Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 5 Fréttir ÓDÝRI SKÓMARKAÐURINN ByggingafulHrúi kannar fasteignamat Bygginganefnd Reykjavíkur hefur frestaö tillögu Gunnars Gunnarsson- ar, Nýjum vettvangi, um að Eim- skipafélagi íslands verði gert að sækja um tilskilin leyfi fyrir tvö hús sem standa á lóð félagsins við Sunda- höfn og falið byggingafulltrúanum í Reykjavík að kanna málið. „Á undanfórnum árum hafa verið að uppgötvast byggingar í borginni sem ekki hafa farið í fasteignamat. Samkvæmt mínum gögnum hafa þessar byggingar Eimskipafélagsins ekki farið í fasteignamat og ekki ver- ið greidd fasteignagjöld af þeim. Það má búast við að borgin hafi orðið af hálfri milljón króna á ári síðustu þrjú árin í tekjur vegna þessa,“ segir Gunnar. „Þessu hefur verið haldið fram og það verður rannsakað milli bygg- inganefndarfunda. Við íórum í það í vikunni. Nefndinni verður gert grein fyrir niðurstööuniú og hún ákveður svo framhaldið," segir Magnús Sæ- dal byggingafulltrúi. -GHS Opið mánud.-föstud. 12-18 Frábært verð - Góðir skór SKÓMARKAÐUR RR skór JL EURO SKO Skemmuvegi 32 - s. 75777 Skagaflörður: Tvöföldun á heimildum til rækjuveiða Þórhallur Asmundsson, DV, Sauöárkróki: Hafrannsóknastofnun hefur mælt með að heimildir til rækjuveiða í Skagafirði verði tvöfaldaðar frá leyf- isveitingu i haust eða úr 200 tonnum í 400. Það er svipuð veiði og leyfð hefur verið í firðinum undanfarin ár. Aflinn hefur verið milli 4 og 500 tonn, mestur -1992. Þegar rannsóknaskipið Dröfn var í firðinum í haust var lítið um rækju og heimild þá skorin niður. Þegar veiðar hófust eftir áramótin að nýju hafði mikil aukning orðið á rækju í firðinum. Veiði hefur verið mjög góð að undanfórnu. Fjórir bátar stunda veiðarnar - þrír frá Sauðárkróki og einn frá Hofsósi. Fáskrúðsfjörður: Fimmtilboð í hótelið Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Fimm tilboð bárust Byggðastofnun í Hótel Skálavík á Fáskrúðsfirði. Samkvæmt heimildum DV í Byggða- stofnun eru tilboð frá heimamönnum - einnig fleiri aðilum. Þau eru í skoð- un hjá stofnuninni en ákvörðun hgg- ur ekki fyrir hverju þeirra verður tekiö. Ekki fékkst heldur uppgefið um hvaða upphæðir er að ræða. Byggðasjóður eignaðist hótelið á nauðungaruppboði fyrir skömmu. Ólafsíjörður: Bílastyrkir afnumdir Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Bæjarráð Ólafsfjarðar hefur sagt upp bílastyrkjum sem starfsmenn á bæjarstjórnarskrifstofunum hafa fengið vegna aksturs eigin bíla. Hér er um talsverðan sparnað að ræða ár hvert. Á síðasta ári fengu starfs- menn rúma hálfa milljón króna í beinan bílastyrk. Þá hefur verið samþykkt aö kaupa tvo ódýra bíla - Lada hefur verið nefnd - sem starfsmenn eiga að nota í starfi. Eskiijörður: Listi sjálf- stæðismanna Sjálfstæðismenn á Eskifirði hafa tilkynnt framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Efstu sæti listans skipa: 1. Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkamannafélagsins Árvakurs. 2. Andrés Elísson verkstjóri. 3. Friðrik Á. Þorvaldsson kennari. 5. Árni Helgason framkvæmdastjóri. 6. Benedikt Jóhannsson verkstjóri. -hlh / Macintosh Quadra með PowerPC Nú styttist óðum í að Apple komi með á markaðinn Macintosh-tölvur með PowerPC-örgjörva. í tilefni þess heíúr Apple-umboðið ákveðið að bjóða örfáar Quadia-tölvur á sérstöku tilboðsverði. Innifalið í verði tölvanna er sérstakt PowerPC-hröðunarspjald *) sem gerir tölvurnar allt frá 200% til 1000% hraðvirkari þegar notuð eru forrit skrifuð fyrir þann örgjörva. ‘) Spjaldið verður afhent í apríl næstkomandi. Macintosh Quadra 610 frá 299.000,- kr. (m. vsk.) í tilboðinu er uni að ræða tölvu með 8 Mb innra minni, 230 Mb harðdiski, geisladrifi, 14" litaskjá og litlu hnappa- borði. Einnig er hægt að fá tölvuna með 16" litaskjá og stóru hnappaborði, en þá kostar hún 355.000,- kr. Með PowerPC-spjaldinu breytist Quadra 610 úr 25 megariða 68040-tölvu í 50 megariða PowerPC-tölvu. Macintosh Quadra 650 frá 339.000,- kr. (m. vsk.) í tilboðinu er um að ræða tölvu með 8 Mb innra minni, 230 Mb harðdiski, geisladrifi, 14" litaskjá og litlu hnappa- borði. Einnig er hægt að fá tölvuna með 16" litaskjá og stóru hnappaborði, en þá kostar hún 395.000,- kr. Með PowerPC-spjaldinu breytist Quadra 650 úr 33 megariða 68040-tölvu í 66 megariða PowerPC-tölvu. Umboðsmenn: Haítækni, Akureyri Póllinn, ísafirði Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (91) 624800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.