Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994 Vísnaþáttur___________ Þegar ég í ferðir fer - framhald Hér á ströndinni var ágætisreið- vegur, en undanfarin ár hefur vegastjóri, Grímur á Tjörnum, unnið að því aö malbika kafla af þessum vegi. Því kvað ég nýskeð á ferð út að Felii: Tapast fáka tölt og skeiö, tregöa hugann fyflir. Víða grýtta gerir leiö Grímur vegaspillir. Fleiri spretta fyrr ég naut, freistaði moldargatan, en þessi hæflr hnullungsbraut hjólaskrögg og Satan. Meðan hestur manninn ber margur yrði feginn, að þess gætti Grímur hver grýta ekki veginn. Síðastliðið haust var ég á ferð á Rauð (Þokka) mínum milii Fehs pg Hofs. Þá geröi ég þessar vísur. Ég held að ég hafi ekki sent þér þær áður: Þegar ég í ferðir fer fjörs að liðnu vori, gömlum hentar manni mér mýkt og snerpa í spori. Þokka tel ég það th lofs, þó sé aldurhniginn, frumlega mihi Fehs og Hofs fumar götustíginn Stælt er lyfting, töltið títt, tignar höfuðburður, fáar, þó að forum vítt, . falla reiðar snuröur. Mun þaö líkt um mann og hest, margt á leiðum skeði. Beggja hefur sinniö sezt síðan æskan réði. Óhna Jónasdóttir kvað til mín eftir að hafa séð nokkuð af syrpu minni: Vinur góði, í hug mér hlýnar heyri ég óðar fagurt spU. AUar ljóða hndir þínar lýsa gróðurmagni og yl. Ég fékk að hta á kvæði Ólínu og lét þessar stökur fylgja er ég skhaði þeim: Þú munt lifa, það er von, þitt er vísnametið. Og hann Þorstein Erhngsson andlega hefur getið. Óðar dísin oft mér brást, okkar stopul kynni. Nú hefur Lína ljóðaást lætt að sálu minni. Annað beinast inn á svið ástarkenndir mínar. Héðanaf mun ég halda við hróðrardætur þínar. Ef mitt þyrfti að gleðja geð, glæða hugsun þröngu, þeim ég vfldi vera með vökukvöldin löngu. Ólina er snihingur á fágaðar vís- ur“. Ásgeir Jónsson í Gottorp svaraði þessu bréfi Jóns Péturssonar og var utanáskriftin svohljóðandi: Miðann færi máttug hönd mínum gamla og trausta vini norður að Hofi á Höfðaströnd honum Jóni Péturssyni. Þær stökur, sem fara hér á eftir, fékk ég einnig hjá Steinþóri Ás- geirssyni, mig minnir að þær hafi einnig komið til Ásgeirs í Gottorp frá Jóni Péturssyni á Nautabúi, vU þó ekki fuhyrða að svo hafi verið, því minni mitt er oft stopult. En þær munu vera eftir Jón Ásgeirs- son bónda á Þingeyrum (1839-1898): Vísnaþáttur Torfi Jónsson Heyra brak og bresti má, broddur klaka smýgur, hófa-vakur haukur þá Hrannar þakið flýgur. Veikir tál þá létt er loft, leikur þjálum fæti. Kveikir bál á undan oft, eykur sálarkæti. Hugarglaður held ég frá húsum mammonsvina. Skuldafrí ég skelli á skeið um veröldina. Pétur kvaddur á þessa leið: Svo að sloti sultinum og sjáum þrotinn trega mínum gota gullfógrum gefðu notalega. Þessu reiðast Rauður kann, rýkur á skeið að vonum, sporagreiður gerist hann, gaufið leiðist honum. Meðan ungur æddi jór eyddi hann þungum kvíða, stáls við sungu stinnir skór, steinar sprungu víða. Yndisfríði fákurinn fagran býður þokka. Hressir tíðum muna minn mínum ríða Sokka. Þessa vísu á Jón að hafa kveðið er hann reið síðast frá Blönduósi og heim tíl sín: Veröld þjál ei viö mig er, vekur sálar þrautir. Ferðir strjálast fyrir mér Fróns um hálar brautir. Torfi Jónsson Matgæðingur vikuimar _ Grænmetis - réttir - að indverskum hætti „Ég býö gjarnan upp á indverska rétti þegar ég elda fyrir vini og kunningja," segir Gunnvant Armanns- son, sölumaður hjá fyrirtækinu íslenskt-franskt eld- hús. Gunnvant er hálfindverskur og kveðst vera ahnn upp við indverska matargerð. Að sögn Gunnvants eru Indverjar upp til hópa græn- metisætur en sjálfur borðar hann einnig fisk og kjöt. Lesendum DV býður hann upp á indverska grænmetis- rétti. Baunasalat að indverskum hætti 250 g kjúklingabaunir 250 g svartaugabaunir 250 g niðursoðnar nýrnabaunir 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður 1 stór laukur, gróft saxaður 1 msk. sesamolía 1 tsk. malað indverskt kúmen (Jeera) 'A tsk. möluð kóríanderfræ 1 tsk. malaður svartur pipar 1 tsk. salt 2 græn fersk chihaldin, fínt söxuð 'Á bolli söxuð kóríanderlauf safi úr 1 sítrónu Kjúkhngabaunir og svartaugabaunir eru lagðar í bleyti yfir nótt. Soðnar í 1 'A klst. Gæta þarf þess að þær ofsjóöi ekki. Kryddi og lauk blandað saman og sett út í olíúna. Ahar baunategundir settar út í. Sítrónusafinn er kreistur yfir og skreytt með kóríanderlaufunum. Látið standa 2 til 3 klst. í ísskáp. Þetta er mjög matarmikih réttur, að sögn Gunnvants, og nóg að bera einungis fram brauð með honum. Blómkáls- og kartöflukarrí 1 htið blómkálshöfuð 800 th 900 g kartöflur soyaoha 2 laukar 1 tsk. chihduft 1 tsk. engifer 2 msk. kóríanderfræ 4 dl vatn 2 tsk. salt Gunnvant Ármannsson. 1 A tsk. Garam Masala (indv. kryddblanda) Kartöflumar afhýddar hráar og skomar í bita. Blóm- káhð tekiö sundur í htla bita. Laukamir skomir í þunnar sneiðar og steiktir í olíunni í 2 til 3 mínútur við vægan hita. Chihdufti, engifer og kóríanderfræjum hætt út í og steikt í 2 mínútur í viðbót. Kartöflum og blómkáh bætt út í og velt vel upp úr kryddblöndunni. Vatn og salt sett á pönnuna og aht látið krauma í 10 mínútur. Garam Masala látið út í og rétturinn látinn krauma í 5 mínútur th viðbótar. Með þessu ber Gunnvant Jram hrísgijón og ind- verskt brauð. Hveiti í það og úppskrift fæst í Kryddkof- anum. Gunnvant skorar á Styrmi Guðlaugsson, blaðamann og knattspyrnukappa, að vera næsti matgæðingur. Hinhliðin Brosið er best - segir Ragnar Om Pétursson, veitingamaður í Keflavík Ragnar Öm Pétursson í Keflavík sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Ragnar Öm hefur nóg að snúast þessa dagana en fyrir stuttu var hann endurkjörinn formaður íþróttabandalags Keflavíkur, ÍBK, með rússneskri kosningu. Ragnar Öm er einnig fréttaritari Ríkisút- varpsins, varaformaður barþjóna- klúbbsins og varabæjarfuhtrúi í Keflavík. Fullt nafn: Ragnar Örn Pétursson. Fæðingardagur og ár: 8. maí 1954. Maki: Sigríður Sigurðardóttir. Börn: Fjögur böm, tveir strákar og tvær stelpur. Bifreið: Mercury Sable ’87. Starf: Veitingamaöur og frétta- og dagskrárstjóri útvarps Bros í Keflavík. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: íþróttir, laxveiði og stjórnmál. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í góðra vina hópi að veiða lax. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Lambahryggur. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Jón Kr. Gíslason, körfuknattleiksmaður úr Keflavík. Uppáhaldstímarit: Sportveiðiblað- ið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Leik- konan Rachel Ward. Ertu hlynntur eða ándvigur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Elton John og Rachel Ward. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson. Uppáhaldsleikkona: Rachel Ward. Uppáhaldssöngvari: Elton John. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Öddsson frændi. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Fhnstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og íþróttir. Uppáhaldsmatsölustaður: Hótel Óðinsvé. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarhðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Brosið á Suðurnesjum. Uppáhaldsútvarpsmaður: Kristján Jóhannsson á Brosinu. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Jafnt á báðar stöðvar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Her- mann Gunnarsson og Bjami Fel. Uppáhaldsskemmtistaður: Veiði- húsið við Miðfjarðará. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Kefla- vík. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Lifa lífinu lifandi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég vinn öh sumur i Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- vehi þar sem ég er með rekstur. ÆMK, Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.