Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Qupperneq 20
32 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 fþróttir Tvíkeppni í Veggsporii Firmakeppni Veggsports, tví- keppni i körfu og skvassí, fer fram 18.-29. apríl í Veggsporti við Gullinbrú. Hvert fyrirtæki má koma með fleiri en eitt lið en tveir starfsmenn skulu vera í liði. Skráning og nánari upplýsingar í síraa 682111 og 682116. Jensnáðibronsinu íslendingurinn Jens Hjelm náöi á dögunum þeim góða árangri að hafna í 3. sæti í yfirþungavigt á smálenska meistaramótinu í júdó. Rauðu djöflarnir Stuðningsmannaklúbbur Manchester United ætlar að hitt- ast á veitingahúsinu Feita dvergnum á laugardaginn klukk- an 14.30 og horfa á leik Wimble- don og Manchester United sem hefst klukkan 16 í beinni útsend- ingu í Ríkissjónvarpinu. Á staðn- um verða myndir og fleira frá ferð nókkurra félaga til Old Traf- ford. Skallatennis á Akranesi Næsta laugardag verður haldið á Akranesi fyrsta opna mótið í skallatennis. Veitt verða verð- laun fyrir fyrstu þrjú sætin og veglegur bikar fyrir sigur aö auki. Karl Þórðarson og Hörður Jóhannesson taka viö þátttöku- tilkynningum frá og með degin- um í dag. Þátttökugjald er kr. 4 þúsund. Símar eru 93-12243, 93-12479 og 12474. Tanserífomti Toby Tanser, bresk/íslenski hlauparinn sem dvalið hefur hér á landi undanfarin ár, náði á dög- unum mjög góðum tíma í hálfu maraþoni í Haag í Hollandi en þá hljóp hann 21 km á 65,28 mínút- um. íslandsmet Sigurðar P. Síg- mundssonar er 67,09 mínútur en Tanser er breskur rikisborgari og árangur hans fer því ekki í íslenskar metabækur. Toby Tanser býr í Svíþjóð um þessar mundir. Arnarbeiðlægríhlut Arnar Gunnlaugsson tapaði í úrslitaviöureign í knattspymu- leik, einn á móti einum, i iþrótta- þætti hollenskrar sjónvarps- stöövar í fyrrakvöld. Amar beiö lægri hlut fyrir Edgar Davis frá Ajax, 2-3, og var hann óheppinn í leiknum. Eysteinn ráðinn Jósep Jósepssan, DV, Vopnafirði; Eysteinn Kristinsson hefúr ver- ið ráðinn þjálfari 4. deildar liðs Einherja. Eysteinn hefúr undan- farin ár leikið með Þrótti frá Nes- kaupstað og meðal annars veriö fyrirliði liðsins. Hann raun jafn- framt leika með liðinu. Þess má geta að minnsta kosti 7 menn, sem léku meö liðinu á síðasta sumri, hafa skipt yfir í önnur fé- lög. íslandsmeistararFH Aðalstjóm FH ætlar að bjóða 2. flokki karla í handbolta, sem varð íslandsmeistari nú á dögun- um, og fyrstu Isiandsmeísturum FH upp á pitsuveislu í Kaplakrika fyrir leik FH og Víkings í kvöld. Fyrstu íslandsmeistarar FH voru einmitt 2. flokkur og þá voru menn eíns og Ragnar Jónsson, Bergþór Jónsson og Kristófer Magnússon í liðinú sem fagnaði titlinum fyrir nákvæmlega 40 áram. Aðalstjóm FH fannst kjör- ið að heiðra þessi lið á 65 ára af- mælisári félagsins. Papintil Bayern Franski landsliðsmaðurinn í knattspymu Jean Pierre Papin hefúr gert samning við þýska liö- ið Bayem Múnchen og mun leika með liðinu á næsta keppnistima- bilL -SK/-GH/-VS/-EE Jiirgen Klinsmann i liði Monaco hefur hér betur í skallaeinvigi við Barcelonaleikmanninn Ronald Koeman. Símamynd Reuter Evrópumótin í knattspymu: Arsenal mætir Parma - stefnir í draumaúrslitaleik Barcelona og AC Milan ítalska liðið Parma mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 4. maí. Parma sigraði Benfica, 1-0, á heimavelli í síðari leik liðanna í gær- kvöldi og komst áfram á fleiri mörk- um skoruöum á útivelli. Benfica vann fyrri leikinn í Lissabon, 2-1. Það var Roberto Sensini sem skoraði þetta mikilvæga mark fyrir Parma í gærkvöldi. Þess má geta að Parma hefur Evrópumeistaratitil bikarhafa að verja. í gærkvöldi voru einnig fjórir leikir í Evrópukeppni meistaraliða. Porto og AC Milan gerðu markalaust jafn- tefli í Portúgal. AC Milan var því efst í A-riðli og á heimaleik í undanúrslit- um. Þá léku Mónakó og Barcelona í Mónakó og sigraði spænska liðið, 0-1, með marki frá Stoichkov. Þá sigraði Werder Bremen Anderlecht, 1-2, í Brússel og Galatasaray tapaði heima fyrir Spartak frá Moskvu, 1-2. í undanúrslitum meistarakeppn- innar mætast Barcelona og Porto ann- ars vegar og AC Milan og Monaco hins vegar. Leikimir verða 27. apríl. -JKS Lokastaðan í riðlunum: A-riðill: Barcelona 6 4 2 0 13-3 10 Monaco 6 3 1 2 9^ 7 Spartak 6 1 3 2 6-12 5 Galatasaray 6 0 2 4 1-10 2 B-riðill: AC Milan 6 2 4 0 6-2 8 Porto 6 3 1 2 10-6 7 Bremen 6 2 1 3 11-15 5 Anderlecht 6 1 2 3 5-9 4 Sterkasta liðið - sem mætir Brasilíu í vináttulandsleik 4. maí ísland mun tefla fram sínu sterk- asta liði í knattspyrnulandsleikn- um við Brasilíumenn sem háöur verður í Brasilíu miðvikudaginn 4. maí. Gústaf Bjömsson aðstoðar- landsliðsþjálfari sagði við DV í gær að allir landsliðsmennirnir sem leika erlendis væru tilbúnir í þenn- an fyrsta landsleik íslands í Suöur- Ameríku. Leikur Brasilíu og íslands fer fram í Florianopolis, 250 þúsund manna borg sem er um 800 kíló- metra sunnan við Ríó de Janeiro, á strönd Atlantshafsins. íslenska liðið fer til Amsterdam sunnudaginn 1. maí og æfir þar eftir hádegið, en heldur seint um kvöldið til Ríó. Sú flugferð tekur níu tíma og vegna tímamismunar er ekki komið til Brasilíu fyrr en undir hádegi á mánudag. Frá Ríó er síðan tveggja tíma flug suður til Florinopolis. Liðiö er síðan vænt- anlegt heim föstudaginn 6. maí. Svíar spenntir fyrir leiknum Svíar hafa sýnt leik Brasilíu og ís- lands talsverðan áhuga enda engin furða. Þeir mæta Brasilíumönnum í úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í Bandaríkjunum í sumar, og leika við íslendinga í Evrópu- keppni landsliða í haust. Til KSÍ hafa borist fyrirspurnir um leikinn frá sænskri sjónvarpsstöö. Leiknum gegn Bólivíu flýtt um eina viku Knattspyrnulandsleik íslands og Bólivíu hefur verið flýtt um eina viku og verður hann leikinn á Laugardalsvellinum fimmtudag- inn 19. maí en ekki 26. maí eins og áætlað var í fyrstu. Þetta þýðir að fyrstu umferð íslandsmótsins verð- ur seinkað um fjóra daga. Bólivíumenn treystu sér ekki til aö spila þann 26. þar sem þá væri komið of nálægt heimsmeistara- keppninni í Bandaríkjunum. Þeir leika eftir sem áður á írlandi 24. maí en enda Evrópuförina þar í stað þess að enda hana á íslandi. Þessa dagana er verið að raöa 1. deildar keppninni upp á nýtt en fyrstu umferðina átti einmitt að leika 19. maí. í staðinn verður hún leikin23.maí. -VS Landslið á faraldsfæti íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur fimm leiki í fjórum heimsálf- um á aðeins tveimur mánuöum, frá 21. mars til 19. apríl. Fjórir þessara leikja eru gegn liöum sem eru aö búa sig undir úrslitakeppni HM í Banda- ríkjunum í sumar en sá fyrsti, í Jap- an, var gegn þarlendu félagsliöi. Slíkur fjöldi landsleikja á þessum árstíma á sér engin fordæmi í ís- lenskri knattspymu og enn merki- legra er aö leikimir eru háöir í 4 heimsálfum - Asíu, Evrópu, Noröur- AmeríkuogSuður-Ameríku. -VS ÍMsland 24.4. fjórum álfum ov Knattspyma: „Okkur barst ósk um að fá ís- lenska landsliðið í þennan leik seint i gærkvöldi og síðan hefur allt verið á fullu. Við gátum stað- fest í morgun að við værum til- búnir til að spfia og nú er frágeng- iö að sjö atvinnumenn eru tilbún- ir í leikinn," sagði Gústaf Björns- son, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, í samtali við DV í gær. ísland leikur vináttulandsleik gegn Saudi-Arabíu á miðvikudag- inn og verður hann háður í Cann- es í Suður-Frakklandi. Saudi- Arabar eru þar í æfingabúðum, en þeir eru að búa sig undir heimsmeistarakeppnina í Banda- rikjunum í sumar. Þeir áttu að leika gegn þýsku liði þetta kvöld, * en það hætti við, og því var leitað til Islands. Allir íslensku leikmennimir sem spila erlendis eru tilbúnir í ieikinn í Cannes, nema Kristján Jónsson og Þórður Guðjónsson, sem eru meiddir. Tfi Bandaríkj- anna fara hins vegar aðeins þrír þeirra, Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir og Andri Marteinsson. íslenska liðið fer til Frakklands á þriðjudag, og síöan heim aftur á fimmtudagsmorgni. Flestir leikmannanna halda síðan áfram tfi Bandarikjanna á fimmtudeg- ínum, en þar verður leikiö gegn Bandaríkjamönnum í San Diego sunnudaginn 24. apríl. Landsliðshópurinn fyrir leik- inn gegn Saudi-Aröbum var val- inn í gær og hann er þannig skip- aöur: Birkir Kristinsson........Fram Kristján Finnbogason.......KR DaðiDervic..................KR Rúnar Kristinsson...........KR Ólafur Kristjánsson.........FH Ólafur Þórðarson............ÍA Sigurður Jónsson............ÍA Haraldur Ingólfsson.........ÍA Sigursteinn Gíslason........ÍA Arnar Gunniaugsson. .Fey enoord Bjarki Gunnlaugsson. .Feyenoord AndriMarteinsson.............Lyn Hlynur Stefánsson......Örebro Arnór Guðjohnsen.......Örebro EyjólfurSverrisson....Stuttgart Þorvaldur Örlygsson......Stoke • í leikinn gegn Bandaríkja- mönnum koma Amar Grétars- son, UBK, Þormóður Egilsson, KR, Helgi Sigurðsson, Fram, og Óiafur Adolfsson í stað Hlyns Stefánssonar, Amórs Guöjohn- sens, Eyjólfs Sverrissonar og Þor- valds Örlygssonar. -VS/GH Arnór. Ólafur. í kvöld Körfubolti karla - úrslit: Njarðvík - Grindavík........20. (4. leikur, Grindavík 2-1 yfir) Handbolti karla - 8-liða úrslit: Stjarnan - Valur..........20. (2. leikur, Valur 1-0 yfir) FH-Víkingur...............20. (2. leikur, Víkingur 1-0 yfir) Blak karla - úrslit: ÞrótturR.-HK..............19. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Þróttur - Árvakur.........20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.