Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Stuttarfréttir Særðum hjúkrað Bandarískir herlæknar í Þýskalandi geröu að sárum manns frá Sarajevo og fleiri eru á leiðinni. Tyrkir í brúarsmíði Tyrkir ætla að endurbyggja sögufræga brú í Mostar. Juppé vill úrslitakosti Alain Juppé, utanríkisráö- herra Frakk- lands, segist fremur heföi viljaö að EB setti Serbum viö Sarajevo úrslitakosti en EB-ráðherrar lýstu aðeins yflr stuðningi við Ioftárásir. EB veikt fyrir Úkraínu Evrópubandalagið vill nánari tengsl við Úkraínu. ÁmótiEMsabetu Flestir Ástralir vijja losa sig við Elísabetu Englandsdrottningu og gera landið að lýðveldi. Gáfustupp Geimfarar í geimskutlunni eru hættir við að setja gervitungl á baug umhverfis jörðu. CUntonogfjáriögin Clinton Bandarikjafor- seti sendi þing- inu fjárlög sín fyrír fjárhags- árið 1995 og hljóða þau upp á 1,518 trilljónir dollara og er ætlað aö draga úr (járlaga- halla. Baliadurdalar Vinsældir Edouards Balladurs, forsætisráðherra Frakklands, hafa dalað aö undanfómu. Snoöinkollardæmdir Tveir þýskir snoðinkollar og bareigandi -voru dæmdir til fangavistar fyrir að myrða mann sem þeir töldu gyðing. SprengtíPerú Tveir fórust í bílasprengju maó- ista við bækistöðvar flughersins í Lima í Perú. Skjálftinn stærri Styrkleiki jaröskjálftans í Los Angeles hefur verið endurmetinn og var hann 6,7 stjg. AurskriðuríLA Aurskriður féllu 1 Los Angeles i gær og færðu heimfli á kaf. Forsetikvaddur Leiötogar Frákklands og Afr- íkuríkja fylgdu forseta Fílabeins- strandarinnar til grafar í gær. Flugeldardrepa Þijár óskyldar flugeldaspreng- ingar grönduðu 22 í Kína. Söngleíkur bannaður Breskur dómstóil bannaði flutning söngleiks um íjölmiöla- kónginn Maxwell. PeresogArafat Shimon Per- es sagði klukkustund- arfund hans og Yasser Arafats í Kairó, þar sem rætt var um sjálfstjórn Palestinu- manna, lofa góðu. Sprengjaíbanka Sprengja sprakk í banka í Kaíró og lögreglan aftengdi tvær aðrar sprengjur í bönkum. Engarlausnir Zeroual Algeríuforseti sagöí erfitt að leysa deilur landsins nema allir aðilar ræddust við. Keuter Utlönd Fómarlömb voðaverksins í Sarajevo borin til grafar: Ekki fleiri innantóm- ar hótanir um árásir - segir Bill Clinton Bandaríkjaforseti Kona í Sarajevo fórnar höndum til himins þegar hún fylgist með sjúkraliðum SÞ flytja illa særðan eiginmann hennar á brott. Eiginmaðurinn var einn þeirra tvö hundruð sem slösuðust í árásinni á markaðstorgið á laugardag. Símamynd Reuter Það var grátur og gnístran tanna í Sarajevo í gær þegar 59 fómarlömb blóðbaðsins á aðalmarkaðstorgi borgarinnar um helgina voru borin til grafar, bæði múslímar og Serbar. Margar fiölskyldnanna biðu þar til skuggsýnt var orðið tfl að verða ekki fyrir barðinu á serbneskum leyni- skyttum. AUs fórust 68 manns og um tvö hundruð hlutu sár í árásinni sem er blóðugasta grimmdarverkið í gjörv- öllu borgarastríðinu í Bosníu. Serbnesku útfarirnar voru fá- mennar fiölskylduathafnir í litlum kirkjugörðum á meðan útfarir mús- límanna drógu að sér mun fleiri syrgjendur, allt að tvö hundruð manns í einu tflviki. Sex íslamskir karlmenn og ein kona voru grafin í Kovaci-kirkju- garðinum sem áður fyrr var bara venjulegur almenningsgarður. Serb- ar hafa margoft skotið úr byssum sínum á syrgjendur í kirkjugarðin- um. Blóðbaðið á markaðstorginu hefur vakið mikinn óhug um heim allan og stuðningur um að gera Sarajevo að herlausu svæði hefur aukist til muna. Þá eru vesturveldin nær því en nokkru sinni að skerast í leikinn í Bosníu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við beiðni Sam- einuðu þjóðanna um að NATO undir- byggi loftárásir við Sarajevo ef þörf krefði og varaði enn einu sinni við því að bandalagið bæri fram „innan- tómar hótanir". „Ég tel ekki að við ættum að bera fram fleiri innantómar hótanir," sagði Clinton viö fréttamenn í Hous- ton. Bosníu-Serbar, sem vilja reyna að koma í veg fyrir að loftárásir verði gerðar á stöðvar þeirra umhverfis Sarajevo, féllust á að semja um frið í borginni sem yrði utan við heildar- samninga um frið í borgarastríðinu sem hefur staðið í 22 mánuði. Yashushi Akashi, sérlegur sendi- maður SÞ í fyrrum Júgóslavíu, sagði að Slobodan Milosevic Serbíuforseti væri fylgjandi því að allar hersveitir yrðu fluttar frá Sarajevo. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, varaði við því í gær að loftárásir yrðu gerðar og sagði þær ekki myndu leysa deiluna. Hann sagði að ofbeldið myndi aðeins fær- ast í aukana. Reuter Norræn dagblöð um finnsku forsetakosningamar: Finnar vildu heldur gráan jafn- aðarmann en litríka hægrikonu „Finnskir kjósendur vildu heldur fá gráan embættismann úr röðum jafnaðarmanna en litríka og frjáls- lynda hægrikonu fyrir forseta sinn næstu sex árin.“ Þetta sagði norska blaðið Dagblad- et í forystugrein í gær þar sem fiallað var um úrslit forsetakosninganna í Finnlandi á sunnudag þegar Martti Ahtisaari sigraði Elísabetu Rehn. Blaðið telur að Sem forseti muni Ahtisaari fara nokkuð svo troðnar slóðir, auk þess sem hann hafi litla reynslu af sfiómmálum og sé ekki um of bundinn á flokksklafann. Dönsk blöð túlkuðu mörg hver kjör Ahtisaaris sem upphaf nýrra tíma í Finnlandi. „Hinn 56 ára gamli Martti Ahtisa- ari markar einmitt nýtt upphaf. Það sýndi sig að vera kostur fyrir hann að vera ekki stjórnmálamaður og koma nú heim eftir tuttugu ára þjón- ustu í útlöndum," sagði í grein í Jyl- lands-Posten. Blaðið Politiken kallaði kjör Ahtisaaris „klárt stílbrot" miöað við fyrirrennara hans í forsetaembætt- inu og sagði að það sýndi að finnskir kjósendur vildu nýja krafta án tengsla við hiö hefðbundna flokka- kerfi. Dagens Nyheter í Stokkhólmi segir að heiðviröur borgari án mikillar reynslu af stjómmálum verði tíundi forseti Finnlands en ástæða sé til að ætla að hann muni láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Kosningasérfræðingar í Finnlandi vom sammála um það í gær að Elísa- Martti Ahtisaari, nýkjörinn forseti Finnlands. Símamynd Reuter bet Rehn heföi goldið þess að vera sænskumælandi og það eigi sinn þátt í því að hún tapaði fyrir Ahtisaari. Finnska blaðið Helsingin Sanomat sagði að Rehn mætti hins vegar vera ánægð með sinn hlut þar sem hún hefði brotið blað í sögu Finnlands. „Enginn hefði geta spáð fyrir um þaö fyrir tveimur mánuðum að kven- framhjóðandi tungumálaminnihlut- ans ætti eftir að komast áfram í aðra umferð kosninganna. Rehn sannaöi aö hvorki tungumálamúrinn né kyn- ferðið eru lengur hindrun fyrir.að komast í forsetaemhættið," sagði í Helsingin Sanomat. Ahtisaari sagði í gær að hann mundi leggja áherslu á sköpun nýrra atvinnutækifæra, í samvinnu við ríkissfiómina. ntb, Ritzau, TT, fnb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.