Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Side 12
12
Spumingin
MÁNUDAGUR 11. APRlL 1994
Heldurðu að Sophia
Hansen fái stúlkurnar
sínar aftur?
Svandís Grétarsdóttir: Ég vona þaö
hennar vegna.
Þorsteinn Jónasson: Ég vona þaö.
Dagmar Traustadóttir: Ég vona það.
Inga Óskarsdóttir: Ég reikna ekki
með því. Mér finnst það eiginlega
vonlaust.
Einar Pétursson: Ég vona það besta.
Berglind P!örnsdóttir: Ég vona það
hennar vegna en eins og karlinn er
búinn að haga sér þá reikna ég ekki
með því að hann virði lögin frekar
núna.
Lesendur
Sjálfstæðismenn standa við gefin loforð:
Reynslan er
ólygnust
Áframhald á stefnu vinstri flokkanna í ríkisfjármálum hefði leitt efnahags-
legt hrun yfir þjóðina, segir m.a. í bréfi Magnúsar. - Siðasta rikisstjórn
vinstri flokkanna.
Kjartan Magnússon skrifar:
Grétar nokkur skrifar lesendabréf
í DV sl. miðvikudag þar sem því er
haldið fram að kjósendur eigi að
refsa Sjálfstæðisflokknum þar sem
hann hafi svikið þau kosningaloforð
sem gefin voru fyrir síðustu alþingis-
kosningar. - Það verður ekki hjá því
komist að hressa upp á minni Grét-
ars og leiðrétta rangfærslur sem
koma því miður fram í grein hans.
Grétar segir að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi lofað að lækka skatta en
hins vegar hafi þeir stórhækkað í tíð
núverandi ríkisstjórnar. Þetta er
rangt. Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins lofuðu aidrei aö lækka
skatta, en tóku skýrt fram að koma
yrði lagi á fjármál hins opinbera og
stöðva útþenslu ríkisbáknsins eftir
þriggja ára óstjórn Alþýðuflokks,
Framsóknarfiokks og Alþýðubanda-
lags. Það tókst.
Á síðustu þremur árum hefur tek-
ist að draga úr ríkisútgjöldum um
7% aö raunvirði. Að sjálfsögðu verð-
ur að taka með í reikninginn að
minnkandi þjóðartekjur hafa í fór
meö sér minnkandi skatttekjur.
Vinstri stjómir hafa venjulega
brugðist við slíkum aðstæðum með
því að hækka skatthlutfalliö. Grétar
hlýtur að vera ánægður með að ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar fór aðra leið
og kom í veg fyrir enn frekari skatta-
hækkanir með því að spara duglega
í ríkisrekstrinum.
Af þessu sést að Grétar má vera
stoltur af að hafa veitt Sjálfstæðis-
flokknum atkvæði sitt í síðustu al-
þingiskosningum enda heföi áfram-
hald á stefnu vinstri flokkanna í rík-
isfjármálum leitt efnahagslegt hrun
yfir þjóðina. - Sjálfstæðisflokkurinn
hefur átt erfitt með að gefa skýr
kosningaloforð fyrir alþingiskosn-
ingar þar sem hann hefur alltaf þurft
aö mynda stjórn með öðrum flokkum
og þannig þurft að semja um flest
atriði og slá af eftir þörfum.
í Reykjavík hafa sjálfstæðismenn
hins vegar gefið skýr kosningaloforð
fyrir hverjar kosningar og staðið við
þau. Um leið og ég sendi Grétari
kæra kveðju skora ég á hann að bera
saman efndimar á kosningaloforð-
um vinstri manna fyrir borgarstjóm-
arkosningarnar 1978 og loforðum
sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar
1982, 1986 og 1990. - Þá sæi hann af
hverju Reykvíkingar þurfa ekki að
sjá eftir því að veita sjálfstæðismönn-
um atkvæði sitt.
Þrír varaf orsetar og velsæmið
Haraldur Guðnason skrifar:
Fyrir nokkru hljóp á snærið hjá
RÚV og öðram fjölmiðlum. - Marg-
endurtekið að Alþingi heföi sagt upp
áskrift að meira en 80 eintökum af
Pressunni, fyrir eina milljón króna á
ári. í útvarpi (rás 1) var svo sérstak-
ur þáttur um málið.
Valgerður Sverrisdóttir, þingfrú
með meira, upplýsti, að á hinu háa
Alþingi hefði virðuleg nefnd komist
að því að Pressan væri ekki lengur
kratakálfur Alþýðublaðs og því
dæmt rétt vera að segja upp blaðinu
og spara milljónina.
Frú forseti Alþingis kom með aðra
ástæðu. Henni og virðulegri forsæt-
isnefnd bæri að gæta þess aö ekki sé
talað eða skrifað óvirðulega um for-
seta íslands og því ekki við hæfi að
bera nefnt blað á borð alþingis-
manna. En keypt gætu þeir blaðið
sjálfir ef þeir vildu ekki missa af efni
þess margvíslegu. - Þá mætti spyija
hvort kjör þingmanna væru svo bág
að þeir hafi ekki efni á að kaupa t.d.
dagblööin?
Oþarft var að birta heilsíðumynd
af forseta, svo vel sem hún er þekkt,
og enn síöur að fella þar inn í mynd
af strípalingi, þrátt fyrir vaxandi vin-
sældir slíkra. Og lítt varðar okkur,
undirsáta valdamanna, um það,
hvaða frúr eru í saumaklúbbi forset-
ans.
Tímar breytast og viðbúið aö hætt
verði að tala og skrifa um æðstu
embættismenn kerfisins í upphöfn-
um helgitón en vitaskuld verður að
huga að velsæmi. - Nú er tímabær
spurning hvort leggja ætti forseta-
embættið niður, þá kjörtímabilinu
lýkur og gera aðra skipan þar á? -
Og meðal annarra orða: Fyrirfinnst
annaö ríki en okkar þar sem varafor-
setar era þrír?
Sjávarútvegs- oglandbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins:
Grétar skrifar:
Sjávarútvegsstefna Sjálfstæðis-
flokksins er að mínu mati engin. Eða
ætlar flokkurinn bara aö láta þetta
handónýta kerfi reka á reiðanum?
Láta sægreifa með LÍÚ að vopni ráða
ferðinni fyrir sig og sína? Sjávarút-
I vegurinn skilar 80% af útflutnings-
tekjum þjóðarinnar og þar liggur
stærsti vandinn því engin haldbær
stefna né stjómun er í þessum mál-
um og alls engin sem miðar að þjóð-
arhag.
Mér sýnist sem hagsmunahópar
(t.d. sægreifamir) innan Sjálfstæðis-
flokksins hafi risavaxin ítök í flokkn-
um og þess vegna næst ekki nein
skynsamleg stjómun í fiskveiðimál-
unum. Sægreifamir halda sínu og
komast upp með það. - Braska með
þessa þjóðarauðlind sem þeir fá hins
vegar úthlutað ókeypis.
Landbúnaðarmál Sjálfstæðis-
flokksins era einnig nokkuð skrýtin
„Sjávarútvegurinn skilar 80% a( útflutningstekjum þjóðarinnar og þar ligg-
ur stærsti vandinn því engin haldbær stefna er i þessum málurn," segir
bréfritari m.a.
svo vægt sé til orða tekiö, a.m.k. eigi
flokkurinn aö teljast flokkur einka-
framtaks. Stefna flokksins virðist
vera sú í þessum málum að viðhalda
þeirri landbúnaðarstefnu sem við-
gengist hefur á síðustu áratugum,
hvað sem það kostar. Okrað er á
neytendum og engu má breyta sem
gæti lækkað verö á landbúnaöaraí'-
urðum. Ausa skal áfram milljörðum
í landbúnaðinn, hneppa bændur í
íjötra og okra á almenningi. - Ég
trúði hreinlega ekki að Sjálfstæðis-
flokkurinn myndi viöhalda svona
stefnu. En annað hefur komið á dag-
inn.
Flokkarnirkosn-
ingabandalög
Bjöm Jónsson skrifar:
Mér finnst sífellt minna og
minna kveða að íslenskum
stjóramálaflokkum og á það við
þá aila. Stefnur þeirra hafa fariö
fyrir lítið. Nú síðast hjá Samtök-
unum um kvennalista sem hafa
nú blandast Öðrum flokkum með
sameiginiegu framboði til borg-
arstjórnar. Flokkarair eru í
mesta lagi kosningabandalög eins
og einn nýlátinn stjórnmálafor-
ingi okkar lét um mælt í blaðaviö-
tali. Ég sé ekki hvaða erindi
stjómmálaflokkar eiga þá við
okkur, almenna þjóðfélagsþegna.
Það mætti allt eins kjósa nokkra
menn í beinni kosningu til ríkis-
stjóraar í stað flokkakerfisins.
Uppþotúiaf
uppsögn!
Jóhanna Ólafsdóttir hringdi:
Ég lýsi yfir hneykslun minni á
því uppþoti sem orðið hefur í
fjölmiðlum vegna uppsagnar
konu í heilbrgiðisgeiranum og
sem er þó engin uppsögn þar sem
konunni er boðið vinna á vöktum
i stað dagvinnu sem hún getur
vart sinnt vegna starfa að félags-
málum. Hvað má fólk segja sem
hefur verið sagt upp fyrirvara-
laust og hefur ekki heilt féiag á
bak við sig eins og þessi kona í
sjúkraliðafélaginu? En svona er
þetta alltaf þegar einhverjum er
sagt upp hjá því opinbera. Það
hafa hins vegar fáir samúð með
þessum kröfukindum.
Brussels-gengiö
glattmeðsitt
Gísli Guðmundsson skrifar:
Það er mikiö látið meö strákana
ílentust í Brussei á vegum EES,
EFTA og hvað þetta nú allt heitir
í skammstöfunum. Reyndar lika
í Genf sömu erinda og Brussels-
gengið. Ríkisútvarpið hefur ekki
undan aö skipuleggja viðtöl viö
einhvem úr þessum kreðsum og
það lætur vel af sér liðið. Þorra-
blót meö heföbundnum hætti í
Genf, og allir eru glaöir með sitt.
Nú síðast var viðtal í morgunút-
varpi RÚV við Magnús nokkurn
Ólafsson. Var viðtalið í ætt við
önnur slík úr þessum áttum. -
En m.a. orða: Er allt þetta fólk á
launum hjá okkur eða hinum al-
þjóðlegu stofhunum?
Þvíþögðu
þingmenn um
Pressuna?
Knútur hringdi:
í fréttum ffá Alþingi segir að
forseti Alþingis hafi sagt upp
Pressunni, þessu blaði sem segist
gera út á fféttir en nærist í raun
á fáu öðru en klögumálum frá
fólki með mismunandi brenglað
hugarfar. Það sem mann undrar
mest er þaö að alþingismenn
skuli ekki sjálfir hafa kveðið upp
úr um Pressuna sem óhæft les-
efni sem hefur oftar en ekki vegið
að alþýðunni í landinu og reynd-
ar hverjum sem á vegi hennar
varð. Þingmenn hafa að vísu
skrifað í hana sumir en mér er
sama. - Skyldu þeir þá ekki hafa
mikils í misst við að fá ekki Press-
una senda fría?
í lesendabréfi Jóns Tryggva í
DV 5. apríl sl. undir fyrirsögninni
„Húmanísk bylting í Reykjavik“
er hér birtur kafli sem lenti í
oröabrengli. - Kaflinn er hér ieiö-
réttur: „Það er rétt athugað aö
þær hugmyndir sem þarna eru
settar fram um lýðræðislegra og
skilvirkara stjórnkerfi eru mark-
verðar og eru í raun fyrsta skref-
ið i að færa stjórn Reykjavíkur í
hendur borgarbúa sjálfra."