Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Qupperneq 26
38
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994
Fréttir
Fyrsta bílauppboðið:
Gengið frá einni sölu
„Fólk var aö bjóða langt fyrir
neðan það lágmarksverð sem við
höfðum sett á bílana. Það voru
hreinlega engir kaupendur þama.
Því er ekki búið að ganga frá nema
einni sölu. En við erum raunar með
tíu sölur sem þarf að fá staðfest-
ingu á, þar sem boðið var undir
lágmarksverði."
Þetta sagði Hilmar Kristjánsson,
eigandi Krónu hf., sem efndi til
bílauppboðs um helgina. Er það
fyrsta uppboð þeirrar tegundar
sem fram fer hér á landi.
Hilmar sagði að tæplega 100 bílar
hefðu verið skráðir. Ekki hefði
reynst fært að hafa þá til sýnis
dagana fyrir uppboðið, eins og gert
hefði verið ráð fyrir, því allur und-
irbúningur hefði verið á síðustu
stundu.
„Það kom gífurlegur mannfjöldi
til okkar. Við vorum með þjú
hundruð sæti og þau vom öll full-
skipuð. Þá var fjöldi fólks þarna
úti um allt og við áætlum aö það
hafi mætt svona um 500-600
manns. En það voru mjög fáir sem
skrásettu sig sem kaupendur. Fólk
var meira aö skoða og forvitnast
um hvemig þetta færi fram, þannig
að boðin vom ekki góð. En það
komu nokkrir eftir boðið og sýndu
áhuga á að gera tilboð í bíla.“
Hilmar sagðist ekki taka það al-
varlega þótt salan hefði gengið
hægt í fyrstu tilraun. Það tæki tíma
fyrir fólk að kveikja á því sem
þama færi fram. Sumir virtust
hafa haldiö að þeir gætu fengið
þama bíl fyrir sama og ekki neitt.
„Aðalmálið er að sá mikli mann-
flöldi sem mætti til okkar gefur til
kynna að það er grundvöllur fyrir
uppboðum af þessu tagi,“ sagði
Hilmar. „Við munum því halda
áfram með þau og verður hið næsta
næstkomandi laugardag."
-JSS
Grindavlk:
4
Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
Jlgi Kerrur
Geriö verðsamanburö. Ásétning á staðn-
um. Allar gerðir af kerrum, allir hlutir
til kerrusmíða. Opið laugard. Víkur-
vagnar, Síðumúla 19, s. 684911.
Sumarbústaðir
RC húsin eru íslensk smíöi og löngu
þekkt fyrir fegurð, smekklega hönnun,
mikil gæði og óvenju góða einangrun.
Húsin eru ekki einingahús og þau eru
samþykkt af Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins. Stuttur afgreiðslu-
frestur. Hringdu og við sendum þér
upplýsingar.
Islensk-Skandinavíska hf.,
Síðumúla 31, s. 91-685550.
Bátar
Þessi bátur er til sölu. Plastbátur, 6
tonn, vél Volvo penta, 136 hestöfl, árg.
1988, vel búinn tækjum. Skipti koma
til greina, t.d. á Sóma 800. Skipasalan
Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími
91-622554.
32. Bílartilsölu
Magirus Deutz ‘81, vél Deutz loftk., 6
cyl., 164 Din, framdrif - spl. afturdrif,
vökvaknúið 12 tonna spil sem hægt er
að fjarstýra - alþjóðl. dráttarkrókur -
loftúttak fyrir dráttarvagn - 3 Kw
Eberspecher olíumiðstöð, sæti f. 11
manns. Ástand mjög gott, ek. 112 þ.
km. Tilvalinn fyrir bæjar-, sveita- eða
ferðafélög. Verð 1.550 þ., skuldabréf-
skipti eða góður stgrafsl. S. 91-689086.
Nissan Sunny 1,6 SLX, árg. ‘92, með
öllu, ekinn 14.000, mjög vel með farinn.
Verð 1 milljón. Ekta frúarbíll. Uppl. í
síma 91-673942 eða 985-22760.
MMC L 300,4x4, árg. 1988, ekinn 82 þús.
km, verð 880 þús. stgr. Uppl. í
s. 91-874669 og 91-41237 eftir kl. 18.
Jeppar
Mazda B 2600, árg. ‘89, 4x4, cab plus,
rauður, ekinn aðeins 49, þús. km.
Glæsilegt eintak, sem nýr. Álfelgur, 31”
dekk o.fl.
Einnig Mazda B 2000, cab plus, árg.
‘86, sk. ‘95, á krómfelgum. Góður bíll.
Nýja Bflahöllin, sími 91-672277, og á
kvöldin í síma 91-679350.
Suburban 20 Silverado, árg. ‘87, sætl
fyrir 8 manns, 350 EFI vél, ný 36”
dekk, ekinn aðeins 85 þús. km. Athuga
skipti. Upplýsingar í símum 91-641475
og 91-621492 eftirkl. 18
MMC Pajero, árg. ‘92, 3ja dyra, 6 cyl., 5
gíra, ekinn 45 þús. Upplýsingar í síma
91-658868.
Land-Rover 1966 til sölu. Upplýsingar á
Bflasölu Garðars, Nóatúni 2, sími
619615.
Pallbílar
Mazda E-2200 dísil, árg. 1985, með
krana. Upplýsingar gefur Klemens hjá
Landvélum hf., Smiðjuvegi 66, Kópa-
vogi, sími 91-76600 frá kl. 8-18.
Hópferðabílar
Til sölu Benz rúta ‘77,52 saeta.
Upplýsingar í símum 91-78762
og 985-23011.
Vörubílar
Íslandsbílar auglýsa:
M. Benz 1619, árg. ‘80, á grind, mjög
góður miðað við aldur. Einnig efnispall-
ur, 5,70 m, á 10 hjóla bfl með hlið-'
arsturtu, loftvör og loftopnun á skjól-
borðum. Einnig tveir pallar fyrir krók-
heisi.
íslandsbflar hf., sími 91-682190.
Skemmtanir.
Félag íslenskra hljómlistarmanna
útvegar hljóðfæraleikara og hljóm-
sveitir við hvers konar tækifæri:
sígild tónlist, jazz, rokk og öll
almenn danstónlist. Uppl. í síma
91-678255 alla virka daga frá kl.
13-17.
Lifandi tónlist - Lifandi fólk.
✓
0 eftit í<e
kamut íutnl
Forsetinn í
afmælisheimsókn
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum:
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, kom í opinbera heimsókn
til Grindavíkur á laugardag í tilefni
20 ára afmælis Grindavikurkaup-
staðar. Vigdís sat hátíðarfund bæjar-
stjómar en þar var Svavar Ámason,
fyrrverandi oddviti og forastumaður
sveitarstjómarmála í bænum í 40 ár,
kosinn fyrsti heiðursborgari Grinda-
víkur.
Eftir fundinn vom sýnd verk
Gunnlaugs Schevings, sem tengdust
búsetu hans í Grindavík, og einnig
bækur grindvískra skálda ásamt
myndverkum grunnskólabama. Há-
degisverður var í veitingahúsi Bláa
lónsins, hátíðarmessa í kirkjunni og
bæjarbúum boðið í kafB í félagsheim-
ilinn Festi. Þar lauk heimsókn for-
seta.
Ungir framsóknarmenn:
Tekist á um formann
og stjórnarmenn
Hörð átök urðu um kosningu for-
manns og stjómar á þingi Sambands
ungra framsóknarmanna sem haldið
var rnn helgina.
Guðjón Ólafur Jónsson vann yfir-
burðasigiu- á G. Valdimar Valdimars-
syni í baráttunni um formannsstól-
inn. Að ósk nýja formannsins sam-
þykkti þingið róttækar breytingar á
stjórninni. Einungis tveir úr fyrri
stjórn náðu endurkjöri. Enginn úr
framkvæmdastjóm náði kjöri í
stjómina né heldur Valdimar.
-kaa
Meiming________________________________
Brahms í Nor-
ræna húsinu
Tónleikar vora í Norræna húsinu á fostudagskvöld. Vienna Clarinet
Trio lék. Á efnisskránni vora verk eftir Jóhannes Brahms. Tónleikarnir
vora haldnir í boði austurríska menntamálaráðuneytisins í tilefni af
þýskukennaradögum sem stóðu nú um helgina á vegiun ýmissa aðila sem
tengjast þýsku og þýskri menningu.
Það er vel til fallið að leika tónlist eftir Jóhannes Brahms í tengslum
við þýskukennaradaga. Þótt hún höfði auðveldlega til fólks af öllu þjóð-
emi er hún eins þýsk og orðið getur. Þama vora leikin þijú verk sem
öll teljast með þvi betra sem Brahms skildi eftir sig af kammertónlist;
sónata fyrir selló og píanó, í e moll op. 38, sónata fyrir klarínettu og píanó,
í Es dúr op. 120, og tríó fýrir klarínettu, selló og píanó í a moll op. 114.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Þessi verk eru öll samin í þeirri virðingu fyrir klassískum formum sem
einkennir kammertónlist Brahms. Tærleiki hugmynda og úrvinnslu er
óvenjulega mikill. Þessi tónlist er eins óhlutkennd og hugsast getur, eins
konar óður til fagurrar og agaðrar hugsunar. Hún er einnig mikil spilara-
tónlist og eins og sniðin til þess að leyfa hljóðfæraleikurunum að njóta sín.
Hinir austurrísku tónlistarmenn léku verkin yfirleitt mjög vel þótt þeir
hefðu að sumu leyti ólíkan stíl. Píanóleikarinn Adrian Cox, sem mun
vera fæddur í London en hefur starfað lengst af í Vín, sýndi mjög góðan
og nákvæman leik. Sellóleikarinn, Adalbert Skocic, var að sumu leyti
mistækari, lék t.d. ekki alltaf nógu hreint. Margt gerði hann þó einkar
fallega. Klarínettuleikarinn, Helmut Hödl, hafði sérlega mjúkan og litrík-
an tón sem naut sín vel. Aðsókn að þessum tónleikum var mjög mikil
og vora ekki sæti til fyrir alla en allir áttu þama ánægjulega kvöldstund.