Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1994, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1994 45 Meiming Mermingarverðlaun DV: Tilnef ningar í kvikmyndum Dómnefnd í kvikmyndum hefur til- nefnt fimm verk til Menningar- verðlauna DV. Næstkomandi fimmtudag mim síðan koma í ljós hver sigurvegarinn verður í þess- um flokki, sem og í sex öðrum flokkum hsta sem verðlaunaðir eru. Dómnefnd í kvikmyndum skipa Hilmar Karlsson, blaðamað- ur og kvikmyndagagnrýnandi DV, Ámi Þórarinsson ritstjóri og Bald- ur Hjaltason framkvæmdastjóri. Hér á eftir fer greinargerð nefndar- iimar með tilnefningunum: Hrafn Gunnlaugsson fyrir handrit og leikstjóm myndarinnar Hin helgu vé: Hrafn Gunnlaugsson hefur snúið úr víking og í þessari nýju mynd sinni leitar haim aftur tíl æsku- slóða og bemsku sinnar. Hin helgu vé er átakaminni en margar eldri mynda Hrafns og sýna hann í nýju og mildara ljósi en áður, jafnt sem leikstjóra og handritahöfund. Hin helgu vé er engin stórmynd heldur látlaus mynd þar sem leikstjórinn hefur beitt öguðum vinnubrögðum til að ná þessum árangri. Hreyfimyndafélagið: Hreyfimyndafélagið er kvik- myndaklúbbur sem hefur aðsetur sitt í Háskólabíói. Það var stöfnað af stúdentum við Háskóla íslands en auk þeirra eiga ýmsir aðrir aö- ild að klúbbnum og allir fram- halds- og sérskólanemar landsins. Fyrirmyndin er gamli Fjalaköttur- inn, kvikmyndaklúbbur fram- haidsskólanema. Það vora sýndar margar forvitnilegar myndir 1993 á vegum Hreyfimyndafélagsins en hápunkturinn var líklega ein merkasta kvikmynd þöglu áranna, The Wind eftir Viktpr Sjöstrom. Sinfóníuhljómsveit íslands lék undir frumsamda tónlist eftir Carl Davis sem jafnframt var stjóm- andi. Hreyfimyndafélagið er lofs- vert framtak og auðgar kvik- myndaumhverfi okkar. Kári G. Schram fyrir Dagsverk: Kári G. Schram er tilnefndur fyr- ir stuttmynd sína, Dagsverk. Efhið var nokkuð sérstakt, brot úr lífi íslenska ljóðskáldsins Dags Sigurð- arsonar. Kára hefur tekist að skapa heimildarmynd með ferskum efn- istökum sem kemur persónuleika Hrafn Gunnlaugsson fær tilnefn- ingu fyrir handrit og leikstjórn að kvikmynd sinni, Hin helgu vé. Stuttmyndadagar í Reykjavík fá til- nefningu, meðal annars fyrir þarft framtak og þá hvatningu sem þessi hátíð hefur veitt áhuga- mönnum. Á myndinni er Júlíus Kemp sem hefur ásamt Jóhanni Sigmarssyni staðið fyrir þessu framtaki. Dags vel til að skila yfir á hvíta tjaldið. Stuttmyndadagar í Reykjavík: í fyrra stóðu þeir Júlíus Kemp leikstjóri og Jóhann Sigmarsson handritahöfundur í annað sinn að þörfu og athyglisverðu framtaki, Stuttmyndadögum í Reykjavík. Þar vora sýndar tæplega 40 myndir. Samtímis vora haldnir fyrirlestrar sem snúa að kvikmyndagerð og Reykjavíkurborg veitti peninga- verðlaun fyrir 3 bestu myndimar. Þessar myndir vora ýmist teknar á myndband eða 16 mm filmu og voru frá 3 til 28 mín. að lengd í Ut eða svarthvítu. Stuttmyndahátíðin er vonandi búin að festa sig í sessi sem árlegur atburður því ekki virð- ist vanta efni til sýningar. Hreyfimyndafélagið fær meðat annars tilnefningu fyrir lofsvert framtak. Kári G. Schram fær tilnefningu fyr- ir stuttmynd sína, Dagsverk. Þorfinnur Guðnason fær tilnefn- ingu fyrir heimildar- og náttúrulífs- mynd sína, Húsey. Þorfmnur Guðnason fyrir Húsey: Þorfinni Guðnasyni hefur tekist að gera heimildarmynd sem er ekki síðri en þær erlendu náttúrulífs- myndir sem íslenska sjónvarpið hefur sýnt undanfarin misseri. Hann hefur lagt mikla vinnu og natni í að gera myndina sem best og trúverðugast úr garði og hefur uppskorið árangur sem erfiði." Leiklistarskóli íslands sýnir Hljómsveitina: Athygli vakin á skaðsemi „spítts“ Þriðji bekkur Leiklistarskóla ís- lands frumsýnir í dag leikverkið Hljómsveitina sem er fyrir ungt fólk, 13 ára og upp úr. Sýningar verða í Tónabæ í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Tónabæ. Verkið tekur sextíu mínút- ur í flutningi og skiptast á leikin at- riði og flutningur á framsömdum lögum sem tengjast sögu persón- anna. Söngleikurinn fjallar um fimm ungmenni sem æfa saman í bílskúrs- hljómsveit fyrir tónleika í Tónabæ. Söngvarinn kemst í eiturlyf og dreg- ur smám saman tvo aðra hljómsveit- armeðlimi með sér í neyslu. Hin tvö hafna í dópinu. Verkið er samið til að vekja athygli á skaðsemi „spítts“ - amfetamíns. Sérstök áhersla er lögð á þá einstaklinga sem ekki vilja prófa þrátt fyrir þrýsting félaganna. Meðan verkið var mótað var unnið með hópi unglinga frá SÁÁ sem Leiklistarnemarnir sem taka þatt i synmgunni eru, taliö frá vinstri: Kjartan Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Sveinn Þórir Geirsson, Halldóra Geir- harðsdóttir og Pálína Jónsdóttir. þekktu máhn af eigin reynslu, með- ferðarfulltrúum og öðru fagfólki sem miðlaði af reynslu sinni og þekkingu. Nokkrar sýningar era áætlaðar í Tónabæ en einnig er hugsanlegt að flytja sýninguna í skóla og til félags- samtaka. -HK Svidsljós Tvíburabræðurnir eru sterkefnaðir en þeir hafa þénað á sölumennsku. Dvergamir Greg og John eru milljónarar: Við hugs- umstórt Tvíburabræðumir Greg og John Rice era 41 árs gamlir og lágvaxnir ‘en era að minnsta kosti höfðinu hærri en aðrir ef mælt er í veraldleg- um eignum. Þeir bræður hafa þénað allsvakalega á sölumennsku en þeir reka eigið fyrirtæki. Þeir búa í mikl- um lúxus á Flórída. Greg er kvæntur og á son og stjúp- dóttur. Húsið hans er mjög stórt með fimm stórum svefnherbergjum, sjö baðherbergjum og að sjálfsögðu er sundlaugin fyrir utan. Tvíburabróð- irinn, John, er ókvæntur en býr í lúxusvillu skammt frá. Eiginkona Gregs er ekki dvergur og sonur þeirra er eðlilega vaxinn. Hún segir aö þau hjónin lifi eðlilegu lífi. Þó verður Greg stímdum fyrir áreitni er liann gengur um götur með fimm ára syni sínum sem þegar er orðinn stærri en faðirinn. Fólk var ekki bjartsýnt á að bræð- umir gætu rekið sitt eigiö fyrirtæki og taldi það í raun vonlaust. Þeir létu slíka svartsýni ekki á sig fá. Þeir byijuðu starf sitt með þvi að ganga í hús og selja. „Það var vissulega svolítíð erfitt því að dyrabjöllumar vora svo hátt uppi,“ segja þeir. „Við höfum alltaf starfað saman og það ætlum við að gera áfram.“ Greg og John hafa vel efni á aö aka um á lúxuskerrum. Samstarfshópur um sölu á lambakjöti ætlar að iáta að sér kveða á næstu mánuðum með tilboðsveröi og söluátaki. Af þvi tilefni efndi nefndin til kynn- ingar á lambakjötsréttum á Grillinu á Hótel Sögu fyrr í vikunni þar sem gestir fengu að bragða framleiðsluna. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.