Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 Fréttir Steingrímur Hermannsson um átökin 1 ríkisstjóminni: Deila ráðherranna ber dauðann í sér - telur heppilegt að bíða með þingkosningar fram í júní „Deila stjórnarflokkanna um land- búnaðarmálin kemur manni mjög ótrúlega fyrir sjónir, ekki síst það að formennirnir skuli ekki ræðast við. Hvor um sig virðist bíða eftir að hinn slíti þessu samstarfi. Þetta ber dauð- ann í sér. Allavega er ljóst að allt trúnaðartraust milli manna er búið. Leggi forsætisráðherra sig ekki fram um að endurbyggja það þá er það bara spuming um tíma hve lengi rík- isstjómin hangir saman,“ segir Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins. Steingrímur kveðst vona að ríkis- stjórnin fari frá sem fyrst. Eins og nú er ástatt fyrir þjóðarbúinu sé það afar skaðlegt að hafa aðgerðalausa og dughtla ríkisstjórn. Aðspurður segist hann ekki óttast að þingkosn- ingar í vor sundri sameiginlegu framboði minnihlutaflokkanna í Reykjavík. Þó væri heppilegra að bíða með kosningar fram í júní. Að sögn Steingríms kæmi til álita að mynduð yrði bráðabirgðastjóm komi til þess að það slitni upp úr rik- isstjómarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Aðspurður útilok- ar hann hins vegar að Framsóknar- flokkurinn verji minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks eða myndi ríkis- stjóm með honum án undangeng- inna kosninga. -kaa Einar Bollason var útnefndur ferðafrömuður ársins 1993 af tímaritinu Farvís - Áfangar um helgina. Það voru hlust- endur rásar tvö sem tilnefndu Einar vegna frækilegs árangurs við að skipuleggja hestaferðir um landið. Til marks um umsvif Einars þá skipulagði hann hestaferðir fyrir um fjögur þúsund manns á síðasta ári. Útnefningin fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði og fékk Einar áletraðan stein i viðurkenningarskyni. Á myndinni eru með Einari eigin- kona hans, Sigrún Ingólfsdóttir, (t.v.) og Þórunn Gestsdóttir ritstjóri (t.h.). DV-mynd ÞÖK Ein kæra á Læknavaktina til athugunar hjá landlækni: Öll símtöl tekin á band - allarkvartanirverðarannsakaðarsegirólafurólafsson Þingvallabústaðir: Fjölmenni á stofnfundi samtaka Vel á annað himdrað manns mætti á stofnfund Félags sumar- bústaðaeigenda viö Þingvalla- vatn sem haldinn var í Reykjavík síðdegis í gær. Reynir Jónsson var kjörinn formaöur en að auki sitja sex manns í stjórn félagsins. Um 600 sumarhús eru við Þing- valiavatn. Sumarhúsaeigendur við vatnið eru uggandi um að þrengja eigi aö þeim með nýju svæðisskipu- lagi. í áiyktun fundarins segir meðal annars að sumarhúsaeig- endur vilji jákvæð og góð sam- skipti við skipulagsyfirvöld og hreppsnefndir á svæðinu varð- andi framtíðarskipulag þess. Á þaö er bent aö við sumarbústaði sé stunduð landvemd og ræktun. -kaa Anna Karen Kristjánsdóttlr, ungfrú Norðurland 1994. Fegurðardrottning: Kommér geysilega áóvart Gyifi Kriatjánssan, DV, Akureyri: „Þetta kom mér geysilega á óvart og vissulega getur þessi tit- ill breytt ýmsu fyrir mig, það verður a.m.k. ekki verra að geta bent á þennan titil,“ segir Anna Karen Kristjánsdóttir sem um helgina var kjörin ungirú Norð- urland í Sjailanum á Akureyri. Anna Karen er 19 ára, hún hef- ur stundaö nám viö félagsfræöi- braut Verkmenntaskólans á Ak- ureyri en er nú aö hvila sig frá námi í eina önn og starfar í versl- un. Auk titilsins og góðra gjafa sem honum fylgdu, verður Anna Karen fuiltrúi Norðurlands í keppninni um titilinn ungfrú ís- land í Reykjavík í vor. „Það verður að segja eins og er að það koma sem betur fer sjaldan upp mál sem þessi. Að vísu er eitt mál til rannsóknar hjá okkur, svo hef ég bara umsögn annars aöiia í öðm máh en það koma stundum upp deil- ur um hvemig brugðist hafi veriö við í svona málum. Þar af leiðandi var tekin sú ákvörðun að taka öll samtöl við Læknavaktina upp á band,“ segir Ólafur Ólafsson land- læknir. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hafa að minnsta kosti tvær kvartanir borist Læknavaktinni í kjölfar leiðbeininga sem foreldrai' sjúkra barna fengu eftir að hafa leit- að aðstoðar vaktarinnar. „Allar kvartanir, sem koma á okk- ar borð, eru náttúrlega rannsakaðar. Við höfum átt fund með öllum aðil- um sem koma þama nærri og emm síðan að bíða frekari upplýsinga. Síð- an verður máliö athugað. Þaö er spuming hvort hér sé um mistök að ræöa eða ekki. Ef um mistök er að ræða verður tekið á þeim,“ segir Ól- afur. 22 þúsund manns á ári „Við munum fara ofan í saumana á vinnureglum okkar og funda með starfsfólki og hjúkrunarfræðingum til að finna hvort og að hve miklu leyti þarf að breyta reglunum og hvort eitthvað hafi breyst í starfinu. Við höfum lengi haft áhuga á að taka öll símtöl upp á segulband til að það sé á hreinu hvað þar hafi komið fram. Það er mikið öryggisatriði bæði fyrir lækna og sjúkiinga," segir Magnús R. Jónasson, vaktstjóri Læknavaktarinnar í Reykjavík. Magnús segir að það sé gmndvall- arregla hjá Læknavaktinni að sjúkl- ingur fái læknisþjónustu óski hann eftir því. Sjúkhngar geti flýtt þeirri þjónustu með þvi að koma í húsnæði Læknavaktarinnar á Heilsuverndar- stöðinni, annars geti oröið eins til tveggja tima biö eftir lækni. Ekki sé um neinn spamað að ræða hjá Læknavaktinni og starfsfólkið eigi ekki að sía út þá sjúklinga sem mest þurfi á lækni að halda. „Við erum með samskipti við fjöld- ann allan af fólki því aö 22.000 manns leita til læknis hjá vaktinni á hverju ári fyrir utan fullt af símtölum. Við vitum að megnið af þessum sam- skiptum gengur vel og viö teljum að við séum með góða starfsemi þó að alltaf geti verið hnökrar og þetta hafi komið upp á núna,“ segir Magn- ús. -GHS/-pp Sandkom dv Kosningaskjálfti Greinilegur kosninga- skjálftiernú farinnaðfær- astísuma, a.m.k.þásem verða í fram- / boöiívor. Þeir erufarniraö ; í sýnasigogláta ásérberaí : : auknummæliá mannamótum og eiga eftir að taka í margar hendur fram að kosningunum. Þetta kom glöggt fram á atvinnumálafundi á Akureyri í síðustu viku og eftir þ ví tók Halldór Blöndal ráöherra enda vanur maður á ferð sem veit h vernig á að bera sig að fyrir kosningar. Blöndal sagöi þegar langt var Uðiö á fundinn að vonandi væri ekkert al- varlegt aö honum Þórami Sveins- syni, bæjarfulltrúaFramsóknar- flokksins, en hann væri eini fram- sóknarmaöurinn sem ætti eftir að taka til máls. Þá voruþingmenn áber- andi á fundinum, enda e.t.v. styttra í kosningar á þeirra bæ en marga grunar. Ágreiningurinn Sighvatur Björgvinsson iönnðarráö- herraogÞor- steinnMár Baldvinsson. ; útgei'ðannaöur á Akureyri. tókustnokkuö hressitegaámn kvóíamáliná ' ■ : þessumfundii Sjallanum og höfðu menn gatnan af, sumir hverjir a.m.k. Orðaskipti þeirra urðu vegna ummæla um útilutning á ísfiski til vinnsiu erlendis og Sighvatur sagði að útgeröarmenn sem fá ókeypis að- gangað verðmætustu auðlind ís- lensku þjóðarhmar hefðu skyldur við önnur „landsins börn" m.a. þáað stuðla að aukinni atvinnu heima fyr- ir. Sighvatur ræddi þann möguleika að fiskvinnslan eignaðist hlutdeild í kvótanum því aö kvótinn væri ekki eign útgerðarmannanna heldur þjóð- arinnar alirar. Má segja aö ágreining- urinn um stjómun fiskveiða hafi birst fundarmönnum í allri sinni dýrð en til fundarins var boðaö til að ræöa atviimuástandiö á Akureyri. Burt með þá ÞorsteinnMár Baldvinsson : útgerðarmaöur víldiekkisitja . þegjandiundir orðumráð- . herrahs.og sagðiaðalþing- ismenn yröuaö komaivegfyrir fyrirhugaðan kvótaflutníng ogbreytingará kvótalögum sem kratar vilja stuöla aö. Og Þorsteinn Már hækkaöi róm* inn jafiit og þétt og „söng“ hátt í lok- in er hann sagði aö menn yrðu aö sjá til þess að Alþýðuflokkurinn yrði ektó til eftir næstu kosningar. Þessu svaraöi Sighvatur svo þannig að þótt sægreifamir gætu keypt sérkvóta þá gætuþeir ekki enn a.m.k. keypt sér atkvæði í kosningum og Þorsteini Má yrði þvi ekki aö ósk sinni Var þessi rimma óneitanlega krydd í umræðuna og til þess aö vekja suma fundarmenn sem leiddist greinilega. Búkarest Akureyringar geramikiöað þvíaðgefa mönnum við- umefni, ogþeir eigaþaöiíkatil aöskýra dauða hlutiýmsum nö&umelnsog t.d. hús. Kirkjugarðar Akure>Tareru aöbyggjahúsí einu homi garösins þar sem fara á fram ýmis starfsemi tengd greftrun bæjarbúa. Það er i sjálfu sér ekki í frásögur færandí. Hins vegar er nafn- iö sem þessl bygging hefur fengið ansi skemmtilegt en hún skartar nafninu Búkarest eins og fræg borg í Evrópu. Umsjón: Gylti Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.