Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 5 DV Fréttir Hæstiréttur mildar refsingu árásarstúlkunnar í Austurstræti úr 5 í 3 ára fangelsi: Stúlkan fær reynslu- lausn á næsta ári - Hjörtur Torfason hæstaréttardómari vildi hafa refsinguna skilorðsbundna Hæstiréttur mildaði í gær refsingu Heiðu Bjarkar Hjaltadóttur, 16 ára stúlkunnar sem réðst ásamt 14 ára vinkonu sinni á 15 ára stúlku í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 2. október, úr 5 ára fangelsi niður í 3 ár. Einn af fimm dómurum, Hjörtur Torfason, skilaði sératkvæði og vildi skilorðs- binda þá refsingu sem eftir er af af- plánunartíma sakborningsins. Fyrir Hæstarétt voru lögð fram ný gögn, læknisvottorð sérfræðings á heila- og taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans, svo og barnalæknis á Landspítalanum, varðandi áverka, endurhæfingu og meðferð fórnar- lambsins. Sá fyrmefndi telur að stúlkan muni búa við verulega var- anleg örkuml vegna árásarinnar en barnalæknirinn telur ekki hægt að fullyrða á þessu stigi um bata henn- ar. Útlit sé þó fyrir að hún muni búa við verulega fötlun eftir áverkann. í dómi Hæstiréttar segir að sér- fræðingur telji ógerning að fullyrða hvort höfuðáverki fórnarlambsins hafi stafað af einu höggi eða fleiri. Hugsanlegt sé að slíkur áverki komi af litlum höggum eða höggi í „niður- andlit“ þótt hann orsakist venjulega af miklum höfuðhöggum. Dómurinn taldi sannað að Heiða Björk hefði veist að fórnarlambinu með barsmíðum og staðfesti sakfell- ingu héraðsdóms en komst að þeirri niðurstöðu að þriggja ára refsing væri hæfileg. í því sambandi var sér- staklega litið til ungs aldurs. Hjörtur Torfason segir í sérat- kvæði sínu að ákærða sé unglings- stúlka, eigi sér enga sögu um afbrota- hneigð en hafi löngum búið við erfið- ar heimihsaðstæður og verið í mis- jöfnum félagsskap. „Hún þarf nú að horfast í augu við þá þungbæru stað- reynd að hafa lagt framtíð rúmlega 15 ára stúlku nánast í rúst í einu vetfangi án þess að ætlandi sé að hún hafi í raun viljað vinna henni varan- legt mein,“ sagði í sératkvæði Hjart- ar. Hjörtur taldi að brot stúlkunnar yrði að meta þannig að þau vörðuðu þungri refsingu og var sammála öðr- um dómendum um þriggja ára fang- elsisákvörðun. Hjörtur taldi á hinn bóginn að löng fangelsisvist gæti reynst henni skaðleg og torveldað henni að takast á við vanda sinni í framtíðinni. Hjörtur taldi vegna þessa að refsinguna ætti að skilorös- binda. Miðaö við þennan dóm má ætla að stúlkan verði búin að afplána og fái reynslulausn á árinu 1995 - á átjánda aldursári sínu. Aðrir dómendur en Dómur Hæstaréttar yfir manni sem stakk flýjandi mann í bakið: Fimmtán mánaða fangelsi nær allt gert skilorðsbundið Hæstiréttur dæmdi í gær þrítug- an Reykvíking í 8 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa stungið karlmann á fimmtugsaldri í bakið þegar hann reyndi að komast undan hinum inn í bíl við Bankastræti aðfaranótt sunnudagsins 16. ágúst 1992. Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn hins vegar í 15 mánaða fangelsi í októher síðastliönum. Kunningi mannsin,s sem tók við hnífnum af árásarmanninum á vettvangi, var dæmdur til að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkis- sjóðs fyrir að hafa tekið við hnífi sem notaður var viö atlögu að manni. Atvikið varð með þeim hætti að maður var að koma út af veitinga- húsinu Borgarvirki við Þingholts- stræti og var sestur inn í bíl fyrir utan þegar ölvaður karlmaður lét sig detta utan í búinn. Hann fór út og ræddi við manninn og kom þá til einhverra átaka. Maðurinn úr bílnum bar aö hinn heföi komið framan að sér, tekið með annarri hendi aftur fyrir háls á honum og lagt brugðinn hníf þéttingsfast að hálsinum framanverðum. Þegar hnífamaðurinn Unaði takið sló bíl- eigandinn hann í andlitið með glasi og flúði síðan. Hinn elti hann um- hverfis bíhnn. Um það bil sem sá fyrrnefndi var að komast inn í bílinn náði hinn að stinga hann í bakið. Nokkru síð- ar var hnífamaðurinn handtekinn. Áður hafði hann náð að koma hnífnum undan til kunningja síns en vopnið, 17,8 sm að lengd, fannst þó síðar í Bólstaðarhhð. Maðurinn sem varð fyrir stungunni fór með lögreglu á slysadeild. Hann reynd- ist vera með 5 sm langt, skeifulaga en grunnt sár á vinstra herðablaði. Hæstiréttur tók mið af því að fórnarlambiö hafði slegið hnífa- manninn áður í andlitið með glasi og að árásarmaðurinn hefur ekki hlotið refsingu áður. Framkoma hans við rannsókn og meðferð málsins hefði einnig verið óað- flnnanleg og hefði hann m.a. reynt að hafa samband við bheigandann og bjóða honum bætur. Að þessu virtu var refsingin færð niður og 6 mánuðir af henni skilorðsbundnir. -Ótt Hjörtur í máhnu voru hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Harald- ur Henrysson, Pétur Kr. Hafstein og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur dómari. -Ótt Framlengt gæsluvarðhald - á meintum höftipaur Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarð- haldsúrskurð sinn yfir Ólafi Gmmai'ssyni, meintum höfuð- paur í stóra iíknieíhamálinu, fram til 20. apríl næstkomandi. Ólafur hefur verið í haldi í sam- tals 154 daga. Þegar gæsluvarð- haldstíminn verður hðinn hefur Ólafur hins vegar setiö í haldi í 237 daga eða í tæpa 8 mánuði. Lögmaður Ólafs hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. -pp Reykjarvíkurvegi 72 Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.