Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 Viðskipti Þorskur á fiskm. kr/kg Má Þr Mi Fi Fö Má Þingvísit. hlutabr. Má Þr Mi Fi Fö Mé Hráolía S/tunna Má Þr Mi Fi Fö Dollarinn Má Þr Mi Fi Fö Má Kauph. í New York Jones Má Þr M! Fí Fö Má Þorskurlækkar Meðalverð fyrir þorsk á fisk- mörkuðum fór niður í 80 krónur kílóið í gærmorgun sem er þó nokkru lægra verð en í síðustu viku. Þingvísitala hlutabréfa fór í 870 stig í gær. Hækkunina má rekja til þess að hlutabréf í stórum hlutafélögum eins og Eimskipum og Granda hækkuðu í verði í gær. Hráolíutunnan á markaði í London seldist á 16,28 dollara þegar viðskiptum lauk sl. fóstu- dag og hafði hækkað nokkuð í vikunni. Dollarinn var á uppleið þar til í gær að hann lækkaði niður í 71,09 krónur, þ.e. sölugengið. Frá því á miðvikudag hefur Dow Jones hlutabréfavísitalan í New York lækkað um 1,4%, var í 3650 stigum um miðjan dag í gær. Lækkunin er einkum rekin til væntinga um vaxtahækkun ríkisstjórnar Clintons. Ummæli Sverris Hermannssonar á aðalfundi SH: Skildi ræðuna sem lífsreynslusögu - segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ Sverrir Hermannsson, bankastjóri í Landsbankanum, hélt þrumuræðu yfir aðalfundargestum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, SH, sl. föstudag. Erindi Sverris fjallaði um hvort vænta mætti góðæriskafla næsta áratug í banka- og fjármálum og hvernig Islendingar myndu þola það. Sverrir sagði mikla óráðsíu ríkja í fjármálum íslendinga, jafnt fyrir- tækja og einstaklinga, sem m.a. mætti skýra með kunningsskap, fyr- irgreiðslu og atkvæðakaupum sfjómmálamanna. Sverrir tók skýra afstöðu með trillukörlum og sagði byltingu yfirvofandi ef halla myndi á hlut þeirra við ákvörðun stjóm- valda og þ.m.t. Sjálfstæðisflokksins um fiskveiðistjómun. Hann sagði byltingu yfirvofandi þegar verið væri að mala þjóðarauðinn undir örfáa menn og skaut væntanlega þar með á „útgeröarkóngana“ í landinu. Sverrir sagði aö stanslaust góðæri gæti ríkt hér á landi „ef menn kynnu bara að fara með peninga." Um leið lagði hann áherslu á að farið yrði eftir tillögum fiskifræðinga og menn sniðu sér stakk eftir vexti. Ummæli Sverris hafa vakið tölu- verða athygh, ekki síst með tilliti til bakgrunns hans sem bankastjóra, en Sverrir var um árabil þingmaður og ráðherra. „Ræðan gekk út á það hvemig stjómmálamenn misfæra með fé og þess háttar. Ég sagðist hafa skihð þessa ræöu sem lífsreynslusögu bankastjórans sem alþingismanns, „kommísars" og ráöherra," sagði Kristján Ragnarsson, formaöur LIÚ, við DV en hann var einn af ræðu- mönnum á aðalfundi SH og tók þátt í pallborðsumræðum aö lokinni ræðu Sverris. Um afstöðu Sverris með trihukörl- Ummæli Sverris Hermannssonar bankastjóra á aðalfundi SH hafa vakið mikla athygli. Formaður LÍÚ furðar sig á þeim en verkalýðsfor- ystan tekur undir þau. um minnti Kristján á að Alþingi væri þessa dagana að afgreiða sjáv- arútvegsfrumvörpin og þar væri ver- iö að bæta hlut trihukarlanna á kostnað annarra með umtalsverðum hætti. „Mér heyrðist Sverrir taka undir þann ljóma sem settur hefur verið yfir þessa útgerð. Menn halda að þetta sé einn maður að dorga með færi en þetta er einn vélvæddasti hluti flotans með einn mann við íjór- ar vélknúnar skakrúhur. Trillukarl- inn gerir nánast ekki annað en að gogga af. Fiskurinn er jafndauöur hvort sem hann er dreginn um borð með handfæri eða trohi,“ sagði Kristján. Þau orð Sverris að verið væri að mylja þjóðarauðinn undir örfáa menn sagöi Kristján fjærstæðu. „Það er alveg furðulegt að bankastjóri í Landsbankanum skuh tala þannig um sína stærstu viðskiptavini." Þá var Kristján agndofa yfir þeim ummælum Sverris að fara ætti að tillögum fiskifræðinga um úthlutað aflamagn. „Sverrir hefur aldrei sagt þetta fyrr. Hann hefur alla tíð haldið því fram að fiskifræöi væru ómerki- leg vísindi sem ætti að hafa að engu. Undanfarin mörg ár hefur hann haft fiskifræðinga að háði og spotti og þá stjómmálamenn sem hafa viljað fylgja þeim eftir.“ Dálítið seinþroska! Þeir forsvarsmenn verkalýðsins sem DV ræddi við um ummæli Sverris tóku heilshugar undir með bankastjóranum. Benedikt Davíös- son, forseti ASÍ, sagði Sverri hins vegar dáhtið seinþroska, hann heíði átt að tala svona þegar hann sat á Alþingi og í ríkisstjóm en batnandi mönnum væri best að lifa. Benedikt var sammála þeim orðum Sverris að undanfarin ár hefðu þeir ríku orðið ríkari og þeir fátæku fá- tækari. „Okkur finnst það lag sem búið var til með þjóðarsáttarsamn- ingunum 1990 ekki hafa verið nýtt sem skyldi," sagði Benedikt. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, sagðist gjarnan vilja setjast niður með Sverri og fara betur ofan í stöðu mála í þjóö- félaginu. „Sverrir hefur greinilega yfirburðaþekkingu á máhnu. Það er alltaf gaman að gægjast inn um gætt- ina þegar glufur myndast," sagði Björn Grétar. Fiskverð lækkar innanlands - en hækkar á erlendum mörkuðum Fiskverð hefur verið að lækka á fiskmörkuðunum innanlands und- anfarið miðað við samanburð á með- alverði milli vikna. Hins vegar fer fiskverð erlendis hækkandi. Þannig hækkaði þorskur í gámasölu í Bret- landi um þriðjung milh vikna og ýsa um 14 prósent. Svipað verð var á ufsa og karfa í gámasölu. Þá hækk- aði fiskverð einnig í skipasölu í Þýskalandi. Af algengustu fisktegundum á fisk- mörkuðum var það aðeins karfi sem hækkaði htihega í verði mihi vikna. Meðalverð fyrir ýsu lækkaði um nær 20%, úr 113 krónum khóið í 93 krón- ur. Framboð á fiskmörkuðum fer minnkandi meö degi hverjum enda kvóti víða að klárast. Tæp 600 tonn seldust í gámasölu í Englandi í síðustu viku fyrir um 81 mhljón króna. Mest var selt af ýsu, eða um 230 tonn. Tveir togarar seldu 262 tonn í Bremerhaven í síðustu viku fyrir um 32 milljónir króna, aðallega karfa. Skagfirðingur SK seldi 117 tonn fyrir 15,6 mhljónir og meðalverö var 133 krónur khóið. Már SH seldi 144 tonn fyrir 16,7 mihjónir og meðalverö 115 krónur. Álið hækkar Þrátt fyrir rólegheit á álmarkaðn- um hafa Straumsvíkurmenn fengið örlítið hærra verð fyrir framleiðslu sína undanfarið. Á fostudag var stað- greiðsluverð áls komið í 1314 dollara tonnið eða um 93 þúsund krónur. Ekki er búist við svo miklum verð- hækkunum frekar á næstunni. Útflutningsafurðir íslendinga BBJBSSSSHBIi EEHŒ B2j3!i3nBB jQHEIBB] 90,88 A M 140 120 100 1 S 80 93,87 kf/kgp M A M vp; 20 jydj ín/kgF 36,93 A M ! 70 60 ; 50 40, 30 /w 52,80 T/kg F M A M DV Debetkortin mirnikahagnað Samkvæmt samantekt tíma- ritsins Vísbendingar á afkomu greiðslukortafyrirtækjanna Greiðslumiðlunar, sem er með Vísa, og Kreditkorta, sem er með Euro, er Ijóst að markaðssetning debetkortanna hefur aukið gjöld þeirra verulega á síöasta ári og þar með minnkað hagnaðinn umtalsvert. Þannigjukustrekstr- argjöld Greiðslumiðlunar úr 542 milljónum árið 1992 í 717 mhljón- ir, eða um þriðjung, á meöan tekj- ur jukust um 5%. Kostnaður Greiðslumiðlunar vegna debet- kortanna var 75 mhljónir og litlar tekjur komu á móti því. Hagnað- ur fyrirtækisins var 57 milljónir á síðasta ári en 163 mhljónir árið 1992. Hagnaður Kreditkorta var 35 milljónir á síðasta ári en 65 milij- ónir áríö áður. Tekjur stóðu í stað milh ára en gjöldin jukust um 12% sem fyrst og fremst má rekja til markaðssetningar debetkort- anna. Þessi afkoma fyrirtækj- anna er mun Iakari en undanfar- in ár þrátt fyrir 5% fleiri korta- færslur á síðasta ári og 2% meiri kortaveltu en ahs nam hún 56 milljörðum á árinu. Þannig lækk- aði arðsemi eiginíjár Greiðslu- miðlunar úr 31% áriö 1992 í 9% 1993. Arðsemi eiginíjár Kredit- korta á síöasta ári var 8% saman- borið viö 15% árið 1992. Þjónustunýjung íHáskólahíói Háskólabíó og Visa hafa gert með sér samning um töku bæði debet- og kreditkorta við sölu aö- göngumiða. Jafnframt hefur ver- ið þróaður rafrænn búnaður th að flýta afgreiðslu vegna þeirrar örtraðar sem oft er við inngang- inn síðasta stundarfjóröunginn áður en sýningar hefjast. Ekki veröur krafist undirskriftar kort- hafa á sölunótu samkvæmt sér- stökum ábyrgðarreglum sem geröar hafa verið mihi samnings- aðila. ISOmilfjóna uppsveif la Orku- búsVestfjarða Siguijón J. aguröascai, DV, fsafirði; Aðalfundur Orkubús Vest- fjarða var haldinn í Hnífsdal á dögunum. Á fundinumkom fram aö rekstrarhagnaöur varð á fyrir- tækinu upp á tæpar 6 mihjónir króna á starfsárinu 1993. Þaö em mikil umskipti frá árinu áður en þá sýndi reksturinn rúmlega 145 milljóna króna tap. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og vexti var tæpar 125 milljónir króna á móti rúmum 139 mihjónum árið áður. Afskriít- ir námu rúmum 216 mhljónum á móti 203 milljónum árið 1992. Tapreksturá Hótel ísaf irði Sigurjón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Níu mihjóna króna tap varö af rekstri Hótel ísafjarðar á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi sem haldinn var nýlega. Rekstr- artekjur lækkuöu um 10,7% á rahli áranna 1992 og 1993 úr 74,5 milljónum í 66,4 mihjónir. Hlutfah á milh veitinga- og gistisölu á síðasta ári var mjög áþekkt og árið á undan eða 60% veitingasala og 40% gistisala. Rekstrargjöld fyrirtækisins voru rúm 61 mihjón íyrir afskriftir og vexti. Á hluthafafundi var sam- þykkt að færa hlutafé niður um 2/3 tíl að nálgast raunverulegt ghdí þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.