Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ1994 Stjómmál Spurt á Blönduósi: Hver verða úrslit kosning- anna? Jórunn Sigurðardóttir húsmóðir: „H-listinn, D-listinn og K-listinn fá tvo menn og F-listinn einn mann.“ Árný Árnadóttir matvælafræðingur: „Ég held að vinstri vængurinn vinni, F-listinn fær einn mann.“ Jón Kristjánsson bílstjóri: „Ég hugsa lítið um þetta, en staðan er held ég óljós." Margrét Skúiadóttir húsmóðir: „Ég vil sem allra minnst um það segja.“ Ásgeir Blöndal nemi: „Fýluframboð- ið“ vinnur ekki.“ Jón Jóhannsson málari: „Úrshtin verða góð, þeir fá ailir tvo menn nema K-listinn sem fær einn.“ Blönduós Erf ið skuldastaða og atvinnumál á oddinum Skuldastaða Blönduósbæjar er mjög erfið eftir miklar framkvæmdir undanfarin ár. Hvort þær fram- kvæmdir hafa verið of miklar fyrir bæjarfélagið munu menn eflaust ræða í kosningabaráttunni þar. Það er ljóst að bæjarfélag af stærðar- gráðu Blönduóss byggir t.d. ekki íþróttahöll, eins og þar hefur veriö gert, án þess að slíkt sjáist á skulda- stöðunni. Skuldastaðan er sem sagt erfið og menn tala um það sem forgangsverk- efni að bæta hana, enda fari allt of hátt hlutfall af tekjum bæjarins í fjár- magnskostnað. Annað mál sem Blönduósbúar ræða mikið í kosn- ingabaráttunni er mál sem alls staö- ar er í brennidepli, en það eru at- vinnumálin. Blönduósbúar hafa þó ekki búið við verra ástand í þeim efnum en aðrir, en þeir hafa talsverð- ar áhyggjur af þeim málum hvað varðar næstu misseri. í kosningunum 1990 fékk H-hsti Framsóknar, A-flokkanna og óháðra 3 bæjarfuhtrúa, Sjálfstæðisflokkur- inn fékk 2 og sömuleiðis K-hsti fé- lagshyggjufólks. H-hsti og D-Usti mynduðu meirihluta. Nú eru fiögur framboð á Blöndu- ósi, þrjú þau sömu og 1990 en að auki F-Usti sem býður fram fólk með reynslu í efstu sætunum. Á Blöndu- ósi tala menn gjaman um F-hstann sem „fýluframboð", enda beri ekki mikið á milh hans og hinna listanna málefnalega. SigurlaugHermannsdóttir, D-lista: Stefnum að meirihluta Sigurlaug Hermannsdóttir, efsti maður ð D-lista. DV-mynd gk „Eftir 16 ára veru okkar í meiri- hluta í bæjarstjórn snýst baráttan nú um að verja það sem við höfum, um leiö og við bygjum upp sterkari bæ,“ segir Pétur Arnar Pétursson, efsti maður á H-Usta. „Að verja og efla atvinnuleysiö snýst ekki síst um að vera opinn fyr- ir öllum möguleikum sem bjóðast, horfa fordómalaust á ldutina og bær- „Fjárhagsstaða bæjarins er þröng og kosningamar snúast ekki síst um það hveijum íbúamir treysta til að gæta varúðar í fiármálum bæj- arins,“ segir Sigurlaug Hermanns- dóttir, efsti maður á D-lista. „Þrátt fyrir erfitt efnahagsum- hverfi höfum við lækkað skuldir bæjarins en höfum á sama tíma ver- ið í stórframkvæmdum eins og bygg- ingu íþróttahúss. Við þurfum líka að huga að þeim atvinnurekstri sem fyrir er og ekki síður að líta til auk- ins samstarfs við nágrannasveitarfé- inn á ekki að skorast undan ef góð mál eru í boði. Framkvæmdalega stendur bærinn vel en fiárhagurinn er erfiður eftir mikla uppbyggingu. Þó höfum við lækkað skuldir og sama uppbygging- arstefnan er fram undan fáum við fylgi til að stjórna," sagði Pétur Arn- ar. lög okkar. Eins og fyrr em atvinnumáhn efst á baugi. Við þurfum að gæta þess að viö höfum ekki efni á að missa úr bænum okkar unga fólkið sem lokið hefur námi en til þess að það takist verðum við að skapa þessu fólki at- vinnutækifæri hér heima. Þetta er eitt af okkar brýnustu málum. Við sjálfstæðismenn höfum þó eitt höfuðmarkmið í kosningunum sem fram undan em, aö fá meirihluta í bæjarstjóm og tækifæri til góðra verka,“ sagði Sigurlaug. Pétur Arnar Pétursson, efsti maður H-lista. DV-mynd gk Pétur Amar Pétursson, H-lista: Bærinn stendur vel Höröur Ríkharðsson, K-lista: Bætum fjárhaginn Hörður Ríkharðsson, efsti maður K-lista. DV-mynd gk „Þau mál sem helst brenna á okkur Blönduósingum em að bæta fiárhag bæjarins, efla atvinnustigið og sjálfa yfirstjórn bæjarins," segir Höröur Ríkharðsson, efsti maður á K-hsta. „Þótt htið hafi veriö fiárfest und- anfarin tvö ár er fiárhags- og skulda- staða bæjarins erfið. Um leið og okk- ur tekst að bæta hana lækkum við fiármagnskostnaðinn sem er um 10% af tekjum sem er aht of hátt hlutfah. Við eigum ýmsa möguleika og ég nefni sem dæmi aukið samstarf viö nágrannasveitarfélögin án þess þó að við fómum atvinnuöryggi hér. Ef við nýtum þau tækifæri sem fyrir hendi era jafnframt því að styðja við þann atvinnurekstur sem þegar er til staðar, þá er bjart framundan," segir Hörður Ríkharðsson. Sturla Þóröarson, F-lista: Fjárhagsstaðan er bág „Það sem brennur á fólki hér á Blönduósi em annars vegar atvinnu- málin, og hins vegar fiárhagsstaða bæjarins sem er bág,“ segir Sturla Þórðarson, efsti maður á F-hsta. „Við höfum veriö í stórfram- kvæmdum á kjörtímabihnu, bæði við byggingu íþróttahúss og við hafnar- gerð. Nú þurfa menn hins vegar að stoppa og ná andanum því við verð- um að huga að því að greiða fyrir þessar framkvæmdir án þess að auka álögur á íbúana. Við höfum ekki mikið um að rífast í bæjarmálunum og stöndum ekki frammi fyrir alvarlegum ágreinings- málum fyrir þessar kosningar. Við F-hstafólk bjóðum hins vegar fram krafta fólks sem hefur þekkingu og reynslu af sveitarstjómarmálum. Ein ástæða þess að ég gef kost á mér til starfa fyrir sveitarfélagið að nýju er sú aö ég vil ekki horfa upp á þaö aö bæjarstarfsmenn verði í meiri- hluta í bæjarstjóm. Þaö snýst ekki um fólkið sjálft, heldur um aðra hluti sem flestir sjá. Ég tel mig eiga erindi inn í bæjarsfióm og vonandi fáum við F-hstafólk tvo bæjarfuhtrúa kjöma," sagði Sturla Þórðarson. Sturla Þórðarson, efsti maður F- lista. áiöiiiEjól ('/) Úrslitin 1990 Þrír framboðshstar vom í kjöri á Blönduósi í kosningunum 1990. D-hsti Sjálfstæðisflokks fékk 178 atkvæði og tvo fulltrúa, H-hsti vinstri manna og óháðra fékk 277 atkvæði og þijá fuhtrúa og K-hsti félagshyggjufólks fékk 165 at- kvæði og tvo fulltrúa. Þessir frambjóðendur náðu kjöri í bæjarstjórn: Óskar Hún- fiörð (D), Páh S. Elíasson (D), Vil- hjálmur Pálmason (H), Sigrún Zophoníasdóttir (H), Pétur Amar Pétursson (H), Guðmundur Kr. Theodórsson (K), Unnur Krisfi- ánsdóttir (K). Meirihlutasamstarfið hefur staðið milh Sjálfstæðisflokks og vinstri manna og óháðra. Framboðslist- D-listi Sjáifstæðisflokks: 1. Sigurlaug Hermannsdótth- 2. Ágúst Þór Bragason 3. Óskar Ingi Húnfiörö 4. Rúnar Þór Ingvarsson 5. Guðmundur Guömundsson 6. Margrét Einarsdóttir 7. Ragnar Z. Guðjónsson 8. Jón Sverrisson 9. Ragnheiður Þorsteinsdóttir F-listi framfarasinnaðra: 1. Sturla Þórðarson 2. Sigrún Zophoníasdóttir 3. Jón Hannesson 4. Siguröur Ingþórsson 5. Bjami Jónsson 6. Jón Daníel Jónsson 7. Valdis Þórðardóttir 8. Jón Jóhannsson 9. Björa Vignir Björnsson H-listi vinstri manna og óháðra: 1. Pétur Arnar Pétursson 2. Gestur Þórarinsson 3. Ársæh Guömundsson 4. Gunnar Riehardsson 5. Ehn Jónsdóttir 6. Hilmar Krisfiánsson 7. Auður Hauksdóttir 8. Páh Ingþór Kristinsson 9. Eydís Ama Eiríksdóttir K-listi félagshyggjufólks: 1. Höröur Ríkharðsson 2. Ragnhhdur M. Húnbogadóttir 3. Ásgeir Blöndal 4. Þórdis Hjálmarsdóttir 5. Kristinn Marinó Bárðarson 6. Guðmundur Karl Ehertsson 7. Kristín Júlíusdóttir 8. Gísh S. Guðmundsson 9. Sigríöur H. Bjarkadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.