Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Meiming Jónas Bragi Jónasson glerlistarmaður hannar og býr til menningarverðlaunagripina: Hver verðlaunagripur hef ur eigin karakter Menningarverðlaun DV verða af- hent finuntudaginn 24. febrúar í sext- ánda sinn. Jafnoft hafa verið fengnir Ustamenn til að frumsmíða verð- launagripi af þessu tilefni og hafa ávallt komið út úr þessu listavel gerðir gripir sem eru eins ólíkir að formi og Ustamennimir sjálíir eru ólíkir. Sá sem vinnur nú að gerð verðlaunagripanna er ungur glerUst- armaður, Jónas Bragi Jónasson, sem vakið hefur athygh á undanfomum misserum fyrir faUega og frumlega gripi. Skemmst er að minnast þess aö hann hélt sína fyrstu einkasýn- ingu í Listhúsinu í Laugardal síðast- Uðið haust. Jónas Bragi stimdaði nám við skúlptúrdeild MyndUsta- og handíða- skóla íslands 1985-1989. Þaðan hélt hann til Englands þar sem hann hlaut Postgraduate Diploma in Glass eftir nám við West Surrey CoUege of Art and Design. Mastersnám stundaði hann við Edinburgh CoUege of Art and Design in Glass og var Jónas Bragi fyrsti nemandiim til að ljúka mastersnámi úr þessari deUd háskólans. 1992 hlaut Jónas Bragi fyrstu verð- laun í samkeppni nemenda úr gler- UstardeUdum listaháskóla í Bret- landi. Samkeppnin var haldin í tengslum við eina stærstu glerlistar- sýningu Bretlands, Crystal ’92. Það gerir þennan sigur Jónasar efdrtekt- arverðan að í samkeppninni tóku eingöngu þátt nemendur úr glerUst- ardeUdum Ustaháskóla í Bretlandi, samtals um 100 manns úr þrettán háskólum. Jónas Bragi keppti því við helstu upprennandi glerUstarmenn Breta um verðlaunin. Sigurverk Jón- asar Braga nefnist Öldur og er úr steyptu gleri. Jónas Bragi fer eigin leiðir í gler- Ustinni og stcypir verk sín með að- ferðum sem hann hefur þróað að mestu leyti sjálfur, en glerið er brætt í mót og síðan ræður hægfara kólnun á braaðsluofninum hver útkoman verður. Sum verka hans eru margar vikur í framleiðslu og þarf að gæta mikillar nákvæmni þegar þau eru kæld niður. Unnið út frá einu þema DV heimsótti Jónas Braga þar sem hann var að vinna að verðlaunagrip- unum á vinnustofu sinni að Lauga- vegi 5 og var hann beðinn að lýsa gripunum. „Þar sem ég var aUt í einu kominn með verkefhi í hendur settist ég nið- ur og reyndi að hugsa eitthvert þema. Ég var ekki viss hvort ég byggði verkin öll á sama grunni eða gerði þau hvert og eitt á ólíkan hátt. Ég byijaði að vinna hugmynd um hvert eitt og sér en varð fljótt afhuga þeirri leið og fór þá að reyna gera mér grein fyrir hvað væri sameiginlegt með jæssu verki og komst að þeirri niður- stöðu að það er blað eða í viðara sam- hengi ferhymingur. Flestir lista- menn hafa blað fyrir framan sig í Jónas Bragi vinnur verðlaunagripina á vinnustofu sinni að Laugavegi 5. Á stærri myndinni eru nokkrir gripir á mismunandi vinnslustigi en á minni myndinni er hann að pússa þann sem hann er lengst kominn með. byijun, arkitektar og málarar autt blað, tónskáld nótnablað, leikarar lesa af blaði og því til viðbótar er DV dagblað. Ég tók því eitt blað og braut það saman og þar með fæddist form- ið. Út frá þessu formi fór ég síðan að vinna gripina, byijaði á að gera vax- myndir sem ég síöan lagaði til og slétti og tók síðan til við mikla for- vinnslu sem fólst í að steypa mótin og síðan tók sjálf glervinnslan við.“ Jónas Bragi sagði aö þótt allir grip- imir yrðu eins í lögun þá væra í raun engir tveir gripir eins. „Það myndast loftbólur f glerinu sem aögreinir gripina hvem frá öðrum og gefur glerinu eigin karakter.” Jónas sagði að allir gripimir yrðu síðan settir á staU en hann væri ekki búinn að ákveða úr hvaða steinefni þeir yrðu. Þótt vinnan sé langt á veg komin hjá Jónasi Braga við smíði þessara margþættu verðlaunagripa þá er mikil vinna eftir enda slík glermótun sem Jónas stundar gerð á löngum tíma. -HK Eugene Sarbu leikur meö Sinfóníuhljómsveit Islands: Fékk fyrstu verðlaun sín tíu ára gamall Eugene Sarhu fióluleikari. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslánds í kvöld er einleikari Eugene Sarbu sem fæddur er í Rúmeníu. Hann kom fyrst fram opinberlega tíu ára gamall. Að loknu námi í Búkar- est fór Sarbu til Parísar og síðan til Bandaríkjanna þar sem hann nam við Curtis og Julliard tónlistarhá- skólann. Sarbu var ekki nema tíu ára þegar hann hlaut fyrstu verðlaun sín fyrir leik sinn og hefur hann síðan unnið til verðlauna í öllum þeim keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Auk þess að leika með öllum þekkt- ustu hjjómsveitum heims leikur hann mikið kammertónlist og þá gjaman með systur sinni, Carminu, sem er þekktur píanóleikari. Eugene Sarbu hefur látið mannúð- armál mjög til sín taka og hefur hann staðið fremstur í flokki þeirra lista- manna sem hófu baráttu til styrktar bágstöddum í Rúmeníu eftir bylting- una. Stjómandi á tónleikum þessum er Petri Sakari, fyrrverandi aðalstjóm- andi Sinfóníuhjjómsveitar íslands og aðalstjómandi Lohja hjjómsveitar- innar í Finnlandi. Á tónleikunum verða eftirtalin verk flutt: Moldá eft- ir Bedrich Smetana, Symphonic Espagnole eftir Eduard Lalo og En- igma tilbrigði eftir Elgar. -HK r>v hlýtur afbrags döma í Þýskalandi Á síðasta ári kom Djöflaeyja Einars Kárasonar út í Þýska- landi. Borist hafa dómar sem birtust i fjölda blaða og tímarita og em þeir mjög á einn veg, verk- iö lofað i hástert. í Frankfurter Allgemeine Zeitung, sem stund- um er taliö helsta dagblað Þýska- lands, segir meðal annars að lýs- ingar á eymd í bókmenntum eigi á hættu að vera ýmist of eyradar- legar.og væmnar eða eins og kát- lega sögur af furðufuglum. Nefnir greinarhöfundur Zola, Dickens og Steinbeck en segir síöan að Djöflaeyjan geti „fyllilega látið sjá sig í þessum félagsskap og á þó ekki heima í honum þvi Einar Kárason segir sögu sína um fá- tækrahverfi i Reykjavík með samahættíoghetjurhanslifalíf- ( inu, alvarlega og málefnalega, án þess aö skammast sín, en líka með slægö... Jafn yfirmáta skoplegar og margar þessar sög- ur em er þaö einn helsti styrkur bókarinnar að hún fellur ekki í freistni sundurlausra smá- sagna.“ Kerstin Ekman fékkverðiaun Norðurlandaráðs Það er sænski rithöfundurinn Kerstin Ekman sem fær bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1994 fyrir skáldsögu sína Handelser vid vatten. Ekman er eitt virtasta skáld Svíþjóðar og hefur áöur verið tilnefnd til verð- launa Norðurlandaráðs. í um- sögn dómnefndar segir meöal annars um bókina: „Atburðir við ( vatn er vekjaraklukka á vorum tímum. Spenna er byggð upp kringum það hvemig fólk spillir - hvað öðra og náttúrunni, nú þeg- ar harkalegar kerfisbreytingar eiga sér staö. Von bókarinnar kemur fram þegar hið góða i feðr- unum fær aö taka við af ýktri móðurást sem hefur flækt per- sónumar inn í örlagadrama.. Jazzkvartetk Reykjavíkur kveðuráSólon Jazzkvartett Reykjavíkur mun leika í eina viku 7.-14. febrúar á einum þekktasta djassklúbbi ver- aldar, Ronnie Scott’s. Þar mun leika með honum breski trompet- leikarinn Guy Barker sem heim- sótti okkur og lék með kvartettin- um í fyrra. Hann lék einnig með I þeim i London seint á síðasta ári og í kjölfariö kom boðið um að leika á Ronnie Scott’s. Kvartett- ( inn, sem skipaður er þeim Tóm- asi R. Einarssyni, Sigurði Flosa- syni, Einari V. Scheving og Ey- ( þóri Gunnarssyni, ætlar að halda eina lokartónleika áður en farið veröur til Englands. Verða þeir í kvöld á Sóloni íslandusi. ÆvisagaKeiths Richardsbök mánaðarins KeithRichard - ævisaga er bók mánaðarins i saranefndum bóka- flokki. Þar er saga hins litskrúö- uga gitarleikara Rolling Stones rakin. Það er Victor Bockris sem skráir söguna en niugi Jökulsson þýöir bókina. Allir sem eitthvað á þekkja til léttrar tónlistar kann- ast við Keith Richard sem lifað hefur stormasömu lífi. Bókin greinir frá ævi hans allt frá því * hann var strákur í lægri miðstétt og fer í einangrun sinni á tánings- aldri aö sökkva sér niður í banda- ríska blústónlist Hann og æsku- vinur hans, Mick Jagger, stofna síöan Rolling Stones sem varð samnefhari fyrir uppreisnaranda nýrrar kynslóöar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.