Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1994 5 Fréttir Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna skorar á D-lista og R-lista: Menningarmálanefnd Reykjavíkur verði lögð niður - mikil óánægja með afskipti nefhdarinnar af málefnum Kjarvalsstaða „Fundurinn samþykkti áskorun til bæði D-Iista og R-lista um að á næsta kjörtímabili verði menningarmála- nefhd Reykjavíkur lögð niður í nú- verandi mynd þannig að hún hafi ekki þau afskipti af menningarmál- um, sérstaklega málefnum Kjarvals- staða, sem hún hefur nú. Það var lagt til að í staðinn yrði skipuð stjórn fagmanna um myndlist þar sem full- trúi frá SÍM ætti sæti,“ sagði Sólveig Eggertsdóttir, nýkjörin formaður Sambands íslenskra myndhstar- manna, í samtali við DV. Sólveig vildi ekki tjá sig frekar um þessa áskorun, sagði að hún skýrði sig sjáif. Sainkvæmt upplýsingum DV eru myndlistarmenn ekki ánægðir með þá stefnu sem núverandi menningar- málanefnd hefur unnið eftir og henn- ar störf við Kjarvalsstaði. Þá mun skipan nefndarinnar vera þymir í augum myndlistarmanna sem segja hana skipaöa pólitiskt völdum full- trúum sem hafi mismikinn áhuga á myndlist. Eðlilegra væri að slíka nefnd skipaði fólk með yfirlýstan áhuga á myndlist, auk fagfólks. Núverandi menningarmálanefnd skipa Hulda Valtýsdóttir, Ingibjörg J. Rafnar, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Hafstein og Guðrún Erla Geirsdóttir. Formannskosning Á aðalfundinum var Sólveig Eggertssóttir kjörin nýr formaður SIM. Fékk hún 53 atkvæði á móti 14 sem komu í hlut Ingileifar Thorla- cius. í stjórn var auk þess kjörin Hrafnhildur Sigurðardóttir en fyrir eru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Guðrún Einarsdóttir. SÍM er 350 manna regnhlífarsam- tök sem í eru Myndhöggvarafélag Reykjavíkiu-, Textílfélagið, íslensk grafík, Leirhstarfélagið, Félag ís- Kertastjakarnir úr Búðakirkju, sem komu í leitirnar, eru frá árinu 1767. Á hnúðana er letrað Carl Rasmussen 1767. Samkvæmt upplýsingum úr Þjóð- minjasafni eru stjakarnir fágætir og ómetanlegir. DV-mynd Þór Magnússon Fjórir kertastjakanna frá 18. öld fundnir: Fornum helgimunum úr Búðakirkju stolið í annað sinn „Stjakamir höfðu verið í gyllingu í Reykjavík. Dótturdóttir mín náði í þá og var að bíða eftir góðri ferð fyr- ir þá hingað vestur. Svo gerðist það að öhu var stohð úr íbúðinni henn- ar,“ segir Þráinn Bjamason, formað- ur sóknarnefndar Búðasóknar. Brotist var inn í íbúð dótturdóttur Þráins á fóstudag og stohð þaðan miklum verðmætum, þar á meðal kertastjökum sem tilheyrðu Búða- kirkju, eins og fram kom í DV í gær. Tveir stjakanna vom með áletrun- inni Carl Rasmussen og.ártalinu 1767. Þeir komu í leitimar þegar þeir voru seldir verslun í Reykjavík og í kjölfarið var tvennt yfirheyrt hjá Rannsóknarlögreglunni. Einnig var stohð tveimur minni stjökum úr Búðakirkju - sem líka em komnir í leitimar - og þremur stjökum úr félagsheimih sem er á þessum slóðum. Þráinn telur líklegt að minni stjak- amir séu einnig frá 18. öld og þeir komi úr Knarrarkirkju en söfiiuðim- ir vom sameinaðir árið 1879. Þá vora allir munir fluttir úr Knarrarkirkju í Búðakirkju. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræddum kertastjökum úr Búða- kirkju er stohð því að þeim og öðrum fomum helgimunum var stohð úr Búðakirkju árið 1987. „Ég man vel eftir því þegar þeim var stohð í fyrra skiptið. Þetta var skömmu áður en kirkjan var vigð eftir breytingar og ég ætlaði að fara að sýna líffræðinemum úr Háskólan- um kirkjuna. Þegar ég kom að lá einn glugginn úr kirkjunni úti á túni og aht var fariö úr kirkjunni; fáninn, kertastjakamir, gamh hökullinn og aht. Svo fannst þetta seinna þegar þessir vesalingar bratu aftur af sér með því að kveikja í á Helhssandi. Þá fannst þetta í skottinu á bílnum þeirra en þeir höfðu þá skemmt einn sljakanna sem þeir stálu," sagði Kristjana Sigurðardóttir, eiginkona Þráins. lenskra myndhstarmanna og hópur lagsvísindastofmmar Háskólans inn banka um myndhstarmenn sem einstaklinga. kjör og starfsaðstæður myndhstar- tengdur yrði aðilum í myndhst um Á döfinni er könnun á vegum Fé- manna og uppsetning upplýsinga- ahan heim. REYKJAVIKUR LISTINN Menningarhátíð í Grafarvogi Reykjavíkurlistinn býður Grafarvogsbúum og öðrum Reykvíkingum til menningarhátíðar í Fjörgyn í kvöld kl. 20.30. Fjölmargir söngva- og sagnamenn koma fram: Jónas Árnason syngur með þjóðlagasveitinni Keltum og Ólafía Hrönn Jónsdóttir djassar með Þóri Baldurssyni. Sagnamennirnir Einar Kára- son, Einar Már Guðmundsson og Stefán Jón Hafstein koma fram og Aldís Baldvinsdóttir les úr verkum Jónasar Árnasonar. Borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur stutt ávarp. Góða skemmtun í kosningabaráttunni! Reykjavíkurlistinn Hverfamiðstööin, Höfðabakka 1, sími 874460. Opið virka daga kl. 16.00-22.00 og kl. 13.00-18.00 um helgar. FINLUY Hágæða sjónvarpstæki Sumartilboð 25" kr. 69.950 stgr. 28" kr. 79.950 stgr. Afborgunarskilmálar Ci' VISA Nicam Hi-Fi stereo, textavarp, super-VHS inngangur, black matrix myndlampi. VÖNDUÐ VERSLUN FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.