Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Qupperneq 30
42 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 Afmæli s Bjami Einarsson Bjami Einarsson, fyrrv. aðstoöar- forstjóri Byggðastofnunar, til heim- ilis að Brekkugerði 30, Reykjavík, ersextugurídag. Starfsferill Bjarni fæddist í Reykholti í Borg- arfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1953, prófi í viðskiptafræði við HÍ1958 og hagfræðiprófi frá Instit- ute of Social Studies í Haag í Hol- landi 1962. Bjami stundaði hagrannsóknir og hagskýrslugerö við uppbyggingar þjóðhagsreikningakerfisins 1958-61, starfaði viö Efnahagsstofnunina 1963-67, var bæjarstjóri á Akureyri 1967-76, framkvæmdastjóri byggða- deildar Framkvæmdastofnunar rík- isins 1976-85, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar 1985-92 og hefur síðan stundað ýmis störf. Bjami var formaður Félags frjáls- lyndra stúdenta 1955-56, í stjórnum Sambands íslenskra sveitarfélaga 1970-78 og Lánasjóðs sveitarfélaga 1974-78, Slippstöðvarinnar hf. á Ak- ureyri 1970-77, Sana hf. 1964-75, Síldarverksmiðjanna í Krossanesi 1967-76, Fjórðungssambands Norð- lendinga 1967-76 og formaður þar 1972-73, Framleiðslusjóðs landbún- aðarins 1977-82, formaðurfulltrúa- ráðs framsóknarfélaganna í Reykja- vík 1983-86 og hefur gegnt margvís- legum nefndarstörfum fyrir ríki og sveitarfélög. Hann var sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar 1972 og St. Olavsorðunni 1973. Fjölskylda Bjarni kvæntist Gíslínu Guðrúnu Friðbjömsdóttur, f. 10.9.1935, myndlistarmanni og auglýsinga- hönnuði. Hún er dóttir Friðbjörns Guðbrandssonar, áður aðalverk- stjóra, og Guðmundu Margrétar Guðjónsdóttur húsmóður. Börn Bjarna og Gíslínu Guðrúnar eru Anna Margrét, f. 20.10.1963, BA í frönsku og spænsku en hún starfar að ferðamálum; Einar Björn, f. 6.6. 1968, stjómmálafræðingur frá HI; Guðrún Þóra, f. 5.2.1971, nemi við KHÍ. Systkini Bjarna: Kristín, f. 3.9. 1936, d. 22.3.1937; Kristín Guðný, f. 9.3.1938, d. 13.8.1938; Steinunn Anna, f. 15.6.1939, BA og kennari við MR; Guðmundur, f. 25.6.1943, framkvæmdastjóri. Foreldrar Bjarna vom Einar Ingi- mar Guðnason, f. 19.7.1903, d. 14.1. 1976, prófastur í Reykholti, og Stein- unn Anna Bjarnadóttir, f. 11.7.1897, d. 9.12.1991, BA í ensku, kennari og enskubókahöfundur. Ætt Bróðir Einars var Jón, pr. og alþm. á Kvennabrekku og á Prestbakka, faðir rithöfundanna Torfa (með vísnaþátt DV), Guðrúnar og Ingólfs frá Prestbakka. Systir Einars var Sigurlaug, amma Ómars Ragnars- sonar fréttamanns. Einar var sonur Guðna, kennara, hreppstjóra og oddvita á Óspaksstöðum, Einars- sonar, Guðnasonar. Móðir Guðna var Margrét, systir Magnúsar á Borgum, langafa Guðmundar Þ. Jónssonar, formanns Landssam- bands iðnverkafólks, og langalan- gafa Magnúsar Gunnarssonar, formanns VSÍ. Móðir Einars var Guðrún, systir Jóhanns, b. á Bálkastöðum, langafa Óla Jóns Gunnarssonar, bæjar- stjóra í Borgarnesi. Annar bróðir Guðrúnar var Ólafur, faðir Byrons Johnson, forsætisráðherra British Columbia í Kanada 1947-52. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Hvítuhlíð í Bi- tm, Jónssonar og Valgerðar Jó- hannsdóttur. Anna var systir Kristinar, móður Steinunnar listakonu og Bjama arkitekts Marteinsbarna. Anna var dóttir dr. Bjarna, fiskifræðings Sæ- mundssonar, útvegsb. á Járngerð- arstöðum, bróður Þorláks, langafa Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Sæmundur var sonur Jóns, ættföður Húsatóftaætt- Bjami Einarsson. arinnar, Eyjólfssonar. Móðir Bjarna var Sigríður Bjarnadóttir, spítala- haldara í Kaldaðarnesi, Hannesson- ar, ættföður Kaldaðarnesættarinn- ar, Jónssonar. Móðir Önnu var Steinunn Anna Sveinsdóttir, kaupmanns á Búðum, Guðmundssonar. Móðir Sveins var Steinunn frá Sólheimatungu, systir Jóns í Belgsholti, afa Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráð- herra og ömmu Thors Vilhjálms- sonar. Móðir Steinunnar Önnu var Kristín Edvardsdóttir, kaupmanns í Reykjavik, Siemsen. Til hamingju með afmælið 14. apríl 95 ára 60 ára Steindór Gunnarsson Jöna Sigríður Jónsdöttir, Sjöfn Bjarnadóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Byggöarenda 21, Reykjavík. 85 ára Pétur Fr. Baldvinsson, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Guöbjörg Óiafsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Jón Sigurgeirsson, Spítalavegi 13, Akureyri. 80 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Faxatúni 28, Garöabæ. Lúsinda Árnadóttir, Skinnastööum, Torfaiækjarhreppi. Sigrún Sigurjónsdóttir, Keldulandi 9, Reykjavík. 50 ára örn Ingóifsson, Amartanga 51, Mosfellsbæ. Ámi Sigurðsson, Marbæli, Seyluhreppí. Gerður Guðjónsdóttir, Reykjavegi 63, Mosfellsbæ. Guðwundur Friðfinnsson, Drekagili 5, Akureyri. Sveinn Þráinn Jóhannesson, Hraunbrún 51, Hafnarfiröi. Hann er að hehnan. Grétar Magnús Hansson, Blikastöðum 1, Mosfellsbæ. 75 ára Gunnar Ámi Svelnsson, Njálsgötu 50, Reykjavík. ltannveig Árnadóttir, Háteígsvegi 38, Reykjavík. Maria Lilja Jónsdóttir, Hafrafellstungu 1, Öxarfjarðarhreppi. Jóhanna Guðmundsdóttir, Birkivöllum 10, Selfossi. Hún er að heitnan. 40 ára Margrét Helga Heigadóttir, Vogagerði 16, Vogum. Magnús Kristinn Ásmundsson, Eyrargötu 20, Siglufirði. Sigurður Hauksson, Hlíðarvegi 55, Kópavogi. Garðar Sölvi Helgason, Samtúni 10, Reykjavik. Nakkaew Seelarak, Sjávargötu 20, Njarövík. Guðmundur Sigvaldason, Vestursiðu-6c, Akureyri. 70 ára Steindór Gunnarsson verkstjóri, Austurgötu 37, Hafnarfirði, er fert- ugurídag. Starfsferill Steindór fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Námsflokkum Hafnar- fjarðar 1972. Steindór hefur lokið ýmsum verkstjórnar- ogfisk- vinnslunámskeiðum. Steindór var verkstjóri í Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar 1970-76, í FB á Bíldudal 1976, SV-N í Neskaupstað 1976-79, Heimaskaga og Hafernin- um á Akranesi 1979-83, Hraðfrysti- stöðinni í Reykjavik 1983-90 og er hjá Granda eftir sameiningu. Steindór hefur tekið að sér ýmis trúnaðarstörf í starfi. Hann er nú í stjóm Verkstjórafélags Hafnar- fjarðar og í stjórn Félags forsjár- lausraforeldra. Fjölskylda Kona Steindórs er Þorbjörg S. Gísladóttir, f. 27.7.1950, húsmóðir. Foreldrar hennar: Gísli E. Guðna- son, f. 25.8.1925, d. 6.1.1981, hús- vörður við Bamaskólann á Selfossi, og Jóna Þ. Vigfúsdóttir, f. 30.3.1919, húsmóðir, þau bjuggu á Selfossi og þarbýr Jónaenn. Sonur Steindórs og Þorbjargar: Þorsteinn Árni, f. 6.6.1989. Sonur Steindórs og Guðlaugar Elíasdóttur: Vignir Steindórsson, f. 1.4.1976, verkamaður. Börn Steindórs af fyrra hjónabandi með Hrefnu Hall- dórsdóttur: Margrét Ósk, f. 1.4.1977; Gunnar Svanur, f. 1.6.1978; Berglind Fríða, f. 5.5.1982. Dætur Þorbjargar af fyrra hjónabandi: Steinunn Rán Helgadóttir, £6.8.1971, hárskeri, maki Sveinn Ólafsson, f. 5.4.1971, starfsmaður Pósts og síma, þau eiga eina dóttur, Sædísi Rán, f. 8.7.1993; Guðfinna Sif Helgadóttir, f. 30.1. 1975, nemi, unnusti hennar er Elmar Þór Atlason, nemi; Dagný Ösp Helgadóttir, f. 26.6.1981. Systkin Steindórs: Katrín Gunn- arsdóttir Johnson, f. 25.5.1955, maki John Johnson, þau em búsett í Los Angeles og eiga einn son; Kolbeinn Gunnarsson, f. 19.10.1956, verka- maður í Hafnarfirði, maki Anna Björnsdóttir, f. 17.3.1955, þau eiga þrjú börn; Eyvindur Gunnarsson, f. 17.12.1964, smiður í Hafnarfirði, maki Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 17.9. 1965, þau eiga tvær dætur. Hálfbróð- Steindór Gunnarsson. ir Steindórs, sammæðra: Öm Ein- arsson, f. 17.1.1950, skipstjóri í Ytri- Njarðvík, maki Jóna Stígsdóttir, f. 12.12.1949, þau eiga einn son. Hálf- systir Steindórs, samfeöra: Súsanna R. Gunnarsdóttir, f. 30.3.1954, hús- móðir í Mosfellsbæ, hún á fjögur böm. Foreldrar Steindórs: Gunnar Ást- valdsson, f. 11.9.1930, d. 13.7.1984, sjómaður í Hafnarfirði, og Svanfríð- ur Eyvindsdóttir, f. 19.4.1931, hús- móðir. Andlát Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson fyrrum sendi- herra, borgarráðsmaður, alþingis- maður og ráðherra, til heimilis að Laufásvegi 68, Reykjavik, lést í Reykjavík þann 7.4. sl. Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 14.4., kl. 13.30. Starfsferill Albert fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1944, var við versl- unamám og tók próf frá Skerry’s College í Glasgow í Skotlandi 1946. Albert var atvinnumaður í knatt- spymu um árabil og bjó þá í Glasgow, London, Nancy, Míianó, París og Nice. Hann var stórkaup- maður í Reykjavík frá 1956 og um árabil, alþingismaður Reykvikinga 1974-89, fjármálaráðherra 1983-85 og iðnaðarráðherra 1985-87. Albert var borgarfuUtrúi í Reykjavík 1970-86 og sat í borgarráði 1973-83. Albert var formaður Tollvöru- geymslunnar hf. frá stofnun 1962-83, fonnaður Knattspyrnu- sambands íslands 1968-74, stjórnar- formaður Hafskips hf. 1978-83 og formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands 1980-83. Hann sat í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins 1976-87 og í framk væmdastj órn hans 1978-87. Hann var frambjóðandi til forsetakjörs 1980, var stofnandi og formaður Borgaraflokksins 1987 og sendiherra íslands í París frá 1989. Fjölskylda Eftirlifandi kona Alberts er Bryn- hildur Hjördís Jóhannsdóttir, f. 26.8. 1926, húsmóðir. Hún er dóttir Jó- hanns Frímanns Guðmundssonar, fulltrúa hjá verðlagseftirlitinu í Reykjavík, og konu hans, Þóru Aö- albjargar Jónsdóttur skáldkonu. Börn Aiberts og Brynhildar eru Helena Þóra, f. 26.11.1947, fyrst gift Sveinjóni Jóhannessyni húsasmíða- meistara og áttu þau tvö börn, síðan gift Þorvaldi Mawby, verktaka í Bandaríkjunum, ogeigaþauþijú böm; Ingi Bjöm, f. 3.11.1952, alþing- ismaður í Reykjavík, kvæntur Magdalenu Kristinsdóttur og eiga þau sex böm; Jóhann Halldór, f. 24.7.1958, lögfræðingur í Seðlabank- anum, kvæntur Margréti Stefáns- dóttur og eiga þau fiögur böm. Systkini Alberts: Gísh, bifreiöar- stjóri í Reykjavík, nú látinn; Guðjón, kaupmaður í Reykjavík; Skarphéð- inn, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Erla, húsmóðir í Reykjavík; Vaient- ínus, vélvirki í Reykjavík; Ingólfur, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Steinþór, umsjónarmaður í LaugardalshöU- inni. Uppeldissystir Alberts er Inga Magnúsdóttir. Foreldrar Alberts voru Guðmund- ur Gíslason, guUsmiður í Reykjavík, og kona hans, Indíana Katrín Bjarnadóttir húsmóðir. Ætt Faðir Guðmundar var GísU, b. í Berjanesi undir EyjafiöUum, Gísla- son, b. á Minni-Borg, Guömunds- sonar, b. í Svarta-Núpi, Runólfsson- ar, forstjóra Innréttinganna í Reykjavík, Klemenssonar, og konu hans, Sigríðar Sigurðardóttur, syst- ur Vigdísar, langömmu Jóns Lax- dals, langafa Ragnars Arnalds. Móð- ir Gísla í Berjanesi var Halldóra Sigurðardóttir, systir Sigurðar, langafa Óla heitins Sigurðssonar í Olís. Móðir Halldóru var Halldóra Runólfsdóttir, systir ÞórhaUa, afa Páls, afa Jóns Helgasonar, fyrrv. ráðherra og Hjörleifs Guttormsson- ar. Móöir Guðmundar var Guðrún Bjömsdóttir, systir Guðjóns, lang- afa Jóhönnu Siguröardóttur ráö- herra. Indíana var dóttir Bjarna, sjó- manns í Neskaupstað, Vilhelmsson- ar, húsmanns í Bjarnaborg, Eyjólfs- sonar, timburmanns í Dagverðar- gerði, Jónssonar, b. í Kollsstaða- -gerði á VöUum, Oddssonar Vídalín, Pálssonar, b. á Vaði í Skriðdal. Móö- ir Odds var Anna Þórðardóttir, læknis Vídahns, bróður Jóns Vídal- íns biskups. Móðir Jóns var Þor- björgErlendsdóttir, systir Guðrún- ar, langömmu Bóelar, langömmu Albert Guðmundsson. Geirs HaUgrímssonar forsætisráð- herra. Móðir Indíönu var Ingibjörg Guð- mundsdóttir, sjómanns í Friðriks- koti á Álftanesi, Guðmundssonar, b. í Melkoti í Stafholtstungum, Guð- mundssonar. Móðir Guðmundar var Ingiríður Guðmundsdóttir. Móðir Ingiríðar var Elín Hannes- dóttir, systir Gunnars, langafa Ein- ars, afa Matthíasar Jochumssonar skálds. Móðir Ingiríöar var Guðrún Gísladóttir, sjómanns á Langeyri í Garðahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.