Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 19
18 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 31 Iþróttir Iþróttir Verða Grindvlkingar meistarar í fyrsta sinn? Komum afslappaðir - segir Guðmundur Bragason, þjálfari Grindvíkinga Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Það er gríðarleg stemning í bænum og það snýst allt um körfuboltann þessa dagana. Þótt það sé mikið að gera í fiskinum þá er gefið frí til þess að starfsmennimir komist á leikina. Það eru sum fyrirtæki hér sem bjóða starfsmönnum sínum á leikina. Þegar við erum á rölti um bæinn eru við stöðvaðir af fólki og spjallið berst að körfubolta. Ég sem vinn sjálfstætt er að fá fólk til mín sem hefur ekki séð körfuboltaleik og er að óska okkur til hamingju, þetta er frábært," sagði Guð- mundur Bragason sem hefur gert frá- bæra hluti með Grindavík og er honum tekið sem þjóðhöfðingja í bænum. „Það væri gaman að geta tryggt tit- ilinn í kvöld en viö höfum ekki átt möguleika á titli fyrr. Þetta verður mjög erfiður leikur og við erum stað- ráðnir í því að hleypa þeim ekkert inn í leikinn aftur. Við komum mjög afslappðir til leiks og fólk almennt er mjög ánægt með árangurinn hjá okkur í vetur. Njarðvíkingar verða án efa mjög grimmir í sóknarleikn- um og þetta verður spennandi leik- ur,“ sagði Guðmundur. Fjórði úrshtaleikurinn verður í kvöld í Njarðvik og með sigri geta Grindvík- ingar tryggt sér titilinn. Ef Njarðvík- ingar ná að sigra fer fimmti leikurinn fram á laugardaginn í Grindavík og þá skýrist endanlega hvaða hð hampar íslandsmeistaratithnum. „Verðum að nýta Rondey mun meira“ „Það er mikil spenna og stemning í Njarðvík og líka vonbrigði. Við höld- um því fram að við séum með sterk- ara hö á pappímum en Grindvíking- ar og það yrði sorglegt að tapa titlin- um. Grindvíkingar eiga heiður skh- inn hvemig þeir hafa byggt upp körfuboltann hjá sér. Það er aðeins spurning hvenær þetta fer aö smella hjá strákunum. Þeir hafa sýnt það í vetur að ef hðið nær vel saman þá standast fá hð því snúning," sagði Stefán Bjarkason, íþróttafulltrúi og fyrrum leikmaður með gullaldarliði Njarðvíkinga á árum áður. „Við höfum tapað tveimur leikjum í fyrri hálfleik og það þurfum við að stöðva. Leikmennirnir verða að nota Rondey miklu meira en ekki ein- göngu láta hann trimma á milli víta- línanna. Þá væri eins gott að hafa hann á bekknum. Við emm með það jafnt lið að það má skipta örar um leikmenn og reyna þannig að þreyta lykilmenn þeirra. Strákarnir eru staðráðnir í að gefa allt í leikinn í kvöld og þeir munu örugglega fá góð- an stuðning frá áhangendum sín- um,“ sagði Stefán Bjarkason. Meistumm Chicago gengur vel i NBA-deildinni og í nótt vann liöið níunda ieik sinn í röð í deildinni. Chicago hefur unnið 15 af síðustu 17 leikjum sínum í deildinni og er til ahs líklegt í úrshtakeppninni. Úrslitln í nótt: Atlanta-Cleveland........110-95 Boston-Detroit............109-% Miami-Chicago..............90-% 76ers-índiana............87-115 Mhwaukee-NJ Nets........105-107 SA Spurs-Denver...........78-83 Phoenix-LALakers.........88-117 Scottie Pippen skoraði 27 stig fyrir Chicago gegn Miami Heat og meist- ararnir eru á mikilli siglingu. Mookie Blayiock skoraði 19 stig fyrir Atlanta gegn Cleveland. Rodney Rogers skoraði 18 stig fyrir Nuggets og LaPhonso Elhs skoraði 16 og tók 10 fráköst. David Robinson skoraði 32 stig fyrir Spurs og tók 15 fráköst. New Jersey Nets slapp fyrir horn gegn Milwaukee og það var Johnny Newman sem tryggði Nets sigurinn með fallegu langskoti þegar l,3sek- úndur voru efiir af leiknum. New- man skoraði 21 stig í leiknum. Dee Brown skoraði 21 stig fyrir Boston og Dino Radja 20 og 14 frá- köst. Sherman Douglas skoraði 17 stig. Hjá Detroit var Terry Mihs stigahæstur með 25 sfág. Cedric Ceballos skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Charles Barkley bætti við 20 stig- um og 20 fráköstum. Tony Smith skoraði 22 stig fyrir Lakers. -SK Frjálsar: Landsliðsmenn æf a erlendis Sex landshðsmenn í frjálsum íþróttum dvelja þessa dagana í æf- ingabúðum í Tallahassee í Flórída, og verða þar th 24. apríl. Þetta eru Sigurður Einarsson, Pétur Guð- mundsson, Einar Vilhjálmsson, Egg- ert Bogason, Þórdís Gísladóttir og Jón Arnar Magnússon. Með þeim eru þjálfararnir Þráinn Hafsteinsson og Gísh Sigurðsson. Landshðsfólkið æfir þama af krafti og tekur þátt í nokkrum mótum í Tahahassee og nágrenni. Sigurður Einarsson náði þar um síðustu helgi lágmarkinu fyrir Evrópumeistara- mótið í Helsinki í sumar, fyrstur ís- lendinga, eins og áður hefur komið fram. „Þetta eru mjög góðar æfingabúðir sem sést kannski best á því að breska landsliðið, með Linford Christie í far- arbroddi, hefur æft mikið þama,“ sagði Knútur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsíþróttasam- bands íslands, í samtali viö DV. -VS Jón bestur á Suðurnesjum Jón Kr. Gíslason, körfuknattleiksmaður úr Keflavík, var valinn íþróttamaður Suðurnesja á dögunum en hann var einnig valinn íþróttamaður Keflavíkur. Eydís Konráðsdóttir sundkona, sem er með Jóni á myndinni, varð í öðru sæti en þriðja varð Karen Sævarsdóttir kylfingur sem nú stundar nám í Bandaríkjunum. DV-mynd Ægir Már Lokahóf 2. delldar 1 handbolta: Óskar sá besti Oskar Elvar Oskarsson úr HK, besti leikmaður 2. deildar 1993-94. Óskar Elvar Óskarsson, leikstjórn- andi HK, var útnefndur besti leik- maður 2. deildarinnar í handknatt- leik á lokahófi dehdarinnar sem haldið var í Hafnarfirði laugardags- kvöldið 9. aprh. Það var ÍH sem sá um hófið en þetta unga Hafnarfjarð- arfélag tryggði sér sama dag sæti í 1. deildinrh í fyrsta skipti ásamt HK sem varð íslandsmeistari í 2. dehd. Aðrar útnefningar voru sem hér segir: Besti sóknarmaður: Jón Þórðar- son,ÍH. Besti varnarmaður: Jón Bersi Eh- ingsen, HK. Besti markvörður: Sigtryggur Al- bertsson, Gróttu. Efnilegasti leikmaður: Daði Haf- þórsson, Fram. Besti þjálfari: Guömundur Karls- son, ÍH. Þá voru markakóngar dehdarinnar heiðraðir en þeir Jón Þórðarson, ÍH, og Daði Hafþórsson, Fram, urðu jafn- ir og markahæstir í dehdinni með 146 mörk hvor. -VS „Við lögðum grunninn að sigrinum með sterkri vörn og öguðum leik. Við vitum þó að þetta er ekki búið og þeir verða erfiðir á heimavelh sín- um upp frá. Þetta er bara fyrri hálf- leikur og við byrjum aftur á núlli upp frá á fóstudag," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir að deildarmeistaramir höföu unnið auðveldan sigur á Aftureldingu, 28-21, í fyrsta leik liðanna í 8 hða úrslitunum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Afturelding var fyrir leikinn eina hðið sem unnið hafði Hauka í dehd- inni í vetur og margir áttu jafnvel von á aö Mosfehsbæjarliðiö myndi halda takinu á Hafnarfjaröarliðmu. En það var fljótlega ljóst að þeir spá- dómar mundu ekki rætast. Haukarn- ir voru í miklu stuði í leiknum og keyrðu yfir gestina. Haukahðið hefur náð miklu sjálf- strausti og leikur þess er einbeittur og agaður. Breiddin er mikh í liðinu og það virðast allir geta leikið vel hvar sem er á velhnum. Haukar byijuðu af gríðarlegum krafti og gáfu Aftureldingu aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Haukamir léku sterka vörn og Magnús Ámason var í miklum ham í markinu. í sókninni var keyrt áfram á miklum hraða og gestirnir áttu fá svör. Staðan í leikhléi var 13-7 fyrir Haukum en Aftureldingarmenn gáf- ust ekki upp og börðust eins og þeir gátu eftir Ihé. En munurinn var ein- Haukar 28 (13) Þannig skoruðu liðin mörkin i i Langsk. Horn Lína Hraöaupphl. Gegnumbr. Afturelding 21 (7) faldlega of mikill og Haukarnir voru í öðmm gæðaflokki en gestimir í gærkvöldi. Afturelding fær annað tækifæri á fóstudag á hinum sterka heimavehi sínum í Mosfehsbæ en th að hðið vinni þá þarf margt að breytast frá leiknum í gærkvöldi. Haukarnir léku eins og áður sagöi mjög vel og í þessum ham verða þeir ekki auðunnir. Hahdór Ingólfsson var hreint frábær í leiknum, lék óaðfinnanlega og skoraði 9 glæsheg mörk. Petr Baumruk var sterkur að vanda og Sigurjón Sigurðsson lék geysivel í síðari hálfleik. Þá varði Magnús mjög vel í markinu en annars var hðshehdin mjög góð eins og svo oft áður í vetur. Lið Aftureldingar átti alltaf á brattann að sækja í þessum leik. Vörnin og markvarslan var frekar slök og gegn jafnsterku liði og Hauk- um þurfa þessir hlutir að ganga betur upp. Jason Ólafsson og Róbert Sighvatsson voru bestir í hðinu og Ingimundur Helgason átti ágæta spretti. „Það var mikh taugaspenna hjá okkur og leikur hðsins var óöraggur. Við fundum okkur aldrei í fyrri hálfleik og töpuðum þá leiknum. Við erum ekki búnir að gefast upp og ætlum að sigra á heimavelh á fóstudag. Við þurfum að laga ýmis- legt sem aflaga fór í þessum leik en við komum thbúnir í slaginn á föstudag," sagði Guðmundur Úrslitakeppni kvenna í blaki: Víkingur byrjaði betur Víkingur vann ÍS, 3-2, í fyrsta úr- shtaleik hðanna í blaki í gærkvöldi. Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og unnu fyrstu hrinuna, 15-6. í fyrstu hrinunni sneri Snjólaug Bjarnadóttir, leikmaður Víkings, sig á ökkla og virtist það hafa áhrif á leik hðsins því það tapaði næstu tveimur hrinum, 11-15 og 8-15. Vík- ingur sigraði í fjórðu hrinunni nokk- uð örugglega, 15-7, og stúlkurnar höfðu taugarnar í lagi í lokin og sigr- uðu í fimmtu hrinunni, 15-12. Það bendir aht th þess að framund- an sé spennandi úrshtakeppni tveggja bestu blakhða landsins. Jó- hanna K. Kristjánsdóttir og Hhdur Grétarsdóttir vora bestar í hði Vík- ings en engin skaraöi fram úr í jöfnu ogbaráttuglöðuhðiíS. -ih EM í badminton: Vigdísí2.umferð Vigdís Ásgeirsdóttir var eini íslendingur- inn sem komst í 2. umferð í einhöaleik á Evrópumeistaramótinu í badminton í Hol- landi í gær. Broddi Kristjánsson og Birna Petersen náðu einnig að komast í 2. umferð í tvenndarleik. Vigdís sigraði Ninu Samesto frá Finn- landi, 11-8,3-11,11-4, í gær. Guðrún Júlíus- dóttir tapaði fyrir Jennifer Ahen frá Skotiandi og Bima Petersen fyrir Ahson Humby frá Englandi. íslensku karlamir fengu báðir geyshega öfluga mótherja frá Danmörku og féllu báðir úr keppni. Ami Þór Hahgrímsson tapaði fyrir Poul-Erik Höyer, sem er metinn annar sterkasti maður mótsins, og Broddi tap- aði fýrir Michael Sögárd, en vann þó 1. lotuna. Broddi og Birna mættu Heimo Götschl og Tinu Riedl frá Austurríki í tvenndarleik í gær og sigruðu, 15-8 og 15-10. Guðmundur Adolfsson og Vigdís Asgeirsdóttir töpuðu fyrir ungversku pari og Ami Þór og Guðrún fyrirpólsku. -VS 0-2, 3-3, 5-5, 7-6, 8-8, 9-11, (11-11). 13-13, 15-15, 18-15, 20-16, 23-18,24-21,29-22. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sig- urösson 9, Sigurður Sveinsson 9/3, Einar Guðmundsson 4, Gústaf Bjarnason 3, Sigurjón Bjamason 3, Jón Þórir Jónsson 1. Varin skot: GísliFelix Bjarnason 14/1. Mörk KA: Valdimar Grímsson 10/5, Alfreð Gíslason 5, Valur Am- arson 3, Leó Örn Þorleifsson 2, Jóhann G. Jóhansson 1, Erlingur Kristjánsson 1. Varin skot. Sigmar Þröstur Ósk- arsson 8/1, Björn Björnsson 1. Brottvísanir: Selfoss 6 mín, KA 6 min. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óii Olsen. Dæmdu ágætlega erf- iðan leik en gerðu þó sín mistök. Áhorfendur: Fullt hús, tun 700. Maður leiksins: Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi. Haukar (13) 28 Afturelding (7) 21 Haildór Ingólfsson 9/2, Petr Baumrak 5/2, Páll Ólafsson 4, Sig- utjón Sigurðsson 4, Aron Kristj- ánsson 3, Pétur Vilberg Guðnason 2, ÞorkeU Magnússon 1. Varin skot; Magnús Árnason 14/2, Bjarni Frostason 2. Mörk Aftureldingar: Jason Ól- afsson 5, Róbert Sighvatsson 4, Ingimundur Helgason 3, Alexei Trufan 3, ÞorkeU Guðbrandsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Páll Þórólfsson 2/2. Varin skot: Sígurður Sigurðsson 5, Viktor Viktorsson 4. Brottvísanir: Haukar 6 mín., Aft- urelding 12 mín. Dómarar: Hafsteinn Ingíbergs- son og Gísli Jóhannsson, dæmdu ágætlega og höfðu góð tök á leikn- um. Áhorfendur: Um 800 (fullt hús). Maður leiksins: Halldór Ingólfs- son, Haukum. Einar og Siggi í banastuði Halldór Ingólfsson átti frábæran leik með Haukaliðinu í gærkvöldi og er farinn að banka hressilega á landsliðsdyrnar. A myndinni er eitt af 9 mörkum hans í fæðingu. DV-mynd GS Haukarnir sterkir - gerðu út um leikinn gegn Aftureldingu strax í fyrri hálfleik Sveinn Helgason, DV, SeHossi: „Við misstum aldrei dampinn og sýndum karakter í síðari hálfleik. Leikurinn á Akureyri verður erfiður eins og þessi en við erum vanir að spha meö kolbijálaða áhorfendur á móti okkur og ætlum að klára dæm- ið þar,“ sagði Einar Guðmundsson, leikstjórnandi Selfoss, eftir að þeir höfðu sigrað KA, 29-22, á Selfossi í úrshtakeppninni í handbolta í gær- kvöldi. Leikur hðanna var geysilega spennandi lengst af og einkenndist af mikihi baráttu. Þá vora leikmenn mjög taugaspenntir th að byrja með. Jafnt var nánast öhum tölum fram í miðjan síðari hálfleik þegar Selfyss- ingar náðu yfirhöndinni og tryggðu sér sigurinn. „Leikurinn var mjög skemmthegur en það sem gerði gæfumuninn var að Selfossliðið hélt einbeitingunni ahan tímann,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son landshðsþjálfari við DV en hann var meðal áhorfenda. Það sem fyrst og fremst skóp sigur Selfyssinga var stórleikur þeirra Sigurðar Sveinsson- ar og Einars Gunnars Sigurðssonar ásamt góðri vöm og markvörslu. „Við sphuðum með hjartanu hver fyrir annan og stemningin í húsinu var frábær. Fyrri hálfleikur var frek- ar dapur hjá mér en sá seinni góð- ur,“ sagði Einar Gunnar Sigurðsson efitír leikinn. KA-menn léku mjög vel og skynsam- lega allt þar tíl undir lokin og Valdimar Grímsson var Selfyssingum erfiður. Skoraði mörk í öllum regnbogans lit- um og var dijúgur á vítalínunni. Þá var vöm norðanmanna góð lengi vel en Sigmar Þröstur náöi sér ekki á strik. „Leikurinn var góður hjá okkur lengst af en síðustu tíu mínúturnar datt botninn úr þessu hjá okkur. Við misstum menn út af með stuttu milli- bhi og Selfyssinga nýttu sér það vel þannig að bhið varð einfaldlega of breitt. Við ætlum að gera betur á Akureyri og verðum að stöðva Einar Gunnar og Sigga. Ég ætla að koma aftur á Selfoss," sagði Alfreð Gísla- son, þjálfari KA, við DV eftir leikinn. Bræðurnir Sigurjón og Gústaf Bjarnasynir höfðu ástæðu til að fagna eftir leik Selfoss gegn KA í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Guðmundsson, þjálfari Aftureldingar, eftírleikinn. -RR KR knúði fram oddaleikinn - í 1. deild kvenna í körfuknattleik Það þarf oddaleik th að skera úr um hvort það verður Keflavík eða KR sem hampar íslandsbikarnum í körfuknattleik kvenna. Liðin mætt- ust í fjórða sinn í Hagaskóla í gær- kvöldi og sigraði KR, 64-60. Bæði hð hafa sigraö í tveimur leikjum. Leikurinn fór fjörlega af staö og vora bæði lið staðráðin í að selja sig dýrt. KR-stelpurnar náðu þó fljótlega tökum á leiknum, þær voru gríðar- lega grimmar í vöminni og hirtu hvert frákastið af öðru, bæði í vöm og sókn og leiddu í hálíleik með þremur stigum, 25-22. Keflavíkurstelpurnar komu ákveðnar til leiks í síðari hálíleik og náðu þriggja stiga forskoti, 33-36. KR-stúlkur keyrðu þá upp hraðann og sigruöu með fjögurra stiga mun. Þar með varð það ljóst að þær ljúka keppni í vetur án taps á heimavehi. „Ég er farin að halda að það séu einhver álög á þessu húsi, ég veit ekki hvað er að gerast, það er bara mjög vont aö spha hérna. En þaö er ekkert því að kenna, viö áttum að spha betur, við réðum ekkert við þær inni í teig og þeim tekst að fá vhlur á okkur," sagði Björg Hafsteinsdótt- ir, leikmaður ÍBK. „Ég hefði vhjað leika þrjá leiki á heimavelli í úrslitakeppninni. Þetta hefur veriö skák á milh okkar Sigga (Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara IBK), hann mun breyta einhverju og ég mun breyta einhveiju og það mun koma í ljós hvor hefur betur og ég vona bara að betra liðið vinni." Björg Hafsteinsdóttir var best í Uði Keflavíkur og hjá KR voru þær Helga Þorvaldsdóttir og nýhðinn Kolbrún Pálsdóttir bestar. Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 18, Guðbjörg Norðfjörð 10, María Guð- mundsdóttir 9, Kolbrún Pálsdóttir 8, Kristín Jónsdóttir 8, Eva Havlikova 7 og Hrund Lárusdóttir 4. Stig ÍBK: Björg Hafsteinsdóttir 18, Olga Færseth 17, Hanna Kjartans- dóttir 13, Anna María Sveinsdóttir 10 og Erla Reynisdóttir 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Ámi Freyr Sigurlaugsson, dæmdu vel. Áhorfendur um 200. Maður leiksins: Helga Þorvalds- dóttir, KR. -ih Enskiboltinn: Manchester United og Chelsea leika til úrshta í ensku bikar- keppninni á Wembiey 14. maí. Þetta var ljóst eftir sannfærandi sigur Manchester United á Old- ham, 4-1, á Main Road í Manc- hester í gærkvöldi en liöin þurftu að mætast öðru sinni eftir 1-1 jafntefli um síðustu helgi. Kröftug byijun United sló Old- ham alveg út af laginu og eftir það hafði United leikinn í sínum höndum. Dennis Irwín og Andrei Kanc- helskis komu United i 2-0 eftir fimmtán mínútna leik, Mark Irw- ins kom eftir laglegtþríhyrninga- sph við gamla brýniö Bryan Rob- son og markið sem Kanchelkis skoraði var af glæsilegri gerð- inni, skot í bláhomið eftir mikinn einleik. Neil Pointon klóraði í bakkann fyrir Oldham á 39. mín- útu. í síðari hálíleik bættu þeir Bryan Robson og Ryan Giggs viö tveimur mörkum. Kanchelskis lék stórvel í leiknura og var besti maður vallarins. Jafnt á Loftus Road í úrvalsdehdinni gerðu QPR og Chelsea jafntefli, 1-1. Les Ferdin- and gerði mark QPR en Dennis Wise jafnaði fyrir Chelsea. í 1. deild vann Stoke Iið Peter- borough, 3-0, og í 2. dehd gerðu Bradford og Fulham jafntefli, 0-0, Glasgow Rangers sigraði Kilm- arnock, 2-1, í undanúrslitum skoska bikarins og mætir Dundee Uniied í úrslitaleik á Hampden Park i Glasgow 14. maí. Mark Hateiey skoraðibæði mörk Rang- ers í leiknum, -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.