Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Page 32
Stinningskaldi og súld Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Spyr fólkið ráða „Fer út til fólksins og spyr þaö ráöa, það er mitt eina kosninga- loforö," sagöi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi. Engin sár til að binda um „Þaö er margt sem ég má þakka fyrir að vera hérna megin grafar. Þeir sem komu aö mér héldu í fyrstu aö þaö væru engin sár til UmmæH að binda um og þeir höfðu rétt fyrir sér en á annan veg en þeir héldu,“ segir Guðmunda Sæunn Kristjánsdóttir í DV en hún lenti í bílslysi Um landið vestanvert veröur í dag sunnan stinningskaldi og súld eöa Veðrið í dag rigning í fyrstu en síðan suðvestan kaldi eöa stinningskaldi og skúrir. Þar veröa slydduél í nótt. Norðaust- anlands verður sunnankaldi og skýj- að en úrkomulítið fram eftir degi en síðdegis fer að létta til með súld eða rigningu. Þar gengur í suðvestan- kalda með skúrum upp úr hádegi. Veður fer heldur kólnandi, fyrst vest- anlands. Sólarlag í Reykjavík: 20.58 Sólarupprás á morgun: 5.53 Síðdegisflóð í Reykjavik: 20.26 Árdegisflóð á morgun: 8.41 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 8 Egilsstaöir skýjað 6 Galtarviti alskýjað 6 KeilavikurflugvöUur súld 6 Kirkjubæjarklaustur rigning 6 Raufarhöfn alskýjað 6 Reykjavik rigning 6 Vestmannaeyjar súld 6 Bergen léttskýjað 3 Helsinki alskýjað 6 Kaupmannahöfn rigning 5 Ósló alskýjað 6 Stokkhólmur súld 4 Þórshöfn léttskýjað 4 Amsterdam skúr 4 Berlín rigning 6 Chicago heiðskirt 8 Feneyjar þokumóða 7 Frankfurt skýjað 5 Glasgow hálfskýjaö 2 Hamborg skýjað 5 London skýjaö 5 LosAngeies léttskýjað 13 Lúxemborg skýjað 2 Madríd léttskýjað 3 Malaga rigning 11 MaUorca skýjað 10 Montreal skýjað 8 New York skýjað 12 Nuuk snjókoma -9 Orlando skýjaö 22 París skúr 4 Vaiencía þokumóða 10 Vín skýjað 8 Washington léttskýjað 13 Winnipeg skýjað 6 Bónusverslun hestamanna „Við ætluðum að vera eins kon- ar Bónusverslun hestamanna hér á landi. Viö ætluðum að keyra þetta á allt öðru verði en tíðkast nú,“ sagði Herbert Ólason í dóms- yfirheyrslum í svokölluðu sýslu- mannsmáli. Ekki nóg að vera í grænum búningum „Við veröum að fara að skilja að þeir eru betri en við. Það þýð- ir ekkert fyrir okkur að segja að við séum í grænum búningum og við séum betri, það er ekki nóg. Það er að duga eða drepast fyrir okkur í næsta leik,“ sagði Ástþór Ingason, fyrirliði Narðvíkinga, í DV eftir tapleik gegn Grindvík- ingum. Fundurum bæjarmál Kópavogs Opinn fundur um bæjarmál á vegum Vakningar verður hald- inn í Menntaskólanum i Kópa- vogi fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.30. Fulltrúar allra flokka, sem bjóða fram í sveitarsljómarkosn- ingunum í Kópavogi í vor, munu kynna stefnu sinna flokka og taka þátt í pallborðsumræðum um bæjarmál. Firndir . ,--------------------------- Barnavernd og sérfræöiþróun Guðrún Kristinsdóttir félagsráð- gjafi flytur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu í kvennafræð- um. Fyrirlesturinn nefnist Barnavernd og sérfræðiþróun og byggist á doktorsritgerö Guðrún- ar sem fjallar um athugun á þró- un og stöðu íslenskrar bama- vemdar. Fyrirlesturinn veröur i stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17.15. Allir em velkomnir. Vinaféiagíð Vinafélagið verður meö fund í Templarahöllinni í kvöld kl. 20.00. AUir eru velkomnir. Upplestur og sýning Kvenfélag Kópavogs heldur fund í kvöld kL 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Upplestur og sýning á glerlist „Það er um það bil ár síðan ég var beðin um að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands á þessu starfsári og lagði ég fram nokkur verk sem ég hafði áhuga á að leika. Var píanókonsert nr. 5 eftir Cam- ille Saint Saens valinn. Ég hef lengi haft áhuga á þessu verki, Sain- Saens samdi það i Luxor í Egypta- landi. Það er undir sterkum austur- lenskum áhrifum og notar hann Maður dagsins egypsk og arabísk stef i konsertin- um. Þessi konsert hefur aldrei áður verið fluttur hér á landi og ég veit til þess að margir hafa haft áhuga á að heyra verkið,“ segir Guðríður Siguröardóttir píanóleikari en hún leikur einleik með Sinfóníuhljóm- sveit íslands á áskriftartónleikum í Háskólabíói í kvöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem Guðriður Steinunn Sigurðardðttir píanóleikari. fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni en ég hef í mörg ár veriö starfandi píanóleikari með hljómsveitinni og er sérlega ánægð með að fá að leika undir stjóm Petris Sakaris," Guðríður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavik 1978 og meistaraprófi frá Univers- ity of Michigan 1980. Það ár hlaut hún fyrstu verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society for Musical Arts. Guðríður hefur kom- iö víða fram hér heima og erlendis, meðal annars í Bandarikjunum, Þýskalandi, Sviss og á flestum Norðurlandanna, bæði sem ein- leikari og í samstarfi við aðra tón- listarmenn. Auk þess sem Guðríð- ur starfar sem einleikari kennir hún við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólann í Reykjavik. Að- spurð sagði hún aö framundan væru tónleikar í samstarfi við aöra hljóðfæraleikara og ætti hún meðal annars von á finnskum vini sínum til að leika með sér á tónleikum þegar færi að líða á sumariö. Myndgátan Lausn gátu nr. 893: Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 Ráðastúrslitin í kvöld Fjórði leikurinn í einvigi Njarð- víkinga og Grindvikinga um ís- landsmeistaratitilinn í körfu- bolta verður leikinn í Njarðvík í kvöld. Grindvikingar, sem unnu þriðju viðureignina, geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í kvöld en Njarðvik verður ekki auðsigruð á heimavelli. fþróttiríkvöld í kvöld getur einnig ráðist hvaða lið verða fyrst til að fara í undanúrslit í handbolta. Þá leika i Kaplakrika FH og Víkingur, en Víkingur vann fyrsta leikínn og þarf einn vinning til viðbótar, og Stjarnan og Valur í Ásgarði í Garðabæ. Valur vann fyrstu við- ureignina og gætur tryggt sér sæti i undanúrslitum í kvöld. Skák Guðmundur Gíslason hafði svart og átti leik gegn Braga Halldórssyni í þess- ari stöðu sem er frá alþjóðlega skákmót- inu sem nú stendur yfir í Digranesskóla í Kópavogi. 8 7 6 5 4 3 2 1 25. - Bxh3! 26. gxh3 g2 Með tvöfaldri hótun, á fl og el. Hvitur er glataður. Eft- ir 27. Hxg2 Hxg2+ 28. Bxg2 Dxel+ 29. Kh2 Rxd6! gafst hvítur upp. Ef 30. Rxd6 Hxa3, eða 30. Bxd6 Hal og máthótunin á g3 ræður úrshtum. Jón L. Árnason 1 41 k & £ k A I iif k A k W rál fbW A k A s A s £<i> ABCDEFGH Bridge Sveit Guðrúnar Jóhannesdóttur varð run síðustu helgi íslandsmeistari í para- sveitakeppni. Spilarar í sveitinni eru auk Guðrúnar Jón Hersir Elíasson, Ragn- heiður Tómasdóttir og Þröstur Ingimars- son. í síðustu umferðinni léku saman sveitir Guðrúnar og Ljósbrár Baldurs- dóttur og þar kom þetta spil fyrir. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og AV á hættu: ♦ K ¥ KD96 ♦ G43 + 87654 ♦ ÁG106 ¥ 4 ♦ ÁKD1062 + KG ♦ D84 ¥ Á92 ♦ 87 ♦ ÁD1092 Norður Austur Suður Vestur Esther Guðrún Sverrir JónH. Pass Pass 14 Dobl 1? Pass Pass 2* Pass Pass 2V 2* Pass 4* P/h * 9YÖ32 ¥ G10875 ♦ 95 Sverrir tók áhættuna á þvi að segja yfir tveimur tíglum Jóns Hersis í vestur, sem hann gat passað út, en fékk fljótlega að sjá eftir því. Jón kom spaðalitnum sínum að og meira þurfti Guðrún ekki því hún stökk beint í game. Útspil norðurs var hjartakóngur sem suður yfirdrap á ás og tók laufaás. Hann spilaði síðan spaöaáttu, gosi frá sagnhafa og norður átti slaginn á kóng. Jón Hersir svínaði síðar í spilinu fyrir spaðadrottningu suðurs og stóð þannig game á aðeins 19 punkta. Sami samningur var reyndar spilaður á hinu borðinu en þar fékk sagnhafi ekki nema 9 slagi og sveit Guðrúnar græddi 12 impa á spilinu. Sveit Ljósbrár varð að vinna leikinn stórt, 24-6 eða befiu- til að tryggja sér efsta sætið en leikar fóru þannig að sveit Guðrúnar vann 18-12 sigur og tryggði sér þannig öruggan sigur í mót- inu en sveit Ljósbrár endaði í fjórða sæti. isak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.