Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994 íþróttir Fyrr og nú Ólafur Jónsson Ólafur Jónsson er landsþekkt- ur handknattleiksmaður en hann var um árabil fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Hann lék með meistaraflokki Víkings allan sinn feril og missti vart úr leik á árunum 1972 til 1984. Á þessum tíma vann Ólafur alla titla sem Víkingar unnu og þeir voru ekki fáir. Ólafur á tæplega eitt hundrað landsleiki að baki og hann var fyrirliði landsliðsins frá 1979 til 1983 eða þar til Bogdan Kow- alczyk kom til landsins. Ólafur hefur veriö viðriðinn handknattleikinn frá því hann hætti að keppa og hefur fylgst vel með þróun mála. Sonur hans, Jason Ólafsson, er einn efnileg- asti handknattleiksmaður lands- ins en hann leikur með liði Aftur- eldingar í Mosfellsbæ. „Mjög lítil þróun í handboltanum“ - Hvernig er handknattleikurinn í dag ef við miðum við stöðu íþróttarinnar þegar þú varst upp á þitt besta? „Það er í raun og veru ekki hægt að bera saman handboltann á milli tímabOa. Það er afstætt. Þó má segja að þróunin í hand- boltanum í heiminum hafl verið alltof lítil og sama sem engin. Spyrja má hvort greinin sem slík bjóði ekki upp á mikla þróun varðandi nýjungar og annaö í þeim dúr. Ákveðnar breytingar litu dagsins ljós í kringum 1970 og í dag er raunverulega verið að spila sams konar handbolta og gert var fyrir 10-20 árum. Mér finnst hins vegar ekki raunhæft að bera saman gæði handboltans, þá og nú.“ - Hvað tók við hjá þér þegar þú hættir? „Fjölskyldan, golf, skíði, úti- vera, bridge og margt annað.“ Ólafur er upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar og hefur starfað sem slíkur í tæp sex ár. „Ég vann að ýmsum verkefnum á vegum Æskulýðsráðs frá 1977. Síöan var ég ráðinn forstöðumað- ur í Tónabæ 1981 og upplýsinga- fulltrúi Reykjavíkurborgar 1987. Starf upplýsingafulltrúa er ákaf- lega fjölbreytt og skemmtilegt," sagði Ólafur Jónsson. -SK PLÚS Körfuknattleikslið Skaga- manna fær plús vikunnar að þessu sinni enda hefur liðið staðið sig mjög vel undanfar- ið. Liðið vann Njarðvík á dög- unum og svo fyrsta útisigur- inn gegn Tindastóli á þriðju- dagskvöldið. MÍNUS Þegar þetta er skrifað hafa þrír íslenskir keppendur keppt á vetrarleikunum í Lillehammer, göngumennim- ir Daníel Jakobsson og Rögn- valdur Ingþórsson og Ásta S. Halldórsdóttir. Árangur Daníels er kannski viðunandi en Rögnvaldur og Ásta fá stóran mínus fyrir frammi- stöðuna. Ein óvæntustu úrslitin hingað til á vetrarleikunum i Lillehammer urðu þegar Þjóðverjinn Markus Wasmeier sigraði i risa- svigi karla, þritugur að aldri. Enginn átti von á sigri Wasmeiers en hann varð í 36. sæti í brunkeppni vetrarleikanna á dögunum. Á myndinni er Wasmeier á fullri ferð i risasviginu. Símamynd Reuter Bandaríkjamaðurinn Brian Boitano var álitinn lang sigurstranglegastur i listhlaupi karla á skautum þar til hann féll illa í tækniæfingum eins og sést á myndinni. Möguleikar hans á verðlaunasæti fuku þar með út i veður og vind. Símamynd Reuter Markus Wasmeier fagnaði guilverðlaunum sinum vel og lengi og þessi mynd var tekin eftir verðlaunaafhendinguna þegar eiginkona hans og barn slógust í hópinn. Símamynd Reuter íþróttamaður vikunnar ívar Ásgrímsson -þjálfari úrvalsdeildarliðs Skagamanna í körfuknattleik ívar Ásgrímsson er að gera góða hluti með Skagamönnum í körf- unni. ívar Ásgrímsson, þjálfari og leik- maöur úrvalsdeildarliðs Skaga- manna í körfuknattleik, er íþrótta- maður vikunnar að þessu sinni en undir hans stjórn hafa Skagamenn verið að gera mjög góða hluti und- anfarið. Um síöustu helgi vann ÍA Njarðvík og í vikunni sigraði ÍA lið Tindastóls á Sauðárkróki. „Það er rétt að ég er sáttari við lífið og tilveruna í dag en ég var fyrir áramót. Við fengum til liðs við okkur mjög góðan erlendan leikmann, stóran og sterkan, og hann hefur verið að gera mjög góða hluti. Steve Grayer getur gert nán- ast það sem hann vill inni í teignum og það hefur gert þaö að' verkum að við hinir höfum getað farið að spila mun betri vörn fyrir utan teiginn. Það má segja að það hafi orðið kúvending hjá okkur þegar við fengum Grayer. Hann er topp- leikmaður og mjög góður félagi og fellur mjög vel inn í liðið. Hann hefur tekið alla sína andstæðinga og pakkaö þeim saman nema Guð- mund Bragason sem hann átti í mjög miklum erfiðleikum með.“ - Hvað með möguleika ykkar á áframhaldandi sæti í úrvalsdeild- inni? „Ég held að við stöndum vel að vígi. Við eigum ekki eftir nema tvo útileiki og í hönd fara þrír heima- leikir, gegn KR á sunnudagskvöld- ið, Haukum og Keflavík. Við þurf- um að vinna einn til tvo leiki til að bjarga okkur frá falli. Það hefur verið stutt vel við bakið á okkur á heimavelli. Áhorfendur hafa fjöl- mennt á leiki okkar upp á síðkastiö og hvatnig þeirra er mikils virði. Áhuginn er til staðar á Skaganum og það er gaman að þessu þessa dagana. Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum nú ákveðnir aö sigri gegn KR,“ sagði ívar Ásgríms- son. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.