Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 19941 Fólk í fréttum Magnús Gunnarsson Magnús Gunnarsson, aðalbókari hjá Hval hf., Heiðvangi 72, Hafnar- firði, varð efstur í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði sem fram fór nú fyrir skömmu eins og fram hefur komið í DV-fréttum. Starfsferill Magnús fæddist í Hafnarfirði 29.10.1950 og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lauk verslunarprófi frá VÍ1970. Magnús var síðan verslunarstjóri við matvöruverslun í Hafnarfirði í þrjú ár, varð aðalbókari Hvals hf. 1973 og hefur star.fað þar síðan auk þess sem hann hefur starfrækt eigin tölvufyrirtæki, fasteignasölu og ferðaskrifstofu ásamt öðrum. Magnús gegndi formennsku fjár- hagsnefndar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, hefur verið formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði frá 1991 og á sæti í hafn- arstjórn og húsnæðisnefnd Hafnar- fjarðar. Hann tók þátt í prófkjöri flokksins í Hafnarfirði 1989 og lenti þáífimmta sæti. Magnús er einn af stofnendum Lionsklúbbsins Ásbjarnar, situr í stjórn Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar, í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og átti um tíma sæti í körfuknattleiksdeild Hauka. Fjölskylda Magnús kvæntist 31.10.1970 Elísa- betu Karlsdóttur, f. 10.8.1952, hús- móður. Hún er dóttir Karls Finn- bogasonar, bryta hjá Eimskip, og ídu Nikulásdóttur sem nú er látin. Börn Magnúsar og Elísabetar eru Hrund, f. 15.9.1970, hjúkrunarfræði- nemi við HÍ, en sambýlismaður hennar er Ingi Rafn Jónsson, við- skiptafræðinemi við HÍ; Gunnar, f. 22.11.1973, laganemi við HÍ, en unn- usta hans er Rósa Viðarsdóttir, við ítölskunám við HÍ; Þröstur, f. 10.2. 1979, nemi. Systkini Magnúsar eru Ragnheið- ur Gunnarsdóttir, f. 10.10.1945, hús- móðir í Hafnarfirði; Sigurður Gunn- arsson, f. 2.9.1953, póstafgreiðslu- maðuríReykjavík. Foreldrar Magnúsar eru Gunnar EyjólfurMagnússon, f. 6.9.1921, húsgagnasmiður í Hafnarfirði, og Ásthildur Lilja Magnúsdóttir, f. 8.1. 1924, húsmóðir. Ætt Gunnar er sonur Magnúsar, bak- arameistara í Hafnarfirði, Böðvars- sonar, gestgjafa þar, bróður Þor- valds, afa Haralds Böðvarssonar á Akranesi. Böðvar var sonur Böðv- ars, prófasts á Melstað, en meðal systra hans voru Þuríður, lang- amma Vigdísar forseta; Sigríður, langamma Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds; Hólmfríður, amma Jóns Krabbe, afa Stens Krabbe, stjórnarformanns Norden. Böðvar var sonur Þorvalds, prófasts í Holti, Böðvarssonar, prests í Holta- þingum, Högnasonar, prestafoður, Sigurðssonar. Móðir Böðvars glst- gjafa var Elísabet, systir Þórunnar, langömmu Jóhanns Hafstein for- sætisráðherra. ÖnnursystirElísa- betar var Guðrún, móðir Hallgríms biskups og Elísabetar, móður Sveins Bjömssonar forseta. Þriðja systir Elísabetar var Sigurbjörg, móðir Þórarins B. Þorlákssonar listmálara og amma Jóns Þorkálssonar forsæt- isráðherra. Elísabet var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar og Elísabetar Björnsdóttur, prests á Breiðabólstað, Jónssonar. Móðir Magnúsar bakarameistara var Kristín Ólafsdóttir, prests á Reyni- völlum, Pálssonar, prests í Ásum Ólafssonar, prests í Ásum, Pálsson- ar. Móðir Páls á Ásum var Helga Jónsdóttir eldprests, Steingríms- sonar. Móðir Kristínar var Guðrún Ólafsdóttir, Stephensen dómsmála- ritara í Viðey, Magnússonar konfer- ensráðs, Ólafssonar, ættfóður Stephensenættarinnar. Móðir Gunnars var Sigríður Eyjólfsdóttir, ættuðúrKjósinni. Ásthildur er dóttir Magnúsar, skipstjóra í Hafnarfirði, Magnús- sonar, b. í Skuld í Hafnarfirði, Sig- urðssonar, b. í Tungu í Grafningi, Sigurðssonar. Móðir Magnúsar í Skuld var Ragnhildur Eiríksdóttir, b. í Vetleifsholti, Steinssonar. Móðir Magnúsar skipstjóra var Guölaug Björnsdóttir, b. í Sölvholti í Flóa, Jónssonar, b. á Galtafelli, Bjöms- sonar. Móðir Guðlaugar var Sess- elja Einarsdóttir, b. í Laxárdal í Gnúpveijahreppi, Jónssonar. Móðir ÁstMldar var Ragnheiður Þorkels- dóttir, sjómanns í Reykjavík, Þor- kelssonar, hreppstjóra á Herjólfs- stöðum, Jónssonar, b. í Hraungerði, Þorkelssonar. Afmæli Sigrún Gunnarsdóttir Sigrún Gunnarsdóttir, starfsmaður hjá Sjálfsbjörg, Nökkvavogi 37, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Sigrún er fædd á Eiði í Eyrarsveit og ólst þar upp. Hún lauk almennri menntun úr farskóla sveitarinnar og hefur lokið námskeiðum í að- hlynningusjúkra. Sigrún fluttist til Reykjavíkur 1950 og starfaði þar sem vinnukona í 3 ár. Hún vann hjá Fönn 1970-79 en hóf þá störf hjá Sjálfsbjörg. Þar hef- ur Sigrún verið varatrúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður. Fjölskylda Sigrún giftist 19.5.1956 Theodóri Þorkeli Kristjánssyni, f. 19.3.1930, d. 4.1.1979, sjómanni og síðar starfsm. hjá Breiðholti hf. Foreldrar hans: Kristján Erlendsson, f. 28.4. 1896, d. 22.8.1973, bóndi á Mel í Stað- arsveit, og Guðrún Hjörleifsdóttir, f. 20.6.1904, d. 12.10.1991, húsfreyja. Börn Sigrúnar og Theodórs: Bryndís, f. 19.8.1960, húsm. í Grund- arfirði, gift Guðna E. Hallgrímssyni rafvirkjam., þau eiga þijú börn, Sigrúnu Hlín, Guðnýju Rut og Þor- kel Má; Þröstur, f. 14.3.1963, stýrim. í Grundarfirði, kvæntur Áslaugu Ámadóttur húsm., þau eiga tvö böm, Theodór Inga og Heiðrúnu Lilju; Lilja, f. 26.4.1965, sjúkraliði í Reykjavík, sambýlismaður Birgir Guðmundsson vélvirki, þau eiga einn son, ívar Þór; Hrönn, f. 30.8. 1967, þroskaþjálfanemi í Reykjavík; Freyja, f. 7.11.1968, verslunarm. í Reykjavík; Sveinn, f. 2.4.1974, húsa- smíðanemi í Reykjavík. Systkini Sigrúnar: Elís, f. 25.2. 1929, b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, kvæntur Ragnhildi Kristjönu Gunn- arsdóttur; Hjálmar, f. 5.3.1931, út- gerðarm. í Grundarfirði, kvæntur Helgu Ámadóttur; Garðar, f. 17.7. 1932, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Ólöfu Pétursdóttur; Sig- urlín, f. 17.5.1936, húsfreyja að Þing- völlum í Helgafellssveit, gift Hall- verði Kristjánssyni; Helga Sofíía, f. 8.11.1937, húsfreyja að Suður-Bár í Eyrarsveit, gift Njáli Gunnarssyni; Jóhann Leó, f. 15.3.1941, múrari og verslunarm. í Reykjavík, kvæntur Svölu Svanfjörð Guðmundsdóttur; Snorri, f. 22.9.1943, vélstjóri í Es- bjerg í Danmörku, kvæntur Ingi- björgu Kristinsdóttur; Þórarinn, f. 18.7.1947, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Finnbjörgu Jensen. Foreldrar Sigrúnar: Gunnar Jó- hann Stefánsson, f. 22.11.1903 í Efri- Hlíð í Helgafellssveit, d. 23.7.1980, bóndi á Eiði og harðfiskframleíð- andi, og Lilja Elísdóttir, f. 24.7.1907 í Oddsbúð í Eyrarsveit, d. 31.5.1964, húsfreyja. Þau bjuggu á Eiði í Eyr- arsveit 1928-61 og í Grundarfirði eftirþað. Ætt Gunnar var sonur Stefáns, b. í Efri-Hlíð, Jóhannessonar, b. í Drápuhlíð, Jónssonar. Móðir Stef- áns og konu Jóhannesar var Hólm- fríður Jónsdóttir. Móðir Gunnars var Hjálmrós Ólafía, lengi húsfreyja í Stykkishólmi, Ólafsdóttir, b. á Hamri í Hörðudal í Dölum, Jónsson- ar. Móðir Hjálmrósar var Svein- gerður Sveinbjömsdóttir, b. á Vala- björgum, Jónssonar. Lilja var systir Gísla, foður Hólm- fríðar, formanns Ættfræðifélagsins. Lilja var dóttir Elísar, b. á Vatna- búðum í Eyrarsveit, Gíslasonar, b. Sigrún Gunnarsdóttir. og sjómanns á Vatnabúðum, Guð- mundssonar, b. og sjómanns á Naustum, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Guðríður Hannes- dóttir Bjamasonar og konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guð- rúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslumanns í Búðardal. Oddný var dóttir Ketils, prests í Húsavík, Jóns- sonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla fógeta. Móðir Elísar var Katrín Helga- dóttir, b. á Hrafnkelsstöðum í Eyr- arsveit, Jóhannessonar og konu hans, Sesselju Björnsdóttur, b. á Mánaskála á Skaga, Bjömssonar. Kristinn Sigtryggsson Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri, Keilufelli 9, Reykja- vík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Kristinn er fæddur á Alviðm í Dýrafirði. Hann varð löggiltur end- urskoðandi árið 1970. Kristinn vann við endurskoðun hjá N. Mancher og Co. 1963-70 og var framkvæmdastjóri Endurskoð- unarmiðstöövarinnar hf. - N. Manscher 1970-86. Hann var fram- kvæmdastjóri Arnarflugs hf. 1987-90 og hjá Skífunni hf. - Bíó hf. 1991 um tíma. Kristinn starfar nú við eigið fyrirtæki, Kontrapunkt hf. Kristinn var formaður Félags löggiltra endurskoðenda 1979-81. Fjölskylda Kona Kristins var Ingunn Ragn- arsdóttir, f. 14.11.1944, verslunar- maður. Þauskildu. Böm Kristins og Ingunnar: Sigrún Sif, f. 28.4.1971, verslunarstjóri; Sig- tryggur Ragnar, f. 24.9.1974; Gunnar Gils, f. 4.7.1981. Dóttir Kristins og Sigríðar H. Ottósdóttur er Bergdís Lilja, f. 15.8.1966. Bræður Kristins: Gunnar Jón, f. 3.2.1928, trésmíðameistari; Kristján, f. 8.6.1931, skólastjóri; Ólafur Hörð- ur, f. 17.3.1934,framkvæmdastjóri. Foreldrar Kristins: Sigtryggur Kristinsson, f. 18.11.1896 á Núpi í Dýrafirði, d. 1972, bóndi, ogKrist- jana V. Jónsdóttir, f. 23.11.1904 í Dýrafirði, d. 1984. Ætt Sigtryggur var sonur Kristins, b. á Núpi í Dýrafirði, bróður Sig- tryggs, prests á Núpi, fóöur Hlyns veðurstofustjóra og Þrastar skip- herra. Systir Kristins á Núpi var Friðdóra, móðir Finns Sigmunds- sonar landsbókavarðar. Kristinn var sonur Guðlaugs, b. á Þröm í Garðsárdal, Jóhannessonar, bróöur Bjama, fræðimanns á Sellandi, langafa Ingva, fóður Maríu, form- anns Hvatar. Móðir Kristins var Guðný Jónasdóttir, b. á Veturliða- stöðum í Fnjóskadal, Bjamasonar, systir Guðrúnar, konu Bjarna á Sel- landi. Móðir Sigtryggs var Rakel Jónasdóttir, b. á Ingveldarstöðum í Hjaltadal, Jónassonar, bróður Elísa- betar, móður Símonar Dalaskálds. Móðir Jónasar var Hólmfríður Þor- láksdóttir, móðir Sigríðar, langömmu Margrétar, ömmu Héð- ins Steingrímssonar, sem var heimsmeistari unglinga í skák tólf ára og yngri. Móðir Rakelar var Margrét, systir Sigurðar, langafa Páls Péturssonar alþingismanns. Margrét var dóttir Halls, b. á Skúfs- stöðum í Hjaltadal, Jónssonar, bróð- ir Guðmundar, langafa Önnu, móð- ur Matthíasar Johannessen skálds. Kristjana var dóttir Jóns Ólafs, skipstjóra á Flateyri, Kristjánsson, b. á Alviðru í Dýrafirði, Jónssonar, b. í AMöru, bróður Guðrúnar, langömmu Jensínu, móður Gunn- ars Ásgeirssonar forstjóra. Jón var sonur Magnúsar, b. á Gerðhömrum í Dýrafirði, Jónssonar, bróður Guð- rúnar, langömmu Kristjáns, föður Þorvalds Garðars, fyrrverandi al- þingismanns, og langömmu Járn- gerðar, ömmu Bernharðs, fréttafull- Kristinn Sigtryggsson. trúa þjóðkirkjunnar, og Kristjáns, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi, Guðmundssona. Móöir Kristjáns var Borgný Guðmundsdóttir, b. á Brekku, Hákonarsonar, bróður Brynjólfs, langafa Maríu, ömmu Guðmundar G. Hagalíns, rithöfund- ar. Móðir Kristjönu var Guðrún, systir Guðnýjar, móður Guðmund- ar Gilssonar tónlistamanns. Guð- rún var dóttir Gils, b. í Arnarnesi í Dýrafirði, Þórarinssonar og konu hans, Guðrúnar Gísladóttur. Magnús Gunnarsson. Til hamingju með afmælið 3. febrúar Kristín Berjgþóra Loftsdóttir, Framnesi, Asahreppi. Steinunn Jónsdóttir, Hverfisgötu99a, Reykjavík. Guðbjörg Árnadóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Alda J. Sigurjónsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavik. Sigurrós Þórðardóttir, Hafnarbraut 31, Hólmavik. Reynir Jónsson, Smáragrund7, Ytri-Torfustaða- hreppi. GuðbjörgSv. Eysteinsdóttir, Broddadalsá 2, Broddaneshreppi. Einar Jóhannsson'vélstjóri (áafmæli4.2), Krummahólum 10, Reykjavík. Hanntekurá mótigestumá afmælisdaginn í Risinu, Hverf- isgötu 105 í Reykjavík,frá kl.20. Emilia Jónsdóttir, Jörundarholti 131, Akranesi. Louise Anna Schilt, Bugðutanga40, Mosfellsbæ. Húneraðheiman. Guðrún Eyjólfsdóttir, Krossholti 12, Keflavik. Ragnar Kristjánsson, Mýrarkoti 6, Bessastaðahreppi. Jóhanna H. Scheving, Torfufelli 31, Reykjavík. Guðrún Helgadóttir, Lerkilundi 18, Akureyri. Sonj a Nanna Sigurðardóttir, Yrsufelli 1, Reykjavík. Hreinn Gunnarsson, Þórarinsstöðum, Hrunamanna- hreppi. 40 ára Sigurður Valur Hálldórsson, Espigerði4, Reykjavík. Ólafur Sigurðsson, Svínafelli 1, Suðurbæ, Hofshreppi. Ingunn Ólafsdóttir, Hringbraut 74, Reykjavik. Sigriður S. Rögnvaldsdóttir, Mímisvegi 17, Dalvík. Stefanía Þórný Þórðardóttir, Sléttahrauni 17, Hafnarfirði. Sigurður Ásgeirsson, Urðarvegi 45, ísafirði. Sveinn Jóhannsson, Miðvangi 92, Hafnarfirði. Sveinbjörn Valgeir Egilsson, Fljótaseli 4, Reykjatlk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.