Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 23 Fréttir Prófkjör sjálfstæöismanna í Grindavík: Margrét Gunnarsdóttir líkleg í fyrsta sæti Sjálfstæðismenn í Grindavík ganga að kjörborðinu á laugardag til að velja menn á lista flokksins fyrir sveitarstjómarkosningamar í vor. Fyrirsjáanlegt er aö Margrét Gunn- arsdóttir bæjarfulltrúi nái kjöri í fyrsta sætið á listanum. Tvísýn bar- átta verður hins vegar um annað og þriðja sætið. Af þeim sem stefna í annaö sætið þykir Halldór Halidórs- son viðskiptafræöingur líklegastur til aö ná kjöri eftir harða baráttu við Kristin Benediktsson framkvæmda- stjóra og Ólaf Guðbjartsson skrif- stofumann. Þá þykir sennilegt að Ólöf Þórarinsdóttir húsmóðir beri sigur úr býtum í baráttunni um þriðja sætið. Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem haldið er prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum í Grindavík og er því tals- verður hugur í mönnum þó að próf- kjörsbaráttan hafi verið tíðindalítil fram að þessu. Ljóst er að talsverð endumýjun verður á framboðslistanum því að einungis tveir af fjórum aðal- og varabæjarfulltrúum flokksins gefa kost á sér til endurkjörs, þau Margr- ét Gunnarsdóttir og Ólafur Guð- bjartsson varabæjarfulltrúi. Oddviti flokksins, Eðvarð Júlíusson forstjóri, hættir eftir tólf ára setu í bæjar- stjóm. Málefnaumræða hefur ekki verið mikil í prófkjörsbaráttunni í Grinda- vík það sem af er þó að segja megi að atvinnumálin séu mál málanna eins og víðar á Suðumesjum. Próf- kjörsbaráttan hefur einkum farið fram gegnum greinaskrif í staöar- Þetta er i fyrsta skipti í tólf ár sem haldið er prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum i Grindavík og er því talsverður hugur í mönnum þó að prófkjörsbaráttan hafi verið tiðindalítil. blöðum. Þar hefur komið fram að brýnt þykir að vinna af krafti að nýsköpun í atvinnumálum, auk þess sem leggja verði áherslu á hafnarmál fyrir utan bæjarmál almennt. Búast má viö að baráttan harðni á loka- sprettinum. Opið prófkjör Frambjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins em: Guðmundur Einarsson fiskverkandi, Halldór Halldórsson endurskoðandi, Jón Emil Halldórsson tæknifræðingur, Kjartan Adolfsson skrifstofumaður, Kristinn Benediktsson fram- kvæmdastjóri, Margrét Gunnars- dóttir bæjarfulltrúi, Ólafur Guð- bjartsson varabæjarfulltrúi, Ólöf Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir Þórarinsdóttir húsmóðir og Þorgerð- ur Guðmundsdóttir skrifstofum^- ur. Fljótlega kemur út rit með kynn- ingu á frambjóðendum í Grindavík. Prófkjör sjálfstæðismanna í Grindavík er opið óflokksbundnum jafnt sem flokksbundnum sjálfstæð- ismönnum og verður kosið í Verka- lýðshúsinu við Víkurbraut á laugar- dag frá klukkan 10 til 22. Talning atkvæða hefst að kjörfundi loknum og er búist við aö úrshtin veröi ljós kringum miönætti. HótelLoftleiðir: Bridgehátíð Flugleiða Bridgehátíð Flugleiða verður haldin helgina 11.-14. febrúar og skiptist hún í tvímenning, sem spilaður verður 11. og 12. febrúar, og sveitakeppni sem spiluð verður 13. og 14. febrúar. Spilað er á Hótel Loftleiðum. Tvímenningurinn hefst klukkan 19 fostudaginn 11. febrúar. Þess er krafist að keppendur í tvímenningnum verði spariklæddir, karlmenn í jakkafötum með hál- stau og konur í viðeigandi klæðnaði. Sveitakeppni Bridgehátíðar hefur aldrei verið fjöl- mennari, hvorki meira né minna en 80 sveitir keppa að þessu sinni og komast þó færri að en vilja. Sveita- keppnin hefst sunnudaginn 13. febrúar klukkan 13. Búið er að ganga frá þátttökuhsta keppenda í tvímenn- ingi Bridgehátíðar (48 pör) og listinn er þannig: Keith Singleton-Robin Burns Heidi Lihis-Michael McGlouchhn Even Ulfen-Tor Eivind Hoyland Harald Skæran-John Hahvard Skoglund Zia Mahmood-Russ Ekeblad Mark Molson-Bart Bramley Linda Lángström-Catarina Midskog Lisa Áström-Bim Ödlund Geir Helgemo-Tor Helness Glenn Grötheim-Teije Aa Roy Christiansen-Thor Erik Hoftaniska Aðalsteinn Jörgensen-Björn Eysteinsson Anton Haraldsson-Pétur Guðjónsson Bjöm Theódórsson-Gísh Hafliðason Bragi L. Hauksson-Sigtryggur Sigurðsson EgiU Guðjohnsen-Sverrir Kristinsson Eiríkur Hjaltason-Ragnar Hermannsson Guðlaugur Nielsen-Eggert Bergsson Guðmundur Sveinsson-Sigurður Vilhjálmsson Guðmundur Páh Amarson-Þorlákur Jónsson Haukur Ingason-Jón Þorvarðarson Helgi Jóhannsson-Guömundur Hermannsson Hermann Lámsson-Ólafur Lámsson Hjalti Ehasson-Páh Hjaltason Hjördís Eyþórsdóttir-Ásmundur Pálsson ísak Örn Sigurðsson-Hahur Símonarson Jakob Kristinsson-Matthías Þorvaldsson Jón Baldursson-Sævar Þorbjörnsson Jón Hjaltason-Jón Ingi Bjömsson Jón Sigurbjömsson-Asgrímur Sigurbjömsson Karl G. Karlsson-Karl Einarsson Kjartan Ingvarson-Jón Hersir EUasson Kristján Haraldsson-Amar Geir Hinriksson María Haraldsdóttir-Ólöf Þorsteinsdóttir Páh Valdimarsson-Ragnar Magnússon Pálmi Kristmansson-Guttormur Kristmannsson Ragnár T. Jónasson-Tryggvi Ingason Rúnar Magnússon-Jónas P. Erlingsson Sævin Bjarnason-Ragnar Bjömsson Sigurður B. Þorsteinsson-Gylfi Baldursson Sigurður Sverrisson;Hrólfur Hjaltason Símon Símonarson-Óh Már Guðmundsson Stefán Guðjohnsen-Guðmundur Pétursson Steinar Jónsson-Kristján Blöndal Sveinn R. Eiríksson-Hrannar Erlingsson Sverir Ármannsson-Karl Sigurhjartarson Valur Sigurðsson-Valgarð Blöndal Öm Amþórsson-Guðlaugur R. Jóhannsson -ÍS Ramvilltur í svarta- myrkri á Lágheiði . Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Ungur maður á vélsleða, á leið yfir Lágheiði 4. febrúar, vihtist af leið en fannst eftir nokkra leit fótgangandi upp við kletta í dal sem hggur suð- vestur af Lágheiði. Maðurinn - frá Hofsósi - lagði af stað að kvöldi til úr Fljótum. Þegar hann var ekki kominn til Ólafsfjarð- ar tveim tímum seinna var haft sam- band við Jón Númason á Þrastastöð- um. Sá bær er næstur heiðinni og Jón var beðinn að svipast um eftir manninum. Hann fór á vélsleða og rakti slóð eftir sleða upp á heiði. Jón fór þá heim en þegar ljóst var að maðurinn skhaði sér ekki tíl Ól- afsfjarðar hélt hann aftur af stað og fylgdi slóðinni. Þá kom í ljós að ferða- langurinn hafði ekki getað fylgt veg- inum upp á heiði vegna mikUs hhð- arhaUa og sveigt undan brekkunni. Þama vUltist hann og hélt í suður í stað austur, ók fram Hvarfdal, sem er óbyggður dalur fremst í Austur- Fljótunum, aht í átt tU byggðar. Jón sá tU mannsins vegna ljós- bjarma af sleðanum og var hann þá hátt uppi í fjaUshhð, ramviUtur og búinn að vera á gangi hátt í klukku- stund. Jón ók með hann til Ólafs- fjarðar um nóttina og var hann að vonum feginn enda hlýtur að fylgja því ónotaleg tilfinning að vera rafK1 vUltur í svartamyrkri um hánótt. Til sölu SCANIA 111 með búkka árg. 1980, með plastkassa og lyftu, tilvalinn í fiskflutninga. Góður bíll. Verð kr. 1.250.000 án vsk. Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 91-686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.