Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 ViðskiptL UfSÍ á fiskm. Xg Mi Fi Fö Má Þr Mi Landsvísitalan Mi Fi Fö Má Þr Mi AlverÖ erl. USD/i tonn Mi Fi Fö Má Þr Mi Álið hækkar Kílóiö af ufsa á fiskmörkuðum hefur verið að seijast á 43 til 49 krónur að meðaltali síðustu daga. Litlar breytingar hafa orðið á Landsvísitölu hlutabréfa hjá Landsbréfum hf. Frá því á mánu- dag hefur talan lækkað lítillega. Staðgreiösluverð áls fór í 1248 dollara tonnið sl. þriðjudag eftir nokkra lækkun daginn áður. Verðhækkunin sýnir einhveija trú á að helstu álframleiðendur heims standi við orð sín um minni framleiðslu. Gengi jensins hefur hækkað um 1,6% á einni viku. í gærmorgun var sölugengið 0,6728 krónur. Vísitala helstu hlutabréfa í kauphöllinni í París náði sögu- legu hámarki í gær. Ástæðan var einkum hækkun á gengi hluta- bréfa í fjármála- og olíufyrirtækj- um. -bjb Útboö ríkisskuldabréfa í Bandaríkjunum: Styrkir stöðu ríkisins á erlendum lánamarkaði - 620 milljónir af 14,6 milljarða útboöi til íslands Ríkisskuldabréf fyrir 14,6 milljarða króna seldust upp í útboði í Banda- ríkjunum sl. þriðjudag. Skuldabréfin jafngilda 200 milljónum Bandaríkja- dala og eru til 10 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkissjóður fer inn á banda- rískan fjármálamarkaö. Hér er um hagstæða erlenda lántöku að ræða og verður % hlutum lánsins varið til afborgana af eldri lánum ríkissjóðs. Engu að síöur lengist skuldahalinn í 10 milljaröa ríkissjóðshalla. Af þessum 14,6 milljörðum fóru 620 milljónir til þriggja íslenskra verð- bréfafyrirtæKja. í gær voru þau búin að selja skuldabréfin til innlendra fjárfesta, aðallega lífeyrissjóða. „Þetta gekk betur en nokkur hafði vænst og sýnir að lánshæfni ríkis- sjóðs er mjög góð á þessum markaði. Utgáfa bréfanna styrkir mjög stööu ríkissjóðs á erlendum lánamarkaði," sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra í samtali við DV. Útboðið var kynnt af bankastjórum Seðla- bankans og fleiri fyrir væntanlegum kaupendum og hittu þeir upp undir 100 fjárfesta í Bandaríkjunum. Láns- hæfni ríkissjóðs var metin af þekkt- um þar til gerðum fyrirtækjum og var Island metið í A-flokk. Skuldabréfin bera fasta vexti 6,125% á lánstímanum sem svarar til ávöxtunar á sambærilegum banda- rískum ríkisverðbréfum að viðbættu 0,57% álagi. Verðbólga í Bandaríkj- unum er 2,5-3%. Því svarar þetta til 3,5-4% raunávöxtunar í Banda- rikjadölum um þessar mundir. Bréf- in greiðast upp í einu lagi við lok lánstímans. Eldri lán greidd niður „Viö getum greitt niður eldri lán og um leið aflað fjár sem ríkið þm-fti að afla á erlendum vettvangi, m.a. vegna þess að við viljum ekki yfir- þrýsting á innlenda markaðnum. Þýðingin fyrir okkur er að þetta tryggir enn betur en áður þá vaxta- þróun sem við höfum staðið fyrir og hefur leitt til verulegrar lækkunar raunvaxta," sagði Friðrik Sophus- son. Skuldabréf rikissjóðs ruku út á Bandarikjamarkaði í fyrradag. Af 14,6 millj- arða útboði fóru 620 milljónir til innlendra fjárfesta, eða um 4% upphæðar- innar. Friðrik sagðist ekki eiga von á öðru útboði í Bandaríkjunum á þessu ári. Hins vegar muni ríkissjóöur eiga meira val en áður um erlend lán. „Það kemur í ljós að við getum náð betri kjörum með útboðum en bein- um lántökum," sagði Friðrik. Seðlabankinn hafði umsjón meö útboðinu fyrir hönd ríkissjóðs. Ólaf- ur ísleifsson, forstöðumaður alþjóða- deildar, sagði í samtali við DV að útboðið hefði heppnast mjög vel. „Bandaríkin eru stærsti skulda- bréfamarkaður i heimi og sá mark- aður þar sem mestar kröfur eru gerð- ar af fjárfestum til útgefenda skulda- bréfa. Á móti kemur að þarna er hægt að afla lánsfjár á hagstæðum kjörum. Vextir í Bandaríkjunum eru nálægt sögulegu lágmarki um þessar mundir. Sömuleiðis náðist álag sem greiðist ofan á ávöxtun bandarískra ríkisverðbréfa og verður að telja rík- issjóði mjög hagstætt. Gagnvart fjár- festum eru þetta knöpp kjör en samt sem áður var mikill áhugi fyrir skuldabréfunum. Skilyrði voru fyrir meiri sölu upp á mun meiri fjárhæð- ir en hér er fyrst og fremst um að ræða endurfjármögnun á eldri og óhagstæðari lánum ríkissjóðs," sagði Ólafur. Ólafur sagöi að áhugi bandarískra fjárfesta sýndi það mat þeirra að þrátt fyrir erfið ytri skilyrði hefði náðst árangur í efnahagsmálum sem sæist á lítilli verðbólgu, batnandi jafnvægi í utanríkisviðskiptum og skipulags- breytingum á hagkerfmu. 4prósenttil innlendra fjárfesta Skuldabréfm dreifðust niður á fjár- festa um öll Bandaríkin og þijú ís- lensk verðbréfafyrirtæki tóku þátt í útboðinu; Handsal, Kaupþing og Skandia. Hlutur þeirra af 14,6 millj- örðunum er 4%, eða upp á 620 millj- ónir króna. Handsal keypti mest, eöa fyrir 365 milljónir, Kaupþing fyrir 146 milljónir og Skandia fyrir tæpar 110 milljónir. Samkvæmt upplýsingum hjá þess- um verðbréfafyrirtækjum í gær voru þau búin að selja mestöll skuldabréf- in til innlendra fjárfesta. Eftir því sem DV kemst næst voru það einkum lífeyrissjóðir sem urðu sér úti um þessi ríkisskuldabréf. -bjb Vöruverð á erlendum mörkuðum: Hráolían hækkar í verði Vetrarhörkur í Bandaríkjunum hafa gert það að verkum að hráoha hefur lítillega verið að hækka í veröi. Á þriðjudag seldist tunnan á 14,26 dollara að meðaltah og frekari hækk- unum er spáð. Hins vegar hefur bensínverð ýmist staðið í stað eða lækkað á milli vikna. Gasoha og svartolía hækkaði í verði í síðustu viku en eftir helgi hefur lækkun átt sér stað. í raun má segja að eftir áramót hafi óverulegar verðbreytingar átt sér stað á bensíni og olíu á erlendum mörkuðum. Únsan af guhi viröist vera á upp- leið að nýju eftir nokkurt verðhrun í ársbyrjun. Verð á bómull, hveiti og kafTi hefur htið breyst milli vikna. -bjb Vöruverð á erlendum mörkuðuml 72 71 69 68 N D 1 F 170 160 \ 140 J D J F 160 Pppp isn ov Vaxtalækkuná ríkisvíxlum Útboð á ríkisvíxlum fór fram hjá Lánasýslu ríkisins í gær. AUs bárust 35 tilboö upp á rúma 5 milljaröa króna en aðeins 14 til- boðum var tekið fyrir 2,8 millj- arða. Frá síðasta útboði varð mest vaxtalækkun á 6 mánaða víxlura, eða úr 5,58% í 5,34%. Til- boðum fyrir rúman milljarð var tekið. í 3 mánaöa víxla var tilboð- um tekið fyrir 880 milljónir króna, meðalávöxtunin var 5,15%. Meðalávöxtun á 12 mánaða víxlum var 5,70% en var 5,85% í síöasta útboði. Tilboðumfyrir905 mihjónir var tekið. Næröllumtil- boðumtekiðí húsnæðisbréf Nær öllum tilboðum var tekið í fyrsta uppboði ársins á hús- næðisbréfum hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins sl. þriðjudag. Alls bár- ust 15 tilboð að nafnvirði 529 milljónir króna og var 14 tilboð- um tekið fyrir 524 miHjónir, sölu- virði er 616,2 milljónir króna. Meðalávöxtun tilboða var 5%, hæsta ávöxtunarkrafa var 5,15% og lægst 4,99%. Sameiningá Fáskrúðsfirði Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfirði: Frá og með síöustu áramótum sameinaöist Hraðírystihús Fá- skrúðsfjaröar hf. Kaupfélagi Fá- skrúðsiirðinga. Hér er um forms- atriði að ræða þvi frystihúsiö hefur verið í eigu kaupfélagsins meira og minna síöan 1940. Gísli Jónatansson hefur i 18 ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra í báð- um fyrirtækjunum og verður áfram í forstöðu eftir sameiningu. í árslok var bókfært eigið fé fyrirtækjanna um 480 milljónir. Frönskfyrirtæki leita að umboðs- mönnum Nokkur frönsk fyrirtæki hafa sett sig í samband við verslunar- deild franska sendiráðsins í Reykjavík til að leita að umboðs- mönnum á íslandi. Meðal fyrirtækjanna eru Inter- prestige, sem fraraleiðir ilmvötn, William Pitters International, sem framleiðir áfengi, og Lucky Street, sem framleiðir herrafatn- aö. Iðnaðurog sjávarútvegur ísamstarfi Samstarfsvettvangur sjávarút- vegs og iðnaðar um aukið vinnsluviröi og tækniþróun hef- ur veriö í gangi frá þvi í nóvem- ber. Aðstandendur eru Samtök iðnaðarins, Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, Samtök fiskvinnslustöðva, auk ráöuneyta sjávarútvegs, iðnaöar og mennta- mála. Verkefnið verður í gangi næstu tvö ár og verkefnisstjóri hefur veriö skipaður Helgi Geir- harðsson iðnaðarverkfræðingur. Þingvísitölur birtaráVerð- bréfaþinginu Verðbréfaþing íslands hefur hafiö útreikninga á vísitölum fyr- ir verðbréf með grunndeginum 1. janúar 1993. Alls er um 14 visi- tölur að ræða. Fþótlega munu verðbréfafyrirtæki hætta að birta sinarvísitölur. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.