Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Síða 27
26
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994
39
Einn vinsælasti leikari yngri kynslóðarinnar:
Ormur uppgötvaðist
í karaoke
- segir Ingvar E. Sigurðsson sem slær enn einu sinni í gegn í leikritinu Gauragangi
,,Eg velti ekki mikið fyrir mér
gagnrýni en er vissulega ánægður
með hana enda hefur hún verið mér
mjög í hag. Mér þykir þó mest um
vert þegar dómurinn er skynsamleg-
ur og maður sér að gagnrýnandinn
hefur þekkingu á leikhst en stundum
finnst manni að svo sé ekki,“ segir
Ingvar Sigurðsson leikari sem slær
í gegn í leikritinu Gauragangi sem
Þjóðleikhúsið frumsýndi um síðustu
helgi. Auður Eydal leiklistargagn-
rýnandi DV sagði í leikdómi að Ingv-
ar væri meiriháttar og Súsanna
Svavarsdóttir sagði í Morgunblaðinu
að hann héldi sýningunni uppi. „Það
er eins og hlutverkið sé skrifað fyrir
Ingvar," segir hún.
ÞórhaUur Sigurðsson leikstjóri
uppgötvaði Ingvar hins vegar í hlut-
verkið þegar hann söng í karaoke á
Húsavík. Þeir voru þá í leikferð um
landið með Kæru Jelenu og tóku
þátt í karaoke-keppni. „Hann heyrði
að ég gat sungið," segir Ingvar, „og
spurði síðan hvort ég vildi taka að
mér þetta hlutverk."
Ingvar hafði þá ekki lesið bókina
hans Ólafs Hauks Símonarsonar um
unglinginn Orm Óðinsson en dreif í
því. „Eg lá uppi í rúmi og grét úr
hlátri," segir hann. „Það er engin til-
viljun að söguhetjan skuli heita Orm-
ur - þessi drengur er algjör ormur,“
heldur hann áfram.
Ingvar segir þó ekkert líkt með
Ormi Óðinssyni og sjálfum sér á
þeim aldri. „Ég var alltaf rosalega
feiminn og er ennþá. Eiginlega ósköp
hæverskur og lét lítið á mér'bera,"
segir hann og brosir. „Það er reyndar
ekki óalgengt að fólk sem alltaf er
galopið á leiksviðinu og sýni þar allar
sínar tilfinningar dragi sig í hlé þess
utan.“
Launaður með
hljóðfærum
Ingvar ólst upp í Bústaðahverfinu,
gekk í Breiðagerðisskóla og síðan
Réttó. Hann er yngstur sex systkina.
Ingvar tók þátt í að mynda nokkrar
bílskúrshljómsveitir enda hafði hon-
um áskotnast trommusett og fleiri
góð hljóðfæri er hann starfaði fyrir
mág sinn sem var í hljómsveitinni
Lexíu. „Hann borgaði mér alltaf í
hljóðfærum nema einu sinni þegar
ég fékk greitt með folaldi. Við höfð-
um ágætis aðstöðu til að æfa í skáta-
heimilinu við Hólmgarð. í Borgar-
nesi kynntist ég líka hljómsveitar-
töffurum og lék með þeim.“
Ingvar hóf nám í Fjölbraut í Breið-
holti en hætti því stuttu áður en fjöl-
skyldan flutti til Borgarness þar sem
faðir hans, Sigurður Ólafsson, tók
við embætti símstöðvarstjóra. Þá fór
Ingvar í Reykholt. „Mér leist í fyrstu
ekki vel á að flytja í Borgarnes þar
sem ég á ekki einn einasta frænda í
öllum Borgarfirðinum," segir hann.
„Þar á ég engar rætur en mér fannst
síðan mjög gott að búa þar.“
Áhuginn kviknaði
í Skallagrími
í Borgarnesi kviknaði áhugi hans
á leiklist er hann gerðist félagi í
áhugaleikhópnum Skallagrími. Vin-
góður hópur. Við höfum líka verið
heppin því öll höfum við haft nóg að
gera.“
Kynntust í leiklistar-
skólanum
Leiklistarskólinn var þó ekki alltaf
dans á rósum þótt mörgum finnist
hann sveipaður spennandi ljóma.
„Annað árið er erfiðast. Mér leið
ekki vel þá. Maður þarf að ganga í
gegnum ákveðna eldskírn, ganga í
gegnum tæknilegar æfingar sem
kona hans, Jenný Lind, hafði lagt
hart að honum að ganga í leikfélagið
sem hann gat ekki hugsað sér í
fyrstu. „Ég lét tilleiðast og tók þátt í
uppfærslu leikfélagsins á Dúfna-
veislunni eftir Halldór Laxness undir
leikstjóm Kára Halldórs. Þá byijaði
þetta að rúlla. Ég var síðan í flugvél
á leiðinni til Lúxemborgar þegar vin-
ur minn sagði við mig: „Þú ættir að
fara í leiklistarnám." Þá fór ég alvar-
lega að velta þeim málum fyrir mér,
sótti síöan um og stóðst prófið," segir
Ingvar enn fremur. „Raunar hafði
ég alltaf taugar til leiklistarinnar. Ég
hef alltaf verið mjög eftirtektarsam-
ur varðandi íslenska leiklist. Láms
Pálsson var mitt átrúnaðargoð enda
mikið um hann rætt á heimilinu.
Foreldrar mínir fóm mjög mikið á
leiksýningar og ég fékk oft að fara
með, sá t.d. söngleikina Kabarett og
Oklahoma. Hins vegar er ég ekki af
leikaraættum þótt móðurbræður
mínir hafi leikið hjá Leikfélaginu á
Norðfiröi, þaðan sem ég er ættaöur.
Ég vissi nú samt ekki um þann leik-
listaráhuga fyrr en ég var sjálfur far-
inn að leika.“
Ingvar var í þeim hópi leiklistar-
nema sem mikið hefur borið á und-
anfarin ár eins og t.d. Baltasar Korm-
áki. „Þetta var mjög samstilltur og
leikið saman, eru um þessar mundir
bæði í Blóðbrullaupi. Auk þess leikur
hún í uppsetningu á Ferðalokum,
sem er á leið til Svíþjóðar, og Mávin-
um. Til þess að þau geti bæði stundað
vinnu sína af fullum krafti hafa þau
fertgið heimilishjálp frá Svíþjóð.
Leikarahjón em mörg hér á landi,
bæði af eldri kynslóðinni sem frægt
er og þeirri yngri. Ingvar segir að þó
nokkuð mörg leikarapör séu meðal
yngstu leikaranna. Hann segist þó
ekki geta gefið skýringu á hvers
vegna. „Ég býst viö að þetta sé svona
í öllum stéttum. Það ber bara meira
Helgu Guðríði, Rómeó og Júlíu,
Stund gaupunnar, Kjaftagangi og
Blóðbrullaupi svo fátt eitt sé talið.
Auk þess lék hann í SSL 25, stutt-
mynd Óskars Jónassonar, og í kvik-
mynd Ásdísar Thoroddsen, Inguló.
Þá hefur hann leikið í leikriti um
eyðni sem sýnt hefur verið á vinnu-
stöðum víðs vegar um landið. í fyrra-
sumar lék hann í Sigla himinfley,
sjónvarpsmynd í þremur þáttum eft-
ir Þráin Bertelsson sem enn er ósýnd,
auk annars.
í höfuðrullunum
„Það hefur alltaf verið meira en
Ingvar er kvæntur Eddu Arnljótsdóttur leikkonu og þau eiga tvö börn. Aslák-
ur sonur þeirra var á leikskólanum þegar myndin var tekin en Snæfríður
fékk að vera með.
Ormur Óðinsson er skemmtileg týpa sem Ingvar túlkar af krafti. Hér er hann
i hlutverki sínu ásamt þeim Rúrik Haraldssyni og Sigurði Sigurjónssyni.
hefta á vissan hátt túlkun manns.
Þegar maður síðan finnur að valdinu
yfir röddinni og líkamanum er náð
þá er þetta léttara. Það var mark-
visst unnið að því að byggja okkar
upp til að takast á við hin ýmsu hlut-
verk,“ segir Ingvar.
Eiginkona Ingvars, Edda Arnljóts-
dóttir, var samtímis honum í Leik-
listarskóla íslands og þau byijuðu
að vera saman á öðru ári. „Jú, lík-
lega hefur það verið ást við fyrstu
sýn þótt ég vilji sem minnst tala um
þess konar mál,“ segir hann. Þau
eiga tvö börn, Áslák 3ja ára og Snæ-
fríði 2ja ára. Edda og Ingvar hafa
á okkur vegna þess hversu starfið
er opinbert.“
Beint í aðalhlutverkin
Ingvar Sigurðsson hefur ekki þurft
að kvarta yfir aðgerðaleysi frá því
hann lauk námi í Leiklistarskóla ís-
lands fyrir íjórum árum. Hann sló
fyrst í gegn með eftirminnilegum
hætti í leikritinu Ég er meistarinn
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þá nýút-
skrifaður leikari. Þegar Þjóðleikhús-
ið var opnað eftir breytingar um
páska árið 1991 með leikritinu Pétri
Gaut deildi Ingvar títilhutverkinu
með Amari Jónssyni, lék Pétur ung-
an. Fyrir bæði þessi stóru hlutverk
fékk Ingvar mjög lofsamlega dónia
gagnrýnanda og á þeim hefur ekki
orðið neitt lát síðan. Auður Eydal
sagði um hann sem Pétur Gaut:
„Ingvar E. Sigurðsson er allt aö því
demonískur í sprettharðri túlkun á
þessum ótamda villingi sem angrar
og heillar í senn. Ingvar sannar hér
enn að hann býr yfir ótrúlega mikl-
um krafti og mikilli breidd sem leik-
ari enda veitir ekki af öllu því sem
til er í þetta margræða hlutverk."
Síðan þetta var hefur Ingvar átt
hvem leiksigurinn af öðram. Hann
var í Strætinu, Kæru Jelenu, Elínu,
tími. Fyrst og fremst vegna þess að
vinnan og fólkið í kringum mann er
svo skemmtilegt. Ég hef verið að fást
við mjög ólíka hlutí þann tíma sem
ég hef starfað hjá Þjóðleikhúsinu og
er því mjög ánægður. Sumt hefur
verið í bundnu máli, eins og Rómeó
og Júlía og Blóðbrullaup. Uppsetn-
ingar þessara verka hafa einnig verið
mjög ólíkar. Yfirleitt finnst mér það
leikrit sem ég er að vinna í skemmtí-
legast hveiju sinni þannig að ég á
ekki beint uppáhaldsverk. Venjulega
hugsa ég ekki mikið um þau leikrit
sem eru að baki. Einkunnarorð leik-
hússins eru líka að það er augnabhk-
ið sem blífur."
Hrifinn af Gauragangi
Ingvar fékk fastráðningu hjá Þjóð-
leikhúsinu haustíð 1991. Hann hefur
ekki alltaf fallið fyrir þeim hlutverk-
um sem boðist hafa. í sumum tilfell-
um hefur honum ekki líkað hlutverk
og fengið að skipta yfir í annað.
„Leikarar eru alls ekki skyldugir að
taka því hlutverki sem þeim er boðið
þótt þeir séu þegnar leikhússins. Mér;
nóg að gera hjá mér frá því að ég
útskrifaðist. Þannig hefur þetta verið
hjá mörgum ungum leikurum. Hins
vegar höfum við þijú, ég, Baltasar
og Halldóra Björnsdóttir, sem út-
skfifaðist ári á eftir okkur, verið
mikið í höfuðrullum og því meira
tekið eftir okkur," segir Ingvar.
„Þetta hefur verið skemmtilegur
Ingvar vakti mikla athygli, þá nýút-
skrifaður leikari, í hlutverki Péturs
Gauts árið 1991. Þá lék hann á
móti Arnari Jónssyni sem lék Pétur
Gaut eldri.
finnst ekki sniðugt mín vegna og
ekki síður áhorfenda að vera of mik-
ið á sviðinu. Ég veit að Gauragangur
er leikrit sem á eftir að ganga lengi
og þess vegna vil ég ekki bæta miklu
við mig núna. Ég tók því ákvörðun
um að vera ekki meö í leikritinu
Sannar sögur af sálarlífi systra eftir
Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars
Eggertssonar sem frumsýnt verður í
haust."
Ingvar er mjög hrifinn af leikritínu
Gauragangi og segist vart muna eftir
jafn góðum viðbrögðum hjá leikhús-
gestum og nú. „Þetta er samtímasaga
drengs sem er í léttari kantinum en
þó með alvarlegu ívafi. Sagan ein-
kennist auðvitað mjög af stíl Ólafs
-
Ingvar Sigurðsson leikari slær með eftirminnilegum hætti i gegn í Gauragangi i Þjóðleikhúsinu eins og i fyrri hlutverkum sinum. Hann þykir einn karakt-
ermesti leikari landsins af yngri kynslóðinni. DV-myndir Brynjar Gauti
Hauks. Þetta er sérstakt leiksviðs-
verk að því leyti að það era óvenju-
mörg atriði í því. Þetta er í raun
meira kvikmyndahandrit en leik-
sviðsverk og því mjög erfitt að svið-
setja það. Ég gæti vel ímyndað mér
að það ætti eftir að kvikmynda það
en þó ekki með mér í aðalhlutverk-
inu. Það er náttúrlega tvennt ólíkt
að leika í bíómynd eða á leiksviði og
aldur minn væri vart heppilegur fyr-
ir Orm á hvíta tjaldinu. En þetta er
mjög skemmtilegt leikrit og sérstak-
lega gaman að finna viðbrögð áhorf-
enda. Mér finnst þetta vera leikrit
fyrir alla aldurshópa. Ég gaf til dæm-
is pabba bókina í jólagjöf og hann
hefur skemmt sér konunglega yfir
henni og tryllst úr hlátri þótt hann
sé kominn töluvert yfir sextugt. Ég
bauð ömmu, sem er 88 ára, systur
minni og tíu ára systursyni á aðalæf-
ingu og veit ekki hvert þeirra
skemmti sér best.
Batnar sem söngvari
Það sem vekur athygh við Gaura-
gang er að þar treður upp popphljóm-
sveitin Nýdönsk en meðlimir hennar
semja tónlistina í verkinu. „Það eru
algjörir stuðboltar. Það er nauðsyn-
legt fyrir leikhúsið aö fá nýtt blóð
og sérstaklega svona jákvætt eins og
þessir drengir eru,“ segir Ingvar.
MikQl söngur einkennir sýninguna
en Ingvar hefur ekki áður sungiö á
sviði nema á skólaskemmtun í Reyk-
holti. „Mér finnst ég vera að batna
sem söngvari. Það er mjög gott að fá
að þroskast á þessu sviði,“ segir Ing-
var. „Ég var eini strákurinn í bama-
kór Breiðagerðisskóla. Ég hef alltaf
haft áhuga á að syngja. Maður söng
auðvitað eitthvað í bílskúrshljóm-
sveitunum en það var aldrei neitt
alvarlegt,“ segir hann.
Þrátt fyrir að Ingvar hafi slegið í
gegn í hveiju verkinu af öðra hefur
hann ekki verið mjög áberandi utan
leikhússins eins og t.d. Baltasar
Kormákur. Hann segist ekki verða
mikið var við að fólk þekki sig úti á
götu. Þegar hann er spurður hvers
vegna svona miklu meira beri á
skólabróður hans, Baltasar, svarar
hann og hlær: „Hann er miklu sæt-
ari. Svo taka auðvitað allir eftir nafn-
inu Baltasar sem er mjög sérstakt.
Annars eram við mjög ólíkar týpur
og þess vegna ólíkir leikarar. Það er
þó ails ekki kappsmál okkar Baltas-
ars að vera í slúðurdálkunum."
Ingvar segist htinn tíma hafa fyrir
áhugamál utan heimihs og vinnu.
„Starfið á hug minn allan. Það er
mjög góður andi meðal leikara Þjóð-
leikhússins og skemmtilegt að vinna
þar. Leikarar tengjast mjög sterkum
böndum. Mér finnst áhugi fólks á
verkum Þjóðleikhússins vera mikill
því við sýndum t.d. Kæra Jelenu
rúmlega 160 sinnum og Strætið næst-
um hundrað sinnum. Ég á von á að
Gauragangur verði líka langlíft."
Samstarf við Finna
Eitt og annað er að gerast hjá Ingv-
ari á næstunni. Hann er að skoða
nokkur tilboð, þar á meðal um kvik-
myndaleik. „Það er erfitt fyrir mig
að segja nokkuð um þessi hlutverk
því að þau eru enn óákveðin. Hins
vegar get ég sagt frá samstarfi með
Finnum sem ég mun taka þátt í. Það
er tilraunaverkefni finnska leikhst-
arháskólans á sviði, þar sem koma
fram fimm íslenskir leikarar og fimm
finnskir. Auk þess eru tveir leikstjór-
ar, sinn frá hvoru landinu. Þetta
verkefni mun taka langan tíma í
vinnslu en það verður frumsýnt í
Finnlandi á næsta ári. Undirbúning-
ur er þegar hafinn. Þetta er mjög
spennandi verkefni fyrir mig,“ segir
IngvarSigurðssonleikari. -ELA