Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 Fréttir Sýmngum á óperunni Evgení Önegín hætt eftir 9. sýningu: Óperan á ekki fé fyrir uppfærslu næsta haust „Óperuáhugi er ungur á íslandi og fólk er íhaldssamt á verkefnav- al. Því höfum við orðið að binda okkur mikið viö óperur sem hljóma ‘kært í eyrum og þar sem fólk þekk- ir aríumar. Við höfum verið gagn- rýnd fyrir að fara kannski of troðn- ar slóðir en sem opinbert óperuhús verðum við einnig að uppfæra minna þekktar óperur. í fyrra voru 100 ár liðin frá láti Tsjajkovskíjs og því fannst okkur tilvahð að ríða á vaðið og uppfæra Evgení Ónegín, vinsælustu rússnesku óperuna. Virkilegir óperuunendur eru okk- ur þakklátir en almennir áhorfend- ur hafa farið mjög varlega. Sala aðgöngumiða hefur gengið það treglega að við höfum auglýst síð- ustu sýninguna annan laugardag," sagði Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperustjóri íslensku óperunnar, viðDV. Mjög treglega hefur gengið að selja miða á óperuna Evgení Óneg- ín í íslensku óperunni. Eftir 7 sýn- ingar hafa 2.500 manns séð sýning- una sem þýðir að einungis 6,7 millj- ónir hafa skilað sér í kassann. Níunda sýningin, annan laugar- dag, verður sú síðasta. Eftir hana má áætla að rúmar 8 milljónir hafi komið í kassann. Að sögn Ólafar þarf fullt hús til að standa imdir hverri sýningu á Evgení Ónegín en hátt í 100 manns starfa við hveija sýningu. Þegar svo dræmlega gangi að selja miöa borgi sig ekki að sýna oftar en einu sinni í viku. Þá sé dýrt að Gunnar Guðbjömsson fljúgi til landsins frá Þýskalandi fyrir aðeins eina sýn- ingu 1 einu. Það kostar 18-20 milljónir að setja upp ópem, sem er kostnaður fram að frumsýningu, en uppfærsla Evg- ení Ónegín er í dýrari kantinum. íslenska óperan fær árlega 30 millj- ónir úr ríkiskassanum en leggm1 sjálf fram 5 milljónir á móti. „Viö tökum þátt í uppfærslu á Niflungahring Wagners með Þjóð- leikhúsinu, Sinfóníunni og Lista- hátíð í vor. Þar fara síðustu pening- amir okkar svo við stöndum uppi peningalaus þegar nýtt sýningarár hefst í haust. Við höfum ekki efni á uppfærslu á ópem fyrr en eftir áramót og verðum þá að taka fyrir einhvem konfektmolann sem gengur í áhorfendur." Ólöf Kolbrún telur ekki að um rangt verkefnaval sé að ræða. „Viö erum mjög ánægð með upp- færslu okkar á Evgení ðnegín, höf- um fengið góða dóma og mikla umflöllun. En fólk hugsar sig tvi- svar um áður en það greiðir 2.700 krónur fyrir miða á ópemsýningu. Nú em erfiöir tímar og svo margt annað sem virðist hafa forgang fram yfir óperu,“ sagði Ólöf Kol- brún. -hlh Fiskveiðasjóður til bjargar SR-mjöli - bankastjóri Landsbankans er formaður sjóðsins „Með lánveitingu Fiskveiðasjóðs er í raun verið að greiða upp lán aö sömu upphæð og Landsbankinn tók fyrir okkar hönd. Þessar lánveiting- ar vora á sínum tíma um milljarður króna en síðan var borgað af þessum lánum í desember þannig að eftir stóðu um 850 milljónir. Með endurfj- ármögnun Fiskveiðasjóðs er enn ósamið um ábyrgðir upp á 300 millj- ónir. Það á eftir að ræða betur við Landsbankann um þessa ábyrgð," segir Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR-mjöls. Fiskveiðasjóður hefur ákveðið að veita SR-mjöh 550 milljóna króna lán. Formlega á þó eftir að ganga frá lán- veitingunni. Fiskveiöasjóður er í eigu ríkisins og Uta sumir svo á að þar með sé lánveitingin til SR-mjöls sjálfkrafa með ríkisábyrgð. Athygli vekur í þessu sambandi að stjómar- formaður Fiskveiðasjóðs er Björgvin Vilmundarson en hann er jafnframt bankastjóri Landsbankans. Samkvæmt heimildum DV var lán- ið veitt vegna endurbóta á verk- smiðju SR-mjöls á Seyðisfirði til að uppfylla lagaskilyrði varðandi útlán sjóðsins. í raun er hins vegar um að ræða lán til að endurfjármagna lán sem Landsbankinn er í ábyrgð fyrir. Mikilar deilur urðu í kjölfar sölu SR-mjöls um áramótin, en þá var til- boði Haralds Haraldssonar í Andra hafnað. Tilboð Haralds hljóðaði upp á 801 mihjón og loforö um að tæplega eins miUjarös skuld við Landsbank- ann yrði greidd upp. Tilboðið sem var tekið hljóðaði upp á 725 miUjónir króna og gerðu kaupendur ráð fyrir að þeir gætu yfirtekið áhvílandi lán Landsbankans. Á þetta sættist Landsbankinn ekki enda vildu stjómvöld ekki kannast við að ríkisábyrgð væri á lánunum. í kjölfar sölunnar krafðist bankinn að eigendur SR-mjöls settu fram tryggingar fyrir áhvílandi lánum eða greiddu þau upp þar sem ríkisábyrgð væri ekld fyrir hendi. Við þessari kröfu hefur SR-mjöl nú að hluta til orðið með hjálp Fiskveiðasjóðs. Rík- isábyrgðin á skuldum fyrirtækisins hefur með öðrum orðum verið flutt af bankanum á sjóðinn. Samkvæmt heimildum DV þykir lánveitingin hins vegar orka tvímæl- is. í Lánasýslu ríkisins er verið að kanna hvort lán Fiskveiðasjóðs njóti ríkisábyrgðar og hvemig að lánveit- ingunni til SR-mjöls var staðið. Lík- legt er að ágreiningur komi upp um máUð milU stjórnenda Fiskveiöa- sjóðs og fuUtrúa fjármálaráðuneytis. Hvorki stjómarmenn né starfsmenn Fiskveiðasjóðs vilja tjá sig um máUð. -kaa Fréttaskýring DV í gær um væntanlegar breytingar hjá Framsóknarflokknum vakti mikla athygli meðal þing- manna. Hér heldur Árni Ragnar Árnason á blaðinu en samþingmenn hans, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ingi- björg Pálmadóttir og Árni Mathiesen, lesa lika. DV-mynd GVA Stuttar fréttir Akureyri: Jón ekki álista sjálfstæð- ismanna Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyrú Jón Kr. Sólnes, bæjarfuUtrúi SjáJfstæðisflokksins á Akur- eyri, hefur ákveðið að taka ekki sæti. á Usta flokksins fyrir bæj- arsljómarkosningamar í vor. Jón tók þessa ákvöröun eftir að hann haföi verið jafh Þórami B. Jónssyni i 3. sæti í prófkjöri flokksins en Þórarinn fengið sætið á hlutkesti og Jóni gert að vera í 5. sæti. Jón sætti sig ekki við að missa sætið á hlutkesti, sagöi sig af Usta flokksins, en sagði í gær að hann hefði ekki íhugaö sér- framboð. Akureyri: Jakob bæj- arsfjóra- efni Fram- sóknar Gyifi Kris^ánæon, DV. Akureyri; Jakob Björnsson, bæjarfuU- trúi Framsóknarflokksins á Akureyri, verður í 1. sæti á Usta flokksins í kosningunum í vor, og honum er um leið teflt fram sem bæjargtjóraefni flokksins. Framsóknarmenn brjóta þar meö blað í sögunni á Akureyri, því þar hefur til þessa ekki ver- iö teflt fram póUtísku bæjar- stjóraefiú. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, sem verið hefur oddviti iram- sóknarmanna í bæjarstjórn, gefúr ekki kost á sér áfram og Jakob tekur sæti hennar. I næstu sætum koma: 2. Sigfríður Þorsteinsdóttir tækniteiknari, 3. Þórarinn E. Sveinsson bæjar- fuUtrúi, 4. Guðmundur Stefáns- son framkvæmdastjóri, 5. Ásta Sigurðardóttir sjúkrahöi og 16. sæti Oddur HaUdórsson blikk- smíðameistari. Framsóknar- flokkurinn á þrjá fuUtrúa í bæj- arstióm Akureyrar. Össur braut lög þegar hann flutti embætti veiðistjóra til Ak- ureyrar. Þetta er mat laganefnd- ar BHMR. RÚV greindi frá þessu. lesbiuf gefa bióð Lesbiur hafa iengið leyfi heU- brigöisyfirvalda til að gefa blóð hjá Blóðbankanum eftir langa baráttu viö kerfið þar um. Stöð 2 greindi frá þessu. í væntanlegu frumvarpi tU lög- reglulaga er gert ráð fyrir emb- ætti rikislögreglustjóra í stað rannsóknarlögreglustjóra ríkis- ins hjá RLR. Ríkislögreglustjóri yrði yfirmaöur aUra lögreglu- embætta i landinu. Þetta kom fram á RÚV. BSstjórar í hár saman Sendibílstjórar og leigubílstjór- ar em enn farnir að deila um fiutninga á bréfum og bögglum. Samkvæmt RÚV taka sendibíl- sljórar upp á myndband bréfa- Qutninga leigubílstjóra til að nota sem sönnunargögn í væntanlegu dómsmáli. Beatríxiheimsókn Beatrix Hollandsdrottning og Klaus prins, eiginmaður hennar, koma í sina fyrstu opinbera heimsókn til íslands í sumar og endurgjalda þar með nýlega heimsókn Vigdísar til Hollands. Skákþingi Reykjavíkur lauk í gærkvöld meö sigri Sævars Bjarnasonar. Sævar lilaut 9 vinn- inga af 11 mögulegum og telst þar með skákmeistari Reykjavíkur. Lóraninn lagður niður HaOdór Blöndal samgönguráö- herra hefur ákveðiö að leggja lór- an-ckerfiðniður sem er staðsetn- ingarkerfi fyrir skip og flugvélar. GPS-staðsetningarkerfið er farið að taka við hlutverki lóransins. Ríkissjónvarpiö greindi frá þessu. Borgarskjalasafn Reykjavíkur leitar eftir gömlum einkaskjölum á sýningu f tilefni 50 ára afinælis lýðveldisins í sumar. Samkvæmt Alþýöublaðinu gefst fóUti núna tækifæri til að draga fram gömlu ástarbréfin. _bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.