Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 DV breytingar Guðrun Sigurðardóttir hringdi: Alltaf þegar ég heyri tilkynn- ingar um reglugerðarbrejdingar frá liinu opinbera, nú síðast t.d. frá fjármálaráðherra um kaup á áfengi í Fríhöfhinni í Keflavík, hugsa ég sem svo hvers vegna ekki er hægt að breyta ýmsu fleiru með einfaldri reglugerðar- breytingu ráðherranna. - Þetta er einföld og afgerandi aðgerð sem gengur fljótt fyrir sig. Þessa framkvæmd má láta gilda um íjölda mála sem ekki virðast þurfa á þinglegri meðferð að halda hvort sem er. Þjóðhagslegt gildi Þjóðhags- stofnunar? Haraldur Sigurðsson hringdi: Ég hef oft velt því fyrír mér hvert þjóðhagslegt gildi Þjóð- hagsstofnun hafl. Ég heyri jú og les mat Þjóðhagsstofnunar á yflr- standandi árferði til sjós og lands en það er nú ekkert annað en hægt er að gera sér grein fyrir af fréttum. Nú, stofnunin gefur út svokaliaða þjóðhagsspá, sem stenst þó misvel. Ég held að ekki þurfi á annan tug fólks til að vinna að spám Þjóðhagsstofnun- ar. Það eru eflaust fleiri stofnanir sem mætti skera niður en ég legg tii að byrjað verði á Þjóðhags- stofnun. ÁTVRíAustur- strœti Bjönx Jónsson skrifar: Ég er einn þeírra sem vínn í miðborginni og hef því hina nýju útsölu ÁTVR í grenndinni. Það eru orðin veruleg óþægindi að þessu húsi. í fyrsta lagi er ömur- legt að horfa á er biðraðir mynd- ast fyrir framan innganginn á fóstudögum eða fyrir hátíðir. Þetta minnir á biðraðir skömmt- unaráranna. í öðru lagi er illa gengiö frá niðurfalli af skyggni ofan við verslunina og lekur þar á vegfarendur sem fram hjá ganga í regni. Ennfremur er þetta ein Ijótasta forhlið á húsi Austur- strætis. Burt með þennan ófógn- uð! ÍslenskiboHinn á1300kr! Gulli og Maggi skrifa: Við sáum nýtt blað í sjoppunni i nágrenninnu. Þetta var tímarit- ið íslenski boltinn. Það er fúll þörf á svona tímariti, eða það finnst okkur. En verðið! - þetta er brjálæði. Ritið kostar tæpar 1300 krónur! Okkur er alveg sama þótt tímaritið sé þarft, gott og til þess vandað. Þetta kaupir bara enginn, að okkar mati íslensku tímaritin, sem öll eru líka glans- rit, kosta þetta frá tæpum 500 kr. og upp í 700 kr. rúmar. Verðið á nýja ritinu er augljóslega sett á flot til að ná inn peningum og þaö í hvelli. Óþolandikatta- plágaíborginni Ósk hringdi: Kattaplága er orðin áberandi í mínu hverfi, Smáíbúöahverfinu. Reyndai- er mér tjáð að þetta eigi við um alla Reykjavik. Kettirnir virðast koma frá fólki sem ekki hefur miklar áhyggjur af aðbún- aði dýranna og lætur kettina því sjálfala, sleppir þeim jafhvel út fyrir nóttina til að flnna sér æti og afdrep. Kettimir leita því til annarra húsa og gera þarfir sínar þar sem verkast vill. Ég krefst sömu reglna fyrir katta- og hundaeigendur. Kattaeigendum gæti verið gert að greiða svo sem 3-4.000 krónur árlega auk. Spumingin Lesendur Hafa mataireiknmgarnir lækkað? Ertu búin að skipta yfir í sumardekk? Selma Gísladóttir: Nei. Elín Guðmundsdóttir: Nei, ég er ekki búin að því. Kristín Guðmundsdóttir: Nei, ég er ekki búin að skipta. Guðrún Sigtryggsdóttir: Nei, ég er ekki búin. Jóhann Sigurðsson skrifar: ASÍ hefur haft eins konar forgöngu um að kynna niðurstöðu um lækkun matarskattar. Hér er reyndar ekki um ASÍ eitt að ræða heldur er það hin svokallaða Samkeppnisstofnun (sem fáir vita hvaða hlutverki þjón- ar, ef einhverju!) sem gerir könnun á málinu í heild fyrir ASÍ og Neyt- endasamtökin og BSRB. Allt er málið samt heldur klúðurslegt í kynningu því hér er ekki um að ræða lækkun á neinum „matarskatti" heldur er hér lækkun á virðisaukaskatti á viss- ar tegundir matvæla (þó ekki allar). Nú segir niðurstaða þessarar könn- unar Samkeppnisstofnunar umbjóð- endum sínum, ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtökunum, að hér hafi verið um 6,7% lækkun að ræða eða nálægt því sem áætlað hafi verið við lækkun virðisaukaskattsins. Ég verö þó að segja eins og er að ég get ekki merkt það í innkaupum mínum að neitt hafi lækkað að ráði og hef þó fastar innkaupareglur. Ég er á því að þær vörur sem virðisaukaskattur lækk- aði ekki á, svo sem ýmsar vörur til heimilsnotkunar, hafi hækkað til jafns við það sem matvörur lækkuðu. Þetta mál þarf að skoða miklu betur af Neytendasamtökunum einum því þeim treysti ég mun betur en stóru samtökunum sem eru alltof pólitísk í eðli sínu. Vel gæti því verið um samkomulag að ræöa við hið opin- bera, eins og dæmin hafa stundum sannað í samskiptum launþegasam- taka og ríkisins gegnum árin. Sesselja Gunnarsdóttir: Ég veit það ekki, maðurinn sér um það. Unnar Haraldsson: Já, ég var að því áðan. Zhírínovskí skelf ir þjóðirnar Guðmundur Gunnarsson skrifar: í lesendabréfi, sem Haraldur Guðnason skrifar í DV hinn 11. apríl sl., segir hann að tímabært sé aö spyrja hvort leggja eigi forsetaemb- ættið niður þegar kjörtímabili núver- andi forseta ljúki. - Tímarnir hafi breyst og viðbúið sé að ekki verði endalaust hægt að líta embættið gagnrýnislaust þótt sjálfsagt sé að huga að velsæmi í umfjöllun manna. Að vísu byggðist bréfið fyrst og fremst á umfjöllun vikublaðsins Pressunnar á forsetaembættinu og þeirri ákvörðun Alþingis að segja upp áskrift að blaðinu.JSg ætla að láta þá umræðu liggja milli hluta hér en halda áfram umræðunni um for- setaembættið og þá hvort önnur skipan væri heppilegri. Það er þegar farið að leita aö eftirmanni í embætt- ið eins og fólk veit og því ætti þá ekki að ræða aðra möguleika um leið? Mín skoðun er sú að miklu heppi- legra væri að embættið yrði aflagt og forsætisráðherra fengið stjórn- skipunarvald stutt af löggjafarsam- komunni. Það er talsverður akkur í slíkri breytingu fyrir þjóðfélagið aHt og meiri snerpa fengist í aðgerðir hins opinbera. Hana hefur þótt skorta og það með réttu. Sé hins vegar ekki fylgi við þá breytingu ætti þjóðin að sameinast um að æskja framlengingu embættis núverandi forseta. Það er dýrt að halda uppi mörgum persónum á eft- irlaunum forseta og algjör óþarfi. Hitt er svo enn að athuga að í forseta- embætti hér á landi verður erfitt héðan af að hugsa sér forseta nema konu, helst einhleypa. Það veröur t.d. ekki auðvelt fyrir eiginmann konu sem yrði forseti aö komast í þá stöðu að standa við hlið eiginkonu sinnar sem forseta. Það verður heldur ekki hlaupið að því að finna þekktan mann í þjóðfé- laginu sem þjóðin gæti sameinast um. Það er mun erfiðara hér en víð- ast annars staðar sökum mannfæðar og návígis við þjóðarheildina. Af þeim sem getið hefur verið upp á sem næsta eftirmanni í forsetaembættið myndi vart nokkur ná meirihluta- fylgi í kosningu. En meirihlutafylgi verður forseti að fá héðan af. Síðasta forsetakjör var óeðlilegt og óraun- hæft að skipa forseta í embætti með minnihlutafylgi. Að öllu samanlögðu verður það ekki létt verk að finna heppilegan aðila í forsetaembætti hér. Það ætti því ekki að slá af umræðuna um hvort forsetaembættinu ætti að breyta verulega eða leggja það af með öllu að þessu kjörtímabili loknu. Umræðan þarf að fara tímanlega í gang og þar ættu menn með haldgóða þekkingu á lögum og stjómskipun að fara fyrir. Hvers viröi er forsetaembættið íslendingum? Er þörf á breytingu? A að leggja forseta embættið niður? tignum gesti. Og þannig hefur það verið víðast þar sem Zhírínovskí kemur. Þar sem hann yfirleitt fær að koma. Og þjóðimar skelfast því að þær vita sem er að heima fyrir em stórir hópar fólks sem dá þennan ofstækismann. Hann hefur að slag- orði „Á leið til valda“ og á samkom- um, sem hann heldur í Rússlandi, komast færri að en vilja. Á hvað minnir þetta okkur? Ekkert annað en uppgang Adolfs Hitlers á árunum milli 1932 og 1938. Zhír- ínovskí hefur alræðisvald í sínum flokki og hefur afnumið allar stofn- anir flokksins sem er líka stærsti stjórnmálaflokkur Rússlands. Það væri brjálæði að gefa þessum manni ekki betri gaum og það eiga ríkis- stjórnir aUra Evrópulanda að gera áður en það verður um seinan. Zhírínovskí - einræðisherra í eigin flokki. Hefur að slagorði „Á leið til valda". Árni Jóhannesson skrifar: Tilhneiging hefur verið til aö draga úr fréttum af hinum rússneska Zhír- ínovskí sem hefur þessa dagana ver- ið að ferðast til ýmissa ríkja í Evr- ópu. Svo mikiö höfum við þó heyrt að allt sem þessi maöur segir er ógn- vænlegt fyrir nágrannaríki Rúss- lands. Og hvar sem hann kemur læt- ur hann sem hann sé einn í heimin- um. Hann viröir t.d. ekki almennar og viðteknar kurteisisvenjur með því að fara með löndum í ummælum um gestgjafana eöa þjóðir þær sem hann heimsækir en býður þeim byrginn upp á sitt eindæmi. Þannig hefur hann t.d. í Finnlands- heimsókn gert landsmenn þar ótta- slegna en Finnar virtust einfaldlega leggjast flatir fyrir stóryrðunum og héldu áfram að hampa honum sem Hringið í síma 63 27 OO milli kl. 14 og 16 -eðaskrifíð Nafn og simanr. veröur aö fyl«Ja brvfum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.