Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 11 DV Meiming Islensk graf ík 25 ára - sýning í Norræna húsinu Félagið íslensk grafík er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Saga þess spannar þó í raun fjöru-. tíu ár því það var árið 1954 sem nokkrir myndiistarmenn, þ. á m. Jón Engilþerts sem teiknaði það merki sem er tákn félagsins í dag, stofnuðu félag í þeim tilgangi að vinna að kynningu og eflingu graf- íkiistar á íslandi. Félagið var nefnt Myndlist Ólafur J. Engilbertsson íslensk grafík, en starfsemin varð snubbótt og lagðist fljótlega í dvala sem stóð í ein fimmtán ár eða þar til Einar Hákonarson og fleiri end- urreistu félagið. íslensk grafík hef- ur á undanförnum árum bæði stað- ið að sýningum á verkum félags- manna innanlands og utan og kynnningu á erlendri grafík hér á landi. Nú hillir loks undir að félag- ið eignist eigið grafíkverkstæði að Tryggvagötu 15 þar sem listamenn munu geta leigt sér aðstöðu og. fengið tækifæri til að beita mis- munandi grafíkaðferðum á einum stað. Félagsmenn eru nú 51 talsins og tekur 31 þeirra þátt í samsýn- ingu sem íslensk grafík hefur nú opnað í kjallara Norræna hússins, en félagið hefur alls haldið um tug samsýninga á þeim stað. Dulúð og dýpt Ljóst er af öllum blæ þessarar sýningar að vöxtur er í grafíkhst- inni hér á landi. Áberandi er hve vinnubrögð eru í senn vandaðri og persónulegri en á afmæhssýning- unni fyrir fimm árum. Ríkharður Valtingojer og Tryggvi Ámason nota mismunandi sjaldnotaðar að- ferðir, messotintu og collagraph, til að bregða persónulegri birtu á ís- lenskt landslag. Ríkharður færir það í raun inn í heim ævintýra - huliðsheiminn. Margrét Birgis- dóttir meðhöndlar landslagið frem- ur sem tafl ljóss og myrkurs og á vel útfærða seríu fjögurra mynda á sýningunni, sambland ætingar og þurmálar. Hafdís Ólafsdóttir hefur á undanfornum misserum þróað tréristutækni sem byggist á marglaga þrykkjum. Hér sýnir hún myndir byggðar á eigind vatns, gerðar af mun meiri yfirvegun og næmi en fyrri verk hennar. Hreyf- ing og blik vatnsins komast hér til skila samhhða ró og dýpt. í trérist- um Drafnar Friðfinnsdóttur er einnig að finna dýpt. Sú dýpt er þó af öðmm toga og tengist fremur galdri málverksins. Einþrykk era og nokkur á sýningunni og skal þar fyrst th taka verk Valgerðar Hauksdóttur, kraftmiklar og þaul- hugsaðar myndir er minna um sumt á norska gagnframúrstefnu. Verk Ingibergs Magnússonar era hefðbundnari módemismi og gætu, hkt og verk Drafnar, hæglega verið meðtekin sem málverk. Þannig er því einnig farið með tréristur Lára Gunnarsdóttur, tvær grænleitar dempaðar stemningar sem hafa yfir sér vissa dulúð. Svipsterkur vegvísir Gréta Mjöh Bjamadóttir færir stemmninguna á hæfilega galsa- fengið stig með ætingum sínum „Sæluríki" er sýnir krossmörk byggð úr brjóstum. Karóhna Lár- usdóttir er einnig á græskulausum nótum að venju í tveimur ætingum er sýna „Brúðarkerru" og „Skáld“. Þorgerður Sigurðardóttir sýnir fjórar tréristur er hafa að geyma trúarleg þemu í miðaldastíl og eru vonandi aðeins upphafið aö því að gengið sé á myndræna sjóði mið- aldakirkjunnar. Sérstaklega eru áhugaverð verk númer 18 og 20 vegna innbyggðrar birtu sem vísar til helgimynda miðalda og endur- reisnar. í heild má segja að þessi sýning íslenskrar grafíkur sé svip- sterkur vegvísir á leið til öflugrar félagsstarfsemi, verkstæðisrekst- urs og sýningahalds. Sýningin stendur th 20. mars. Sýning Guðrúnar Einarsdóttur í Gallerí 11 er um margt óvenjuleg. Það má th dæmis segja að hún sé unnin með blandaðri tækni, en það væri aldrei hægt að segja að hún væri unnin í blandað efni. Satt að segja er vart hægt að ímynda sér sýningu sem væri unnin í einhæfara efni en sýning Guðrúnar: hún er öh unnin í svartan lit á striga, að undanskhdum nokkrum vatnslitamyndum í bakherherginu, en þær eru fremur eins konar komplement við hinar en sjálfstæð verk. Verkin sem mynda meginhluta sýningarinnar era öh unnin með þykk- um svörtum ht á striga. Það sjást engir aðrir htir í þeim og það er áferð- in sem grípur augað: pensilfor, för eftir ýmsa aðra óþekkta hluti og ýmis Myndlist Jón Proppé mynstur og form sem áhorfandinn veit hreint ekki hvemig orðið hafa th. Liturinn er yfirleitt þykkur og mótaður á yfirborðinu, en í sumum myndunum sést striginn, þó ekki sé nema sem bakgrunnur við yfirborðs- mótunina. Liturinn er aha jafna þykkur og myndimar era líkari lágmynd- um en málverkum: líkari skúlptúr en því sem við venjulega sjáum á strekktum striga. Hvað hefur sýningin þá við sig? Hún er litlaus. Hún er á vissan hátt einhæf. En hún er engu að síður afar hehlandi. Hún er kannski eins konar könnun á möguleikum málverksins. Eins konar forvinnsla sem sýnir okkur hverjir möguleikar litarins era. Hún er úrvinnsla á einhverj- um framstæðum möguleikum htarins sem málarar hafa kannski aldrei kannað th hlítar, eða aldrei leyft sér að kanna í verkum sem þeir sýna. Samt er þessi sýning einhvem veginn hehlandi sjálf - á sínum eigin forsendum. GamaK og nýtt í Hallgrímskirkju Tónleikar vora í Hahgrímskirkju í gærdag. Hörður Áskelsson lék á orgel kirkjunnar. Flutt voru verk eftir Dietrich Buxtehude, Kjeh Mörk Karlsen og Johann Sebastian Bach. Karlsen hlaut verðlaun í sam- keppni um nýja tónsmíð fyrir Klais orgel Hahgrímskirkju fyrir rúmu ári. Fluttir vora tveir þættir úr verð- launaverkinu. Scherzo ostinato og Lhjafragment. Eins og nafnið bendir th byggir Scherzo ostinato á stuttu Tónlist Finnur Torfi Stefánsson þrástefi sem gengur eins og rauður þráður í gegnum kaflann. Þessi tón- smíðaaðferð er gömul og nýtur mik- ihar hyhi nú th dags í dægurlögum. í verki Karlsens er ostinato stefið sjálft aðalatriðið en ekki meðferð þess eða úrvinnsla. Hún er heldur fátækleg. Þá var ekki hægt að heyra neina sérstaka hugsun í fylgistefjun- um heldur. Árangurinn minnir meir á notkun dægurtónhstarmanna á þrástefjum en vinnubrögð klassískra meistara. í Lhjafragment er hið kunna Liljulag notað sem grunnstef í passacagliu. Svo skemmthega vhdi th að önnur passacaglia var leikin á tónleikunum, sú í c-moh eftir Bach. í verki Karlsens er annað efni en Láljulagið heldur losaralegt og erfitt er aö greina þráð í úrvinnslunni. Svo virðist sem grunnstefinu sé ætlað einu að halda verkinu saman og meðferð annarra þátta sé thviljunar- kennd. Þessi vinnubrögð era mjög ólík þeim sem heyra má í verki Bachs þar sem allir þættir verksins bera þess skýr merki að hugsun og alúð hafi verið í þá lögð. Svipaða gagnrýni og hér er fram sett um verk Karlsens má nota um fjölmörg fræg nútíma- verk sem fljóta í tómarúmi þess skorts á ghdismati sem einkennir okkar tíma. Nú er tími th kominn að menn reyni að rífa sig upp úr doðanum og setja sér kröfur um hst- rænt ágæti. Auðveldasta leiðin er að nota verk hinna fomu meistara til viðmiðunar. Sá sem vih semja passacaghu ætti aö greina eitt eða tvö shk verk eftir Bach fyrst. Sá sem ætlar að semja tokkötu gerði t.d. vel í því að skoöa fyrst þá í f-dúr eftir Buxtehude, sem þarna var flutt, og einsetja sér að gera jafnvel og helst betur. Þannig fór Bach að og aðferðin er enn í fullu gildi. Flutningur Harðar Áskelssonar var eins og við var að búast vandað- ur og smekkvís. Sumir orgeheikarar hafa ekki ahtaf gætt næghegs hófs í meðferð hins hljómmikla orgels kirkjunnar og hefur tónhstin þá runnið saman og orðið ógreinheg. Þessa varð hvergi vart á tónleikun- um í gær og nýtur Hörður þar senni- lega þekkingar sinnar á hljóðfærinu. Spurning dagsins: Ert þú gleðigjafi? Vilhjálmur Breiðfjörð gaman- leikari: Gleði... Hvað? Hvurslags kjaftæði er þetta? (Nei, og ætla mér aldrei að verða það.) Alfreð Frímanns revíuleikari: Auðvitað vill maður öllum vel, það er ekki það ... (Ég er svo sem alveg til í að deila gleði minni með öðrum ef hún væri einhver, það er ekki það . . .) Benedikt Breiðfjörð umboðs- maður: Ekki spurning, ekki spurning, það hefur aldrei staðið á mér í þeim efn- um... Ólína hjúkrunarkona: Elskan mín, gakktu hægt um gleðinn- ar dyr, hef ég alltaf sagt... Aðalsteinn aukaleikari: Ahh ... gleði... já, nú skil ég ... þú átt við svona ... Nei, heyrðu ég átta mig ekki alveg... Eðvarð sviðsstjóri: Nei, ég má ekki vera að því... Friðrik upptökustjóri: Gleði- maður, gleðigjafi, gleði- kona ... er þetta ekki allt þáð sama? Jú, ég myndi segja að ég væri það. Della, nýútskrifuð leikkona: Ja, allavega í vinnunni... Auglýsing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.