Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994 13 Neytendur Rabarbarinn viða að koma upp: Hnúðamir hreint lostæti - góðir í bakstur og einir sér Islendingar gera yfirleitt lítið ann- að við rabarbara en að búa til úr honum sultu en áður fyrr var hann mikið notaður í súpur og grauta. Ás kri ftargetra u n DV: Aldrei unnið neittfyrr „Ég trúi því ekki, það er meirihátt- ar. Ég hef aldrei unnið neitt á ævinni,“ sagði Ari Sævarsson, tré- smiður í Hafnarfirði, þegar DV til- kynnti honum að hann hefði verið dreginn út í áskriftargetraun blaðs- ins og hlotið 30 þúsund króna vöruút- tekt í 10-11. „Ég hef nú reyndar aldrei komið í 10-11 verslanirnar en það er þá tími til kominn," sagði Ari sem er tveggja barna faðir. Sex skuldlausir vinn- ingshafar verða dregnir út mánaðar- lega fram í júní og hljóta þeir 30 þús- und króna vöruúttekt hver, ýmist í 10-11, Bónusi eða Nóatúni. Ari tekur hér við skjalinu sem veitir honum 30 þúsunda króna vöruúttekt í einhverri 10-11 verslananna. DV-mynd ÞÖK Rabarbaraplantan er upprunnin í Kína en var ræktuð í Rússlandi fyrir 3 þúsund árum og þá sem lækninga- planta en þá voru rætumar nýttar til lækninga. Þetta kemur fram í einu hefti Garðyrkjuritsins og þar er að finna fjölbreyttar uppskriftir að ra- barbararéttum sem birtast hér á síð- unni. í ritinu segir ennfremur að rabar- bari sé ræktaður um alla N-Evrópu og að hann sé auðveldur í ræktun og þurfi ekki hátt hitastig. „Ef hon- um er gefinn örlítill áburður, helst mykja, og stungið upp í kringum hann fæst góðu uppskera. Hann er bestur snemma sumars og þá þarf líka minni sykur í hann. Allra ljúf- fengastir eru hvítu hnúðarnir neðst á leggjunum sem í gamla daga voru stundum matreiddir eins og niður- soðnir ávextir.“ Rabarbara-„perur“ 500 g rabarbarahnúðar 2A dl sykur rifinn börkur af 'A sítrónu 'A kanilstöng 2 dl vatn Sjóðið vatn, sykur og kanilstöng í víðum potti viö vægan hita í 10 mín. Setjið börkinn út í. Skerið hnúðana af rabarbaranum, þvoið og snyrtið. Setjið í pottinn og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Kæhð. Meðlæti: þeyttur rjómi og/eða ís. Til tilbreyt- ingar má þeyta saman eggjahvítur og sykur, setja yfir hnúðana og baka í ofni svo úr verði marengs. Rabarbarakaka 'A kg rabarbari (eða bara hnúðar) 50 g rúsínur rifinn börkur af 1 appelsínu 2 dl flórsykur 75 g smjör Til þess að minna fari fyrir hjólbör- unum er gott að útbúa fyrir þær sér- stakt stæði í bílskúmum. Skrúfaðu tvo kubba í vegginn með u.þ.b. 1 metra millibili og settu slá á milli 100 g hveiti 75 g haframjöl Smyijið eldfasta djúpa skál, helst með flötum botni. Þvoið rabarbarann og skerið í mjög þunnar sneiðar. Setj- ið rúsínur, appelsínubörk og 1 dl af sykri saman við rabarbarann og hrærið saman. Setjið rabarbarann í skálina. þeirra. Skrúfaðu slána fremur laust í annan kubbinn og kræktu henni á hinn. Sláin er til þess að halda hand- fóngum hjólbaranna upp að veggn- um en þá eru hjólbörumar reistar Myljið smjöriö saman við hveitið þar til það verður komótt. Bætið þá haframjöli og 1 dl af flórsykri saman við og stráið svo deigmolunum jafnt yfir rababrarann í skálinni. Þrýstið niður. Bakið neðarlega í ofni í 35-AO mínútur við 170-190°C (hærra ef ekki blástur). Meðlæti: þeyttur rjómi eða jógúrt, hrærð út með hunangi. upp þannig að botninn snúi fram. Til þess að þær rúlli ekki frá veggn- um þarf að negla kubb í gólfið til viðnáms. Gróður- skýli Fleygðu ekki hálfgegnsæjum 5 og 10 lítra plastbrúsum sem þú færð í hendur. Skerðu botninn úr þeim og hvolfdu þeim yfir við- kvæmar jurtir ef útlit er fyrir kalsaveður. Skrúfaðu tappann af til þess að loft leiki um jurtimar en hafðu hann á ef útlit er fyrir næturfrost. Grænmetisfréttir: Mikillverð- munur á tómötum og gúrkum Allt að 58% verðmunur getur verið á íslenskum gúrkum milli verslana og 20% verðmunur á tómötum. Þetta kom fram í laus- legri verðkönnun DV í átta versl- unum á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Kannað var verð í Bónusi, Hag- kaupi, Fjarðarkaupi, Garða- kaupi, Kjöt og fiski, F&A, 10-11 og Nóatúni. Bæði tómatamir og gúrkumar vom ódýrastar í Bón- usi en tómatarnir voru dýrastir í Garðakaupi á 499 kr. kg og næst- dýrastir í 10-11 á 498. Reyndar hafa þeir nú verið lækkaðir niður í 398 í 10-11. Gúrkurnar vom dýrastar í Hagkaupi á 189 og næstdýrastar í Kjöti og fiski á 163 kr. kg. DsDcsmsDsö ®rasmiMi®öD 0 Hæsta verö 0 Næstiægsta 0 Lægsta DV Hjólbörar í stæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.