Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 1994
5
Fréttir
Sements verksmiðj an:
Starfsmönnum
hef ur fækkað
Úr180í100
/
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi:
Brennsluofn Sementsverksmiðju
ríkisins verður stöðvaður um næstu
mánaðamót og ekki ræstur að nýju
fyrr en um miðjan apríl, að sögn
Gylfa Þórðarsonar framkvæmda-
stjóra. Annað ofnstopp er fyrirhugað
1. júlí en verður skemmra eða 6 vik-
ur. Alls verður ofninn því stöðvaður
í 4 mánuöi á þessu ári, rétt eins og í
fyrra.
Rúmlega 70 millj. kr. tap varð á
rekstri verksmiðjunnar 1993 sem er
ívið skárri afkoma en 1992. Talsverð-
an hluta þess má rekja til gengis-
breytinga og færist það til bókar á
lengri tíma en umrædd upphæð er
óhagganleg staðreynd.
Starfsmönnum fækkaði um 20 um
sl. áramót og eru nú aðeins 100 tals-
ins. Fyrir áratug voru starfsmenn
um 180. Ekki er þó hægt að rekja
þessa miklu fækkun alfarið til sam-
dráttar því veruleg tæknivæðing hef-
ur orðið hjá fyrirtækinu á sama tíma.
Að sögn Gylfa voru 15 þeirra 20
starfsmanna sem hættu um áramót
komnir á eftirlaunaaldur. Viðmiðun-
armörkin voru áður 70 ár en hafa
nú verið lækkuð í 67 ár. Sjö um-
ræddra 20 starfsmanna unnu hjá af-
greiðslu fyrirtækisins í Reykjavík
þannig að starfslið á Akranesi er að
mestu óbreytt ef undan eru skildir
þeir er komnir eru á eftirlaunaaldur.
Eskifjörður:
Miklir peningar í
atvinnuleysisbætur
- en reglumar þarf að lagfæra
Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði:
„Við erum að greiða 90 aðilum 800
þúsund krónur í atvinnuleysisbætur
fyrir síðustu viku og er þetta þriðja
vikan sem er svona stór í sniöum,"
sagði Hrafnkeil A. Jónsson, verka-
lýðsleiðtogi hér á Eskifirði, 19. janúar
í samtah við DV.
„Svo fer þetta nú vonanadi að
batna þar sem togaramir og loðnu-
skipin eru byijuð á veiðum og hjól
atvinnulífsins fara smám saman af
staö aftur eftir verkfalhð.
Eigi að síður er nokkuð stór hópur
fólks sem fær engar bætur fyrr en
eftir 15 daga þar sem tekjutrygging
hefur áhrif á afgreiðsluna. Þetta
kemur mjög Ula út og á óréttlátan
hátt þar sem ekki er tekið tillit til
fjölskyldustærðar hins atvinnu-
lausa. Það þarf að lagfæra þessar
reglur og taka meira mið af því hvort
hinn atvinnulausi ereinn á báti eða
með fjölskyldu á framfæri," sagöi
Hrafnkell.
Keflavlk, Njarðvlk, Hafhir:
Kosið um samein-
ingu 5. febrúar
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Mér flnnst skýrslan góö, betur
útfærð en gamla skýrslan var, og
nær yfir víötækara svið. Það eru
skiptar skoðanir um sameiningu
þessara 3ja sveitarfélaga og þá sér-
staklega í Njarövík þannig að þaö er
erfitt að spá í hver niðurstaða verður
þar,“ sagði Ingólfur Bárðarson, for-
seti bæjarstjórnar Njarðvíkur.
Ingólfur er formaður 6 manna und-
irbúningsnefndar þar sem sveitarfé-
lögin þrjú, Keflavík, Njarðvík og
Hafnir, hafa tvo menn hvert.
Á þriðjudagskvöld komu sveitar-
stjómarmenn saman í Keflavík til
að ræða skýrslu sem H.V. ráðgjöf
hefur gert. Forráðamenn fyrirtækis-
ins kynntu hana fyrir sveitarstjórn-
armönnum. I kosningunum um sam-
einingu sveitarfélaganna á Suður-
nesjum var samþykkt í 3 sveitarfé-
lögum af 7 að sameinast í eitt.
Kosið verður um sameiningu þess-
ara þriggja sveitarfélaga 5. febrúar.
„Þessi skýrsla staðfestir enn frekar
þá skoðun mína að það sé hagkvæmt
að sameina Keflavík, Njarðvík og
Hafnahrepp. Það sem kemur fram í
skýrslunni er raunverulega staðfest-
ing á því. Hagkvæmnin liggur fyrst
og fremst í því að Keflavík og Njarð-
vík eru samgróin byggðarlög; land-
fræðilega saman. Hafnahreppur er
fámennur og til hhðar en miðjan,
Keflavík-Njarðvík, vegur þyngst í
sameiningu sveitarfélaga á Suður-
nesjum," sagði Ellert Eiríksson, bæj-
arstjóri í Keflavík, í samtali við DV.
ísaQörður:
Miklar taf ir á íþróttahúsinu
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði:
Rafverktaki íþróttahússins á Torf-
nesi hefur enn ekki skilað verki sínu
þrátt fyrir aö hátt í 4 mánuðir séu
hönir frá því að verkinu átti að ljúka.
Aðrir verktakar hafa lokið við sína
vinnu fyrir utan verktaka lóðarfrá-
gangs, en samkomulag var gert við
hann að ljúka verkinu í vor þar sem
ekki tókst aö ljúka því fyrir veturinn.
„Þessu verki átti að vera lokið í
september sl. en er því miður ekki
lokið enn. Verktakinn hefur ekki
verið beittur sektum og það er ein-
hver nýlunda ef það verður gert. Það
var skipuð tveggja manna nefnd th
að fara yfir þessi dagsektarmál en
hún hefur ekki skilað af sér ennþá,“
sagði Smári Haraldsson bæjarstjóri
í samtah við blaðið.
það vitum við sem hjálpum fólki daglega að finna sér dýnur við sitt hæfi.
Slæmur og ónægur svefn veidur því að frumur líkamans ná ekki að hyílast
og endurnærast og getur það jafnvel valdið sjúkdómum og kvölum. í
dýnuútstillingardeiid Húsgagnahallarinnar er um margar gerðir og stærðir
að velja því í dag er það augljóst mál að mismunandi fólk þarf mismunandi
dýnur og því leggjum við okkur fram um að finna það sem hverjum og
einum hentar. Hér fyrir neðan getur að líta fimm sýnishorn af hinum
sænsku dýnum frá Scandisleep sem hafa notið mikilla vinsælda.
Dýna með einföldu gormakerfi. Frekar þétt og hentar
léttu fólki, börnum og unglingum. Dýna sem er á góðu
verði og yfirdýna fylgir.
80 cm kr 12.860,- 120 cm kr 19.500,-
90 cm kr 12.860,- 140 cm kr 21.750,-
105 cm kr 16.500,-
Hún er alveg eins og Komfort en með tvöföldu gorma-
kerfi og með bómullardúk. Hún er líka heldur mýkri
en Komfort en telst samt frekar stíf. Þykk yfirdýna fylgir.
80 cm kr 22.360,- 120 cm kr 38.700,-
90 cm kr 22.360,- 140 cm kr 46.950,-
105cm kr 32.100,- 160 cm kr 48.600,-
90x210 kr.28.110,-
Super dýnan er með tvöföldu gormakerfi en efra gorma-
lagið er þéttara en í Medió dýnunni og því er dýnan
mýkri. Super dýnan er líka með mjúka kanta og lagar
hún sig vel að líkamanum. Þykk yfirdýna fylgir í verði.
90 cm kr 33.280,- 120 cm kr 47.700,-
105 cm kr 39.600,- 140 cm kr 53.400,-
Þessi dýna er öll með tvöföldu gormakerfi. Hún er
með svampstyrkta kanta þannig að betra er að sitja á
brúninni. Vattefni er á milli laga sem er hljóðdeyfandi.
Tilvalin dýna fyrir bakveika og þungt fólk . Ultraflex
er til bæði í stífri gerð og mjúkri. þykk yfirdýna fylgir.
90 cm kr 42.960,-120 cm kr 60.300,-
105 cm kr 52.950,-140 cm kr 68.550,-
160 cm kr 76.800,-
90x210 kr 50.700,-
105x210 kr 55.500,-
Dýna með tvöföldu gormakerfi. Efra gormalagið er úr
svokölluðum pokafjöðrum en þá er hver einstakur gormur
klæddur í fíltpoka. Þessir pokagormar eru sjálfstætt
starfandi þ.e. þeir'draga ekki gorminn við hliðina niður
þó ýtt sé á hann. Þessi dýna er mjúk og styður vel við
bakið og heldur hryggnum beinum. Mjög góð t.d fyrir
eldra fólk. Þykk yfirdýna fylgir.
90 cm kr 45.120,-120 cm kr 68.850,-
105 cm kr 58.150,-140 cm kr 81.450,-
160 cm kr 92.850,-
90x210 kr 55.560,-
105x210 kr 61.950,-
Allar þessar dýnur geta staðið sjálfstætt og stundum þurfa hjón
sitthvora dýnuna og er það allt í lagi
því hægt er að skeyta þeim saman.
Þegar búið er að finna sér dýnu þá er
að velja sér lappir og fást þær í ýmsum
og gerðum t.d. nvítar, svartar, beyki ofl.
v.v, einnig mikið úrval af fallegum rumum,
höfðagöflum og náttborðum sem hægt er að nota með dýnunum.
Fyrir börn og unglinga er mjög vinsælt að setja rúmábreiðu með
púðum á dýnuna og getum við boðið mjög falleg rúmteppaefni
sem við saumum að eigin vali hvort sem er á einstaklingsrúm
eða hjónarúm.
ímr nB kfyggimm þimm borgm sng
Húsgagnahollin
BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199