Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1994 9 Útlönd Ekki vitað hverjir sprengdu kirkjuna í Líbanon: Yngsta f órnarlamb ið var 4 ára stúlka Ekki er vitað hveijir stóðu fyrirs sprengjutilræðinu í Líbanon þegar sprengja sprakk í kaþólskri kirkju í gær og drap 10 manns og slasaði um 60. Yngsta fórnarlambið var fjögurra ára gömul stúlka sem var á bæn með foreldrum sínum. Tveimur sprengjum hafði verið komið fyrir undir altarinu og þær sprungu þegar fólkið var að taka við altarissakramentinu. Aðkoman var hræðileg að sögn sjónarvotta en hér var um mjög öflugar sprengjur að ræða. Öllum skólum, skrifstofum og verslunum verður lokað í Líbanon í dag, að beiðni forseta landsins, Elías Hrawi, sem hefur lýst því yfir að dagurinn verði helgaður þvi að minnast og syrgja þá látnu. Árásin er sú versta í Líbanon síðan árið 1991 þegar bílsprengja drap 17 manns í Beirút en sá atburður gerð- ist aðeins 48 tímum eftir að ísraelsk- ur landnemi drap 43 Palestínumenn er þeir voru á bæn í mosku í Hebron á vesturbakkanum. Atburðurinn í gær er aðeins eitt af mörgum atvikum sem átt hafa sér stað í Líbanon að undanfórnu sem eru talin framkvæmd til þess eins að koma glundroða á í Líbanon á ný en blóðug borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975-1990. Þrír létust og 130 slösuðust í des- ember sl. þegar bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar kristins trú- arhóps og í síðasta mánuði var jórd- anskur diplómat skotinn til bana í Beirút. Reuter Það var Ijót aðkoman i kirkjunni í Libanon þar sem sprengjur sprungu við messu í gærmorgun. Símamynd Reuter ísraelsstjóm á herteknu svæðunum: Lætur til skarar skriða gegn róttækum gyðingum - Rabin vill halda viðræðum áfram við PLO Ezer Wizman, forseti ísraels, ræðir við Palestínumenn þegar hann minntist fórnarlamba fjöldamorðanna i Hebron. Palestínumennirnir sögðu honum að gyðingar og arabar gætu ekki búið saman í borginni. Símamynd Reuter ísraelsk stjórnvöld eru byrjuð að handtaka btinn kjama róttækra landnema gyðinga í kjölfar fjölda- morðanna í bænahúsinu 1 Hebron á fóstudag þegar vopnaöur landnemi drap 43 Palestínumenn á bænasam- komu og þau vilja að friðarviðræð- unum við Frelsissamtök Palestínu, PLO, verði haldið áfram í þessari viku. Leiðtogar PLO höfðu farið fram á að allir landnemar yrðu afvopnaðir og þeir sögðu að ísraelsmenn þyrftu að gera meira áður en hægt væri að halda viðræðunum um takmarkaða heimastjóm Palestínumanna áfram. Bandaríkjastjóm bar lof á þá ákvörðun ísraelsmanna að láta til skarar skríða gegn róttækum land- nemum og hvatti þá og PLO til að halda áfram viðræðum hið allra fyrsta. Yitzhak Rabin, forsætisráöherra ísraels, sagði fréttamönnum í gær að ísraelsstjóm væri tilbúin til að halda áfram í þessari viku. „Boltinn er núna hjá PLO,“ sagði hann. Sendinefndir Sýrlands, Jórdaníu og Líbanons í friðarviðræðunum við ísrael hafa verið kvaddar heim vegna atburðanna í Hebron en að sögn bandarísks embættismanns benti ekkert til að viðræðunum hefði verið endanlega slitið. ísraelsstjóm tilkynnti um helgina að gripið yrði til aðgerða gegn rót- tækum einstaklingum meðal Israels- manna sem búa á vesturbakkanum og Gaza þar sem um 120 þúsund gyð- ingar búa meðal tveggja milljóna araba. Rabin sagði síðar að varðhald án réttarhalda, upptaka vopna og bann við komu til herteknu svæðanna mundu aðeins eiga við um „lítinn minnihluta" landnema. Yfirmaður ísraelsku hersveitanna á vesturbakkanum sagði frétta- mönnum að hann hefði gefið fyrir- skipun um að handtaka fimm land- nema frá Hebron-svæðinu og ná- grannabæ gyðinga, Kiryat Arba, og halda þeim í þijá mánuði. Einn hefur þegar náðst en hinir leika enn laus- um hala. ísraelsk stjórnvöld sögðu einnig að þau ætluðu að leysa átta hundruð til eitt þúsund arabíska fanga úr haldi til að lægja reiðiöldumar á herteknu svæðunum en nítján Palestínumenn féllu í óeirðum þar um helgina. Reuter Frakkar verd- launabestu kvikmyndirnar Franski kvik- myndaleik- stjórinn Alain Resnais var síjarna kvölds- ins þegar franski kvik- myndaiðnað- urinn útdeildi sesarverölaunum sinum á laug- ardagskvöld. Mynd Resnais, Smoking/No Smoking, var kjörin besta mynd- in, auk þess sem Resnais var val- inn besti leikstjórinn. Handrit myndarinnar er eftir hreska leik- skáldið Alan Ayckbourn. Færeyskirbæir ogbankarenn ósammála Enn hefur ekki fundist lausn á því hvernig ilia stödd bæjarfélög í Færeyjum eigiað greiðaaf millj- arðaskuldum sínum vegna ósam- komulags við bankana. Bæjarfélögin geta ekki fallist á tOlögu frá færeysku bönkunum um aö bæjarfélögin leggi fram tryggingu fyrir tveimur milljörð- um íslenskra króna og í staöinn semji bankarrúr við lánardrottna sveitarfélaganna um nýja afborg- unarskilmála. Mjög liggur á að samkomulag náist þar sem mörg sveitarfélag- anna eru svo illa stödd að þau geta ekki staðið viö skuldbinding- arsínar. Rcutor, Kitzau Teg. 51765 Litir: Svart eða brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.995,- Teg. 51764 Litir: Svart eða brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.730,- Teg. 52133. Litur: Brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.820,- Teg. 52134. Litur: Svart leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.820,- Teg. 52099 Litir: Svart eða brúnt leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.375,- Teg. 52100. Litur: Svart leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.375,- Teg. 2694. Litur: Svart leður Stærðir 36-41. Verð kr. 4.130,- Teg. 2667. Litur: Svart leður Stærðir 36^41. Verð kr. 4.495,- ^ÓVERSL^ PÓKÐAK gceðú ofy pjónuito' Kirkjustræti 8. Simi 14181 Laugavegi 41. Simi 13570

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.