Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Á fall sjálfstæðismanna Geysimikil umræöa og áhugi á prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík fyrir rúmri viku dugöi ekki til aö lyfta fylgi flokksins í borginni. Niöurstöður skoöana- könnunar DV, sem voru birtar í gær, eru áfall fyrir sjálf- stæöismenn. Þær sýna enn á ný það, sem fáir hefðu tal- iö fyrir nokkrum mánuðum, aö Sjálfstæðisflokkurinn er í þann mund aö missa borgina úr höndum sér. Þaö mun flestum sjálfstæöismönnum þykja meira áfall en þótt mikið fylgi tapaöist í þingkosningum. Prófkjörið þótti hafa tekizt þokkalega, og margir sögöu, aö nú heföi verið „hreinsað út“ meö því aö tveir óvinsæl- ir borgarfulltrúar fengu pokann sinn. Vafalaust er fram- boöshstinn sterkari en áöur eftir fah Júlíusar Hafsteins og Sveins Andra Sveinssonar. Þaö á einkum við hinn síðamefnda, sem varð persónugervingur mjög óvinsæha aðgerða meirihlutans í málefnum Strætisvagna Reykja- víkur. En þó vissu menn, að Sveinn Andri bar ekki ábyrgöina heldur meirihluti sjálfstæðismanna í hehd sinni. Reiðin vegna SVR-málsins hefur vafalaust verið meiri en meirihlutamenn óraði fyrir. Það sýnir skoðana- könnun DV um það mál, sem er birt í DV í dag. Fólk var spurt, hvort það væri fylgjandi eða andvígt breytingu Strætisvagna Reykjavíkur í hlutafélag. Niður- stöður urðu, að af þeim sem tóku afstöðu, voru yfir 70 af hundraði andvígir þessari breytingu. Skoðanakönnun- in leiddi ennfremur í ljós, að helmingur af kjósendum Sjálfstæðisflokksins var andvígur þessari breytingu. Þannig gekk forystan gegn almenningi. Málefni SVR mun hafa mikil áhrif á borgarstjómar- kosningamar í vor. Ahajafna veitir almenningur borgar- málefnum tiltölulega litla athygh. Þjóðmálin hafa miklu meiri áhrif. En ýmsar athafnir meirihlutans hafa hleypt hlu blóði í almenning, og vandséð að ástandið breytist sjálfstæðismönnum í vh fyrir kosningamar. Annað dæmi um „klúður“ em fyrirætlanir um endurbyggingu Korp- úlfsstaða sem hstasafiis. DV spurði um það mál í skoðanakönnun fyrir tæpum mánuði. Þessar áætlanir mæltust mjög hla fyrir. Tæplega tveir þriðju kjósenda í Reykjavík reyndust andvígir því, að ráðizt yrði í endurbyggingu Korpúlfsstaða sem hsta- safhs. Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins í borginni lagðist gegn þessum ráðagerðum forystunnar samkvæmt þessari skoðanakönnun. Einnig þama hafði meirihlutinn reytt fólk th reiði. Þótt framboðshsti sjálfstæðismanna í borginni hafi skánað, skortir þar mjög htríkt fólk. Öðmvísi var hér fyrrum, þegar forysta flokksins í borginni einkenndist af sterkum mönnum. Markús Öm Antonsson hefur ekki getað fyht það skarð, sem Davíð Oddsson skhdi eftir. Vissulega bendir aht th þess, að hinn sameiginlegi hsti minnihlutaflokkanna verði ekki heldur ýkja bitastæður, en þó horfa margir th Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og vona, að hún reynist meiri bógur en núverandi borgar- stjóri. Ástandið í landsmálum og óvinsældir ríkisstjómarinn- ar hafa einnig áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins í borg- inni. Að því leyti minnir staðan á árið 1978, þegar sjálf- stæðismenn töpuðu borginni vegna óvinsælda ríkis- stjómar en þrátt fyrir vinsældir Birgis ísleifs Gunnars- sonar borgarstjóra. Nú er staðan þó önnur að því leyti, að óánægja með htlaust framboð sjálfstæðismanna og klúðurslega stjóm borgarinnar bætist við óvinsældir rík- isstjómarinnar. Haukur Helgason „Og þarna er SÍS-húsið sem sænskt tónskáld, Anre nokkur Mellnás, hélt að væri ferjan til Akraness." íslenski draumurinn Þegar manni verður litið út um gluggann (vinnustofa mín er á 3. hæð - með útsýni yfir Sundin blá) verður fyrst fyrir að dást að um- hverfi Reykjavíkur. Jafnvel meng- unin getur oröið falleg við viss skii- yrði! Síðan fer maður aö dást að dugn- aði okkar sjálfra, framkvæmdun- um og byggingunum - jafnvel bíla- flotanum - sem prýða framsviðið. Ég segi „prýöa“ enda þótt orðið orki tvímælis við nánari skoðun. Ég hef þó íslenska drauminn fyrir augunum - öll minnismerkin um athafnasemi okkar, smekk og gild- ismat, gegnum tíðina. Ekki er það ónýtt þegar borgarstjórnarkosn- ingar fara í hönd hér í höfuðborg- inni næsta vor. Laugardalur og Laugarás Þarna er Laugardalurinn með sínum íþróttamannvirkjum og elli- heimilum, Laugarnesskólanum, þar sem Gunnar Guðmundsson og Hjörtur Kristmundsson komu mér til nokkurs þroska enda þótt Hjört- ur heimtaði að syngja einsöng á litlu jólunum með aðstoð nemenda sinna. Og þama er SÍS-húsið sem sænskt tónskáld, Arne nokkur Mellnás, hélt að væri feijan til Akraness. Og ekki má gleyma Laugarásn- um, sjálfu Snobbhilli - með sinni framúrstefnulegu kirkju og fyrstu „skýjakljúfum" borgarinnar sem reyndar eru ætlaðir fyrir venjulega menn til að búa í. Það verður að segjast eins og er að Laugarásinn með sínum villum er ansi fallegur tilsýndar og er ein af þessum þokkafullu hæöum sem höfuðborg- in stendur á eins og Rómaborg og gott ef við höfum ekki vinninginn yfir borgina eiiífu sem aðeins stendur á 7 hæðum. Gamli miðbærinn Þegar íslenski draumurinn er skoðaður betur líkist hann meir öðrum draumum og ekki allt æski- legt hvað þá fagurfræðilegt sem þar birtist. Höfuðborgin hefur þanist út um allar jarðir, sem hefur sína KjáUarinn Oddur Björnsson rithöfundur kosti hvað snertir svæði og bletti, og líkist raunar milljónaborg í skammdeginu þegar búið er að kveikja öll ljósin. Sem er af hinu góða, a.m.k. fyrir ímynd draums- ins. Ekki höfum við þó sýnt neina fagurfræðilega meistaratakta í byggingum og skipulagi (með und- antekningum) gegnum tíðina eða frá því uppbyggingin mikla hófst á árdögum lýðveldisins fram á okkar dag. Einkum var syndgað gróflega á fyrstu áratugimum í þessu efni; í dag er þó margt skemmtilegt, þó ekki óumdeilanlegt á ferðinni. Má þar fyrst nefna það framtak ein- staklinga að endurreisa gömlu hverfin og gera þau á ný aðlaðandi og skemmtileg. Áhersla borgar- stjórnar og sýnileg viðleitni að end- urlífga gamla miðbæinn er einnig mjög lofsverð og gleðileg enda nýt- ur hún stuðnings framkvæmda- samra einstakhnga með hug- myndaflug og jafnvel bisnessvit, svo sem Laugavegurinn með þver- götum ber vott um. Stórslys úr steinsteypu Margt af því sem gert var á fyrstu áratugunum eftir stríð á ég erfitt með að fyrirgefa og veldur gremju enn í dag. Á þessum tíma urðu stór- slys úr steinsteypu til að breyta myndinni gróflega, m.a. ásýnd mið- bæjarins. Eftir því sem lóðirnar urðu verðmætari urðu slysin hrikalegri svo sem hverjum manni má vera ljóst sem röltir óstressaður um svæðið með opin augun, t.d. frá norðurenda Laufásvegar - sem annars er með fallegri götum - og sem leið liggur eftir Kvosinni, að Austurvelli meðtöldum. Hvaö skipulag varðar eru dæmin jafnvel enn grófari. Hvað segja menn um gamla Kleppsveginn (sem nú heitir víst Sæbraut) með útsýni yfir Sundin blá að Viðey meðtaldinni? Þama risu upp pakkhús og kassa- gerðir og ég veit ekki hvað til að byrgja útsýnið - sem e.t.v. var það dýrmætasta og „persónulegasta" sem bærinn hafði af aö státa, m.ö.o. ómetanlegt. Ég hef ekkert á móti Sundahöfn með sínum eðlilegu umsvifum. - Viðey varð að „feimn- ismáli" enda falin rækilega. Og Háskóhnn „anddyri" fyrir Hótel Sögu! Áhugi borgarstjóra á gamla mið- bænum lofar þó góðu um nýtt gjld- ismat. Oddur Björnsson „Eftir því sem lóðirnar urðu verðmæt- ari urðu slysin hrikalegri svo sem hverjum manni má vera ljóst sem rölt- ir óstressaður um svæðið með opin augun... “ Skoðanir aimarra Takmarkaður áhugi á atvinnuleysi? „Það er óþolandi ástand, að mörg hundruð íslend- ingar hafi hvorki möguleika á vinnu né atvinnuleys- isbótum. Það er ekki við hæfi að vísa fólki á fram- færslu hjá félagsmálastofnunum sveitarfé- laga.. .Fundarsókn á útifundi verkalýðsfélaganna á dögunum sýnir, að takmarkaður áhugi er á vanda- málum hinna atvinnulausu. En nútíma þjóðfélag getur ekki leyft sér að viðhalda gömlum reglum um atvinnuleysisbætur, sem valda því aö fólk verður að segja sig th sveitar." Úr forystugrein Mbl. 6. febr. Er Heimir heigull? „„Það gæti maður svo sem haldið. En Heimir hefur náttúrlega bein í nefinu. Hann beitir sér bara ekki rétt. Það getur verið kraftur í karh. Hann hefur marga kosti og gæti brugðist aht öðruvísi við þessum fíflasirkus í stofnuninni ef hann vhdi. En þetta eru hans aðferðir, sem ég virði og met, þó að ég sé ekki sammála þeim. Ég stend við hvert orð sem ég sagði í bréfinu, en það voru mistök að skrifa það á bréfs- efni frá ríkissjónvarpinu.““ Arthúr Björgvin Bollason í viðtaii við Tímann 5. febr. Aðgengilegasti f lokkurinn „Líklega er Sjálfstæðisflokkurinn aðgenghegasti flokkurinn hérlendis fyrir ahan almenning. Það gera þrátt fyrir aht prófkjörin á borð við þau sem staöið hafa yfir í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og víðar að undanfornu. Um framboðsmál annarra flokka er að meira eða minna leyti tekist á ofarlega í valda- pýramídanum. Þeir eru því hvorki árennhegur né aðgenghegur vettvangur fyrir þá sem vhja hafa áhrif á samfélagið.“ Baldur Kristjánsson sóknarprestur í Pressunni 5. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.