Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 17 HaMórBlöndal: VilEekkitjá sig um fjár- mögnunina „Vegagerðin og Reykjavíkur- borg haía lengi rætt um hvernig rétt sé að standa að þeim áríðandi vegaíramkvæmdum sem eru á Stór-Reykjavikursvæðinu. Þessi mál eru því stöðugt til umræðu og því eðlilegt að borgarstjórinn hafl áhuga á að flýta Iram- kvæmdum,“ segir Halldór Blön- dal samgönguráðherra. Árni Sigfússon borgarstjóri hefur kynnt það kosningaloforö D-listans í Reykjavík að hraða ýmsum íramkvæmdum i borg- inni á sviði samgöngumála. Til stendur að hcfja viöræður við Vegagerö rikisins og samgöngu- ráðuneytið um þessi mál á næstu dögum. Í samtali við DV vildi Halldór ekki svara þeirri spurningu hvort hann væri tilbúinn að liðka fyrir fjármagni til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu, hvort held- ur þaö væri gert með því að skerða framkvæmdafé á lands- byggðinni eða með auknum fjár- framlögum. -kaa Homafjörður: Listi Kríunnar Júlia Imsland, DV, Hofrc Bæjarmálafélagið Krían á Höfn hefur birt framboðslista sinn fyr- ir sveitarsijórnarkosningar í vor. Sex efstu menn listans eru: 1. Gísli Sverrir Ámason bæjar- fúlltrúi. 2. Hrönn Pálsdóttir verkakona. 3. Sævar Kristinn Jónsson bóndi. 4. Páil Kristjáns- son tæknifræðingur. 5. Svava Arnórsdóttir kennari. 6. Ólafur Gísli Sveinbjömsson matreiðslu- maður. Krían á þrjá íúlltrúa í bæjar- stjórn á Höfn á þessu kjörtíma- bili en tveir þeirra, Stefan Ólafs- son og Svava Kr. Guðmundsdótt- ir, gefa ekki kost á sér í efstu sæti listans nú. Ekki balahús áSelfossi Regma Thoiarwisen, DV, SeKossi: Verið er að ljúka byggingu ibúð- arblokkar fyrir aldraöa á Selfossi sem í eru 24 íbúðir. Húsið stendur við Grænumörk og þar eru 19 tveggja herbergja íbúðir og fimm þriggja herbergja. Húsið er þrjár hæðir. Ármannsfell, byggingarfélag í Reykjavík, reisti húsið og það verður afhent 15. apríl - allt frá- gengið. Hitalagnir eru í gangstétt- um. Vinnan er falleg bæði að utan og innan og það er fallega málaö að utan. Grirnur Jónsson var byggingar- stjóri og yfirsmiður og hann full- yrðir að þetta verði ekki „bala- hús“ eins og Vilhjálmur ráðherra á Brekku orðaði það svo snilldar- lega þegar honum ofbauð lekand- inn í nýbyggðum húsum í Reykjavík. Vitni óskast Lýst er eftir vitnum að óhappi á Hverfisgötu við innkeyrslima að Þjóðleikhusinu. Þar voru á ferð tvær fólksbifreiðar, Nissan og Mitsubishi Colt. Nissan-bif- reiðinni var beygt inn i inn- keyrsluna að Þjóðleikhúsinu með þeim afleiðingum að ökumaður Coltsins ók inn í hliðina á henni. Greinir menn á um staðsetningu bifreiðanna þegar óhappið varð þann 19. mars, klukkan 11.55. Vitni að atburöinum eru beðin að hafa samband við rannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavik. Fréttir Borgum allt að 76 krónum af hverjum 100 í skatta Skattpíningin gengur út í öfgar. Skattur af viðbótartekjum, jaðar- skattur, getur numið allt að 76 pró- sentum. Það þýðir, að auki hjón á ákveðnu tekjustigi tekjur sínar um 1000 krónur, aukast ráðstöfunar- tekjur þeirra einungis um 24 pró- sent þeirrar upphæðar, þegar tekið hefur verið tillit til skatta, gjalda og lækkunar ýmissa bóta. Ráðstöfun- artekjur þessara hjóna aukast ein- ungis um 240 krónur af hverjum 1000 á ákveðnu teknabili. Þetta kemur fram í grein í Vís- bendingu eftr Guðna Níels Aðal- steinsson, hagfræðing Vinnuveit- endasambandsins. Stór-hluti vinn- andi fólks er í þeim hópi, sem hefur jaðarskatt um og yfir 70 prósent. Jaðarskatturinn er að jafnaði hæstur á tekjur frá 100 þúsund krónum á mánuði upp að 180 þús- undum á mánuði. 40 af hundraði Sjónarhom - af viðbótartekjum laðarskattur ýmissa fjölskyldugerða 80%_ HJón með e« bam yngra en 7 ára. 0% ////// ■ ## # # n——i—~i--r Grafið sýnir jaðarskattinn við mismunandi tekjur hjá nokkrum fjölskyldu- gerðum. hjóna í landinu hafa tekjur við og undir þeim tekjumörk- um. Fimmta hækkunin Tekjuskattur einstaklinga hækk- aði upp í um 42 prósent um síðustu áramót. Þetta er fimmta hækkunin á tekjuskatti, frá því að stað- greiðsla skatta var tekin upp árið 1988. Skatthlutfallið hefur hækkað á sjötta prósentustig á þessum tíma, auk hátekjuskattsins. Sífellt hefur skatthlutfalhð verið hækkað, útsvarið og tekjuskattur- inn og tekjutengdar tilfærslur í massavís. Guðni sýnir dæmi um heildarbreytingar á grafi, sem að nokkru er birt hér á síðunni. Tekið er tillit til flesta þátta, sem hafa áhrif á ráðstöfunartekjur eftir skatta, svo sem tekjuskatts, launa- og vaxtabóta, bamabóta og barna- bótaauka, lífeyrissjóðsiðgjalda, stéttarfélagsgjalda og aíborgana af námslánum. Oft er stuðzt við með- tal. Nú er til viðbótar rætt um húsa- leigubætur, sem verði tekjutengd- ar. Þá gæti viðbótarskatturinn, jað- arskatturinn, farið yfir 80 prósent. Svikin loforð stjórnarliða Fæstir hafa gert sér grein fyrir, að viðbótarskatturinn væri svona mikill, en margir hafa rennt grun í það. Þetta er hættulega mikil skattheimta. Hún lamar framtaks- semi og vinnuvilja. Menn taka ekki að sér verk, sem gagnlegt væri, að þeir ynnu. Flest okkar þekkja dæmi um það, að fólk hefur hafnað verki þess vegna. Þeir, sem eru minnugir, muna, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn höföu það um skeið á stefnuskrá að afnema tekjuskatt af „almennum launatekjum". Aðrir flokkar höfðu ekki áhuga á því. Þá var bent á, að tekjuskatturinn væri ranglátur skattur. Það á enn við. Fráleitt hefur verið að þenja tekju- skattinn út eins og gert hefur ver- ið. Betra væri og réttlátara, að menn greiddu skattana mestmegn- is á grundvelli eyðslu. í eyðslunni mæhst tekjumunurinn, og þeir fá verðlaun, sem spara, enda sparn- aður þjóðhagsleg nauðsyn. Það er svo dæmi um sviksemi stjórnmálanna,'hvernig loforðum um lækkun tekjuskatts hefur verið snúið upp í andhverfu sína. » TI6RA- « PENNINN 4. 1994 Tígrahorn í Kringlunni 16« - 23« apríl nk« Krakkar, muniö aö senda inn sögur um íslandsævintýri Tígra fyrir 23. apríl nk. Til aö skila inn sögunni þinni þarftu aö koma viö í Tígrahorninu í Kringlunni á tímabilinu 16. - 23. apríl nk. eöa senda hana til Krakkaklúbbs DV - Þverholti 14-105 Reykjavík. Verðlaun fyrir alla Dregin veröa út 3 nöfn í 4 aldurshópum Allir sem senda inn sögur fá aö launum sem hafa möguleika á aö vinna veglega Tígrablýant og leikjabók Krakkaklúbbsins , Crayola litakassa eöa vandaöa Lamy „100 glettur, gátur og þ?autir“. sjálfblekjunga frá verslunum Pennans. qQ IíIíUIUlP- KRINGMN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.