leið um Arnarnes og þurft að reiða sig á götuskilti hafa væntanlega orðið undrandi. Einhverjir
hafa átt við að minnsta kosti tvö götunöfn og breytt þeim á þann veg að Lundanes er orðið Hundanes og Hegranes
að Negranesi. Breytingarnar eru það vel gerðar að menn taka ekki eftir þeim nema beinlínis að lesa á skiltin. Ekki
er vitað hverjir standa á bak við þessi strákapör. DV-mynd GVA
Sex bæjarfulltrúar af níu hættir á Akranesi:
Mikil upp-
stokkun í
bæjarstjórn
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi:
Nú er ljóst aö 6 af 9 bæjarfulltrú-
um á Akranesi verða ekki í kjöri
þegar gengið verður til kosninga í
maí. Síðastur til að heltast úr lest-
inni var Jón Hálfdánarson, Fram-
sóknarflokki.
Guðbjartur Hannesson, Alþýðu-
bandalagi, tilkynnir á næstu dög-
um að hann gefi kost á sér til
áframhaldandi kjörs. Áöur hafði
Ingvar Ingvarsson, Alþýðuflokki,
tilkynnt að hann gæfi kosti á sér.
Eini bæjarfulltrúinn sem ekki hef-
ur gefið svar um áframhaldqndi
þátttöku er Hervar Gunnarsson,
Alþýðuflokki.
Endumýjunin er alger hjá Fram-
sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.
Enginn þriggja fvúltrúa Framsókn-
ar verður áfrEun með í slagnum og
hvorugur fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur verða með opið prófkjör en
Framsókn stillir upp lista. Alþýðu-
bandalag verður með uppstillingu
en leitar álits bæjarbúa í könnun
áður en endanleg uppröðun verður
kynnt.
Jóna Gróa Sigurðardóttir
gefur kost á sér í 3. sætið í
prófkjöri sjálfstæðismanna
vegna borgarstjórnar-
kosninga í Reykjavík
Uppbygging,
jafnvægi og festa
Með því að velja Jónu Gróu í þriðja sæti á lista
Sjálfstæðisfiokksins við borgarstjómarkosningamar
stuðlum við að uppbyggingu, jafnvægi og festu.
Þessi þrjú orð lýsa einkar vel þeim áherslum sem
verið hafa í starfi meirihlutans í borgarstjóm. Þar
hefur Jóna Gróa verið mikilvægur hlekkur, með
víðtæka reynslu af atvinnumálum, ferðamálum,
menningarmálum og húsnæðismálum aldraðra.
Skrifstofa stuðningsmanna Jónu Gróu Sigurðardóttur er að
Suðurlandsbraut 22, símar 880812, 880813, 880814 og 880815