Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994
Fréttir
Útifundur á Austurvelli gegn atvinnuleysi 1 gærdag:
Atvinnuleysi er þjáning
sem línurit lýsa ekki
- sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir við á annað þúsund fundarmenn
„Viö megum ekki umbera langvar-
andi atvinnuleysi vegna þeirra sem
þaö bitnar á. Langar ítarlegar skýrsl-
ur og litfógur línurit mega ekki leiða
athygli okkar frá því aö atvinnu-
lausar systur okkar og bræður eru
holdi klæddar verur. Atvinnuleysi
er þjáning og henni lýsir ekkert línu-
rit. Engar prósentur eöa línurit
skýra örvæntinguna sem fylgir fjöl-
skyldum atvinnulausra," sagði Ingi-
björg R. Guðmundsdóttir, formaður
Landssambands íslenskra verslun-
armanna, á útifundi gegn atvinnu-
leysi sem haldinn var á Austurvelli
siðdegis í gær.
Til fundarins var boðað af verka-
lýðsfélögunum í Reykjavík og Hafn-
arfirði. Þrátt fyrir hörkufrost mætti
á annað þúsund manns á fundinn. í
lok fundarins gengu þau Sigríður
Kristinsdóttir, formaður Starfs-
mannafélags ríkisins, og Guömund-
ur J. Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar, á fund Þorsteins Pálssonar,
starfandi forsætisráðherra, og af-
hentu honum samþykkt fundarins.
í samþykktinni er þess krafist að
stjómvöld grípi tafarlaust til aðgerða
í atvinnumálum sem létti af því at-
vinnuleysi sem leggi í rúst lífsmögu-
leika þúsunda launamanna og heim-
ila þeirra. Fram kemur að verkalýðs-
félögin eru reiðubúin til þátttöku í
slíkum aðgerðum.
í ræðu Ingibjargar kom fram að sá
hópur atvinnulausra fari stækkandi
Að meðaltali missir einn launþegi vinnuna í Reykjavík á tólf minútna fresti. Atvinnuleysið eykst með hverjum
deginum og í Dagsbrún er nánast fimmti hver félagsmaður án atvinnu. Hlutfall þeirra sem eru án atvinnu í lang-
an tíma hefur aukist að undanförnu og engar vísbendingar uppi um að þar verði breyting á. Vegna þessa ástands
boðuðu verkalýðfélögin á höfuðborgarsvæðinu til útifundar á Austurvelli í gær. Þar var samþykkt áskorun til stjórn-
valda um að gripa strax til ráðstafana gegn atvinnuleysinu. Á annað þúsund mgnns mætti á fundinn þrátt fyrir
mikinn kulda. DV-mynd BG
sem er án atvinnu í lengri tíma. í þvi
sambandi benti hún á að af þeim 970
félagsmönnum Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur sem nú eru at-
vinnulausir hafi 359 verið án atvinnu
í meira en sex mánuði og 125 í meira
en heilt ár. Samhliða þessari þróun
hafl þeim fjölskyldum farið fjölgandi
sem búi við örvæntingu og sálarang-
ist. Afleiðingin sé sú að óregla og
afbrot far í vöxt, börn flosni úr skól-
um og heimili leysist upp.
„Það er lífsspursmál að tafarlaust
verði gripiö til aðgerða gegn atvinnu-
leysi. Okkur er ljóst að þjóðin á í
verulegum fjárhagslegum erfiðleik-
um en atvinnuleysið kostar margfalt
meira en við höfum ráð á. Við höfum
ekki ráð á öðru en að gera nú þegar
allt sem við getum til að útrýma at-
vinnuleysinu."
Guðmundur J. Guðmundsson tók
í svipaðan steng og benti á að innan
skamms tíma myndu hundruð íbúða
lenda á uppboði vegna þess tekju-
missis sem atvinnulausir verða fyrir.
Þá sagði hann það skrýtna hagfræði
að borga fólki atvinnuleysisbætur í
stað þess að láta það vinna og fram-
leiða.
„Þetta land á ærinn auð. Við höfum
orðið sjálfbjarga af því að hafa unn-
ið; karlmenn, konur, unglingar og
jafnvel börn. Hin gamla góða hag-
fræði er að vinnan skapar verðmæt-
in - atvinnuleysið skapar þau ekki.“
-kaa
Böl atvinnúLeysisins:
Fjárhagur fólks
kominn í rúst
Á útifundinum á Austurvelh í gær
voru rakin dæmi um áhrif atvinnu-
leysis á fjárhag fólks og fjölskyldna.
Fram kom að það bitnaði beint og
óbeint á tugum þúsunda fólks um
þessar mundir, bæöi efnahagslega
og sálrænt. Hundruð fjölskyldna
kunna að missa íbúðir sínar vegna
þessa á næstunni.
Á fundinum var meðal annars sagt
frá einstæðri móður með eitt barn. í
sinni fyrrverandi vinnu hafði hún
um 86 þúsund krónur í laun á mán-
uði en í atvinnuleysisbætur fær hún
48.200 krónur. Við atvinnumissinn
minnkuðu ráðstöfunartekjur þessar-
ar konu um 23.400 krónur.
Konan leigir húsnæði fyrir 35 þús-
und krónur á mánuði en getur ekki
staðið í skilum. Fyrstu þrjá mánuð-
ina tókst henni semja við leigusalann
og aöra lánardrottna en nú eftir sjö
mánaða atvinnuleysi stendur hún
frammi fyrir því að skuldahalinn er
orðinn hátt í 200 þúsund krónur.
Engin vinna er í sjónmáh fyrir þessa
konu og fljótlega verður henni og
barninu-úthýst.
Annað dæmi úr hversdagslífinu
snertir hjón sem eiga tvö börn og
standa í íbúðarkaupum. Þau eru nú
bæði atvinnulaus og fá samtals 96.500
krónur í atvinnuleysisbætur. Áður
en atvinnuleysið knúði dyra hjá þeim
höfðu þau um 186 þúsund krónur í
laun á mánuði. Tekjumissirinn er því
54 þúsund krónur á mánuði. Um
mitt síðasthðið ár voru hjónin komin
í veruleg vandræði vegna aiborgana
á lánum. Nú, 11 mánuðum seinna,
sjá þau ekki fram á annað en að þau
tapihúsnæðinu. -kaa
Feeney í Fayetteville í Bandaríkji breyttur á geita- og hross mum: sakjöti
„Þaö er stórkostlegt að vera kom- um dæmda bar nsræningja .á
iiiii iitfiiu. iíig mdKKa lii dö id ötutan priðjuddg. H&nn uj og góðan málsverð. Ég er orðinn blaðsins um að ei þreyttur á geita- og hrossakjöti,“ manns sætu í fang sagöi Donald M. Feeney þegar bar því ekki slæma hann steig út úr flugvél í bænum þar á bak við lás Favettville í Bandaríkiunum. nv- saoðí a/s híáifnn iplýsti lesendur nungis um 200 jlsi á Íslandí og söguna að sitja og slá. Feeney
kominnúrafplánunsinniáíslandi. hemum hefði hjá Þessi ummæh hefur blaöið Fay- hann sat í gæsluvai Ipað sér þegar
ettevUÍe Observer-Timos eftir hin- ífangelsinuálitlaJ Irauni. -Ótt
Þorsteinn Pálsson, starfandi forsætisráðherra, tók á móti samþykkt útifund-
arins á Austurvelli í gærdag. Við það tækifæri kvaðst hann vona að stjórn-
völdum og verkalýðshreyfingunni tækist i sameiningu aö vinna bug á at-
vinnuleysinu. DV-mybnd BG
Þorsteinn Pálsson:
Stjórnin með áhyggjur
af atvinnuleysinu
„Ríkisstjórnin deihr vonandi sömu
áhyggjum og þið vegna allra þeirra
sem eru atvinnulausir. Við höfum
haft það að markmiði með okkar
aðgerðum að reyna að treysta at-
vinnulífið," sagði Þorsteinn Pálsson,
starfandi utanríkisráðherra, þegar
hann veitti viðtöku samþykkt úti-
fundar gegn atvinnuleysi sem hald-
inn var á Austurvelli í gær.
Þorsteinn sagði ríkisstjórnina hafa
átt gott samstarf við verkalýðshreyf-
inguna um að setja fjármuni í at-
vinnuskapandi verkefni og flýta op-
inberum framkvæmdum. Hann von-
ast til að samstarfið haldi áfram enda
sé það sameiginlegt verkefni stjórn-
valda og verkalýðshreyfingarinnar
að vinna bug á atvinnuleysinu.
-kaa
Sjómenn á Flateyri bökkuðu
Deilu sjómanna á Gylh ÍS frá Flat-
eyri og fiskvinnslu- og útgerðarfyrir-
tækisins Kambs hf. er lokið. Sjómenn
á Gylli, sem boðað höföu verkfall
vegna 20 prósenta lækkunar á fisk-
verði, bökkuðu út úr öllu saman og
gengu að fiskverðslækkuninni.
Á Gylh ÍS er 15 manna áhöfn. Ekki
eru þeir allir ánægðir með niður-
stöðu deilunnar og munu einhverjir
íhugaaðsegjaupp. -S.dór/RT
Stuttar fréttir
Borgarbræður gjaldþrota
Matvælafyrirtækið Borgar-
bræður er gjaldþrota. Samkvæmt
fréttum Stöðvar tvö geta kröfur i
þrotabúið numið allt að 100 millj-
ónum króna.
Mótmæla geislamengun
íslensk stjómvöld mótmæla
þeirri ætlun breskra stjórnvalda
um að auka flæði geislavirkra
efna í sjó fram frá Dounreay end-
urvinnslustöðinni.
íslendingaránlyfja
íslendingar neyta minna af ró-
andi lyfium og svefnlyfium en
aðrir Norðurlandabúar. Neyslan
hér á landi jókst þó árið 1992 og
skýrir landlæknir aukninguna
meö vaxandi atvinnuleysi. Skv.
Stöð tvö nota konur meira af
þessum lyfjum en karlar.
Skotavínirmóðgaðir
Edinborgarfélagið á íslandi
hótaði að aflýsa árshátíö sinni um
helgina vegna innflutningshanns
Framleiðsluráðs á skoska þjóðar-
réttinum haggis. Ráðið sagði nóg
til af slátri í landinu. Innflutn-
ingsheimild hefur nú verið veitt.
Samkvæmt RÚV eru þeir Jón
Baldvín Haimibalsson utanríkis-
ráðherra og Sigurgeir Þorgeirs-
son, aðstoðarmaður landbúnað-
arráðherra, báðh' í félaginu.
Kozyrev kemur i sumar
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, er væntanlegur
í opinbera heimsókn til íslands í
sumar, líklega um miðjan júní.
Morgunblaðið gi'eindi frá jressu.
-kaa