Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 Spumingin Hvaðfinnstþér um árangur íslendinganna á ólympíuleikunum? Karen Kristensen: Mér finnst hann allt í lagi. Hildur Sigurðardóttir: Mér finnst hann mjög góður. Inda Gunnarsdóttir: Mér finnst hann bara ágætur en hann mættl auðvitað vera betri. Guðný Gunnlaugsdóttir: Ég hef ekki fylgst með ólympíuleikunum. Rósa Arnardóttir: Þeir hafa eflaust gert sitt besta. Guðný Jónsdóttir: Það sem ég hef fylgst með finnst mér alveg viðun- andi. Lesendur Hverjir hirða verð- lækkun á nautakjöti? Jón Björnsson skrifar: Það er staðreynd sem er öllum kunn að verð á nautakjöti til bænda hefur lækkað verulega á síðustu árum. Það er hka staðreynd að þessi verðlækkun hefur ekki skilað sér til hinna almennu neytenda. Vel má vera aö lækkunin hafi skilað sér t.d. til veitingahúsa, en þá hafa þau ekki heldur látið gesti sína njóta þeirrar lækkunar. Fleira er að gerast varö- andi þessa kjöttegund því í fréttum er þess getið að vörusvik hafi upp- götvast í nautahakki, þar sem soja- efnum sé í það blandaö. Ég er ekki í nokkrum vafa um áð bændur eiga ekki sök hér á, hvorki hvað það varðar aö verðlækkun skil- ar sér ekki til neytenda, né vörusvik í nautahakkinu. Spumingin stendur aðallega um það hverjir hirði verð- lækkunina á nautakjötinu, sem bændur hafa tekið á sig á síðustu misserum. í Tímanum var nýlega spurt í fréttafyrirsögn hvort risamir á matvörumarkaðnum, Hagkaup og Nótatún, hirtu tugi milljóna af verð- lækkun bændanna. Það sem að okkur, almennum neyt- endum, snýr er þetta: Skráð verð á ungnautakjöti (hvar er nú kýrkjötið og kvígukjötið?) er nú kr. 326 á kíló til bænda, og jafnvel enn lægra þegar þeir hafa gefið svokallaðan afslátt af vörunni. Þaö er langur vegur frá þeirri upphæð uppeftir öllum stigan- um á hinum ýmsu flokkum nauta- kjöts sem við sjáum í kjötborðum verslananna. Það kjöt sem ég hef oft- ast keypt til að grillsteikja, bógsteik- ur, sjást sjaldan nú orðið en væm þær til sölu nálguöust þær 1000 kr. Nautakjöt hér er of dýrt til að fólk kaupi það almennt, segir i bréfinu. - Hverjir hindra að verðlækkun bænda skili sér? kg. Þaö er hátt verð á bógsteikum. Segja má að verð á nautakjöti hér á landi sé ekki í þeim farvegi að fólk kaupi það almennt. Það er því lamba- kjötið, þetta sem selt er á bihnu frá kr. 399 kg. (útsölukjötið) upp í 500-600 kr. kg. sem fólk kaupir mest af. Það er engum greiði gerður með því að láta ekki fara fram opinbera rann- sókn á því hveijir það eru sem hirða gróöann sem skapast vegna verð- lækkunar bænda á nautakjöti. - Það hefur veriö gerð rekistefna út af minna máli í þessu þjóðfélagi. Röng fullyrðing um STEF-gjöld Björgvin Halldórsson tónlistarmað- ur, fyrrv. dagskrárstj. Bylgjunnar, skrifar: Að gefnu tilefni vil ég koma eftir- farandi leiðréttingum á framfæri vegna rangra upplýsinga sem koma fram í viðtali blaðamanns DV viö ívar Guðmundsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðvarinnar FM. í viðtalinu segir meðal annars: „Ríkisútvarpiö er eina stöðin sem skilað hefur skilmerkilega í gegnum tíðina. Fyrir nokkrum árum fengu allar útvarpsstöðvamar tölvuforrit frá STEF til að skrá alla íslenska tónhst til að tónlistarmenn fengju það sem þeim bæri. Forritið fraus hjá öllum útvarpsstöðvunum eftir nokkra mánuði. Við báðum STEF að laga það til að geta haldið áfram en það var aldrei gert. í raun hafa frjálsu stöðvamar, sem spila mikið popptónhst, aldrei skilað inn skrám.“ Sú fullyrðing sem þarna kemur fram hjá dagskrárstjóra FM er röng, hvaða varðar útvarpsstöðina Bylgj- una, og vil ég þess vegna leiðrétta þennan misskiling. Bylgjan hefur síðan á vordögum 1992 skilað skilmerkilegum tónhstar- skýrslum til STEFS mánaðarlega, yfir tónlistarflutning í dagskrá sinni. Skýrslur þessar eru unnar beint úr tölvuforriti þvi sem Bylgjan notar við dagskrárgerð sína. Það skal tekið fram að kerfi þetta er aht annað og frábrugöið því sem STEF var með á sínum snærum fyrir nokkmm árum. Þetta kerfi heldur nákvæmlega utan um allan tónlistarflutning Bylgjunn- ar, auk íjölda annarra dagskrárhða. Dagskrárkerfi þetta er mjög gott og er því notað af allflestum útvarps- stöðvum um heim allan. - Ég tel rétt að geta þess að Bylgjan er eina út- varpsstöðin hérlendis sem notar kerfi sem þetta til að halda utan um dagskrárgerð sína. „Þetta fólk er það besta sem viö eigum i skiðaiþróttinni á Islandi í dag,“ segir bréfritari. - íslendingarnir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórs- son í 15 km göngunni í Lillehammer. Grínumst ekki með skíðafólk okkar Siggi Hólm skrifar: Að gefnu tilefni er ég neyddur til aö ávíta fólk, já segjum bara alla þjóðina og fjölmiöla landsins, fyrir vasklega frammistöðu sem felst aðal- lega í því að gera grín að og niður- lægja það skíöafólk, sem við höfum sent sem fulltrúa okkar á Ólympíu- leikana í Lhlehammer. Þetta fólk er það besta sem við eig- um í skíðaíþróttinni á íslandi í dag. Við ættum að vera stolt af frammi- stöðu þeirra hver sem hún er, þvi ferðin sem íslenska ólympíunefndin borgar á leikana er ekki aht. Þó svo ýmis fyrirtæki styrki þau líthlega þá hafa sum þessara krakka þurft að vinna frá morgni til kvölds til þess aö fjármagna skíðaíþróttina og keppnisæfingar erlendis. Okkar keppendur eru meðal þeirra hundrað bestu í heiminum. Um það bil sjötíu af þeim hundrað fá auglýs-. ingatekjur og fjármagna þannig keppni og æfingar aht árið um kring. Á meðan við styrkjum ekki betur skíðaíþróttina og stefnum á efstu sætin þá fáum við ekki gull eða aðrar viðurkenningar. Þess má geta að það eru fleiri í Skíðasambandi íslands en eru í Handknattleikssambandi íslands. Við uppskerum eins og við sáum. Verum því sátt við það sem fólkið okkar er að gera því það er mjög gott miðað við það sem við leggjum því th. Hringiö í síma 632700 miliikl. I4ogl6-eóaskrifíð ATH.: Nafn og símanr. verður aö fylgja bréfum Ríkið Hafnar greiðslukortum Ástþór hringdi: Alltaf þarf hið opinbera að vera með aörar reglur í viðskiptum en viðtekið er á markaðnum. Eitt með mörgu öðru er að það úthok- ar viöskipti með greiðslukortum sem eru þó einn öruggasti greiðslumátinn í landinu. Menn geta ekki greitt með kortum í ÁTVR og ekki er heldur hægt að greiöa þungaskatt bifreiða með korti. Ég ætlaði með bhinn minn í ársskoðun nýlega og var sagt að Bifreiðaskoðun tæki við greiðslukorti. Ég gæti einnig greitt þungaskattinn þar en hann yrði ég að greiða með peninga- seðlum! Ríkisfyrirtæki eru orðin að athlægi fyrir þessa vitleysu. Mestiannmarki Irfeyrissjódanna Helgi Bjarnason skrifar: Lifeyrismáhn eru sífellt til um- ræðu. Ég las t.d. í Viðskiptablaði Mbl. grein undir heitinu Hvers eiga forsjálir að gjalda? Þar var rætt um sívaxandi þrýsting á skattayflrvöld til að breyta lögun- um sem eru forsendur fyrir líf- eyrissparnaði. Vissulega er þar pottur brotinn, t.d. tvísköttunin alræmda. Hins vegar tel ég mesta annmarka lífeyrisjóða vera regl- una um hámarksaldurinn sem skily rði fyrir fuhum lífeyrissjóðs- réttindum. Þetta er ahtof hátt mark og verður ekki við unað. íslensktimariti flottræfilsstíl Amór hringdi: Það verður ekki skafið af okkur islendingum aö við reynum að sýnast þótt ekM séu alltaf efni eða ástæður til. Ég tek dæmi af is- lenskum tímaritum sem flest bera með sér að þar séu á ferð topprit í tískuheiminum. Og þetta á við um öh tímarit hér, um hvaða efni sem þau fjalla. Stærstu og þekktustu erlend tímarit, svo sem Newsweek, Time Spigel og enn fleiri, eru látlausari að ytra úthti, t.d. með þynnri pappír, og kannski þess vegna líka mun ódýrari en hin íslensku. Þaö er enginn mælikvaröi á góðar viðtökur tímarita að á þeim þurfi aö vera sá flottræfilsstih sera raun ber vitni. Gengið á bifreiða- eigendum Jón Tr. hringdi: í DV sl. mánudag máttí. lesa írétt um breytíngar á framrúðu- tryggingu bifreiöa og ökumanns- tryggingu. Framrúðutrygging var 1000 kr. en er nú komin í 2000 og menn greiða allt upp í 20 þús- und krónur verði þeir fyrir rúðu- tjóni. - Þungaskattur hefur líka hækkað um 35% og átti hann þó aðeins að vera tíl bráðabirgða í eitt ár. Aht kemur þetta manni að óvörum og sköttum er hrein- lega bætt á bifreiðaeigendur eftír hentugleikum hins opinbera. Þaö kemur að því að stórlega dregur úr eign og notkun á bhum hér á landi. Vélsleðarogmót- orhjólinnanbæjar Páh Helmút Guðjónsson skrifar: Mér finnst ástæða til að kvarta undan því að það er orðið næsta vorhaust að planta trjám sums staöar í Mosfehsbæ. Það er veriö að eyðheggja náttúruna með vél- sleöum og mótorhjólura sem ekið nánast hvar sem ökumönnum hentar. - Mér finnst að lögreglan ætti að fylgjast betur með þessum ökutækjum, og þau ættu raunar ahs ekki að fá að aka innanbæjar - nema þá eítír sérstökum akst- ursleiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.