Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Fréttir Skarð Sigurðar Einars- sonar verður vandfyllt Prófkjör sj alfstæöismanna 1 Vestmannaeyjum: Prófkjör Sjálfstæðisflokksins, vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor, verður á laugardag og sunnudag. Mynd- in er frá höfninni í Vestmannaeyjum. DV-mynd GVA Óraar Garðarsson, DV, Vestmaimeyjum; Afdráttarlaus ákvörðun Sigurðar Einarssonar, efsta manns á lista sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj- um og forstjóra ísfélagsins, að draga sig út úr bæjarpólitíkinni setur sjálfstæðismenn í Eyjum í vissan vanda. Þeir gera sér grein fyrir því að skarðið sem hann skil- ur eftir er vandfyllt. Óumdeilanlega hefur hann, ásamt Guðjóni Hjörleifssyni bæjar- stjóra, borið hitann og þungann af starfi meirihlutans á kjörtímabil- inu og nú standa sjálfstæðismenn frammi fyrir því að fylla þetta skarð. Nöfn manna eins og Amars Sigurmundssonar og Gísla Geirs Guðlaugssonar, sem báðir hafa set- ið í bæjarstjóm, hafa heyrst nefnd. Margir bíða líka eftir því hvað Guðjón gerir. Flestum finnst það fýsilegur kostur að bjóða hann fram sem pólitískan bæjarstjóra og þá annað hvort í 1. eða í 4.sætið. Það er baráttusætið vegna fækkun- ar bæjarfulltrúa úr níu í sjö. Flokkurinn vann stórsigur í síð- ustu kosningum. Fékk sex af níu fulltrúum. Sigurður Jónsson, sem skipaði efsta sætið þá, hætti fljótlega eftir að hafa orðið undir í baráttu um að fá stöðu bæjarstjóra. Þess í stað var Guðjón Ujörleifsson ráðinn bæjarstjóri og núverandi lista sjálf- stæðismanna skipa Sigurður Ein- arsson, Bragi I. Ólafsson, Georg Þór Kristjánsson, Sveinn R. Valgeirs- son, Ólafur Lámsson, Októvía And- ersen, sem em aðaifuiltrúar í bæj- arstjóm, Guðrún Jóhannsdóttir, Grímur Gíslason, Þórunn Gísladótt- ir, Magnús Kristinsson, Auróra Friðriksdóttir, Inda Marý Friðþjófs- dóttir, sem em varafulltrúar, og Stefán Geir Gunnarsson, Andrea Atladóttir, Jóhann Friðfinnsson og Sigurgeir Ólafsson. Þetta em 16 manns. Sigurður Jónsson og Geir Jón Þórisson, sem vom á listanum, era fluttir úr bænum. Af þeim sem vitað er að hætta skal fyrsta telja Sigurð, Braga og Svein sem era aðalfulltrúar í bæj- arstjóm. Varabæjarfulltrúar, sem hafa tilkynnt að þeir æfii að hætta, era Guðrún Jóhannsdóttir, Þórunn Gísladóttir, Auróra Friðriksdóttir og Inda Marý Friðþjófsdóttir. Grímur Gíslason hefur ekki enn sagt hvað hann ætlast fyrir en telur þó htlar líkur á að hann sækist eft- ir sæti á Ustanum. Sama gildir um Magnús Kristinson sem telur mjög ólíklegt að hann haldi áfram. Georg Þór segir meiri líkur á því en ekki að hann haldi áfram setu í bæjarstjóm og sama máU gegnir um Ólaf Lárasson. Ekki náðist i Októvíu og því ekki vitað hvað hún ætlar sér. Guðrún Jóhannsdóttir, sem er fyrsti varamaður flokksins, er Fréttaljós Ómar Garðarsson ákveðin í að hætta. Grímur Gísla- son segir frekar Utlar líkur á að hann haldi áfram og það sama seg- ir Magnús Kristinsson. Auróra Friðriksdóttir, Þórann Gísladóttir og Inda Marý Friðþjófsdóttir era aUar ákveðnar í aö gefa ekki kost á sér áfram. Ástæðuna segja þær einfaldar; - starfið í bæjarstjórn taki einfaldlega of mikinn tíma frá heimiU og þeim störfum öðram sem þær sinna. Ef þetta gengur eftir gæti svo far- ið aö aðeins tveir af núverandi að- al- og varabæjarfuUtrúum Sjálf- stæðisflokksins gefi kost á sér í næstu bæjarstjómarkosningum. Þrýstingur á Guðjón bæjarstjóra að gefa kost á sér í prófkjör er mik- iU. En vandinn sem Guðjón stendur frammi fyrir er hveija hann fær með sér. Hann er því nokkuð tví- stígandi. Sjálfur segir hann Utið en fólk sem stendur honum nærri tel- ur að framboð hans ráðist af því hvort tekst að fá mann sem hann telur að geti fyllt skarð Sigurðar Einarssonar. Sumir ganga svo langt að segja að hann sé jafnvel farinn að svipast um eftir annarri. vinnu. Guðjón og Sigurður hafa náð mjög vel saman á kjörtímabilinu. í upphafi naut Guðjón reynslu Sig- urðar en eftir því sem lengra hefur Uðið á kjörtímabUið hefur hann axlað meiri og stærri byrðar. Það er ekki nokkur vafi að eining veröur um Guðjón ef hann ákveður að slá til. Yrði það þá í fyrsta skipti í áratugi sem flokkur tefldi fram póhtískum bæjarstjóra í kosning- um í Vestmannaeyjum. Spurningin er hvort hann yrði í fjórða sæti og stæði og félU með því hvort flokk- urinn næði meirihluta eða ekki eða hann leiddi Ustann sem efsti mað- ur. Skoðanir um það era nokkuð skiptar en þó telja flestir að sterk- ara yrði að hafa hann í baráttusæt- inu. Sjálfstæðismenn eiga svo sem menn sem geta tekið við af Sigurði en spumingin er hvort þeir eru til- búinir í prófkjörsslaginn? Svo er líka spurning hvernig þeim vegn- aði í prófkjöri því reynslan sýnir að ekki fara aUtaf saman geta og vinsældir. Svo gæti jafnvel farið að sjálfstæðismenn féUu á eigin bragði - að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö - því maður sem taka á viö hlutverki Sigurðar gæti aUt eins lent í fimmta sæti. Þyrftu sjálfstæð- ismenn því að ná fimm af sjö bæjar- fulltrúum tU að koma honum í bæjarstjórn. Það verður að teljast mjög ólíklegt. Hveijir gefa kost á sér í slaginn kemur í ljós í kvöld en þá rennur út frestur fil að tilkynna framboð í prófkjöri sem á að fara fram helg- ina 12. og 13. mars n.k. Prófkjör fer fram með þeim hætti að atkvæða- seðlum er ekið í hús og þeim síðan safnað saman. Þetta fyrirkomulag var haft á fyrir kosningamar 1986 og 1990 og þótti reynast vel. Hafa 1400 tU 1600 manns tekið þátt í próf- kjöri sjálfstæðismanna. Halastjama mun rekast á Júpíter í júlí: Gíf urleg orka mun leysast úr læðingi Gifurleg orka mun leysast úr læðingi þegar halastjarnan Shoemaker-Levy 9 rekst á reikistjörnuna Júpíter i júlí næstkomandi. „Þetta verður einstæður atburður þar sem menn hafa aldrei orðið vitni að svona árekstri. Áreksturinn mun reyndar gerast á þeirri hhð Júpíters sem snýr frá jörðu en það verður engu aö síöur fylgst mjög vel með #ví sem gerist í kjölfarið. Gífurleg orka mun leysast úr læðingi og það verður mjög forvitnUegt að sjá hvaða áhrif áreksturinn hefur á svo stóra reikistjörnu. Svona árekstur mundi öragglega hafa gífurleg áhrif á jörð- ina,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur í samtah við DV. Vísindamenn hafa reiknað út að 21. j-óU í sumar muni halastjaman Shoe- maker-Levy 9 rekast á reikisfjömuna Júpíter. Halastjarnan, sem nefnd er í höfðuðið á þeim sem sáu hana fyrst, hefur verið á braut umhverfis Júpít- er. í júU 1992 fór halastjaman fúns vegar það nærri yfirborði Júpíters að þyngdarafl reikistjörnunnar sundraði henni og breytti braut hennar. Þess vegna er áreksturinn óumflýjanlegur. Samkvæmt tímaritinu The Planet- ary Report er stærsta brot hala- stjömunnar um 2,5 kílómetrar í þvermál. Eftir fyrstu útreikninga töldu menn hins vegar að stærsta brotið væri 10 km í þvermál, álíka stórt og það brot sem á að hafa rek- ist á jörðina fyrir 65 mifljónum ára og taUð er að hafi stuðlað að útrým- ingu risaeðlanna. En það er hinn mikiU hraði halastjömunnar sem leysa mun gífurlega orku úr læðingi. Samkvæmt tímaritinu er hraðinn 216.000 kílómetrar á klukkustund. Fylgst verður með þessum atburði, aðdraganda og afleiðingum, frá jörðu á mörgum stöðum. Hér á landi eiga menn þess ekki kost að sjá hvað ger- ist, auk þess sem hér verður bjart næraUansólarhringinn. -hlh Selfoss: Lögreglan í Ámessýslu fær á hveijum degi fjölmargar sím- hringingar þar sem borgararnir eru aö spyijast fyrir um færð á vegum, einkum þó Hellisheíði. Fyrirspumir koma jafht frá fólki beggja megin heiðarinnar. Sím- hringingar vegna þessa hafa komist upp í fjögur hundrað á tólf tíma vakt, Fynrspurnir þess- ar geta truflað stórlega störf Iög- reglu vegna t.d. slysa. Vegna þess viU lögregla benda á að fólk leiti frekar upplýsinga um færð og ástand vega til Vega- gerðar ríkisins i símum 98-21290, 99-6215 Og 99-6316.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.