Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1994, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 29 Rauð rapsódía í Café 17 sýnir þessa dagana Kristmmidur Þ. Gíslason listmál- ari þrettán olíumálverk sem flest eru máluð á þessu ári og í fyrra. Fyrirmyndirnar eru sóttar í nátt- úru landsins en úrvinnslan er þó dregin í rauðum, sterkum litum sem ljá íslensku landslagi fram- andi og suðrænan blæ. Krist- mundur er fæddur í Keflavík 1969. Hann ólst upp í höfuðborg- Sýningar inm og hlaut þar frummenntun sína í myndlist. Kristmundur hélt snemma vestur til Bandaríkj- anna til frekara náms og dvaldist um tveggja ára skeið í Kaliforníu. Hann hefur haldið fimmtán einkasýningar, bæði hér heima og erlendis. Inga Þyri Kjartansdóttir. Úr innflutningi á snyrtivörum í út- flutningáfiski „Ég var áður í innflutningi á snyrtivörum en sá fljótlega fram á erfiðleika. Við erum 250 þúsund og helmingurinn konur. Um þennan markað eru að berjast 20 til 30 merki og það var því ekki stór biti sem ég gat gert mér von- ir um. Aftur á móti eigum við i miklumeiraaffiskienviðnotum svo mér fannst tilvalið að reyna ’ útflutning á fiski,“ segir Inga Þyri ■ Kjartansdóttir sem rekur fyrir- tækið Atlantsfiskur sem sérhæfir sig í útflutningi á ferskum fiski. „Við erum nú búin að reka fyrir- tækið í eitt og hálft ár og ég hef komist að því aö það er mikið Glæta dagsins hægt að gera. Við höfum hingað til aðallega flutt til Frakklands og Bandaríkjanna og nokkuð ver- ið í útflutningi á laxi en nú er staðan sú að ekki er til nógu mik- ið af laxi á íslandi. Nær allur lax sem framleiddur er hér á landi er fullunninn og vilja laxeldis- stöðvamar helst ekki selja laxinn nema til fullvinnslu. Það sem ég er að gera núna er að selja lax frá Færeyjum, við vorum að senda út tilboð í laxinn og það lítur út fyrir að dæmið gangi upp.“ Inga sagði að síðan fiskmarkað- imir komu til sögunnar hefði ástandið batnað til muna með útflutning á ferskum fiski. „Nú er hægt að kaupa fisk alls staðar af landinu þannig að veður haml- ar ekki að hægt sé að kaupa fisk einhvers staðar frá. Það er miklu fremur að flugið stöðvi en það hefur samt einnig farið batnandi eftir að Flugleiðir hófu samstarf við SAS.“ Þegar Inga var spurð hvað fram undan væri sagði hún það mest spennandi beiðni um tilboð i bita, ferskan fisk í bitum, sem fer beint á pönnu eða í pott á veitingahús- um og hótelum. „Þetta er sú mesta fullvinnsla sem hægt er að ná á ferskum fiski í útflutning. Þá erum við með í athugun út- flutning á vannýttum fisktegund- um, meðal annars gulllaxi, en ég er viss um aö sá fiskur verður með tímanum einn af okkar nytjafiskum." Vegir í Vopnafirði að lagast Vegir í Vopnafirði eru óðum að lag- ast eftir veturinn. Vopnafjarðarheiði er orðin ágætlega fær en óslétt þar Færðávegum sem ekkert hefur verið heflaö ennþá. Byijað var að moka Hellisheiði 9. maí og að sögn vegaverkstjórans Einars Friðbjörnssonar er mikill snjór á heiðinni og reiknaði hann með því að hún gæti orðið jeppafær 12. maí. -AH -V ; é'' Astand vega (3 Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát 0 ðxulþungatakmarkanir én^óíu mcune,ært <§) Aurbleyta Jet Biack Joe var einhver alvin- sælasta hljómsveit landsins á síð- asta ári og má segja að árið hafi veríð ein samfeUd sigurfór. Tvær piötur hefur hljómsveítin gefið út sem báðar hafa vakið mikla at- hygli og hrifið gagnrýnendur. Frekar lítið hefur farið fyrir hljóm- sveitinni að undanfómu en þeir eru eins og allir komnir í sumar- skap og kváðu sér hljóðs á veitinga- staðnum Gauk á Stöng í gærkvöldi og verða þar einnig í kvöld. Er ekki að efa aö Páll Rósinskrans og félag- ar ieika lög af plötum sínura auk þess sem þeir eru með nýtt efni í farteskinu. HVAftA BLAÖ LEST ÞÚ T Stúlkan litla, sem á myndinni sefur vært, kom í heiminn 3. mai kl. 04.52. Hún var viö fæðingu 2.946 og 48 sentimetra löng. Foreldrar hennar eru Aldís Pála Arthúrsdótt- ir og Sævar Birgisson. i Val Kilmer leikur Doc Holliday i Tompstone. WyattEarpog Doc Holliday Laugarásbíó sýnir um þessar mundir vestrann Tompstone þar sem fjallað er um frægasta skot- bardaga í villta vestrinu sem sög- ur fara af. Það var að morgni 26. október 1881 við O.K. Corral þar sem Wyatt Earp og tveir bræður hans ásamt Doc Holliday tókust á við Clanton-bræður og fleiri. Varð þessi bardagi upphafið að blóðugri smástyrjöld. Kurt Russell leikur Wyatt Earp en Doc Holliday er leikinn af Val Kilmer sem er þekktastur fyrir Bíóíkvöld að hafa leikið Jim Morrison í kvikmynd Olivers Stone, The Doors. Kilmer vakti fyrst athygli þegar hann lék með Tom Cruise í Top Gun. Aðrir þekktir leikarar í Tompstone eru Sam Elliott, Bill Paxton, Powers Boothe, Michael Biehn og gamla kempan Charlton Heston sem ávallt er fengur að, leikur hann óðalsbóndann Henry Hooker. Nýjar myndir Háskólabíó: Nakin Háskólabíó: Backbeat Laugarásbíó: ögrun Saga-bíó: Fúll á móti Bíóhöllin: Hetjan hann pabbi Bíóborgin: Pet Detective Regnboginn: Kalifornia Regnboginn: Trylltar nætur Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 112. 10. maí 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,010 71,230 71,390 Pund 106,200 106,520 107,390 Kan. dollar 51,360 51,570 51,850 Dönsk kr. 10,9100 10,9530 10,8490 Norsk kr. 9,8400 9,8790. 9,8220 Sænsk kr. 9,2230 9,2600 9,2000 Fi. mark 13,1420 13,1950 13,1620 Fra. franki 12,4590 12,5090 12.4190 _ Belg. franki 2,0736 2,0819 2,0706 “ Sviss. franki 49,9500 50,1500 49,9700 Holl. gyllini 38,0100 38,1600 37,9400 Þýskt mark 42,7100 42,8400 42,6100 It. líra 0,04467 0,04489 0,04448 Aust. sch. 6,0670 6,0940 6,0580 Port. escudo 0,4137 0,4157 0,4150 Spá. peseti 0,5204 0,5230 0,5226 Jap. yen 0,68680 0,68890 0,70010 írskt pund 103,570 104,090 104,250 SDR 100,30000 100,81000 101.06000 ECU 82,3000 82,6300 82,4000 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan z 5 5 r~ ð 1 10 TT ll 13 IS~ /T" /? /«? io Zl X Lárétt: 1 fámælt, 6 belti, 8 sem, 9 rask, 10 uppspretta, 11 kvabb, 12 púki, 13 angi, 15 biöa, 17 þegar, 18 skelinni, 21 fáti, 22 togaöi. Lóðrétt: 1 hugur, 2 hvatir, 3 starir, 4 snúinn, 5 lesandi, 6 brátt, 7 hlekkir, 12 æst, 14 jörð, 16 svelg, 17 lækningagyðja, 19 varðandi, 20 samt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt:l forsæla, 8 eija, 9 rif, 10 skáli, 11 te, 13 talinn, 15 il, 17 orgir, 18 náð, 19 eina, 21 atir, 22 ögn. Lóðrétt: 1 festina, 2 orka, 3 rjá, 4 salir, 5 æringi, 6 litning, 7 af, 12 eir, 14 loði, 16 lát, 19 er, 20 an. ■v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.