Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Fréttir Efnahagsbati víðast erlendis: Hagvöxtur, vöxtur framleiðslunn- ar, hefur náð sér á strik í mörgum ríkjum, svo sem í Bandaríkjunum. Áhrifin á efnahagslíf okkar verða mjög jákvæð. Útflutningur okkar eykst og markaðir styrkjast fyrir sjávarafurðir okkar. Það er brýn nauðsyn. Verð á sjávarafurðum okkar féll mikið í fyrra og hitti- fyrra. Fiskverð tók þó að hækka í nóvember og desember og lækkaöi nokkuð í janúar í ár. Nú er líklegt, að botninum sé náð í þessu verð- faili á sjávarafurðum okkar. Verðið ætti að fara hækkandi með efna- hagsbatanum víðast um lönd. Við ættum einnig að njóta góðs af batanum erlendis, með því að ferðalög hingað aukist. Hagvöxtur er nú nálægt 3 pró- sentum í Bandaríkjunum og Bret- landi, miðað viö spár fyrir árið í ár. í Japan og Þýzkalandi er hag- vöxtur þó nánast enginn. Hagvöxtur í ríkjunum í Efna- hags- og framfarastofnuninni OECD er tafinn verða um 2 prósent í ár að meðaltali en var lægstur í núverandi lægð 0,8 prósent árið 1991. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir þvi, að heimsframleiðslan muni aukast um rúmlega 3 prósent í ár þrátt fyrir verulegan samdrátt í fyrrum Sovétríkjunum. Þó er ekki búizt við verulegum bata í mörgum Evrópuríkjum, þar sem framleiðslan dróst saman á síðastaári. Einna minnst verðbólga hér Atvinnuleysið fer enn vaxandi. Rúmlega 8 prósent atvinnuleysi er í ríkjum OECD. í Evrópu var at- vinnuleysið í fyrra komið upp í 11 prósent. Það hefur minnkað örlítið í Bandaríkjunum, niður í tæp 7 prósent. Spá fyrir árið i ár og útkoma siðustu tveggja ára hjá Bandarikjunum, Japan, Evrópubandalagsríkjunum, OECD-rikjunum og íslandi. Ástandið er vfðast að lagast erlendis. veröbólgan var mikil. Hér á landi var verðbólgan aðeins 1,5 prósent, miðað við verðvísitölu landsfram- leiöslunnar. Aðeins í tveimur lönd- um, Finnlandi og Kanada, mældist verðbólganminni. Halfi á rekstri hins opinbera fer viðast vaxandi og opinberar skuld- ir aukast. Tekjuhalfi hins opinbera í OECD-löndum hefur vaxið úr 1 prósenti af landsframleiðslu 1989 í 4,6 prósent í ár. Heildarskuldir hins opinbera hafa vaxið úr 41 prósenti af landsframleiðslu 1979 í 63 pró- sent árið 1992. Því er langt í land, að efnahagur þessara ríkja nái sér fullkomlega á strik. En batinn nálg- ast og er víða byijaður. Sjónarhom Haukur Helgason Þvl er spáð, að verðbólga fijaöni enn. Hún var aðeins 2,5 prósent að meðaltali í OECD-löndum í fyrra að Tyrklandi undanskildu, þar sem Botni náð í falli f iskverðs Skálað að loknum flutningi hátíðardagskrár í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni 90 ára afmælis heimastjórnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ástríður Thorarensen, Július Hafstein, Erna Hauksdóttir og Indriði G. Þorsteinsson sem samdi sérstakan leikþátt fyrir hátíðina. DV-mynd GVA Akæröur fyrir að hafa fé af tveimur mönnum: Hótaði að segja frá kynlífsóskum og framhjáhaldi - hljóðritaðisímtölíStefiiumótasímanum Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum manni fyrir fjárkúgun. Manninum er gefið að sök að hafa snemma árs 1993 hijóðritað samtöl í Stefhumótasímanum. í samtölunum komu fram ýmsar upplýsingar manna um sjálfa sig, óskir þeirra á kynlífssviði og jafnvel fullyrðingar um framhjáhald. Upplýsingamar fékk hann meðal annars með þvi að leika kvenmann í símann. Þannig fékk hann þá til að greiða fé inn á bankareikning sinn. Tók hann pen- ingana út og nýtti sér. Þannig fékk hann mann til að greiða þann 21. apríl síðastliðinn 50 þúsund krónur inn á sparisjóðs- reikning í íslandsbanka gegn hótun um að segja annars eiginkonu mannsins og samkeppnisaðila frá samtafinu. Á sama hátt fékk hann annan mann til að greiða 50 þúsund krónur inn á sama reikning þann 30. aprfi gegn hótun um að senda segulbands- spólur tfi bæjarins sem hann var búsettur í. í ákærunni er þess krafist að maö- urinn verði látinn sæta refsingu samkvæmt 251. grein hegningarlaga en brot á þeirri grein varðar 6 ára fangelsi. Einnig kreíjast þeir aðilar sem brotið var gegn samtals 100 þús- unda króna skaðabóta úr hendi mannsins. -pp I dag mælir Dagfari Eins og fram hefur komið í fréttum riðu ekki allir frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins feitum hesti frá prófkosningunum á dögunum. At- hyglin hefur þar fyrst og fremst beinst að þeim Júfiusi Hafstein og Sveini Andra Sveinssyni sem fóru hvað verst út úr þeirri orrahríð og kom hvað mest á óvart miðað við þær væntingar sem þessir tveir frambjóðendur höfðu. Samkvæmt þeirra eigin mati fór kosningin þannig að þeir féllu án þess að falla raunverulega sjálfir, heldur féllu þeir fyrir tfistuölan annarra. í tilviki Sveins Andra féll hann vegna þess að hann tók að sér fyrir borgarstjóra að breyta strætó í hlutafélag. Að því er varðar Júlíus tók hann það að sér fyrir hönd borgarbúa og þjóðarinnar að hafna Ömólfi Ámasyni sem leikritahöf- undi og velja Indriða G. í staðinn. Oddur Ólafsson á Tímanum hefur orðað það svo að þetta hafi verið vel undirbúin sjálfsmorð. Oddur segir: "í íslandi fremja menn pófitísk sjálfsmorð af ráðnum hug og fá- dæma klaufaskap og skfija ekkert í hvað kom fyrir þá fyrr en þeir norpa einir og fylgislausir úti á köldum klaka. Oftar en ekki verða Ekki hann sjálfur og ekki kjósend- ur, heldur Rithöfundasambandið. Og með hliðsjón af því aö Rithöf- undasambandið tók upp hanskann fyrir Ömólf er ljóst að það hafði samband við allan þann fjölda sem tók þátt í prófkosningum Sjálfstæð- isflokksins og lét það berast að Rit- höfundasambandið væri á móti því að Indriði semdi handrit að leik- þætti um ráðherratökuna og að Ómólfur ætti að gera það. Hvorki Júfius, Sjálfstæðisflokk- urinn né kjósendur höfðu gert sér grein fyrir þeim áhrifum sem Rit- höfundasambandið hefur innan Sjálfstæðisflokksins eða þeim gíf- urlega völdum sem þetta samband hefur þegar Örnólfur Ámason er annars vegar. Örnólfur hefur hing- að til verið álitinn meðaljón í rit- höfundastétt og ekki mátt sín mik- ils en svo kemur það í ljós að á nokkrum dögum tekst þessu and- skotans sambandi að reyta fylgið svo gjörsamlega af einum vinsæl- asta og valdamesta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hann hrap- ar niður listann! Slík úrslit og afskipti em nánast ómark. Rithöfundasambandið tók ekki einu sinni þátt í prófkjörinu! Dagfari Áhrif r'rthöf unda klaufamir pólitískir munaðarleys- ingjar vegna þess að þeir em að framfylgja fyrirmælum annarra og sifja uppi með skömmina þegar þeir fara offari í þjónkun sinni við málstaði, sem þeir taka upp á sinn eyk. En þeir, sem á foraðið etja, sifja í náðum á frægðarstóli og njóta almannahylli. í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík urðu klaufarnir illa fyrir barðinu á lýð- hyllinni og gifidu þess að vera staurblindir í eigin sök, þegar þeir töldu sig eiga bæði máttinn og vald- ið“. Svó mörg voru þau orð. Oddur á Tímanum hefur að sjálfsögðu fifil- an rétt til að fita á þetta sem vel undirbúin pólitísk sjálfsmorð en þess er þá að geta, hvað Júlíus áhrærir, aö hann hefur margoft lýst þvi yfir að hann einn beri ábyrgð á því aö hafna Ömólfi og vefia Indriða. Þetta gerði Júfius sjálfsagt vegna þess aö hann vfidi lýðveldinu vel og honum, sem ábyrgðarmanni hátíðarhaldanna í Reykjavík í til- efni fimmtíu ára afmælis íslenska lýðveldisins, hraus hugur við þeirri staðreynd að Ömólfur Ámason veldist í það hlutverk að semja leik- rit um ráðherratökuna fyrir rfiutíu árum. Július hafnaði þess vegna Ömólfi í þágu afmælisins og lýð- veldisins og þjóðarinnar og var ekki í neinum sj álfsmorðshugleið- ingum. Sömuleiðis hefur Júfius margoft tekið það fram að árás Rithöfunda- sambandsins af þessu tilefni hafi ráöið úrsfitum í prófKjörinu. Þetta var sem sagt ekki klaufaskapur, eins og Oddur Ólafsson heldur fram, og ekki fall Júlíusar, eins og óvildarmenn halda fram, heldur féll Júfius í þágu málstaðarins og það var í rauninni hvorki málstað- urinn né Júlíus sem féU, heldur sú furðulega afstaöa kjósenda að vfija Ömólf frekar en Indriða sem leik- ritahöfund. Þessi kenning er augljós. Júlíus Hafstein segir aö Rithöfundasam- bandið hafi ráöið niðurlögum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.