Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994 21 Fan, í miðju, eftir að henni var bjargað. Kína: Glæpaklíkur ræna ungum stúlkum og selja Fan Xianxiu, sextán ára kínversk stúlka, var auðveld bráð mann- ræningja þegar hún fór að heiman til að leita gæfunnar í Chengdu sem er höfuðborg Sichuanhéraðs. Nokkrum dögum eftir komu sína til borgarinnar gáfu tvær konur sig á tal við hana, buðu henni heim og keyptu á hana föt. Aðstoðarkona í viðskiptaferð Þær réðu hana sem aðstoðarkonu í viðskiptaferð til Innri-Mongólíu. Tveimur vikum seinna voru þær búnar að selja hana hónda fyrir rúmlega 30 þúsund krónur. Bóndinn lofaði að kvænast Fan en nauðgaði henni stöðugt frá þeim degi sem hann keypti hana. Fan ásakaði sig fyrir hvað hún hefði verið einföld aö treysta konunum sem seldu hana en hún huggaöi sig við að bóndinn skyldi ekki berja hana. Fan var bjargað eftir að lögregla á staðnum hóf herferð gegn mann- ræningjum og mönnum sem höfðu keypt sér konur. Bóndinn neyddist til að sleppa Fan sem nú dvelur í húsEikynnum hins opinbera meðal 50 annarra kvenna sem einnig höfðu verið seldar. Þar er þeim haldið þar til þær hafa hafa náð sambandi við fjölskyldur sínar. Þúsundum rænt á hverju ári Á hverju ári er þúsundum kvenna rænt í Sichuan og þær seld- ar í hjónahönd. Ástæðan er sögð einföld. Það er ódýrara fyrir bónda að kaupa sér konu en að eyða öllu sparifé fjölskyldunnar í heiman- mund og brúðkaupsveislu. Mannræningjarnir leita uppi ungar stúlkur í atvinnuleit. Þeir bjóða þeim ritarastörf, þjónustu- störf og verksmiðjustörf eða upp á máltíð og gefa þeim lyf í leiðinni. Á einangruðum svæðum ráðast þeir með byssum gegn langferðabifreið- um og skipa ungum stúlkum að stíga út. Óðrum til viðvörunar útvarpa yflrvöld fregnum gegnum hátalara af stúlkum sem hafa verið seldar. Það eru þó ekki margir sem leggja við hiustir. Blómleg verslun í skýrslum yfirvalda segir frá því að 65 þúsund meðlimir 9 þúsund glæpagengja hafi verið handteknir. Samt blómstrar enn verslunin með ungar stúlkur, og jafnvel drengi við og við. Hjón,. sem enga erfingja eiga, eru reiöubúin að kaupa drengi sem geta tekið við búi þeirra. ií Hvaö eru raunvextir? Hvaö eru veröbréj? ■ Hvernigget églátiö peningana endast betur? Ókeypis fjármálanámskeid fyrir unglinga Nœstu námskeiö veröa haldin 3. og 10. febrúar fyrir unglinga 12-13 ára og 1. og 7. febrúar fyrir unglinga 14 ára og eldri. Námskeiðin hefjast klukkan 15:30 og eru haldin í Búnaðarbankanum Austurstræti 5, (aðalbanka), 3. hæð. Innritun og nánari upplýsingar eru í síma 603267 (fræðsludeild). Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið. Hægt er að panta tíma fyrir nemendahópa. Upplýsingar um námskeið fyrir unglinga utan Reykjavíkur veita útibú Búnaðarbankans á viðkomandi stöðum. Þátttakendur fá fjármálahandbók og viðurkenningarskjal. Boðið er upp á veitingar og bankinn skoðaður. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum unglingum. BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki 30 þúsund hver. 632700 Kentucky Fríed Chicken «fúap 5 daga kjúklingaveisla is tns' ABrwtara Venjulegip bitar, barbecue bitar og kryddvængir - Verð áður 165 kr. Kentucky Fríed Chícken Faxafeni 2 • S: 680588 Hjallahrauni 15 • S: 50828 Shellskálanum Selfossi • S: 98-23466 Opið frá 11-22 II Rl tlril Kentucky Fríerí Chicken Kentucky Fríerí Chicken Kentucky Fríerí Chicken____Kentucky Fríerí Chicken___Kentucky Fríerí Chicken

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.