Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 Fréttir Kratar hafna konunum í prófkjöri 1 Hafnarfirði: Aðeins ein kona í átta efstu sætum - Ómar Smári náði fimmta sætinu með örlitlum mun Allir fjórir bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði sem gáfu kost á sér í prófkjörinu, sem fór fram um helgina, hlutu afgerandi kosningu í fjögur efstu sæti listans. Samkvæmt úrslitum prófkjörsins, sem voru ljós á sjötta tímanum í morgun, skipar Ingvar Viktorsson bæjarstjóri fyrsta sætið með 83 pró- sent greiddra atkvæða. Valgerður M. Guðmundsdóttir skipar annað sætið með 36 prósent atkvæði á bak við sig. Þriðja sætið skipar Tryggvi Harðarson með 37 prósent atkvæða í það sæti og Ámi Hjörleifsson skipar fjórða sætið með 31 prósent atkvæða í það sæti. Allt frá fyrstu tölum mátti ljóst vera að röðun í fjögur efstu sæti yrði þessi enda var kosningavaka krata með daprara móti. Einungis örfáir fylgdust með fram til klukkan rúm- lega tvö þegar búið var að telja rúm- lega tvö þúsund atkvæði. Hart barist um fimmta sætið Hins vegar var hörð barátta þar til talningu lauk um hverjir myndu skipa fimmta til sjöunda sæti hstans. Skiptust Ómar Smári Ármannsson aðstóðaryfirlögregluþjónn og Eyjólf- ur Sæmundsson verkfræðingur á að vera í fimmta og sjötta sæti en Þórir Jónsson deildarstjóri fylgdi þeim fast á eftir. Það var svo ekki fyrr en loka- tölur voru birtar að ljóst var að Ómar skipar fimmta sætið. Þórir skaust upp í það sjötta en Eyjólfur féll í sjöunda sætið. Einungis skildu 39 atkvæði Ómar og Þóri að í fimmta sætið. Munurinn var enn minni í sjötta sætiö en þar skildu sex at- kvæði Þóri og Eyjólf að. Athygli vekur að þrátt fyrir að lítið hafi borið á Ómari í kosningabarátt- unni og lítil smölun hafi átt sér stað af hans hálfu er hann sá maður sem hækkar mest í efstu sætum listans. Guðjón Sveinsson varabæjarfull- trúi skipar áttunda sætið, Þórdís Mósesdóttir það níunda, Anna Krist- ín Jóhannesdóttir þaö tíunda, Helga Spáð í nýjar tölur í prókjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í nótt. Hér ræðir Eyjólfur Sæmundsson brúnaþungur við Guðmund Árna Stefánsson heilbrigðisráðherra og Ólaf Þ. Harðarson lektor. DV-mynd ÞÖK Hafdís Magnúsdóttir ellefta sætið og Kristín List Malmberg það tólfta. Ungliði fyrst í 12. sæti Kristín er jafnframt sá ungliði sem náði hæst á listann en af þrjátíu þátt- takendum í prófkjörinu voru 14 frá félagi ungra jafnaðarmanna. Er mál manna að slælegt gengi þeirra í próf- kjörinu megi skýra með hve atkvæði dreifðust á neðri sætin á listanum. Annað sem vekur athygli er lélegur árangur kvenna. Aðeins ein kona skipar átta efstu sæti listans en fram- bjóðendur í prófkjörinu skiptust til helminga eftir kyni. Samkvæmt heimildum manna innan kjörstjóm- ar dreifðust atkvæöi einnig nokkuð jafnt á konumar og vann það gegn gengi þeirra í prófkjörinu. Önnur skýring sem nefnd hefur verið er hve duglegir karlamir í efstu sætunum voru og harðir í kosningasmölun. Mikii þátttaka var í prófkjörinu en alls kusu 3157 og voru 3084 atkvæð- anna gild. Er þaö 63 prósent fjölgun frá árinu 1990 þegar rúmlega 2000 kusu. Vert er að geta þess að árið 1990 kusu rétt yfir 4000 manns A- listann. Segja gárungamir að ef þátttaka í prófkjörinu 1990, fjöldi þeirra sem kusu listann og þátttaka í prófkjör- inu nú sé sett í þríliðu megi ætla að kratar nái sjö mönnum inn í næstu kosningum en ekki sex eins og sein- ast. -PP Mikil þátttaka í prófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi: Kristján hirti annað sætið - Sigríður Einarsdóttir féll 1 flórða sæti Stuttar fréttir Hvaleyrinminitkar Hvaleyrin og golfvöllur Hafh- firðinga eru í hættu. Samkvæmt Sjónvarpinu verða um 80 sentí- metrar af strandlengjunni sjáv- aröflunum að bráö á ári hverju. Norðlægurstyrkur Félag íslendinga á norðurslóð- um, SIDS, veitti nýverið 11 aöil- um styrk að upphæð samtals eiri milljón. Hæstan styrk hlaut leik- hópurinn Sleggjan sem vinnur að hátíðardagskrá i tilefni lýöveldis- hátíðarinnar. Sérnám fyrir fóstrur Fósturskólinn mun á næsta skólaári bjóða fóstram upp á eins árs framhaldsdeild. Meginvið- fangsefni námsins verður börn með sérþarfir. Námið er viður- kennt sem eitt námsár við Sér- kennaraháskólann í Ósló. Vorboðamirljúfu Til lóu sást í Grímsey í gær og lundi gerði vart við sig í Vest- mannaeyjum um helgina. RÚV sagði frá þessum fyrstu vorboð- umársins. -kaa „Flokkurinn er í sókn. Liggur það ekki beinast við. Menn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með nú- verandi meirihluta. Svo uppskera menn sem þeir sá,“ sagði Guðmund- ur Oddsson, oddviti lista Alþýðu- flokksins í komandi bæjarstjórnar- kosningumí Kópavogi, eftir að ljóst var að 989 manns höfðu tekið þátt í prófkjöri alþýöuflokksmanna í Kópavogi. Er það rúmlega 60 pró- senta aukning frá því seinast þegar 618 manns tóku þátt. í síðustu kosningum kusu rúmlega þrefalt fleiri flokkinn en tóku þátt í prófkjöri. „Ef það má leyfa sér það að vera með líkindareikning þá sýn- ist mér með svipaðri aukningu og við fengum í þessu prófkjöri að við fáum liðlega þrjú þúsund atkvæði í vor og það þýöir fjórir menn,“ sagði Guð- mundur. Kratar fengu þrjá bæjar- fulltrúa síðast. Eins og fyrr sagði skipar Guð- mundur Oddsson skólastjóri fyrsta sæti hstans. Hann hlaut 514 atkvæði í fyrsta sæti eða 841 atkvæði alls. Kristján Guðmundsson fram- kvæmdastjóri kom nýr inn á listann og skaust í annað sætið með 537 at- kvæði eða 793 atkvæði alls. Þriðja sætið skipar Helga E. Jónsdóttir fóstra meö 457 atkvæði. Helga skip- aði þriðja sætið í síðustu kosningum og heldur því sínu sæti. Hún hlaut 225 atkvæði í annað sætið. Sigríður Einarsdóttir myndmenntakennari, sem var í öðru sæti í síðustu kosning- um, féfl hins vegar í fjórða sætið og fékk 417 atkvæði í það sæti. Ingibjörg Hinriksdóttir lenti í fimmta sæti list- ans og Margrét B. Eiríksdóttir í því sjötta. Þau hlutu öll bindandi kosn- ingu í prófkjörinu. Önnur úrslit urðu þessi: Kristín Jónsdóttir sjöunda sæti, Gunnar Magnússon áttunda sæti, Hreinn Hreinsson níunda sæti, Loftur Þ. Pétursson tíunda sæti, Ágúst H. Jónsson ellefta sæti og Helgi J. Haukssontólftasæti. -pp Ingvar Vlktorsson: Vantarkonur a miðjuii „Það má þakka ára góðu starfi flokksins í ia ngurinn bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Þátttakan er framar öllum vonum og eigin- lega frábær og við treystura okk- ur vel til þess að hald meirihluta. Það má hin segja aö það vanti kvc a okkar s vegar nfólk á miðjuna hjá okkur. Það kannski kemur manni á óvart því að við V UIW Uí legar konur. Kannski jc atkvæðin of mikið út á ifnuðust þær en hann lítur út,“ segir Ingv ems og ar Vikt- orsson. Valgerður M. Guðmi -pp mdsd.: Kemurek áóvart :ki „Ég þakka árangurinn fremst vel unnura stör stuðningsfólki og svo hef veríö sterk fyrir í bæjí inni,“ segir Vaigerður I fyrst og um hjá ég bara irsfjóm- v Æ Guð- mundsdóttir. „í sjálfu sér kemur þe þátttaka í prófkjörinu mc óvart. Það eru það mar ssi góða r ekki á gir sem taka þátt i prófkjörinu en ég held hka að þetta veki spurnn agar um nvuu vau ruaicu J.UILUH cuxvi au bæta við okkur fylgi á lands- vísu,“ segirValgerður. -PP tjuomunaur uaasson: Afskaplega ánægðu r „Ég er afskaplega ánæg úrslitin og sérstaklega ðurmeð þátttök- una. Mér sýnist þetta sigur- stranglegur listi. Eg ati i svona \hit« I7f þessi hlutfallslega aukn: var í prófkjörinu, heldi ng, sem ar sér í kosmngunum þá erum við nokk- uð örugg með fjóra menn,“ segir Hann er lika mjög e nægður með röðun kynja á listanr í. -pp tfricfián OnAyvmrif Áranaur okkar „I fyrsta lagi erum við vinna mjög vel að þessu búin að sem að þessu stöndum þannig er ekki bara minn árangi er árangur okkar aflra sí lega. Ég er náttúrleea b að þetta ir, þetta imeigin- úinn aö vinna hér í 20 ár og annaðhvort hef ég kynnt mig vel eða illa. Þeg- ar Ijóst var að þessi flöldi tæki þátt í framboðinu þá var það hug- ur okkar Guðmundar að stefna að því að vinna virkilega vel sam- an og það hefur tekist," segir Kristján Guðmundsson, sem skipar annað sæti lista krata í Kópavogi. -pp Sigríður Einarsdóttir: MÁWi viðþess „Mér líst vel á þessi úr fyrir að fara niður um u slit þrátt vö sæti. hg nt eKKi a þetta sem Við reiknuðum með því við fengum Kristján Gut son, sem er mjög vinsæ) í bænum, og ég mátti alv höfhun. eftir að imunds- 1 maður eg búast VIO pessu. Eg DJQSt VIO t ég kæmist ekki í annað myndi ég lenda í því f ekki fimmta. Ég tel þetta þetta er baráttusætið ef um mið af þátttöku í pról >ví að ef sætið þá jórða ef gott því við tök- kjörinu. Ég vona aö ég geti stað því,“ sagöi Sigríður Eina sem lenti i fjórða sæti í i inu. ið undir rsdöttir, >rófkjör- -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.