Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 fþróttir Dallas sigraði - Indiana lagði vængbrotið lið Charlotte Homets Patrick Ewing átti góðan leik fyrir New York Knicks gegn Washington Bullets i NBA í nótt. Ewing var stiga- hæstur hjá Knicks og skoraði alls 30 stig. Dominique Wilkins skoraði 26 stig fyrir Atlanta gegn Orlando Magic í bandaríska körfuboltanum í nótt. Leikurinn var i öruggum höndum Atlanta allan tímann en Kevin Willis kom næstur Wilkins í stigaskorun- inni með 18 stig. Hjá Orlando skoraði Shaquille O’Neal 22 stig. Patrick Ewing skoraði 30 stig fyrir New York í sigrinum gegn Washing- ton. Charles Oakley skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Tom Gugliotta skoraði 18 stig fyrir Washington og Rúmeninn Gheorghe Muresan 15 stig en kappinn er 2,31 m á hæð. Þjóðveijinn Detlef Schrempf skor- aði 21 stig fyrir Seattle gegn Boston í Boston Garden. Sam Perkins kom næstur með 1-7 stig. Dee Brown skor- aði 26 stig fyrir Boston og Rick Fox 17 stig. Þetta var annar ósigur Boston í röð eftir sjö sigra í röð á undan. Dallas gerði góða ferð til Minnesota og sigraði í jöfnum leik. Jim Jackson kom sigrinum í örugga höfn með þriggja stiga körfu 20 sekúndum fyr- ir leikslok. Jamal Mashbum gerði 26 stig fyrir Dallas og Jackson 19 stig. Isaiah Rider skoraði 22 stig fyrir Minnesota sem tapaði þriðja leiknum í röð. Nýliðarnir Allan Houston og Lindsey Hunter voru í sviðsljósinu hjá Detroit gegn Milwaukee. Houston skoraði 28 stig og Hunter 19 stig og tíu stoðsendingar. Eric Murdock gerði 24 stig fyrir Milwaukee. Philadelphia tapaði heima fyrir sterku liði Cleveland. Gerald WOkins skoraði stig fyrir Cleveland og Brad Daugherty 18 stig og tíu fráköst. Clar- ence Weatherspoon skoraði 31 stig fyrir 76’ers. Indiana sigraði Charlotte á útivelli þar sem Reggie Miller gerði 25 stig fyrir Indiana en Eddie Johnson skor- aði 32 stig fyrir Charlotte. Larry Johnson, Alonzo Mourning og Scott Burrell léku ekki með Charlotte vegna meiðsla. Chris Mullen skoraði 22 stig og Latrell Sprewell 21 fyrir Golden State gegn Denver. LaPhonso Elhs gerði 18 stig fyrir Denver. ÚrsUt leikja í nótt: Boston - Seattle.............84-97 76’ers - Cleveland..........97-105 Washington - New York........80-85 Charlotte - Indiana...........112-124 Atlanta - Orlando...........118-99 Detroit - Milwaukee.........104-90 Minnesota - DaUas............88-92 Golden State - Denver........97-84 -JKS Broddi íþrótta- maður Reykjavíkur Broddi Kristjánsson, badminton- maður úr Tennis- og Badmintonfé- lagi Reykjavíkur, var í gær útnefnd- _ ur íþróttamaður Reykjavikur fyrir árið 1993. Það er Framkvæmdanefnd íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að valinu og tUkynnti það í í hófi í Höfða í gær. Þetta er í 15. sinn sem íþróttamaður Reykjavíkur er valinn en hlutgengir eru íþrótta- menn og íþróttakonur sem átt hafa -*lögheimUi í Reykjavík síðastliðin 5 ár og jafnfram keppt með íþróttafé- lagi innan ÍBR. I ræðu Ara Guðmundssonar, for- manns íþróttabandalags Reykjavík- ur, þegar valið var tilkynnt kom fram meðal annars: „Broddi hóf 7 ára að iðka badminton hjá TBR og varð árið 1978 unghngameistari í öUum þrem- ur greinum í badminton, einliöaleik, tvUiðaleik og tvenndarkeppni og árið eftir lék hann sinn fyrsta landsleik sem síðan eru orðnir 114. Broddi hefur næstum haft einkaá- skrift að íslandsmeistaratithnum í einliðaleik síðan 1980, en alls hefur hann orðið íslandsmeistari í einliða- leik 11 sinnum, tvUiðaleik 11 sinnum og tvenndarkeppni 6 sinnum. Broddi er nú íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik." -GH Eldurinn í Finnlandi Ólympíueldurinn kom tíl Finnlands 1 fyrradag á leiðinni til vetrar- ólympíuleikanna í norska bænum LiUehammer en þeir hefjast 12. febrú- ar. Eldurinn var fluttur flugleiðis frá Kaupmannahöfn, en þar hafði hann verið frá því á laugardag. Hann var tendraður í Ólympíu í Grikklandi þann 16. janúar. Þegar eldurinn berst til LUIehammer verður búið að tlytja hann hlaup- andi, akandi og fljúgandi 6.500 kilómetra leiö, frá Grikklandi um Þýska- land, Danmörku, Finnland, Sviþjóð og Noreg. -VS Bandarískur sigur í bruni ’ Bandaríska stúlkan Hilary Lindh sigraði i bruni í heimsbikarkeppninni í Sierra Nevada á Spáni í gær. Þetta var fyrsti sigur Lindh i heimsbikar- keppni en hún vann til bronsverðlauna á síðustu ólympíuleikum. Melanie Suchet frá Frakklandi varö önnur og italska stúlkan Isolde Kostner þriðja. Margar af bestu brunkonum heims kepptu ekki á þessu móti vegna bana- slyss austurrísku stúlkunnar Ulrike Maier um síðustu helgi. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð er efst að stigum í samanlögöum greinum HM. Hún hefur hlot- ið 1029 stig, Vreni Schneider, Sviss, er önnur með 1010 og Anita Wachter frá Austurríki þriðja með 898 stig. GH/Símamynd Reuter1 Broddi Kristjánsson, íþróttamaður Reykjavikur 1993, með verðlaunagripinn veglega sem fylgir útnefningunni. DV-mynd Brynjar Gauti Ferguson reiður út í fréttamenn BBC: Bíða spenntir eft- ir að við töpum Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, er ævareiður þessa dagana eftir ummæli frétta- manna á bresku útvarpsstöðinni BBC á leik Norwich og Manchester United í bikarkeppninni sl. sunnu- dag. Ferguson vandar þeim BBC- mönnum ekki kveðjumar eins og fram kemur hér að neðan og hann sakar BBC um að vinna á móti sínu liði. Upphaf málsins er að Eric Cantona braut illa af sér í leiknum gegn Norwich og fékk að líta gula spjaldið. Menn vom á einu máh um að brotið hefði verið gróft er Cantona braut á John Polston og jafnvel hefði verið ástæða fyrir dómarann að reka Can- tona af leikvelli. Jimmy Hill, einn af íþróttafrétta- mönnum BBC, lýsti leiknum og var ekki að spara stóm orðin. Hann sagði brotiö auvirðilegt og í raun glæpsam- legt. Eftir leikinn sagði Hill: „Can- tona er frábær leikmaður en hann gerði öll hrósyrði að engu er hann sparkaði á glæpsamlegan hátt í Pols- ton og dómarinn sá það ekki. Þetta var forkastanlegt brot. Og það er synd að svona snjall leikmaður skuli þurfa að haga sér svona. Þorpara er þörf í leikhúsi en við þurfum þá ekki á knattspymuvellinum.“ Ferguson alveg bálreiður Ferguson frétti af þessum ummælum fréttamannsins og varð vægast sagt bálrpiður: „Ef það er slúður eða svindl í gangi í þessum heimi þá er Hill slúðrarinn eða svindlarinn. Ég hef ekki áhuga á mönnum eins og Jimmy Hill. Fyrir þremur árum af- skrifaði hann mitt hð þegar við urð- um bikarmeistarar. Það sýnir hvað hann veit um knattspymu. Alhr íþróttafréttamennirnir á BBC em aðdáendur Liverpool og þeir bíða spenntir eftir því að við töpum. Þessi skrhl, Jimmy Hhl, Alan Hansen og Barry Davies, mun verða á öllum okkar leikjum í bikamum og bíða eftir því að við töpum leik.“ -SK FH-ingarmeð hópferðáSelfoss FH-ingar verða með aðgöngu- miða í forsölu á undanúrshtaleik- inn gegn Selfossi á laugardaginn kemur. Forsala er í Sjónarhóli, Kaplakrika, frá kl. 16 fram að leikdegi - 200 kr. fyrir börn, 700 fyrir fuhorðna. FH-ingar bjóða upp á rútuferð á leikdag og verð- ur lagt upp kl. 14.45. Verð er 300 kr. fram og th baka. -JKS Fjölnisstúlkur fáliðsstyrk Meistaraflokkur kvennahðs Fjölnis í Grafarvogi hyggur á stóra hluti í 2. deildinni í knatt- spyrnu í sumar. Á síðustu dögum hefur hðiö fengið öhugan og góð- an liðsstyrk og alls hafa bæst við niu leikmenn. Þar ber fyrst að telja Margréti Sigurðardóttur sem leikið hefur með Breiðabliki og á að baki 10 A-landsleiki. Hinar eru: Heiða Ingimundardóttir og Heiða Har- aldsdóttir úr Reyní, S, Guðbjörg Ósk Ragnarsdóttir frá Val, Berg- lind Jónsdóttir, Olga Stefánsdótt- ir, Ásta Pétursdóttir og Jóna Sig- urðardóttir, allar úr Fram, og Valdís Rögnvaldsdóttir úr KR. -GH Unglingaliðið leikuráSpáni Nú er nokkuö Ijóst að unghnga- landsliðið í knattspyrnu, undir 18 ára, leikur vináttuleik gegn Spánverjum ytra þann 11. maí i vor. Leikurinn verður á mhh við- ureignanna tveggja við Portúgah í 16-hða úrshtum Evrópukeppn- innar en þeir leikir verða á ís- landi 8. maí og í Portúgal 15. maí. -VS Drengjaliðið ieikuráMöltu Drengjalandshðið i knatt- spyrau, undir 16 ára, tekur þátt í móti á Möltu um páskana. Mót- hetjar þar veröa Malta, Rússland og Austurríkí. Liöið fer síðan í úrshtakeppni Evrópukeppninnar á írlandi í lok apríl og þar er ís- land í riðh með Úkraínu, Tyrk- landi og Belgíu. -VS Lee-Gartnerekki til Lillehammer? Kanadíska skiðakonan Kerrin Lee-Gartner sem varð ólympíu- meistari í bruni á síðustu ólymp- íuleikum er mjög efins um að keppa í Lhlehammer. Lee-Gartn- er var góð vinkona Ulrike Maier en eins og komið hefur fram lést í hún sviplegu slysi í brunkeppni heimsbikarkeppninnar um síð- ustu helgi. Lee-Gartner keppti ekki í bruni á Spáni í gær eins og margar aðrar brunkonur vegna slyssins. -GH Meistararnir hikstuðu Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBK í körfuknattleik kvenna hikstuðu aðeins í gærkvöldi þegar þeir sóttu Valheim í l. deild. Keflavík- urstúlkumar komust að vísu í 0-13, en Valur sneri dæminu við og var yfir í hálfleik, 35-34. ÍBK sigraði þó að lokum, 63-70. Jenny Anderson, sænsk stúlka sem er fyrir stuttu komin til Vals, var stigahæst hjá Hhðarendahð- inu með 14 stig. Linda Stefáns- dóttir skoraði 11 og Ingibjörg Magnúsdóttir 8. Elínborg Her- bertsdóttir skoraöi 22 stig fyrir Keflavik, Anna María Sveinsdótt- irl6ogÓlgaFærsethl4. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.